Tíminn - 01.03.1989, Page 11

Tíminn - 01.03.1989, Page 11
Miðvikudagur 1. mars 1989 Tíminn 11 VETTVANGUR lllllllllll llllllllll Hörður Bergmann: Gætir heilbrigðisráðherra hagsmuna almennings? Ég þakka heilbrigðisráðherra nýlega birt svar við fyrirspurnum sem ég bar fram í greinum í Tímanum og Þjóðviljanum í janúar. Að vísu er beinum spurningum mínum ekki svarað nema að hluta, en engu að síður gefnar gagnlegar upplýsingar. Ég vænti þess að það sem við höfum sett þarna á þrykk um síðustu samninga Trygginga- stofnunar um greiðslur til sérfræðinga með sjálfstæðan rekstur í lækningum hafi skýrt sitthvað um það mál og fleira. Og veki efasemdir um fagnandi blaðafyrirsagnir um væntanlegan sparnað af þeim samningum. Þótt ríkisstjórn- in og heilbrigðisráðherra hafi lýst yfir vilja til að draga úr kostnaði ríkisins af sérfræðingarekstrinum er hæpið að nokkuð gerist í raun. „Svar“ heilbrigðisráðherra talar sínu máli um það. Sóunarkerf ið rekið áfram Grein GuðmundarBjarnasonar, heilbrigðisráðherra, sannar margt um það hve veik gæsla almanna- hagsmuna gagnvart sérhagsmun- um getur orðið innan stjórnkerfis- ins. Hann telur í byrjun greinar sinnar að hagsmuna almennings hafi verið gætt í umræddum samn- ingum með því að fólk . á áfram kost á læknisþjónustu utan sjúkra- húsa ... með því að draga úr kostnaði við sérfræðilæknishjálp um 86 milljónir króna ... með því að koma í veg fyrir að sérfræðingar settu sér sína eigin gjaldskrá...“ Ég fæ ekki séð hvernig það þjónar almannahagsmunum að greiða hæstu taxta, sem notaðir eru innan heilbrigðiskerfisins, til að greiða sérfræðingum með einka- rekstur fyrir að sinna sjúklingum með kvef, hálsbólgu, iðrasótt, in- flúensu og hefðbundna barnasjúk- dóma. Slíkir kvillar virðast meira en 90% þess sem upp er talið í árlegu yfirliti landlæknisembættis- ins um sóttarfar og sjúkdóma. Og má ég enn minna á það sem ég gat um í janúargreinunum: í dæmi- gerðu læknishéraði í dreifbýli enda innan við 25% erinda fólks, sem leitar til heilsugæslustöðvar, með tilvísun til sérfræðings. Borgar- læknir upplýsir aftur á móti í grein í Tímanum 29.8. 1987 að í Reykja- vík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað og fleiri þéttbýlisstöðum fari „... yfir 75% læknakostnaðarins til sér- fræðinga". Og lætur borgarlæknir, Skúli Johnsen, mörg stór orð falla þarna og víðar um fáránleika þessa kerfis. Heilbrigðisráðherra upplýsir í grein sinni að kostnaður af sér- fræðilæknishjálp hafi hækkað um 26% á milli áranna 1986 og 1987 og um 17% milli 1987 og 1988. Petta er býsna alvarleg þróun hjá þjóð sem býr við góða heilsu. Því er ekki að furða þótt spurt sé hvers vegna ákveðið var að halda áfram að brjóta það ákvæði almanna- tryggingalaga að tilvísun frá heim- ilislækni sé forsenda þess að Trygg- ingastofnun greiði sérfræðireikn- inga. Úr því að hægt var að reka kerfið á þeim skynsamlega grunni fram til 1984 ætti það að vera auðvelt nú og hljómar undarlega að það „... var talið ljóst að ekki væri hægt að taka tilvísanakerfið upp að nýju nema með ítarlegri endurskipulagningu á því formi sem áður var í gildi og með meiri undirbúningi". Hvað telst veik gæsla almannahagsmuna ef ekki það að þurfa fimm ár til að undir- búa það að taka aftur upp rekstrar- form sem veitt var undanþága frá til eins árs í tilraunaskyni árið 1984? Og upplýsa almenning ekki um árangur tilraunarinnar nema óbeinlínis, sbr. áðurnefndar kostn- aðarhækkanir vegna einkarekstrar sérfræðinganna sfðustu ár! Sparnaður óviss Heilbrigðisráðherra fullyrðir að sparnaður af umræddum samning- um verði 86 milljónir en gefur fáar skýringar á því hvernig það muni gerast. Skýringarnar benda til að áætlaður sparnaður náist því að- eins að meirihluti þeirra, sem eru í fullu starfi við umræddan rekstur eða nálægt því, nái meira en 4000 einingum eða tæpum 400.000 kr. á mánuði í tekjur. Þeir sem eru í fullu starfi hjá því opinbera eða hlutastarfi fara hinsvegar að gefa afsláttinn að fengnum 2000 eining- um í aukavinnunni sinni, eða um 200.000 kr. tekjum. Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, hefur, eins og ég benti á, lýst í blaðaviðtali efasemd- um um að nokkur sparnaður náist með samningunum. Svo skýringa er þörf. 1 stað þess að skýra þetta nánar eyðir Guðmundur Bjarnason miklu rúmi í að ræða um læknalaun og sérfræðingalaunin sérstaklega og fer m.a. að giska á tímakaup hjá einhverjum þeirra miðað við ákveðna yfirvinnu. í þeim tilgangi að sanna að launin séu lág. Það ber fremur vott um umhyggju fyrir hálaunahópi en þeim sem borga brúsann. Einnig er mér gerður upp mis- skilningur um launin og hann leið- réttur. Ég tók skýrt fram í lengri gerð greinar minnar, sem birtist í Tímanum 11. jan., að rekstrinum fylgdi kostnaður sem dregst frá tekjunum. Hitt vissi ég ekki, „... að í samningunum er gert ráð fyrir því að 50% af tekjunum fari í kostnað". Ef þetta er samnings- ákvæði er það alvarlegasta dæmi sem ég þekki um það að ráðherra og embættismenn, sem starfa á ábyrgð hans, gæti ekki almanna- hagsmuna og láti sérhagsmuni ráða. Það er augljóslega rangt og óréttlætanlegt að reikna með því að kostnaður við að afla 100.000 kr., 300.000 kr. eða 600.000 kr. á mánuði með því að reka lækna- stofu sé alltaf 50%. Hann er aug- ljóslega tiltölulega minni eftir því sem tekjurnar verða hærri. Húsa- leiga hlýtur t.d. að jafnaði að vera sú sama hjá tveimur sérfræðingum sem eru í fullu starfi við reksturinn þótt annar taki tvöfalt meira inn. Og það fær mig enginn til að trúa því að rekstrarkostnaður við að ná inn 400.000 kr. á mánuði með rekstri lækningastofu sé 200.000 kr. Ég gæti vel trúað að húsaleigan væri um 20.000 kr. Fjórðungur af launum síma- og aðstoðarstúlku á móti öðrum gæti verið rúmar 15.000, orku- og símakostnaður álíka og efniskostnaður er einhver hjá sumum sérfræðingum. 50-60 þúsund í rekstrarkostnað þykir mér líklegt, eða um 25-30% hjá þeim sem hafa 200.000 í tekjur og minna hjá þeim sem hafa meira. En það er óþarfi að velta frekar vöngum yfir þessu hér. Samninga- nefnd Tryggingastofnunar ríkisins hlýtur að hafa þetta á hreinu og því auðvelt fyrir heilbrigðisráðherra að upplýsa hvernig hagsmuna al- mennings er gætt í þessu efni. Ég vona satt að segja að upplýsingar ráðherrans um 50 prósentin séu á misskilningi byggðar. En meðal annarra orða: Hvernig er það réttlætt að hálaunahópur eins og læknar skuli fá samning um að teljast í fullu starfi þótt 9 klst. á viku séu notaðar á eigin stofu eins og ráðherrann upplýsir? Er ekki meira réttlæti í að heimila lág- launahópum að nota hluta af föst- um vinnutíma til að afla auka- tekna? Óþarfur ótti Ótti heilbrigðisráðherra við að sérfræðingarnir settu sína eigin gjaldskrá, „... sem vafalaust yrði langtum hærri en sú gjaldskrá sem samningurinn við Tryggingastofn- un ríkisins byggir á“ er óþarfur. Sérhagsmunahópur, sem kann að gæta hagsmuna sinna, tekur ekki þá áhættu að reka frá sér stóran hluta viðskiptavinanna. Hvað þá að hætta á að „... almenningur hefði þurft að greiða að fullu fyrir alla sérfræðilæknishjálp“. Hvað hefðu viðskiptavinirnir þá orðið margir? Hlutur sérfræðinganna í þéttbýlinu hefði þá kannski orðið í hlutfalli við það sem gerist í dreif- býlislæknishéraði með heilsugæslu- stöð. Enginn hálaunahópur tekur þá áhættu að svipta sig starfsgrund- vellinum með því að hætta að láta ósýnilega stóra bróður borga og gera kröfur sínar sýnilegar almenn- ingi. Það er hluti ómetanlegra forréttinda að geta látið annan fjarstaddan aðila borga þjónustu sem seljandinn og notandinn hafa báðir hag af að sé sem mest en þriðji aðilinn hefur ekkert um að segja. En þar sem þegar er of- framboð á sérfræðiþjónustu lækna í flestum greinum hlýtur lögmál framboðs og eftirspurnar að gefa tækifæri til að lækka taxtana al- menningi til hagsbóta. Öðrum til fyrirmyndar? Guðmundur Bjarnason kallar svargrein sína „Óðrum til fyrir- myndar“. Ekkert í textanum skýrir hvað við er átt. E.t.v. er átt við að umræddir samningar og sú gæsla almannahagsmuna, sem þeir bera vott um, sé til fyrirmyndar. Ég vona að ljóst sé af þessum stuttu athugasemdum mínum að ég tel fjarri lagi að svo sé. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að samninginn megi skoða sem framhald á dapur- legri sögu þess hvernig almanna- hagsmunum hefur verið fórnað hvað eftir annað í samningum sem núverandi og nokkrir síðustu heil- brigðisráðherrar bera ábyrgð á. Mál er að linni. Og verði Guð- mundur Bjarnason til þess að snúa þeirri öfugþróun við og ná árangri í því að verja hagsmuni almennings gagnvart sérhagsmunum innan heilbrigðiskerfisins verður hans minnst með þakklæti í sögunni. Og það er engan veginn vonlaust að svo verði. Viljinn er fyrir hendi þótt verkin séu ekki farin að tala. Klippið hér Láttu sjá þig! IUMFERÐAR RÁÐ Tímiim □ ER ASKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: VISA I I Samkort CZI • — Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: Œ Nafnnr.: ASKRIFANDI;..................................... HEIMILI:........................................ PÓSTNR. - STAÐUR:....................... SÍMI:... BEIDNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Ég undirrituö/aöur óska þess aö áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9, 130 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.