Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. mars 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
Gunnar Oddsson, Flatatungu:
Hugleiðing um jólaboðskap
Fyrir nokkru barst mér í hendur
jólablað Hlyns, málgagns sam-
vinnustarfsmanna. Far er meðal
annars grein, sem ber yfirskriftina
„Sambandið hf." Höfundur er ung-
ur maður, Jens Pétur Kristjánsson
rekstrarfræðingur.
Fyrirsögnin ein út af fyrir sig
kemur samvinnumönnum trúlega
spánskt fyrir sjónir og þó ekki
síður sá boðskapur, sem þar er
fluttur, en þar sem ég hef ekki séð
nein viðbrögð við þessari ritsmíð,
get ég ekki lengur orða bundist,
því að mér dámaði ekki jólaboð-
skapurinn hans Jens.
Innihald og niðurstaðan
Grein þessi er skipulega upp
sett, þar sem framsett er í punkta-
röð það, sem höfundur telur kosti
og galla á samvinnufélögum
annarsvegar og hlutafélögum hins-
vegar. Niðurstaða þessa unga
manns er svo sú, að samvinnurekst-
ur - samvinnuformið, standist ekki
samanburð við hlutafélögin, og því
bæri að deila Sambandinu upp í
nokkur hlutafélög. Þessa niður-
stöðu tel ég hreint og klárt rugl, og
skal nú færa því að því nokkur rök.
Hvers vegna völdu
menn samvinnuformið
Hver sá maður, sem vill veita
samvinnumönnum félagslega og
rekstrarlega leiðsögn ætti að hug-
leiða fyrst, hversvegna menn völdu
samvinnuformið og stofnuðu sam-
vinnufélög og hvernig samvinnu-
félögin hafa lifað og dafnað til
þessa dags.
Samvinnufélögin voru stofnuð
til þess að vinna gegn arðráni og
misrétti. Til þess að hindra að
þeir sem fátækari voru yrðu að
sæta verri kjörum heldur en þeir
betur stæðu, bæði með verð á
nauðsynjum og afurðum. Til þess
að hindra að einstaklingar eða
félög rökuðu saman gróða á lífi og
starfi fólksins í þessu landi, gróða,
sem oftast var fluttur úr héraði og
jafnvel úr landi. Þau stóðu öllum
opin, ungum sem öldnum, ríkum
sem snauðunt, konum sem körlunt.
Þau höfðuðu til manna um að
vinna saman, sameina en deila
ekki kröftum og mynda þannig
sem traustast afl til hagsbóta fólk-
inu og til framfara í landinu. Sam-
vinnuformið var valið einfaldlega
vegna þess, að menn vildu að áhrif
manna innan félaganna færu ekki
eftir peningaeign eða umfangi við-
skipta, enda væri þá um mismunun
einstaklinga að ræða, sem sam-
rýmdist ekki lífsviðhorfum þeirra
manna, sem að félögunum stóðu.
Þau áttu ekki og máttu ekki
ganga kaupunt og sölunt. Þau voru
sjálfseignarstofnanir, sameign nú-
tíðar og framtíðar, sem verandi
kynslóð bar ábyrgð á og bar að
skila til þeirrar næstu nteð þeirri
ávöxtun, sem aðstæður leyfðu á
hverjum tíma.
Dómur reynslunnar
Hver er svo reynslan af starfi
samvinnufélaganna? Þau hafa
vaxið og dafnað víða um héruð
svo að hlutafélög eða einkafyrir-
tæki standa þar langt að baki og
segja má, að samvinnufélögin séu
traustustu stoðirnar undir búsetu
og afkomu fólksins í mörgunt héruð-
um. Um það læt ég nægja að net'na
tvö dæmi, sent næst mér eru:
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðár-
króki og Kaupfélag Eyfirðinga á
Akureyri. Ef menn hugleiða þær
staðreyndir, sem ég hef hér drepið
á, má öllum vera ljóst, að það er
rúgl eitt, að samvinnuformið sé
starfsemi félaganna fjötur um fót,
heldur þvert á móti gefur það
möguleika til meiri og betri verka
með því að leiða saman mátt hinna
ntörgu, mátt allra þeirra, sem vilja
vera með í þarfri uppbyggingu.
Hlutverk stjórna
og starfsmanna
Hjá samvinnufélögum líkt og
öðrum fyrirtækjum skiptir þó jafn-
an höfuðmáli, að til stjórnar og
starfa veljist hæfir og dyggir menn,
sem leggja metnað sinn í að starf
þeirra beri ávöxt. Nú vita allir, að
misjafnlega getur til tekist í þeim
efnum, jafnt hjá samvinnufélögum
og öðrum aðilum. Þó vil ég full-
yrða, að almennt séð hafa sam-
vinnufélögin átt því láni að fagna,
að eiga framsýna og mikilhæfa
stjórncndur og vel hæfa
starfsmenn. sem skiluðu starfi sínu
með sóma. Nú enn eiga samvinnu-
félögin marga slíka menn.
Búvörudeild var ein þeirra
deilda, sem Jens Pétur tók sem
dæmi um að sómi væri að sjá
starfandi sent stórt, opið hlutafé-
lag. Búvörudeild hefur nú nýverið
endurskipulagt starfsemi sína, en
viðhaldið santvinnuforminu og lað-
að fram og leitað eftir aukinni
samstöðu um starfsemi dcildarinn-
ar. Þetta hefur skilað góðum ár-
angri. Þar starfa nú margir menn,
sem hafa skilað góðum árangri í
starfi, þrátt fyrir erfiðar ytri að-
stæður. Ég hcld að Jens Pétur og
félagar hans í Búvörudeild bættu
engu við sig í starfsgetu við það eitt
að deildin brcyttist í hlutafélag,
heldur þvert á móti ættu ýmsir
erfiðara með að finna sig í starfi
undir því rekstrarformi. Búvöru-
deildin yrði þá ekki lengur sölutæki
kaupfélaganna í landinu og bænd-
anna, sem að þeim standa, heldur
apparat, sem stjórnað væri af
stærstu hluthöfum og rekið með
þeirra hagsmuni fyrir augunt en
ekki annarra.
Vandi Sambandsins
Jens rekstrarfræðingur fer
nokkrunt orðum um rekstrarvanda
Sambandsins og kemst þannig að
orði: „Vandinn felst m.a. í uppbygg-
ingu fyrirtækisins og erfiðri eiginfjár-
stöðu." Ég dreg þessar fullyrðingar
báða ntjög í efa. Uppbygging Sam-
bandsins helur ekki reynst verr en
svo, að Sambandið hefur náð því
að verða stærsta fyrirtæki landsins
og eiginfjárstaða þess Itefur verið
mjög góð, eða með því besta, sem
þekkst hefur hjá íslenskum fyrir-
tækjum. Ejginfjárstaðan hlýtur
auðvitað að hafa rýrnað verulega á
síðasta ári vcgna geigvænlegs tap-
reksturs, en þrátt fyrir það. Itygg
ég að eiginfjárstaða Sambandsins
megi enn kallast góð á íslenskan
mælikvarða. Hallarekstur Sam-
bandsins verður auðvitað að stöðva
og það án tafar, til þess ber stjórn-
endum og starfsliði augljós skylda.
Til þess duga lítt vanhugsaðar
„skipulagsbreytingar". Þær skaffa
engar tekjur, nema síður sé. Hér
verða að koma til skilvirkar, stjórn-
unarlegar aðgerðir, og það fyrr en
scinna, og ég vil trúa því, að þeir
menn, sem nú stjórna Samband-
inu, hafi bæði vilja og burði til þess
að ganga að því verki og leysa þann
vanda, scnt við er að fást.
Ég er ekki það kunnugur innri
starfsemi Sambandsins, að ég telji
mér fært að benda þar á einstök
ráð, en hin almennu ráð má nefna,
að skera niður kostnað við rekstur-
inn og létta á rekstrarfjárstöðu
með sölu eigna, t.d. hlutabréfa í
ýmsum fyrirtækjum, scm mérskilst
að Santbandið liafi ekki haft ýkja
mikinn arð af á síðustu árunt.
Tekjur verður einnig að auka með
aukinni markaðshlutdeild, eins og
nú er stefnt að í Verslunardeild-
inni. Kaupfélögin gegna þar lykil-
hlutverki. Þau vcrða að efla sam-
stöðuna og standa af alefli og
heilindunt að Sambandinu.
Stjórn og starfsmenn Sambandsins
verða einnig að ná samstöðu um
þær rekstrarlegu aðgerðir. sem
gera þarf, og ég vil trúa því, að
þannig eigi málin eftir að ganga
frant.
Lokaorð
Samvinnustarfið hefur alla tíð
byggst á lífsviðhorfum þess fólks,
sent að því hefur staðið og svo er
enn. Þau lífsviðhorf eru, að fólkið
eigi að vinna saman aö öflun lífs-
gæða og deila kjörum mcð sant-
ferðamanninum í stað þess, að
einn reyni að sníða sér scm breið-
ust skæði af annars skinni. Að
vænlegra sé til góðs árangurs í
lífsbaráttunni, að fólk stilli saman
krafta sína og myndi þannig afl
sent dugar til átaka og nauðsyn-
legra verka, sent einstaklingurinn
réði á engan hátt við. Sundrung og
deiling er andstaða þessara lífsvið-
horfa.
Undangengin ár helur efnahags-
málum þjóðarinnar verið stjórnað
af fullkomnum afglapahætti. Hin
blindu og ég vil segja siðlausu
samkcppnis- og gróðaöfl, hafa
fengið að leika lausum Itala í okkar
litla samfélagi nteð þeint afleiðing-
um, að öll framleiðsla og verð-
mætasköpun þjóðarinnar var að
hruni komin. Nú er von að þessum
ósköpum linni um sinn, en endur-
reisnarstarfið, sent framundan er,
verður erfitt. Nú er með engu móti
hægt að segja, að samvinnufélögin
hafi staðið verr af sér efnahagslegt
óveður síðustu ára en aðrir aðilar
með hliðstæða starfsemi, nema síð-
ur sé, en auðvitað hafa þau orðið
lyrir áföllum, líkt og aðrir, og
erfiðleikar eru þar framundan.
Vissulega reynir á stjórnir og
starfslið félaganna, en gleymunt
ekki, að samstaða fólksins unt
félög sín og samstaða samvinnufé-
laganna unt Sambandið er það,
sem mestu ræður um árangurinn
nú, sem endra nær. Og gleyntum
heldur ekki, að samvinnumenn
hafa áður lyft Grcttistökum.
Á þorraþræl 1989,
Gunnar Oddsson,
Flafatungu.
Bima K. Lárusdóttir
Hvers á fólk að gjalda
Sagt hefur verið að vegir séu lífæðar landsins og má það
vissulega til sanns vegar færa. Þeir greinast í stofnbrautir
og út frá þeim þjóðbrautir og sýsluvegi.
Þjóðbrautir eru skilgreindar svo í vegalögum frá 197712.
gr. og hljóðar svo með leyfi forseta.
„Vegir, sem eru minnst tveggja
km langir frá vegamótum og ná til
að minnsta kosti þriggja bíla, þann-
ig að þeir nái að þriðja býli frá
vegamótum. Víkja skal frá jressari
reglu ef um er að ræða vegi að
kauptúni."
Við allflesta þessa vegi býr fólk,
margt eða fátt eftir aðstæðum á
hverjum stað. Allir eiga það sam-
eiginlegt að nota vegina og því
skiptir gerð þeirra og ástand mjög
miklu máli, ekki síst á veturna sem
oft vilja reynast ansi langir og
dimmir í strjálbýlinu.
Þegar rætt er um snjómokstur á
vegum þá er ekki hægt að komast
hjá því að taka uppbyggingu og allt
almennt viðhald vega þar með, svo
náskyld eru þessi mál. Gerð og
ástand vega getur skipt sköpum
um hvort fólk kemst leiðar sinnar.
Fjölmargir langir, lélegir vegir
teljast til þjóðbrauta. Sumir eru
ennþá hálfniðurgrafnir af þeirri
einföldu ástæðu að viðhald þeirra
hefur ekki verið sem skyldi undan-
farin ár og búið er að hefla það
malarlag af sem eitt sinn var, og
sem við þjóðbrautir býr?
kosti hann enda er ekki raunhæft
að sveitarfélög standi undir helm-
ingsgreiðslu þar sem þau eru all-
flest mjög illa stödd fjárhagslega.
Snjómoksturvegaa.m.k. vikulega,
þegar þess er þörf, ætti að vera
sjálfsögð þjónusta við íbúa
landsins.
Þessi grein um að þjóðbrautirnar
séu mokaðar minnst vikulega er
skrifuð fyrst og fremst til að benda
á það misrétti sem nú hefur við-
gengist langa hríð og þann mismun
sem þjóðin býr við í sambandi við
snjómokstur, annars vcgar þeir
sem eru svo heppnir að hafa valið
sér búsetu við vegi sem eru mok-
aðir reglulega, misoft í viku, og
hins vegar þeir sem búa við það
ófremdarástand að engir sérstakir
mokstursdagar eru áætlaðir.
Ef byggð á að haldast í dreifbýli
landsins um ókomna framtíð er
nauðsynlegt að jafna aðstöðumun
fólks eftir búsetu þess. Bættar
samgöngur yfir vetrarmánuðina er
eitt spor í þá átt. Sérstaða íslensks
þjóðfélags liggur’í hinum dreifðu
byggðum landsins. Þar búa þeir
sem afla mikils hluta útflutnings-
afurða okkar, þessir staðir eru
gullegg þessarar þjóðar. Þess
vegna skulum við gæta þeirra vel,
því þeirra líf er líf landsins.
Birna K. Lárusdóttir
upp úr stendur grjótið sem mörg-
um hjólbörðum hefur banað. Virð-
ist það vera sóun á fjármunum að
hefía slíka vegi enda grjótið aldrei
banvænna hjólbörðum en eftir slík-
ar gerðir. Það gefur auga leið að
slíkir vegir verja sig illa snjó. Illt er
að aka þessa vegi á sumardögum
en þó hátíð á við að fara þá á
veturna, þá eru þeir meira og
minna ófærir og oft illa stikaðir.
Viðhald vega hefur verið næsta
lítið á undanförnum árum og hlýtur
það að orka mjög tvímælis að verja
stórum hiuta af viðhaldsfé til lagn-
ingar og uppbyggingar vega. Erfitt
er að sætta sig við að hökta á
holóttum vegum á sama tíma og
lögboðin framlög til vegagerðar
eru skorin niður um tæpar 700
milljónir. Vegagerðin hefði svo
sannarlega full not fyrir þetta fé og
átti það svo sannarlega þangað að
fara - því marga vegi hefði mátt
bæta með því, og moka mikinn
snjó. Eflaust þykir mörgum sárt að
eyða peningum í snjómokstur, sem
er ekki sjáanlegur þegar blessað
vorið kemur, og finnst þeim pening
betur varið í hluti sem sjáanlegir
eru allt árið.
Bættar og öruggar samgöngur
eru forsenda fyrir því að byggð
haldist í sveitum landsins og eitt af
mikilvægustu hagsmunamálum
byggðarlaganna um landið allt.
Flest okkar hafa það fyrir satt að
maðurinn lifi ekki á brauðinu einu
saman, mannleg samskipti hafi allt-
af skipt meginmáli í öllum þjóðfé-
lögum. Gildi mannlegra samskipta
er aldrei ofmetið og hefur mönnum
verið kunnur þessi sannleikur á
tímum Snorra. „Maður er manns
gaman." Þegar fólki fækkar á
landsbyggðinni verður æ erfiðara
fyrir þá sem eftir eru að fullnægja
þeirri mannlegu þrá sem samskipti
við annað fólk er. Það er ekki
neinn minnsti vafi á að unnt er að
sjá bein tengsl milli fækkunar í
byggðum og tækifæra sem bjóðast
fólki til þess að taka þátt í og njóta
félagslífs. Þar sem félagslífið er
fáskrúðugt þar er yfirvofandi
byggðaröskun, þar sem alltaf verð-
ur lengra og lengra að sækja það
sem býðst.
Það er liðin tíð að fólk sætti sig
við að vera innilokað vegna ófærð-
ar svo dögum skiptir, enda hlýtur
það á þessari tæknivæddu öld að
teljast sjálfsögð mannréttindi að
komast ferða sinna og þurfa ekki
að búa við það álag sem af því hlýst
að vita að allt er ófært og ekkert
óhapp má henda því þá getur
voðinn verið vís. Heilsugott verður
fólk líka að vera, því ekki er
hlaupið að læknishjálpinni og best
væri að enginn yrði veikur fyrr en
snjóa leysir og vegir yrðu færir, sem
ekki er alltaf því iðulega eru veg-
irnir þá orðnir að botnlausu svaði
í verstu slönkunum. Víða að hafa
komið tilmæli um að vegagerðin
auki mokstur á þjóðbrautum og