Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. mars 1989
Tíminn 7
Ólögleg afritun hugbúnaðar til sérstakrar umræðu hjá Skýrslutæknifélagi íslands:
Sjö til níu af hverjum tíu
forritum afrituð ólöglega
Forrif fjölfaldað. Svo virðist sem slíkt sé gert í stórum stíl.
Ólögleg afritun á hugbún-
aöi er að veröa mikið vanda-
mál á íslandi, enda hefur
komið í ljós að erlendur hug-
búnaður er afritaður allt að
nífalt miðað við seld eintök
og íslenskaður hugbúnaður
er að jafnaði þrefaldaður
miðað við seld eintök.
Skýrslutæknifélag íslands
hefur nú séð sig knúið til að
halda sérstaka ráðstefnu um
þessa þróun og hvað orðið
getur til ráða.
Samkvæmt viðtali við einn inn-
flytjanda hugbúnaðar er áætlað sölu-
verðmæti ólöglegra afrita um 60-120
milljónir króna á aðeins einu rit-
vinnsluforriti. Söluskattur af þessum
„óseldu“ eintökum er áætlaður um
7-14 milljónir króna. Hjá öðrum
innflytjanda fengust þær upplýsingar
að hann hafi aðeins selt um 80 eintök
af tilteknum hugbúnaði. sem þó er í
notkun hjá nær öllum notendum
ákveðinnar tölvutegundar. Sölu-
verðmæti ólöglegrar afritunar af
þessu eina forriti nemur á fjórða tug
milljóna króna og óinnheimtur sölu-
skattur nemur 3^1 milljónum króna.
Það er því ljóst að hér er um
alvarlegt vandamál að ræða, sem
ekki aðeins snýr að innflytjendum
og hugbúnaðarsmiðum, heldur og
að ríkissjóði og innheimtuaðilum
söluskatts. Þó að ekki séu til áreiðan-
legar tölur um verðmæti ólöglegra
afrita, er talið að heildarupphæð
hlaupi á mörg hundruð milljónum
króna og trúlega á annan milljarð
króna, en söluskattsvikin nemi
nókkur hundruð milljónum króna.
Stjórnendur oft grunlausir
Einn frummælandinn á fundi
Skýrslutæknifélags Islands, sem
haídinn verður n.k. fimmtudag, er
Lúðvík Friðriksson hjá Einari J.
Skúiasyni hf. Sagðist hann hafa orð-
ið mest hissa þegar hann komst að
Nokkrir einstaklingar hafa haft
samband við Tímann vegna fréttar
um gíróreikningsnúmer Magnúsar
Guðmundssonar höfundar heimild-
armyndarinnar „Lífsbjörg í Norður-
höfum." Fréttin birtist á laugardag
og féll niður í hvaða banka reikning-
urinn hefur verið stofnaður. Reikn-
ingsnúmerið er 1990 og ber að stíla
framlög á titil myndarinnar „Lífs-
björg í Norðurhöfunt. Reikningur-
inn er í Útvegsbankanum á Seltjarn-
arnesi. Númer stofnunar er 281 og í
því að fyrirtæki eru jafnvel enn
mikilvirkari en einstaklingar í því að
afrita hugbúnað með ólöglegum
hætti. í flestum tilfellum vissu æðstu
stjórnendur ekki af þessari iðju
starfsmanna sinna, enda væru tölvu--
mál oftast á hendi sérstakra fulltrúa.
í flestum tilfellum hefur komist upp
um afritanirnar með þeim hætti að
viðkomandi notendur hafa þurft að
leita eftir þjónustu hjá innflytjanda.
Þjónustan byggir á því að viðkom-
andi hafi keypt forritið, en allir
notendur hugbúnaðar eru skráðir.
Lúðvík tók dæmi af dreifingu eins
ritvinnsluforrits. Það ber heitið Orð-
Snilld og hefur verið selt í um 1.350
eintökum á um 30 þúsund krónur
stykkið. Fjöldi ólöglegra afrita af
þessu eina forriti er talinn vera á
bilinu tvö til fjögur þúsund eintök.
Það samsvarar því að allt að þrjár
ólöglegar afritanir hafi átt sér stað
fyrir hvert selt eintak, eða það sem
við getum kallað þreföldun á seldum
eintökum. Fjölföldun á erlendum
hugbúnaði er þó mun meiri að sögn
Lúðvíks. Sagðist hann telja að þar
væri um að ræða allt að tíföldun
forrita miðað við réttilega seld ein-
tök.
dálknum HB er fært númerið 22.
Magnús sagði í samtali við Tím-
ann í gær að mikill áhugi væri fyrir
myndinni. Þegar hefur borist pöntun
frá norska ríkissjónvarpinu og fyrir-
spurnir frá Kanada, Þýskalandi og
Færeyjum.
Um gang myndarinnar sagði
Magnús að helsti dragbíturinn væri
peningaleysi og hafa stjórnvöld ekki
enn tekið afstöðu til þess hvort
myndin verður styrkt. - ES
Vinnulaun við fikt eru dýr
Lúðvík sagði að oft væri um það
að ræða að umsjónarmcnn tölvu-
mála hjá fyrirtækjum gerðu tölvu-
væðingu dýrari en hún þyrfti að
vera, með því að ætla að fikta sig
áfram nteð ólögleg afrit. Nefndi
hann dæmi af deildarstjóra einum
sent lenti í vandræðum með ólögleg
eintök afáðurnefndu ritvinnslukerfi.
þegar að því kom að tengja það við
prcntara fyrirtækisins. Eftir að hafa
leitað árangurslaust á náðir fjölda
tölvusala í Reykjavík og víðar. cn
þcim er óheimilt að láta í té upplýs-
ingar í slíkum tilfellum, ákvað hann
að reyna sjálfur að leysa vandamál-
ið. Það tókst ekki og cflir að hafa
kostað fyrirtækið um 50 þúsund
krónur í auknar yfirvinnustundir,
var forstjórinn kominn í málið að
tilstuðlan untboðsaðila. í þessu máli
var ákveðið aö kaupa ritvinnslukerf-
ið með eðlilegum hætti og þiggja þá
þjónustu sem í boði er.
Þeir flokkar hugbúnaðar scm oft-
ast verða fyrir ólöglegri afritun eru
ritvinnsla, gagnagrunnur og töflu-
reiknar og svo auðvitað fjöldi leikja
og afþreyingarforrita og teikni- og
umbrotsforrit. Minnst er um ólög-
lega afritun ísambandi við bókhalds-
forrit, birgðahaldsforrit og launafor-
rit. Ástæða þess er einfaldlega sú að
varla er nokkur leið að vinna með
slík forrit af alvöru án þess að geta
stöðugt lcitað til réttra þjónustuað-
ila.
Tugir afrita
innan fyrirtækja
Afkastamesta ólöglega afritunin á
sér stað innan fyrirtækja þar sem
mörg dæmi eru um að ritvinnsla sé
afrituð í tugum eintaka. Þegar um-
boðs- og þjónustuaðilar hafa komist
að slíkum afritunum hefur í flestum
tilfellum komið fram að umsjónar-
menn tölvumála hafa verið sér með-
vitaðir um að afritun hafi verið
ólögleg. í fæstum tilfellum vissu hins
vegar æðstu stjórnendur um eðli
þessa þáttar tölvuvæðingarinnar.
Að sögn Lúðvíks hefur ekki verið
vitað með vissu um umfang þessa
athæfis fyrr en á síðasta ári og eru
flestir innflytjendur að leita leiða til
að bregðast við þessum vanda. Ekki
er vitað til þess að farið hafi verið í
málarekstur vegna svona mála, en í
tlestum tilfellum hefur málið vcrið
leyst með vinsamlegum viðræðum
við framkvæmdastjórnir fyrirtækj-
anna yfir kaffibollum. Að sögn Lúð-
víks er ekki ólíklegt að innflytjendur
taki höndum saman um að komast
fyrir þessa þróun, enda vcldur hún
því að mjög erfitt er að lækka
söluverö á hugbúnaði, eins og eðli-
legt væri. Einnig væri mönnum það
Ijóst að innheimtuaðilar söluskatts
gætu hvenær scm er gripið inn í þcssi
mál með sínum hætti.
1 nýjasta hefti Tölvumála, segir
Halldór Kristjánsson, formaður
Skýrslutæknifélags íslands, að því
miður bendi margt til þess að ástand
þessara mála sé síst betra hér en víða
erlendis, þar sent gerðar hafa verið
athuganir á vandamálinu. í Banda-
ríkjunum hefur því verið haldið
fram í tímaritsgreinum, að sögn
Halldórs, að l'yrir hvert selt forrit
séu níu ólögleg aírit í notkun. Segir
Halldór að oft gæti þess ntisskilnings
að npta megi ntörg afrit sama íorrits
innan sarna fyrirtækis. Reglan sé
hins vegar ótvíræð. „Eitt forrit -ein
tölva." Bent er á að afritun er
eingöngu heimil þegar um öryggisaf-
ritun er að ræða. KB
"1 v • 1 4 é, ' 4 - •« i - ; -1
r lvi\i\vio ■ Mnr
Kópavogur
Bæjarmálafundur verður haldinn 6. mars n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5.
Skúli Sigurgrímsson, bæjarfulltrúi ræðir um fjárhagsáætlun og
stöðuna í bæjarmálum.
Mætum öll og tökum þátt í umræðunni.
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Almennur félagsfundur verður laugardaginn 4. mars kl. 14 að Nóatúni
21.
Mætið vel.
Stjórnin.
SUF í Viðey
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu.
Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar.
Framkvæmdastjórn SUF
Fjölnotaglösin
fyrir 1. mars, eigum til lítið eitt af glösum meö flokksmerkinu. Pantanir
í síma 24480.
LFK.
Landssamband framsóknarkvenna
Nóatúni 21, - s. 24490.
Gíróreikningur heimildarmyndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum"
REIKNINGUR í
ÚTVEGSBANKA
AUGLYSENDUR
PÓSTFAX TÍMANS