Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 1. mars 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Póstfax: 68-76-91
Nýtt áfengisböl
í dag er aflétt 77 ára gömlu banni við því að
áfengt öl sé framleiðslu- og markaðsvara á íslandi.
Þar með er lokið síðustu leifum hins algera
áfengisbanns, sem gekk í gildi árið 1912 að
afstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu og lögum frá
Alþingi.
Sem alkunna er gilti áfengisbannið frá 1912
aðeins 10 ár að fullu, en var að lokum afnumið 1935
að öðru leyti en því að bann við ölframleiðslu og
sölu þess hélt áfram, þar til nú að það er afnumið
1. mars 1989.
Það er því engan veginn út í hött að halda því
fram að dagurinn í dag sé sögulegur. Hins vegar
gegnir furðu, að hópar manna í þjóðfélaginu skuli
líta á þennan dag sem sérstakt fagnaðartilefni eða
ástæðu til hátíðarhalds. Jafnvel þótt fallast mætti á
þau rök, að afnám bjórbannsins sé „eðlileg þróun“
miðað við efni áfengislaga að öðru leyti, þá er
fagnaðartilstandið kringum innreið ölsins frum-
stætt og ósmekklegt.
Áfengisneysla hefur fylgt mannkyninu frá örófi
alda. Vissulega er það rétt að framleiðsla áfengra
drykkja er fyrirferðarmikið atvinnu- og efnahags-
atriði í fjölmörgum löndum víða um heim. Áfengir
drykkir eru neysluvara og sjálfsagður söluvarning-
ur úti um alla veröld.
Hins vegar liggur einnig ljóst fyrir, að áfengis-
neysla - svo víðtæk sem hún er og viðurkennd
meðal siðaðra manna - er á hinu leitinu bölvaldur,
sem herjar á þjóðfélögin í ótal myndum. Áfengi er
umfram allt vímugjafi og ávanaefni. Sá sem neytir
áfengis að staðaldri er þar með að bindast einni
tegund vímuefnis, sem í eðli sínu er hvorki betra
né verra en aðrir vanabindandi vímugjafar.
Hvað áfenga ölið varðar, þá er það lævíslegri
vímugjafi en margur vill vera láta. Það er ekki síst
fyrir ölneyslu að fjölmörg þjóðfélög eru heltekin
af áfengisböli, sem reynt er að breiða yfir með
ýmsu móti. Frjáls ölsala stóreykur heildaráfengis-
neyslu meðal þjóða, gerir fólk háðara áfengis-
drykkju en ella væri. Slíkt kemur niður á heilsu
fólks og vinnufærni.
Engar líkur eru til þess að íslendingar bæti
áfengisástandið í landinu með frjálsri ölsölu. Þvert
á móti mun drykkjuskapur vaxa og verða almenn-
ari. Fráleitt er að hugsa sér að ekki sæki í það horf
hér sem annars staðar að áfengt öl verði drukkið á
vinnustöðum. Þess verður einnig neytt í vaxandi
mæli í heimahúsum. Ökumönnum í áfengisvímu
mun að sjálfsögðu fjölga. Það böl verður ekki
sungið á braut með dægurlögum og misvel ortum
popptextum.
1. mars 1989 er sögulegur dagur, en síst er
ástæða til að baða hann í dýrðarljóma. Áfengisböl-
ið mun taka á sig nýjar myndir.
BJÓR OG PLAST
I dag er hér á landi tvúfaldur
merkisdagur. Upp er runninn lang-
þráður l>-dagur, dagurinn þegar
bjórinn kemur. En í.dag er líka
p-dagur, það er dagurinn þegar
byrjað verður að selja plastpoka í
búðunum. Það má gera því skóna
að á þessum tvöfalda merkisdegi
gangi margir um glaðir í sinni og
kátir í andanum.
Almenningur í landinu mun í
dag, að því er manni hefur skilist á
ffölmiðlum, fara á eitt allsherjar
bjórfyllerí. Og gleðjast yfir
bjórnum. Eigendur matvörubúða
gleðjast yfir því að íá núna túkall í
kassann af hverjum plastpoka sem
fer út úr búðinni. Kannski bölva
kaupendur örlítið niður í bringuna,
en þcir fá nú bjórinn á móti.
Áhugamcnn um landvernd gleðj-
ast yfir túkallinum sem þeir fá af
hverjum plastpoka til að rækta upp
landið. En mesta ástæðu licfur
Ólafur Kagnar þó til að vera
glaður. Hann fær núna krónu af
hverjum plastpoka í kassann sinn,
að ógleymdu öllu því sem streymir
þar inn af bjórnum.
Ný drykkjuöld?
Aftur á móti verður Garri að
játa að hann er enn ekki farinn að
skilja allan hamaganginn sem veríð
hefur hér nú undanfarið út af
bjórnum. Hann veit ekki betur en
að tiltölulega auðvelt hafi veríð til
þessa að verða sér hér úti um
áfenga drykki.
Það er svo sem ekki um það að
ræða að núna sé verið að skrúfa frá
einhverjum áður harðlokuðum
áfengiskrana fyrir aðframkomna
brennivínsberserki. Hér hefur ver-
ið nóg af áfengi, og til allrar
hamingju kann meginþorri þjóðar-
innar bara nokkuð vel að unigang-
ast það.
Líka veit drjúgur meirihluti
landsmanna býsna vel að áfengi og
akstur fara ekki saman og hefur
þess vegna fyrir nokkuð fasta reglu
að snerta ekki bíl eftir að hafa
bragðað vín. Frá þessu eru undan-
tekningar, vissulega einni of marg-
ar meðan ein flnnst, en undantekn-
ingar þó. Og ósennilegt er að núna
fari landsmenn svona upp til hópa
að breyta þessumvenjum sínum og
byrja í stóruin stil að aka um
kenndir.
Nei, Garri ítrckar þá skoðun
sína að hann hefur ekki nokkra trú
á því að hér fari nú að uppheijast
ein allsherjar drykkjuöld í landinu
þó að bjórinn komi til sögunnar.
Gera má ráð fyrir því að fjölmiðl-
arnir verði vakandi yfir öllu sem
gerist í sambandi við bjórkomuna.
Og alltaf eru til menn sem vilja
flcst á sig lcggja til að komast í
fjölmiðlana, og það er svo sem
sennilegt að þeir reyni að nota
þetta tækifæri til að koma sjálfum
sér þar á framfæri. En venjulegur
íslendingur fær sér kannski eins og
eina bjórdollu núna einhvern dag-
inn til að prófa þetta, og kaupir svo
kannski nokkrar í viðbót til að eiga
með mat við tækifæri.
Plastpokafárið
Að því er plastpokana varðar og
söluna á þeim þá er Garri eindregið
á því að þar séum við á réttri lcið.
Og fyrir því eru fyrst og fremst
þrjár ástæður.
í fyrsta lagi er það hreint út sagt
engu lagi líkt hvað við höfum til
þessa vanið okkur á bruðla með
plastpokana. Þetta stafar vitaskuld
af því að við höfum fengið þá
aflienta ókeypis í búðunum, sem
aftur hefur þvtt að á þá er litið sem
gjörsamlega vcrðlausa hluti. Fyrir
vikið er þetta fjúkandi um allt, til
einskis nema ama og leiðinda fyrir
alla landsmenn.
Með því að fara að taka gjald
fyrir pokana má búast við að úr
plastpokafárinu fari eitthvað að
draga. Þeir verði ekki lengur til
sömu leiðindanna og veriö hefur.
Og kannski fcr fólk núna svona
almennt bara að fá sér sina eigin
innkaupapoka, eins og í gamla
daga, til að bera vörurnar í heim.
Að því yrði hér mikill þrifnaðar-
auki.
Í öðru lagi er það staðreynd að
hér blasa við endalaus verkefni að
því er varðar gróðurvemd og rækt-
un landsins. Þeim verkefnum verð-
ur ekki sinnt nema fyrir framlög úr
vösum okkar landsmanna. Túkall
á poka er upphæð sem engan
skiptir máli, en safnast þegar sam-
an kemur. Og árangurinn af því
fáum við svo væntanlega að sjá á
landinu innan tíðar.
í þriðja lagi er svo að því gætandi
að í heildina tekið er það vist síöur
en svo nokkur gróðavegur að reka
smásöluverslun hérlendis. Ef til
vill að frátöldum nokkmm allra
best staðsettu mörkuðunum á suð-
vesturhominu.
Til þessa hefur sú kvöð verið
lögð á búðimar að afhcnda hverj-
um og cinum ókeypis plastpoka
utan um allt sem sá hinn sami hcfur
kcypt. Öll eigum við mikið undir
því að hægt sé að halda uppi
almennilegri verslunarþjónustu
um landið allt. Þegar eins árar og
undanfarið í versluninni þá er vist
meir en óhætt að við léttum þessari
kvöð af búðunum. Á móti má svo
gera ráð fyrir að við fáum þá betri
þjónustu og fjölbreyttara vöruval.
Garri.
VÍTTOG BREITT
11
Giaf ir eru yður gef nar
Örlæti menntamálaráðherrans
okkar er komið á það stig að
jafnvel sjóðsstjórnir sem undir
hann eru settar eru farnar að
frábiðja sér að njóta gjafmildi
hans. En aðrir taka við og þakka
með hástemmdum huga og fleyg-
um orðum „góðar þykja mér gjafir
þínar,...“. Er þetta hljóð- og
myndritað og þegnarnir fá að sjá
og heyra þegar ráðherranum er
þakkað enn meira fyrir hugulsem-
ina en fyrir að gefa hús sem er
honum útlátalaust að flottræflast
með. Það er svo auðvelt að gefa
það sem maður á ekki.
Sparnaður og aðhaldssemi eru
yfirlýst markmið þeirrar ríkis-
stjórnar sem nú situr. Fjármálaráð-
herra sendir út tilskipanir til ráðu-
neyta og rfkisstofnana um
samdrátt, draga á verulega úr
launakostnaði og útgjöld á að skera
við nögl á flestum sviðum.
Nú eiga allir að vera nískir og
spara nema menntamálaráðuneyt-
ið og stofnanir sem undir það
heyra.
Eyðslan verðlaunuð
Tónninn var gefinn þegar ríkis-
stjórnin var nýlega tekin við
völdum. Eitt af fyrstu verkum
menntamálaráðherra var að frí-
kenna fræðslustjóra fyrir að fara
tug milljóna fram úr fjárlögum og
koma í veg fyrir að dómstóll úr-
skurðaði um hvort embættismenn
þyrftu yfirleitt að standa skil á því
við nokkurn aðila hve miklu þeim
dettur í hug að sólunda af ríkisfé í
trássi við fjárveitingavaldið og allra
þeirra sem gæta eiga almannahags-
muna gagnvart bruðli embættism-
anna með fé sem enginn hefur leyft
þeim að eyða.
En auðvitað ætti að líta á fjár-
málaglöp fleiri embætta en fræðslu-
skrifstofuna fyrir norðan eina
saman.
En Svavar menntamálaráðherra
líkist þeim ríkisstarfsmönnum sem
eru hvað fúsastir að eyða fjármun-
um umfram þær upphæðir sem
þeim er trúað fyrir. Þegar öðrum
er skipað að draga saman útgjöld,
ganga út yfirlýsingar úr mennta-
málaráðuneytinu um að stefnt sé
að eflingu fagurra lista og kvik-
myndagerðar og alls kyns gælu-
verkefna, sem ávallt er verið að
telja öllum trú um að opinber
ölmusa styrki og efli á alla lund og
því meiri aurar sem gefnir eru því
betri list.
Þau nýmæli eru nú upp tekin að
ráðherra er farinn að gefa stétta-
samtökum skólahús. Önnur stétta-
samtök mótmæla gjöfinni harð-
lega.
Bágt er að sjá hvort verið er að
gera kennarasamtökunum greiða
með því að gefa þeim gamla
Kennaraskólann við Laufásveg.
Eins liggur ekki ljóst fyrir hvort
ráðherra hefur leyfi til að afhenda
eigur ríkisins með þessum hætti,
enda hefur að minnsta kosti eitt
kennarafélag mótmælt harðlega.
Húsið er friðað og kostnaðarsamt
í viðhaldi. Má því allt eins vera að
létt sé kvöðum af ríkissjóði og þær
færðar yfir á kennarasamband. Á
kannski eftir að koma í ljós hver á
áð þakka hverjum hvað?
Dýrt skal það vera
Örlætisköst menntamálaráð-
herrans eru smitandi og forráða-
menn menningarstofnana ríkisins
vilja líka sýna að þeir séu engir
aukvisar þegar flottheitin eru ann-
ars vegar.
Á hinum síðustu og bestu dýrð-
artímum menningarlegra fjárfram-
laga getur Listasafn íslands ekki
verið þekkt fyrir annað en að
minnsta kosti sexfalda verð á
myndum sem það kaupir, eins og
dæmi sannar.
Listasafn í glerhúsi verður sóma
síns vegna að spenna upp kaupverð
á olíumynd úr 600 þúsundum upp
í rúmar þrjár milljónir til þess að
hún verði nógu merkileg til að
hanga til sýnis innan um þau and-
ríku hugverk, sem ekkert var til
sparað að smíða utanum að kór-
baki þeirrar einu kirkju á landinu
sem nær einhverri athygli, að vísu
fyrir flesta hluti aðra en boðum
fagnaðarerindisins.
Rökin sem færð eru fyrir hækkun
á verði málverksins eru aumari en
svo að nokkrum alvöru fjárkúgara
léti sér detta í hug að bera þau á'
borð fyrir þá sem leggja Listasafni
íslands til fé.
En menningin er aldrei of dýru
verði keypt og því ófínt að tala um
að bruðlað sé í hennar nafni og
svoleiðis skrifum því hætt.
En menntamálaráðherra heldur
áfram þeirri iðju að ausa út fjár-
munum og ákvað upp á sitt ein-
dæmi að stórauka framlög til
námslána.
Þá verða þau ódæmi að upp rís
stjóm Lánasjóðsins og mótmælir
hækkuninni til námsmanna og vill
helst ekki við henni taka og segir
ráðherranum að hann geti bara átt
sína peninga, eða að ríkissjóður
geti eitthvað þarfara við þá gert.
Svavar ætti að taka stjórnina á
orðinu og veita heidur peningunum
í varðveislu Kennaraskólans, til
málverkakaupa Listasafnsins, en
þangað þarf greinilega að mar-
gfalda framlög og svo verður að
borga bíógerð og listaframleiðslu
margskonar.
Þar sem Lánasjóðurinn vill ekki
peninga hefur menntamálaráð-
herra stungið upp á í alvöru að
leggja stúdentsprófið niður og er
nú öllum ljóst að hér er alvörubylt-
ingamaður á ferð.
Öllu skal nú snúið við og fjár-
málaráðherra aldrei spurður um
álit eða framlög til gæluverkefna.
OÓ