Tíminn - 01.03.1989, Page 4

Tíminn - 01.03.1989, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 1. mars 1989 FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnám Kennsla á seinni önn hefst 15. mars n.k. og lýkur þeirri önn með bóklegu prófi fyrir 1. flokks atvinnu- flugmannsskírteini. Rétt til þátttöku eiga: Þeir sem lokið hafa prófi á fyrri önn með fullnægj- andi árangri. Þeir sem hafa atvinnuflugmannsskírteini III. flokks með blindflugsréttindum og fullnægja skilyrðum um almenna menntun til að öðlast skírteini at- vinnuflugmanns 1. fl. Sbr. Reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn. Skráning nemenda fer fram í Loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar. Þeir sem luku prófi á fyrri önn þurfa ekki að skrá sig. Flugmálastjórn Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. mars ’89. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, ensíðan reiknastdráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið. Kvikmynd um sögu bílsins á íslandi Undirritaðir eru að vinna að heimildakvikmynd um sögu bílsins í íslensku þjóðlífi. Þeir sem kynnu að luma á forvitnilegu efni er tengist þessu, s.s. kvikmyndum og Ijósmyndum og vilja leggja okkur lið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við okkur. Hjálmtýr Heiðdal, sími: 91-75033/622070 Ásgeir Sigurgestsson, sími 91-651161 Finnbogi Hermannsson, sími 94-4057. Laus staða fangavarðar við fangelsin í Reykjavík Staða fangavarðar við fangelsin í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-40 ára. Umsóknir sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 15. mars n.k. Fangelsismálastofnun ríkisins, 24. febrúar 1989 TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvínnslu. PRENTSMIÐIAN Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Erum aö kveöja málmiðnað á íslandi, segir Júlíus Sólnes stjórnarformaður Stálvíkur: Samningar að falla á tíma Hjá Stálvík hefur starfsfólki nú verið sagt upp og það hætt vinnu. Tímamynd: Árni Bjama Forsvarsmenn skipasmíða- stöðvarinnar Stálvíkur voru í liðinni viku í London til að reyna að ná samningum við banka til að ganga í ábyrgðir fyrir samninga stöðvarinnar um að smíða 14 togara fyrir aðila í Sameinuðu fursta- dæmunum. Niðurstaða hefur ekki fengist í málinu og segir Júlíus Sólnes stjórn- arformaður Stálvíkur að málið sé að falla á tíma. Unnið er áfram við að ná samningum við banka í London og má búast við niðurstöðu í Iok næstu viku. Þá hefur öllum starfs- mönnum skipasmíðastöðvarinnar verið sagt upp og eru þcir nú hættir vinnu. Starfsmennirnir hafa ekki fengið laun sín greidd síðan á ára- mótum. „Samningaviðræður við banka í London um að hjálpa okkur við að ná þessu verkefni í Sameinuðu furstadæmunum hafa ekki gengið sem skyldi. Hvorki íslensk stjórnvöld, né íslenskir bankar virð- ast hafa nokkurn áhuga á því að hægt verði að smíða hér skip áfram. Svo ekki sé talað um að mönnum virðist vera alveg sama hvort svona fyrirtæki fari á hausinn, fjöldi manns missi atvinnuna og tugir eða hundr- uð milljóna tapist í vanskilum, frek- ar en að hjálpast að við að ná mjög hagstæðum samningi sem skilar fleiri hundruð milljónum í hagnað fyrir fyrirtækið. Þetta er fyrir ofan minn skilning," sagði Júlíus. Hann sagðist vera farinn að efast um að þessi þjóð og þessi stjórn væri með öllum mjalla. „Þetta eru mín fyrstu viðbrögð." Júlíus sagði að þeir hefðu lagt á borðið pottþéttan skipasmíðasamn- ing upp á 14 skuttogara, á verði sem væri mjög viðráðanlegt og hægt hefði verið að smíða þá alla hér á landi á verði sem væri vel yfir því sem stöðvarnar þyrftu að fá til að láta enda ná saman. „Mér er það óskiljanlegt af hverju menn vilja þetta ekki. Það vísar hver á annan og svo röfiað um einhverjar ábyrgð- ir. Menn búa sér til einhvcr vanda- mál sem ekki eru til þegar farið er að skoða málið betur. „Það virðist bara vera einhver doði og aumingja- skapur í öllu sem þarna ræður,“ sagði Júlíus. Hann sagði að þar sem allar Arabaþjóðirnar væru að fara af stað með tæknivæddar fiskveiðar gætu Islendingar átt stóran markað fyrir íslenska þekkingu í sjávarútvegi og gætu eflaust átt vísan möguleika á að smíða fiskiskip fyrir þennan markað næstu 10 til 15 árin. „Með því að tapa þessum samningi er ísland búið að vera í þessum lcik, því enginn mundi treysta íslendingum oftar fyr- ir neinu," sagði Júlíus. Hann sagði að enn væri veik von um að samning- ar takist og búast mætti við niður- stöðum í lok næstu viku, en sagði ennfremur að erfitt væri að sannfæra banka úti í London, án nokkurs bakstuðnings að heiman, að skynsamlegt sé að fara að hjálpa því. Þar sem engin fyrirgreiðsla fékkst hér á landi var farið f að gera samninga um smíði allra skipanna erlendis. Danskur banki er búinn að veita ábyrgðir fyrir því sem þar yrði smíðað og egypskur banki búinn að veita ábyrgðir fyrir því sem þar yrði smíðað. Kaupandinn er búinn að leggja fram ábyrgðir og eins mikið af peningum í útborgun og frekast verður á kosið. að sögn Júlíiisar. „Það sem vantar núna er að bankinn taki okkur í viðskipti og sjái um ábyrgðir á mismuninum, vegna þess að við höfum samið þannig við hinar stöðvarnar að það skili umtalsverð- um hagnaði til Stálvíkur og við þurfum að leggja fram tryggingar og ábyrgðir fyrir gróðanum, ef svo er hægt að segja," sagði Júlíus, „þetta er að springa á tíma. Kaupandinn bíður ekkert mikið lengur." Þeir 50 starfsmenn fyrirtækisins sem sagt hefur verið upp og hafa nú misst vinnuna, eiga erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi hér á landi þar sem ekki er séð fyrir önnur verkefni á næstunni. „Við erum í raun með þessu að kveðja málmiðnað á íslandi sennilega til frambúðar. Þetta er ekkert smá mál. Þetta litla fyrirtæki Stálvík skiptir ekki nokkru máli í þessu samhengi, það er bara lítið peð í myndinni," sagði Júlíus. Bundnar eru vonir við að hægt verði að útvega hluta þess starfsfólks sem nú hefur misst vinnu sína hjá Stálvík, vinnu erlendis. -ABÓ Búnaðarþing 1989: ÚR FÉ í TRÉ Guttormur V. Þormar hefur fyr- ir hönd skógræktarbænda á Hér- aði, lagt fram ályktun á Búnaðar- þingi 1989, þar sem lagt er til að þingið feli stjórn Búnaðarfélags íslands að beita sér fyrir setningu reglugerðar um ræktun nytjaskóga á allt að 20 þúsund hekturum lands á Fljótsdalshéraði á árabilinu 1989- 2009. í ályktuninni er bent á þann tnöguleika sem er á búháttabreyt- ingum frá sauðfjárbúskap í skógrækt. í greinargerð segir að reynslan hafi sýnt og sannað, að skilyrði til skógræktar á Fljótsdals- héraði séu ein hin bestu hér á landi, vegna hagstæðs tíðarfars. Lagt er til að framkvæmdirnar verði á vegum félags skógræktar- bænda á Héraði undir stjórn skóg- fræðings, er annist ráðgjöf og verkstjórn. Gerð verði áætlun uni fjármögnun og framkvæmdir, sent hafist verði handa um eigi síðar en vorið 1989. Framkvæmdakostnað- ur verði greiddur af Framleiðni- sjóði, Byggðasjóði og árlegri fjár- veitingu á fjárlögum hvers árs úr ríkissjóði. Gert er ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir allt að 100 m.kr. á ári. Þegar komi að nytjum skógarins til tekjuöflunar verði jarðeiganda skylt að gróðursetja eina plöntu fyrir hvert fellt tré. - ág Búnaðarþing 1989: Úttektá beitarþoli Arnór Karlsson hefur lagt fram fyrir hönd formannafundar Búnað- arsambands Suðurlands 1989, að fulltrúar' á Búnaðarþingi 1989 beiti sér fyrir því að fram fari raunhæft mat á beitarþoli landsins. bæði í byggð og afrétti. Þessi tillaga er borin upp. vegna sí endurtekinna árása í fjölmiðlum á bændastéttina, fyrir að skemma gróður landsins með ofbeit búfjár. Væri gerð heildarúttekt á beitarþoli og eftir því mati farið gætu bændur betur varið sig gegn óréttmætum ásökunum af þessu tagi. - ág

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.