Tíminn - 01.03.1989, Síða 15

Tíminn - 01.03.1989, Síða 15
Miðvikudagur 1. mars 1989 Tíminn 15 lllllllllillllilllllll SAMVINNUMÁL Seiðacldisstöðin sem íslandslax hf. rekur að Stað við Grindavík. Aukið eigið fé hjá íslandslaxi Nýlega var ákveðið að auka eigið fé fyrirtækisins íslandslax lif., sem rekur seiðaeldisstöð og fiskeldi að Stað við Grindavík. Islandslax er 51% í eigu Sambands ísl. samvinnu- félaga og samstarfsfyrirtækja þess, en 49% í eigu norskra aðila. Verður eigið fé fyrirtækisins nú aukið um 70 miljónir króna, en hlutafé þess er 101,6 miljónir fyrir. arfjárfestinga sem fyrirhugaðar cru í rekstri fyrirtækisins og aðallega munu felast í því að taka þar upp sjálfvirka fóðrun og súrefnisdælingu niður í kerin. Núna er um 370 tonna lífþungi af fiskum í stöðinni og vöxtur þessa lífþunga er um 10—12 tonn á viku. Því magni er nú slátrað vikulega, en bætt jafnóðunt í kerin aftur úr seiðaeldisstöð fyrirtækisins. Nánar til tekið munu Sambandið og samstarfsfyrirtækin leggja fram nýtt hlutafé að fjárhæð 22,9 miljónir og 19,1 miljón í víkjandi hluthafa- lán. Norsku eigendurnir munu hins vegar ekki leggja fram hlutafé heldur einungis víkjandi hluthafalán að upphæð 28 miljónir króna. Við þetta breytast eignarhlutföllin í fyrirtæk- inu þannig að Sambandið og sam- starfsfyrirtækin munu eiga 60% hlutafjár en norsku aðilarnir 40%. Sigurður Friðriksson frkvstj. sagði að þetta væri gert vegna hagræðing- BÆKUR Slátrun hjá íslandslaxi er nú ný- hafin aftur eftir rúmlega fjögurra mánaða hlé, sem notað var til þess að byggja upp þennan lífþunga í stöðinni. Af þeim sökum varslátrun hjá fyrirtækinu aðeins um 220 tonn á síðasta ári. Núna er markmiðið að halda þessum lífþunga og auka hann með því að dæla súrefni í kerin. Á þann hátt er ætlunin að stefna á 750 tonna útflutning á ári, eða sem svarar 15-20 tonnum á viku. Salan hjá fslandslaxi gengur vel, en markaðir eru bæði í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum. Verðið er lítið eitt hærra vestra, þangað sent fiskurinn er sendur með flugi, en sá verðmunur er unninn upp að því er Evrópu varðar með því að senda fiskinn þangað á lægri flutnings- gjöldum með skipunt. Af fiskinum, sem fer til Evrópu, fer núna mest á Þýskaland, en annars hefur Frakk- land verið aðalmarkaðurinn fyrir íslenska laxinn. Meðalþungi á laxin- um, sem nú er verið að selja, skiptist nokkurn veginn til helminga á milli stærðarflokkanna 4-5 kg og 3-4 kg. Verðið, sem fæst fyrir laxinn, hefur verið við það að vera viðun- andi að sögn Sigurðar. Aftur er heildarverðmæti lífþungans í stöð- inni um 210-220 miljónir króna, og af því eru aðeins 37,5% fjármögnuð gegnum banka með afurðalánum. Sagði Sigurður að mikilvægt væri að fá afurðalánin hækkuð þannig að þetta hlutfall yrði sem næst 70%. -esig Egils saga Skalla-Grímssonar Janúarbók bókaklúbbs Almenna bókafélagsins er Egils saga Skalla- Grímssonar myndskreytt af Einari Flákonarsyni. Umsjónarmaður út- gáfunnar var Eiríkur Hreinn Finn- bogason. Kjami Egils sögu er víkingurinn, bóndinn og skáldið Egill Skalla- Grímsson. Verk eða öllu heldur stórvirki þessa gamla en þó síunsa ásatrúarmanns eru víst flestum ls- lendingum kunn, en hinu ættum við að átta okkur á að þessi karl er ef til vill ein fyrsta verulega flókna per- sónan sem lýst er í gjörvöllum heims- bókmenntunum. Á yfirborðinu gíf- urleg harka, kraftur og eigingimi, undir niðri sjóðandi tilfinningar; og þær em svo magnaðar að þær bera stundum jsennan þróttmikla mann ofurliði. Ur slíkri samsetningu hefði þó ekki orðið annað en fáránleiki og ósigrar ef ekki hefði fylgt mikið mannvit, orðsnilld og óvenjulegt hugmyndaflug. Þessi útgáfa bókarinnar er mynd- skreytt af Einari Hákonarsyni. Myndir hans eru vissulega merkilegt framlag til myndskreytinga íslend- ingasagnanna. Þær leggja ekki aðal- áherslu á atburði og athafnir eins og algengast hefur verið í slíkum myndum, heldur skapgerð og tilfinn- ingar - að því er Egil snertir hið margbrotna og flókna innra líf. Þyrfti engum að koma á óvart þótt þessar myndir ættu eftir að hafa sín áhrif á myndskreytingu íslendinga- sagna yfirleitt. Bókin er 248 bls. að stærð. Setn- ingu, filmuvinnu, prentun og bók- band annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. myndskreytt af Einari Hákonarsyni Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir alþingism. alþingismaður varaþingmaður Rangæingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: 1. Heimalandi, Vestur-Eyjafjallahreppi, mánudaginn 27. febr. kl. 21. 2. Gunnarshólma, Austur-Landeyjahreppi, þriðjud. 28. febr. kl. 21. 3. Hlíðarenda, Hvolsvelli, fimmtud. 2. mars kl. 21. Vestur-Skaftfellingar 1. Leikskálum, Vík, föstudaginn 3. mars kl. 21. 2. Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 4. mars kl. 14. Vesturland - Formannafundur Fundur formanna framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldinn í Hótel Borgarnesi laugardaginn 11. mars n.k. kl. 13.00. Guðmundur Ragnheiður Sigurður Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir og Sigurður Geirdal koma á fundinn. Sjá nánar í fundarboði til félaganna. Kjördæmissambandið. Framsókn í sveitarstjórnarmálum Landssamband framsóknarkvenna boðar til funda með sveitarstjórn- arkonum og öðrum áhugakonum um sveitarstjórnarmál í öllum kjördæmum landsins, helgarnar 3.-5. og 17.-19. mars n.k. Fundarstaðir nánar tilkynntir síðar. Framkvæmda- og landsstjórn LFK. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 3. mars kl. 20.30. Allir velkomnir, mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Austur-Skaftfellingar: Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélagsins verður haldinn í húsi Skinneyjar hf., föstudaginn 3. mars kl. 20.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Húsnæðismál. 3. Önnur mál. Stjórn Framsóknarfélagsins. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5er opin þriðjudagaog miðvikudagakl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Fjölmiðlanámskeið SUF Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík. Framkvæmdastjórn SUF Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.