Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 2
Föstudagur 10. mars 1989 k 2 Tíminn Skip í eigu íslenskra aðila gert út á Beringshaf: 36.000tonna veiði- heimild við Alaska íslenska úthafsútgerftarfélagiö hf. hefur fengiö úthlutaö 36 þúsund tonna fiskveiöikvóta viö strendur Alaska og hefur fyrirtækið gert samninga við bandarískt fyrirtæki um veiðar á aflanum sem síðan verður landaö um borö í vinnsluskip félagsins og fullunninn þar. Fyrirtækið licfur nýlcga fcst kaup á 11.030 tonna frystitogara scm nú cr í Færeyjum, cn var síðast við veiðar og vinnslu við Grænland og sigldi |iá undir dönsku flaggi. Það cr 14 ára ganialt, cn var endurbyggt fyrir 4 áruni. Vonast er til að skipið verði tilbúið til siglinga í næstu viku og cr þá fyrirhugað að scttar verði í það nýjar vinnsluvclar, en íslenska úthafsútgerðarfélagið hefur verið að leita tilboða í niðursetningu vclanna. Búast má við að skipið vcrði komið til vinnslu í maí, en siglingin á rniðin á Beringsshaft tekur um 45 daga. Vinnslan við Alaskastrendur byggist á samkomulagi scm gert var í september 1984 milli Banda- n'kjanna og fslands, en eftir nánara samkomulagi í hvert sinn. Samn- ingurinn átti að renna út á þessu ári, cn hefur vcrið framlengdur til ársins 1991. Ragnar Halldórsson einn af stjórnarmönnum í félaginu sagði í samtali við Tímann að búið væri að gera samninga við bandaríska ■fyrirtækið Associatcd Vessel Ser- vices um að veiða fiskinn sem landi honum um borð í þeirra skip, sem síðan vinni aflann einsog kaupcnd- urnir óska. Hcr er einkum um þorsk að ræða, cn einnig ufsa og kola. Hann sagði að áætluð af- kastagcta væri í kring um 70 til 80 tonn á dag og þcir markaðir sent horft væri til væru Bandaríkin, Japan og Evrópa. Skipið dugar hins vegar ekki til að fullnýta heimildina og hafa þeir í huga að bæta við öðru skipi stðar. Aðspurð- ur sagði Halldór að áætlað væri að a.m.k. hluti áhafnarinnar yrði tslensk. Ásamt Ragnari í þessari útgerð eru þeir Jón Kristinsson og Harald- ur Haraldsson. Jón hefur áður rcynt að koma vinnslu sem þessari á og fékk fyrir ári síðan veiðiheim- ildir við Aiaska, byggðar á fyrr- nefndum samningi ríkjanna, en úr þeirri vinnslu varð ekki. Þá hafa fleiri horft til þessarar vinnslu en við útreikninga ckki talið hag- kvæma. Aðspurður sagði Ragnar að þctta gengi núna, eftir því sent þeim bcst sýndist, annars væru þeir ckki að þessu. Aðilar innan sjávarútvegsins sem Tíminn hafði tal af sögðu það ekki óskynsamlegt að komast inn á þessar veiðislóðir, nteð langtíma- markmið í huga. -ABÓ Samtök fólks sem tapaöi fé sínu í hít Ávöxtunar telur ríkið hugsanlega bótaskylt. Þóröur Ólafsson forstööumaður Bankaeftirlitsins: - Fæ ekki séð það; Hallgrímur A. Ottósson: „Framkvæmd slakra laga var slæleg“ Gerðar liafa verið miklar breytingar á starfsháttum Sjálfstæðisflokksins og verður in.a. komið upp upplýsinga-og fræðslumiðstöð fyrir hinn almenna flokksmann á fyrstu hæð Valhallar. Sjálfstæöisflokkurinn 60 ára: Meginstefna til aldamóta mörkuð Sjálfstæðisflokkurinn heldur upp á 60 ára afmæli sitt á þcssu ári, en hann var stofnaður 25. maí 1929 með samruna Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Vegna þessara tímamóta verður afmælisdagurinn haldinn hátíðlegur, jafnframt sem í sumar verða haldnar sérstakar kjör- dæmahátíðir. Þá eru í undirbúningi gagngerar breytingar á fyrstu hæð Valhallar, þar sem opnuð verður upplýsinga-, fræðslu- og fundamið- stöð fyrir félaga og stuðningsmenn flokksins. Fyrir um ári síðan skipaði mið- stjórn flokksins sérstaka nefnd sem á að marka grundvallarstefnu fram til aldamóta og mun ncfndin skila niðurstöðum sínurn á landsfundin- um í haust. Það seni ncfndin hcfur meðal annars í huga við þessa stefnu- mörkun eru þær öru tæknibreytingar sem eiga sér stað í heiminum. Einnig breytingar í viðskiptum þjóða í milli, þá fyrst og fremst innan EB og aðlögun íslands að þeim og í síðasta lagi með hliðsjón af þcint breyting- um sem eru að eiga sér stað ntilli austurs og vesturs. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæðisflokksins sagði að þetta viðfangsefni yrði meginefni landsfundarins. Ákveðið hefur verið að iandsfund- urinn verði haldinn í byrjun október nk., en ekki í kring um afmælið nú í maí, eins og stungið hafði verið upp á. Friðrik Sophusson varaformaður flokksins mun hafa svarað einum flokksfélaga sínum á þá leið þegar hann var spurður hvers vega lands- fundurinn yrði ekki haldinn á sania tíma og afmælishátíðin, að það væri óheppilegur tími þar sem það bæri upp á sauðburð. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsháttum flokksins og flokkss- krifstofunnar, sem vonast er til að auki skilvirkni í störfum. Samhliða þessum breytingum verða gerðar gagngerar breytingar á fyrstu hæð Valhallar þar sem gera á fræðslu- og fundamiðstöð fyrir flokksfólk, sem verður opin allan daginn. Líta má á þessar breytingar í þá átt að opna flokkinn meir fyrir almennunt félagsmönnum og sem svar við þeirri gagnrýni sem kom fram á starfsemi og húsnæði flokks- ins í svokallaðri naflaskoðunar- skýrslu sem gerð var, þar sem m.a. var bent á lítil tengsl við hinn almenna flokksfélaga og óaðlaðandi húsnæði. Aðrir þættir sem unnið cr að í tilcfni tímamóta flokksins, er að koma á nýju formi á fjárhagslegan stuðning flokksmanna við flokkinn, þar sem gert er ráð fyrir að flestir félagsmenn greiði fasta upphæð mánaðarlega með greiðslukorti. -ABÓ Um það bil sjötíu manns, sem leituðu fyrir sér hjá Ármanni Reyn- issyni og Pétri Björnssyni í Ávöxtun sálugu mcð bestu ávöxtun á fjár- magnsmarkaðnum, hafa stofnað fé- lag sem fengið hefur nafnið Sam- staða. Þegar Ávöxtun fór á hausinn kom í Ijós að gjaldþrotið var ótrúlega stórt og þykir sýnt að þeir félagar hafi haft furðu lítið vit á að ávaxta fé og með ólíkindum hvað þeim tókst að ná hárri „neikvæðri" ávöxt- un. Hallgrímur A. Ottósson er einn forystumanna Samstöðu og sagði hann að vægast sagt horfi dapurlega við með allt þetta mál. Um 1100 manns hefðu lagt fé sitt í verðbréfa- sjóð Ávöxtunar og á núvirði væri um að ræða rúma 371 milljón króna. Nafnverð þessara fjármuna hefði verið 210 milljónir og svo hefur þetta fé rýrnað í meðförum „fjár- málasnillinganna" að skilanefnd ger- ir ekki ráð fyrir að meir innheimtist en 30% af nafnverði verðbréfanna, sem fólkið fékk í hendur í stað peninga sinna. „Það sem við erum að gera núna,“ sagði Hallgrímur, „er að þrýsta á bæði ráðantenn í stjórnkerfinu og á Alþingi að fólk fái tjón sitt að einhverju leyti bætt. Leyfi sitt til þessa reksturs fengu þessir menn samkvæmt lögum, sem okkurfinnast vera ákaflega hæpin. Tryggingar og annað sem þessum mönnum var gert að hafa að baki rekstrarleyfi sínu finnast okkur vera afar rýrar. Því viljum við að kannað verði hvort ríkið sé ekki hreint og beint ábyrgt fyrir þessum „náttúru- hatnförum" af mannavöldum ogfyr- ir að hafa sleppt peningamarkaðnum lausum," sagði Hallgrímur. Hallgrímur sagði að ráðamenn hafi lítið eða ekkert viljað tjá sig um ábyrgð ríkisins í málinu. Einn yfir- manna hjá Seðlabankanum hefði þó sagt að ekkert færi á ntilli mála að hans áiiti um að fólk yrði sjálft að bera það tjón sem það hefði orðið fyrir. Hallgrímur sagðist vera þessu ósammála og benti á að samkvæmt 15. grein Seðlabankalaga ætti Bankaeftirlitið að fylgjast rækilega með innlánsstofnunum og í lögum um verðbréfamiðlun væri eftirlitinu tryggður aðgangur að gögnum og upplýsingum um verðbréfasjóði og -miðlara. Þetta hefði brugðist hvað varðaði Ávöxtun og þess vegna væri vel hugsanlegt að ríkið væri skaðabóta- skylt. En hefur þarna skapast skaða- bótaskylda af hálfu rtkisins vegna slælegs eftirlits Bankaeftirlitsins? Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlitsins: „Ég skil mætavel að fólk sem, tapað hefur umtalsverðum fjárhæð- um í samskiptum við fjármögnunar- fyrirtæki. sé vonsvikið. Ég kem þó ekki auga á neinar ástæður í þessu máli sem geti leitt til bótaábyrgðar ríkisins eða Seðlabankans vegna af- skiptaleysis Bankaeftirlitsins. Ann- að vil ég ekki um málið segja.“ -sá Akureyri: Febrúar snjóþungur Það kemur víst fáum Akureyr- ingum á óvart að febrúarmánuð- ur skuli vera sá úrkomumesti allt frá því mælingar hófust. Úrkom- an var fjórföld miðað við meðal- ár, eða alls 166 millimetrar, og meðaldýpt snævar um 80 senti- metrar. HÍÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.