Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Bragi Gunnlaugsson: Héraðsskógur 1—11 ir\ n rr\m r 0A0 hrvillnro A Hugarórar eða heillaráð „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda." Svo kvað Jónas forðum í Gunnarshólma er hann leit yfir eyðisanda Rangárvallasýslu „þar sem áður akrar huldu völl“. Það má með sanni segja að nú sé dauft í sveitum þessa lands og hnípið fólk í vanda, það sem þar er enn. Svo er og víða á landsbyggðinni þó í þéttbýli sé. Atvinnumál sveitanna eru í rúst. Samdráttur, sölutregða á afurðum og slök lífskjör í hefðbundnum búgreinum á undanförnum árum hafa leitt af sér byggðaeyðingu og eyðilagt það litla sem eftir var af trú unga fólksins á framtíðina við sveitabúskap. Það forðar sér því burt hver sem betur getur og lái því hver sem vill. Eldra fóikið heldur sjó á sveitabæjunum meðan heilsan endist - það á engra kosta völ - þar eru allar þess eignir bundnar í verðlausum jörðum - það getur hvorki verið né farið. Það er því dæmt til að lifa á átthagatryggð og nægjusemi þar til elliheimilið og endalokin taka við því. Hinar svokölluðu nýbúgreinar, fiskeldi og loðdýrabúskapur, sem áttu að bjarga byggð og atvinnu til sveita hafa ekki reynst þess megnugar. Nytjaskógar Sú nýbúgrein sem lítt hefur borið á góma í öllu umtali undanfarinna ára um nýjar búgreinar og atvinnu- uppbyggingu í sveitum er nytja- skógrækt - timburskógrækt. Fram undir þetta hafa þeir, sem á slíkt hafa minnst, verið álitnir stórskrítnir eða létt ruglaðir. Síð- ustu 5-10 árin hafa þó augu manna opnast meir og meir fyrir því að nytjaskógrækt hér á Héraði er hvorki hugarórar eða draumórar - hún er raunhæfur möguleiki, heillaráð, sem lyft gæti Fljótsdals- héraði upp úr þeirri vök sem það verst nú í, í atvinnu- ogbyggðalegu tilliti. Við stöndum nú á þeim tíma- mótum að riðan e;r langt komin að útrýma öllum okkar fjárstofni og mun trúlega ljúka því á nasstu árum. Nær fjárlaust er austan Lag- arfljóts frá Héraðsflóa að Fljótsdal, að Skriðdal undanskild- um. Meir en helmingur Tungufjár er fallinn. I Felium og Fljótsdal fellur hver bærinn á fætúr öðrum. Trúlega verður að farga öllu fé í þessum hreppum innan tíðar. Að afloknu 2-3ja ára fjárleysi horfa margir bændur til þess með ugg í brjósti að taka fé aftur, af mörgum ástæðum, og gera það ekki í þeim mæli sem var, séu aðrir atvinnu- möguleikar fyrir hendi. Pví er nú lag, til búháttabreytinga í lágsveit- um Fljótsdalshéraðs úr sauðfé í nytjaskóg. Lag sem stendur en varir ekki lengi og kemur ekki aftur í náinni framtíð. Ég tel að við bændur í framangreindum sveitum eigum að taka þessu lagi tveim höndum og sameinast um að taka lönd okkar í meira eða minna mæli undir ræktun nytjaskóga, sem í fyllingu tímans mundi klæða Hérað milli fjalla, svo sem áður var, upp í 2-300 m hæð yfir sjó. Skilyrði fyrir því að það megi gerast er: 1. Pólitískur vilji. 2. Verðtrygg árleg opinber fjár- mögnun næstu 20-25 ár a.m.k. sem kosti allar framkvæmdir. 3. Órofa samstaða allra bænda og jarðeigenda á Héraði. Félag stofnað Þann 3. maí 1988 var stofnað Félag skógarbænda á Héraði. Stofnendur eru nú um 60-70 bænd- ur og aðrir jarðeigendur. Stjórn félagsins, sem þá var kosin, hefur síðan unnið markvisst að þessu máli bæði heima fyrir og við stjórn- völd hver svo sem niðurstaðan verður. 1 framhaldi af ályktun Alþingis um eflingu skógræktar á Fljótsdalshéraði frá sl. vori skipaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra nefnd sem hefur starfað og skilað áfangaskýrslu. Stjórnin hefur safnað landlof- orðum frá jarðeigendum sem hafa boðið fram rúml. 14 þúsund ha lands undir skóg og meira er í vændum. Þá eru bændur tilbúnir að láta af hcndi 2000 ærgildi í sauðfé ef á móti kemur tilsvarandi vinna við skóg. Unnið er að grunn- og gróð- urkortagerð á vegum opinberra stofnana og R.A.L.A. Stjórnin hefur lagt hugmyndir sínar um drög að reglugerð um Héraðsskóg fyrir núverandi landbúnaðarráð- herra. Þessar hugmyndir hníga að ræktun nytjaskóga á 20 þús. ha á næstu 20 árum eða ca. 1000 ha á ári. (Hallormsstaðarskógur er 7- 800 ha). Áætlaður kostnaður sl. vor var ca. 100 þús. kr. pr./ha. Því þarf unr 2 milljarða króna á 20 árum. Það er sama upphæð og stofnkostnaður Loðdýraræktarinn- ar er í dag. Við leggjum til að fjármögnun fáist: a) við samdrátt í sauðfé með spöruðum útflutningsbótum. b) úr Framleiðnisjóði. c) úr Stofnlánadeild. d) úr Byggðasjóði. e) úr ríkissjóði ef þurfa þykir. Rökin fyrir nytjaskógrækt En hvaða vit er í að leggja 100 milljónir á ári í 20 ár í hríslubúskap á Héraði? spyr nó eflaust einhver. Ég spyr á móti: Hvaða vit er í að borga útlendingum þessa peninga fyrir að éta kjötið okkar? Þar koma þeir aldrei (slandi eða bornum og óbornum kynslóðum að gagni, sem þeir gera i nytja- skógi. Helstu rök mín fyrir að nytjaskógrækt á Héraði sé heilla- ráð eru þessi: 1. 100 millj. kr. árlegt framlag til nytjaskógræktar hér á Héraði myndi veita a.m.k. 100 ársat- vinnutækifæri í ýmiss konar þjónustu við skógarstarfsmenn og þeirra fólk. Ef við reiknum með 4ra manna vísitölufjöl- skyldu á hvert atv.tækifæri væru það 1000 manns sem hefðu lífsframfæri sitt afskógræktinni. Atvinnuöryggi væri fengið og jörðin hætti að skríða undan fótunr okkar í þeim efnum. 2. Eftir ca. 16-20 ár þarf að grisja nýmerkur séu settar 4 þús. plöntur á ha. Grisjunin mun skila tekjum upp í kostnað. Grisjun og hirðing þess skóg- lendis sem fyrir er á Héraði er nauðsynleg og mun geta skilað einhverjum tekjum. 3. Skógrækt ríkisins á Hallorms- stað hefur sannað svo ekki verð- ur um villst að ræktun lerki- skóga á Héraði er raunhæfur kostur þegar til lengri tíma er litið. Gróðursetning Guttorms- lundar árið 1938 var upphaí þessa ævintýris. Framhaldið var frekari lerkiræktun í Hallorms- staðarskógi svo og nýmarka í Fljótsdal og í löndum Freys- hóla, Mjóaness og Strandar á Völlunr. Að sögn Jóns Loftssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, er viðarvöxtur í Guttormslundi 7 rúmmetrar á ha. að meðaltali, á ári, í 50 ár. Þar standa nú 350 rúmmetrar viðar á ha, sem er um 7 milljóna kr. virði miðað við verð á lélegri furu. Meðal ársvöxtur viðar á ha. í Noregi er 5 rúmmetrar. Viðarvöxtur í ný- mörkum virðist ekki lakari en í Guttormslundi. Þar eru 15-16 ára tré um 4 m á hæð. Samkvæmt útreikningum bankastarfsmanns sem ég lét reikna út fyrir mig vexti og verðtryggingu af 100 þús. kr. miðað við kjör ársins 1988 væru þær orðnar að 6,2 milljónum eftir 50 ár. Að geyma fé í skógi virðist því betra en í banka. 4. Hallurmsstaður er í dag mesta stórbýli á íslandi. Þessi jörð, sem mundi veita ca. 1,5 atvinnu- tækifæri, cf búið væri á henni vísitöluhúi með sauðfé, veitir í dag, að sögn Jóns Loftssonar, 20 atvinnutækifæri, sem skógurinn borgar með afurðum sínum að undanskilinni 1,5 millj. kr. sem ríkið vcitir þangað af 80 m. kr. fjárveitingu til skógræktar í landinu í heild. Auk þess segir Jón að skóginn vanti 20 atvinnutækifæri til þess að hirðingu skógarins sé fullnægt. 5. Fljótsdalshérað, einkum fyrir ofan Eiða, er tvímælalaust einn besti bletturinn á landinu, ef ekki sá allra besti, til skógrækt- ar. Hér hafa staðið stórskógar fyrrum, það sannar sagan, og menjar um þá. Ekki er lengra síðan en 1799 að 2 kvígur gengu út í Meðalnesskógi í Fellum og komu aldrei í hús. Þar sést nú ekki planta. Veðursæld á Hér- aði, einkum Upphéraði, er meiri en víðast annars staðar á landinu. Umgirtirháum fjöllum á alla vegu, nema mót norðri, og fjarlægð frá sjó veldur því að á Héraði komumst við næst meginlandsveðráttu á þessu ey- landi. Hitatopparnirhérásumr- um eru óviðjafnanlegir. Því vex skógurinn svo vel sem raun ber vitni. Nytjaskógrækt á að hefja á þeim stöðum þar sem víst er að hún heppnast, því af mistök- um missa menn oft kjarkinn. Því á að byrja hana hér á Héraði og það strax. Ef aldrei er byrjað þá skeður ekkert - ef byrjað er nú þá gcta staðið hér 7 millj. rúmmetrar af timbri á 20 þús. hekturuin eftir 50-70 ár. Hvers virði eru þeir? E.t.v. eiga íslendingar eftir að verða sjálfum sér nógir um timbur- framleiðslu? 6. í skjóli viðarins verðuröllönnur ræktun auðveldari, s.s. gras- rækt, kornrækt og hverskonar matjurtarækt. Innlendur ferða- mannastraumur mun aukast hingað. Ársmeðalhiti mun auk- ast um allt að 2 gráður að því er vísir menn segja mér. 7. Verði markaðsmöguleikar og þörf fyrir aukna lambakjöts- framleiðslu síðar er allt í lagi að beita fé í skóginn á sumrum þegar trén hafa náð um 2ja m hæð. Skógarbotninn er talinn álíka kjarngóður og Möðru- dalsafrétt og nauðsynlegt talið að beita hann. 8. Með ræktun Héraðsskóga væru atvinnumál á Héraði, og e.t.v. á Austurlandi öllu, leyst til frambúðar. Það myndi birta yfir byggðum og menningin yxi í lundum nýrra skóga. íslenskur Guðbrandsdalur yrði á Austur- landi er fram liðu stundir. Ýmis fleiri rök fyrir því að ræktun Héraðsskóga sé heillaráð mætti til tína en ég læt þetta nægja að sinni. Góðir íslendingar, sameinumst allir um að fegra og græða landið, auka gæði þess og nytsemi. Heijum nytjaskógrækt á Héraði nú í vor, því að hika er sama og tapa. Setbergi á bóndadag 1989 Bragi Gunnlaugsson. Páll Sigurjónsson: ER ULLIN GULL? Þann 17. febrúar síðastliðinn barst mér í hendur 1. tbl. 3. árgangs Bændablaðsins. Ég mun ekki ræða efni þess, að öðru leyti en því að á baksíðu þess er (auglýsing, frétt eða áminning) til bænda frá Álafossi hf. undir yfirskriftinni Meira fyrir ullina. Satt best að segja þóttu mér það orð í tíma töluð. Bæði vegna þess að ullarverð a.m.k. á ull af fé, sem rúið er á hefðbundnum tíma, er svo lágt að ekki svarar kostnaði að hirða ullina, nema vegna þess að fénu sjálfu er nauðsyn á að losna við hana. Og þá ekki síður hitt, að manni fannst nú sem ull vetrarrúin, lögð inn í júní byrjun, ógreidd langt fram í febrúar væri síður en svo hvatning til þeirra bænda, sem fyrir þessu lentu, að sýna ullinni meiri umhirðu. Nú hefði mátt ætla að þeir bændur, sem fyrir þessu urðu fengju ullina grcidda á því verð- gildi. sem hún var skráð á á innleggstíma. En því fer víðsfjarri. Ekki nóg með að brotin séu lög á bændum með ákvörðun Álafoss og ullarmóttakenda um að greiða ekki ullina fyrr en tveimur mánuð- um eftir að bóndinn lætur hana af hendi. Ekki nóg með að brotin séu lög á bændum með ákvörðun Álafoss og ullarmóttakenda um að greiða ekki ullina fyrr en tveimur mánuð- um eftir að bóndinn lætur hana af hendi; lög um sölu framleiðslu og dreifingu á búvörum, heldur hitt að ullin er beinlínis greidd á undir- verði, þ.e. raunverði vörunnar er ekki skilað. Ég hirði ekki hér að reikna út hvað stóran hluta verðsins vantar. Enda getur hver einstaklingur gert það með því að skoða vaxtadæmið. En með þeim kröfum, sem gerðar hafa verið og eru gerðar um ávöxt- un sparifjár. ntá fara nærri um það mál. Ég vil vekja á því athygli, að önnur eins framkvæmd og á sér stað í ullarmálum, er nokkuð, sem bændur geta ekki, hvorki sem stétt né einstaklingar, þolað. Þess vegna má með sanni segja að nokkur hótfyndni felist í tilvitnaðri grein í Bændablaðinu, þar sem réttilega er lýst og sagt frá þýðingu, umhirðu og aðbúnaði fjárins, auk frágangs ullar. Gallinn er bara sá að þar sem t.d. er óeinangruð fjárhjús, jafnvel kjallaralaus er ljóst að ullarverðið, bæði eins og það er, að maður tali nú ckki um þegar greiðslur og skil ullarverðsins eru með þeim hætti, sem sannanlega hefur verið nú, má ljóst vera að vaxtagreiðslur af lagfæringum fjárhúsa yrðu seint uppbornar af ullarauðnum. Þessar línur eru ekki skrifaðar vegna þess að ég efist um þrönga stöðu ullariðnaðarins. Heldur vegna þess að forráðamenn vinnslustöðva, í þessu tilfelli Ála- foss hf., verða að gera sér ljóst, að bændur í þeirri stöðu sem þeir cru hafa ekki bolmagn til að bera uppi vinnsluna. Annar hlutur er sá að með minnkandi markaði fyrir kindakjöt þrengist möguleiki ullariðnaðarins á innlendu hráefni. M.a. vegna þess að í sama hlutfalli hlýtur fullorðnu fé að fækka. Jafnvel væri rökrétt að álíta, að með fækkandi fé ykist fallþungi dilka, sem þýðir þá enn færri fullorðnar kindur. í þeirri stöðu hljóta nienn að horfa til betri nýtingar'ullarinnar og að því leyti er áminningin í Bænda- blaðið þörf. Ég vil koma aftur að því sem er í raun ástæða þessarar greinar minnar, cn það er sú sannfæring mín, að skil og gæði ullar verði ekki bætt nema með því að breyta um vinnubrögð við ullarmóttöku og greiðslu fyrir hráefnið. Því það er fullvíst, að t.d. bóndi, er sendir vöruna frá sér í júlí og sér loks flokkun, greiðslur og endanlega vikt í febrúarmánuði árið eftir, liefur enga möguleika á að sjá hvað til úrbóta þarf aðgera. Gætijafnvel haldið flokkun svo bága vegna þess, að ullin hefði skemmst í geymslum hjá vinnslustöðinni. Auk þess er öll trú á ávinningi umhirðunnar löngu rokin út í veð- ur og vind. En sá hluti, sem ekki er greiddur af afurðaverðinu er skattur. Skatt- ur á þá bændur, sem greiðslusveltir eru.Ullariðnaðinum til framdrátt- ar? í lokin má spyrja, hvort svona sé réttlætinu fullnægt. Galtalæk 25. febrúar 1989 Páll Sigurjónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.