Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Föstudagur 10. mars 1989 Föstudagur 10. mars 1989 Tíminn 11 Körfuknattleikur: Einar Bolla kvaddi með sigurbros á vör Lokastaðan í Flugleiðdeild Keflavik . .. 26 20 6 2315-1950 36 KR ...... 26 18 8 2069-1914 36 Haukar .... 26 14 12 2278-2154 28 ÍR....... 26 12 14 2021-2078 24 Tindastóll .26 7 19 2139-2263 14 Njarðvik . . 26 22 4 2318-1960 44 Valur.... 26 17 9 2230-2018 34 Grindavík . 26 16 10 2118-1977 32 Þór....... 26 3 23 2025-2475 6 ÍS ....... 26 1 25 1575-2336 2 - Stjórnaði körfuknattleiksliði í síðasta sinn í leik í gærkvöldi Hinn litríki körfuknattleiksþjálf- ari Einar Bollason kvaddi í gær- kvöldi félaga sína í körfuknattlcikn- um, með því að stjórna liði Hauka til sigurs gegn Tindastól. Einar hefur nú endanlega sett körfuboltaskóna á hilluna. Haukar höfðu yfirhöndina allan tímann gegn Tindastól í gær og sigruöu 90-83, eftir að staöan í hálfleik var 51-34. Pálmar Sigurðs- son var stigahæstur Hauka með 23 stig, ívar Ásgrímsson gerði 21, Henning Henningsson 16 og Jón Arnar Ingvarsson 10. Hjá norðan- mönnum gerði Eyjólfur Sverrisson hvorki fleiri né færri en 39 stig, Haraldur Leifsson gerði 20 og Valur Ingimundarson gerði 19. Það er mikil eftirsjá í manni eins og Einari Bollasyni fyrir körfuknatt- leikshreyfinguna. Hann er einn okk- ar reyndasti þjálfari, enda á hann yfír 20 ár að baki við þjálfun í íþróttinni. Sem þjálfari KR, ÍR og Hauka, auk íslenska landsliðsins, hefur hann náð glæsilegum árangri á sínum ferli. BL Körfuknattleikur: Urslitakeppnin hefst í Njarðvík í kvöld er heimamenn taka á móti KR-ingum Síðasti leikur Elugleiðadeildar- innar í körfuknattleik var í gær- kvöld og úrslitakeppnin, keppni Iveggja cfstu liöanna úr hvorum riðli dcildarinnar, hefst i kvöld. í úrsiitakcppntnni mætast efstu liðin í hvorunt riðli, sem leika gegn liði í ööru sæti i hinum riölinum. Njarðvíkingar mæta KR-ingum og Keflvíkingar lcika gegn Valsmönn- um. Það'lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í sjálfan úrslitaleik- inn. Fyrsti leikurinn í úrslitakeppn- inni er í kvöld er Njarðvíkingar taka á móti KR-ingum, í Njarövik kl.20.00. Á sunnudaginn mætast siðan Keflvíkingar og Valsmenn í Kcflavík kl.20.00. A mánudags- kvöld verður leikið í íþröttahúsi Hagaskóla kl.20.00. og mætast þá KR og UMFN. Valsmcnn leika sinn heimalcik gegn ÍBK á þriðju- daginn að Hlíðarenda kl.20.(M). Kotni til þriðja leiks þessara liða þá munu UMFN og KR leika í Njarövík á miðvikudaginn kl.20.00. og ÍBK og Valur ntunu lcika í Keflavík á fimmtudagskvöld kl.20.00. ef þörf krefur. Það verður spennandi að fylgjast með viðureignum þessara liða i úrslitakeppninni. Keflavík og Njarðvík cru líklegust til þess að komast áfram, cn allt getur gerst einsog Ijóst varð í fyrra. Áhorfcnd- ur eru kvattir til þess að fjöimenna á leikina, nú er mikið í húfi og spcnnan í algieymingi. BL Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn hefðu betur notað höfuð og hendur meir í leiknum. Hér kljást Magnússon um boltann. 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Ix2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!! Erfíð leikvika er að baki í íslensk- um gctraunum. Aðeins einn 1. deild- arlcikur og 11 leikir úr 2. deild og 3. deild voru á seðlinum í síðustu viku. Úrslit urðu mörg hver óvænt og enginn getspekingur náði 12 réttum. 1. vinningur, eða um 840 þúsund krónur flytjast því yfir á 10. leikviku, sem nú fer í hönd. Potturinn er því enn einu sinni tvöfaldur í getraun- um. Aðeins 4 raðir komu fram með 11 leikjum réttum og er það óvenju lítið. í vinning fyrir 11 rétta fengust því 89.839 kr. Eini 1. deildarleikur- inn sem var á seðlinum í 9. viku var leikur Sigurðar Jónssonar og félaga í Sheffield Wednesday gegn Charlton. Wednesday liðið sigraði í þeim leik. í hópleik getrauna hefur BIS enn forystu með 82 stig, FÁLKAR eru í öðru sæti með 79 stig. Með 78 stig eru DJÁKNARNIR, FYLKIVEN og BIGGI. SIÉTTBAKUR, GE- TOG og BOND hafa 77 stig. FRAM er enn söluhæsta félagið með 11% af áheitum. FYLKIR er í öðru sæti skammt undan með 10,93 % Nokkuð langt er í næstu félög, sem eru, KR, IA, VALUR, ÍBK, ÞÓR, ÞRÓTTUR, VÍKINGUR og FH. MBL og STJARNAN stóðu sig best í fjölmiðlaleik getrauna í síð- ustu viku með 7 leiki rétta. BYLGJ- AN hafði 6 rétta. STÖÐ 2 5 rétta. DV og ÞJÓÐVILJINN höðu 4 rétta og TÍMINN og RÚV náðu aðeins 3 leikjum réttum. Staðan í fjölmiðlaleiknum er nú sú að MBL hefur forystu með 48 stig, BYLGJAN er í öðru sæti með 46 stig, í þriðja sæti er ÞJÓÐVILJ- INN með 38 stig eins og DV. STÖÐ 2 hefur 36 stig, RÚV hefur 35 stíg, DAGUR 33, STJARNAN 32 og TÍMINN rekur lestina mcð 30 stig. Sjónvarpsleikurinn á nrorgunn er leikur Middlesbro og Liverpool á Ayresome Park heimavelli Middles- bro. Það er ekki á hverjum degi sem liö Mlddlesbro sést á skjánum, en liðið er erfitt heim að sækja. Stuðn- ingsmenn Liverpool eru fjölmargir hér á landi og liðið þarf á sigri að halda á morgun ætli það að eiga möguleika á að verja Englands- meistaratitilinn. Leikurinn hefst í beinni útsendingu kl. 15.00 í Sjón- varpinu á morgun. En snúum okkur að leikjunum í 10. leikviku íslenskra getrauna. Arsenal-Nottingham Forest: 2 Toppleikurinn á seðlinum þar sem efsta liðið, Arsenal, mætir liði Nott- ingham Forest, liðið sem varla hefur tapað stigi í langan tíma. Ætli dren- girnir hans Bryan Clough fari ekki með 3 stig með sér heim af Highbury í Lundúnum. Charlton-Southampton: x Bæði liðin þurfa á stigum að halda í þessum Ieik, til þess að þoka sér af fallsvæði deildarinnar. Liðin deila með sér stigunum. Derby-Tottenham: 1 Derby-liðið gefst aldrei upp eins og við sáum í sjónvarpinu um daginn. Tottenham liðið er óútreiknanlegt þessa dagana og varla líklegt til þess að sækja gull í greipar Derby á Baseball Ground. Everton-Sheffield Wed.: 1 Ætli hcimaliðið verði ekki að teljast sigurstranglegra í þessum leik, þótt Siggi og félagar séu örlítið farnir að ná sér á strik eftir að Ron Atkinsson tók við stjórnartaumunum. Luton-Millwall: x Það er ekki heiglum hent að sækja 3 stig á gerfigrasið á heimavelli Luton. Millwall liðið er í fremstu röð og nær að hafa 1 stig á brott með sér. Middlesbro-Liverpool: 2 Útisigur í sjónvarpsleiknum er hreint ekki svo fjarlægur kostur. Liverpool hefur þó valdið nokkrum vonbrigðum á yfirstandandi keppn- istímabili og varasamt er að treysta á liðið í blindni. Newcastle-QPR: 2 Hart barist í botnbaráttunni. Lund- únaliðið hefur betur og þokar sér örlítið upp stigatöfluna. Norwich-Wimbledon: 1 Bikarmeistarar Wimbledon verða engin fyrirstaða fyrir Norwich liðið sem hefur sannað að velgengni þess er engin loftbóla. Heimamenn fara með sigur af hólmi. West Ham-Coventry: 2 Botnlið West Ham hefur ekki erindi sem erfiði gegn hinu skemmtilega liði Coventry. Gestirnir fara með sigur af hólmi. Chelsea-Watford: x Hörkubarátta á toppi 2. deildarinn- ar. Jafntefli verður raunin í þessum leik, þó allt geti gerst eins og menn vita. Leeds-Ipswich: 1 Heimasigur á Elland Road stuðn- ingsmönnum gamla stórliðsins til mikillar gleði. Oxford-WBA: 2 Útisigur hjá Albion sem þarf á stigum að halda í baráttu sinni fyrir 1. deildarsæti að ári. Ipswich liðið er þó á uppleið þessa dagana. skúli lúðvíks. FJÖLMIÐLASPÁ Staðan í 1. deildinni í handknattleik Valur .... 13 13 0 0 356-262 26 KR ..... 11 9 0 2 278-247 18 Stjarnan . . 13 8 1 4 296-279 17 FH ..... 12 7 1 4 326-299 15 Víkingur .13 6 1 6 337-351 13 Grótta ... 12 42 6 258-262 10 KA ..... 12 5 0 7 286-292 10 Fram .... 13 23 8 276-315 7 ÍBV..... 12 1 3 8 247-291 5 UBK..... 13 1 1 11267-327 3 Handknattleikur: Davíð Gíslason og Siggeir Tímamynd Pjetur Eins marks sigur Víkings Víkingar unnu mikilvægan sigur á Gróttu í hörkuspennandi leik í Laug- ardalshöll í gærkvöldi, 26-25, í leik þar sem sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var. Víkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku í leiknum, en Bjarki Sigurðsson var fluttur með sjúkrabíl eftir að hafa meiðst í Ieikn- um. Karl Þráinsson fékk rautt spjald og varð að yfirgefa leikvöllinn. Það verður ekki af leikmönnum liðanna tekið að leikurinn var hörku- spennandi, hraður og skemmtilegur á að horfa, en á hinn bóginn var handknattleikurinn sem leikinn var ekki ýkja áferðarfallegur. Gróttumenn komu ákveðnir til leiks og náðu strax forystunni, en Víkingar að sama skapi sofandi og má segja að þeir hafi sofið fram í miðjan fyrri hálfleik. Þá vöknuðu Víkingsstrákarnir, jöfnuðu leikinn og komust þremur mörkum yfir fyrir leikhléi. Staðan 15-12 í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var jafn og hörkuspennandi, Víkingarnir leiddu leikinn en Gróttan var ekki ýkja langt undan og þegar leikurinn átti fáar mínútur ólifaðar náðu Gróttu- mcnn að jafna leikinn, 23-23. En á lokamínútunum misstu Gróttumenn tvo leikmenn útaf og Víkingar náðu að knýja fram sigur á lokamínút- unni. Víkingsliðið má muna sinn fífil fegri, liðið leikur frekar leiðinlegan handbolta en með sigrinum á Gróttu má segja að þeir hafi tryggt áfram- haldandi veru sína í deildinni. Hins- vegar verða Gróttumenn að halda sig við efnið. Staða þeirra er tæp, en að öllum líkindum mun það verða þeim til happs að liðin fyrir neðan Gróttu eru áberandi slökust í deild- inni. Bestu leikmenn Víkings voru tví- mælalaust þeir Bjarki Sigurðsson og Árni Friðleifsson sem héldu liðinu algerlega á floti. Aðrir leikmenn Víkings áttu slakan dag. Halldór Ingólfsson var tvímælala- ust besti maðurinn á vellinum. Hann skoraði ellefu mörk fyrir Gróttu og var hann ekki stöðvaður fyrr en Víkingar tóku hann úr umferð um miðjan síðari hálfleik. Þess ber að geta að varnarleikur beggja liða var ákaflega slakur. Dómarar leiksins þeir Einar Sveinsson og Rögnvaldur Erlingsson voru vægast sagt ákaflega slakir. Ekki það að það bitnaði meira á öðru liðinu, heldur voru alltof marg- ir dómar þeirra ákaflega undarlegir. Einar og félagi hans þurftu heldur betur að taka á honum stóra sínum í útafrekstrinum því alls sátu leik- menn á bekknum í 26 mínútur, Víkingar sextán mínútur og Gróttu- menn í tíu. Mörkin: Víkingur: Árni Friðleifsson 8(lv), Bjarki Sigurðsson 6(2v), Guðmund- ur Guðmundsson 4, Sigurður Ragn- arsson 4, Karl Þráinsson 2 og Siggeir Magnússon 2 Grótta: Halldór Ingólfsson ll(4v). Páll Björnsson 3, Davíð Gíslason 3, Sverrir Sverrisson 3, Willum Þór Þórsson 3, Stefán Arnarsson 2. -PS Tel Aviv. Stórleikur var í Evrópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik í gærkvöld. Maccabi Tel Aviv vann CSKA Moskvu frá Sov- étríkjunum 94-90, eftir að staðan var jöfn í hálfleik 50-50. McGee skoraði mest fyrir ísraelska liðið 29 stig. Aþena. í sömu keppni mættust Aris Salonika frá Grikklandi og Yugoplastica frá Júgóslvaíu í Aþcnu. Heimenn höfðu sigur 96-85 eftir að stðan í hálfleik var 54-45. Bakvörðurinn snjalli Nikos Gallis var enn í miklu stuöi og skoraði 45 stig fyrir Salonika. Shigakogen Japan. Norski skíðagarpurinn Ole Christian Furus- eth sigraði í síðasta stórsvigsmóti heimsbikarkeppninnar í alpagrein- um á þessu keppnistímabili í gær, en mótið fór fram í Japan. Austurrík- ismaðurinn Hubert Strolz varð í öðru sæti og Svíinn Johan Wallner varð í þriðja sæti. New York. Úrslit leikja í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld: Boston Ccltics-Chicago Bulls.........105-95 Denver Nuggets-Charlotte Horn.......112-99 Detroit Pistons-Seattlc Supers.......112-96 L.A.Lakers-Miami Heat................127-87 Washington Bullets-Atlanta H........119-111 Dallas Mavericks-Portland Tr ........ 99-92 Utah Jazz-Houston Rockets ...........117-80 Moskva. Íshokkíliðið CSKA, sem mun vera lið hersins í Sovétríkj- unum, vann það einstæða afrek að sigra í 13. sinn í röð í sovéska meistaramótinu í grcininni. CSKA vann Dynamo Moskvu 4-3 í fyrra- kvöld og hefur þar með náð 6 stiga forskoti í 1. deildinni á lið Voskres- ensk. Þennan mun getur Voskres- enks ekki unnið upp og CSKA fagnar nú sínum 32. meistaratitli. Mikil velgengni það. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verslunarbanka íslands M. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 18. mars 1989 og hefst kl. 14:00 1 3 4 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 33. greinar samþykktar bankans. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfhunarhlutabréfa. Tillaga bankaráðs um aukningu hluta- fjár félagsins um 100.000.000 kr. Önnur mál, löglega fram borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Verslunarbankanum Bankastræti 5,2. hæð miðvikudaginn 15. mars, fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars 1989 kl. 9:15-16:00 alla dagana. Bankaráð Verzlunarbanka íslands M. U€RSUINflRBflNKINN LEIKIR11. MARS ’89 J ffl 2 > Q TÍMINN Z Z "3 _l > Q O 2 DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN ZGOIS STJARNAN SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Nott. For. 1 1 2 1 1 2 1 2 1 6 0 3 Charlton - Southampton 1 X X 2 X X 1 1 2 3 4 2 Derby - Tottenham 1 X 1 X 1 2 2 2 X 3 3 3 Everton - Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 X 1 8 1 0 Luton - Millwall X 1 X X 1 1 1 X 2 4 4 1 Middlesbro - Liverpool 2 2 2 2 2 X 2 2 1 1 1 7 Newcastle - Q.P.R. 1 1 2 1 1 1 X X 1 6 2 1 Norwich - Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 West Ham - Coventry X 2 2 2 2 1 2 1 X 2 2 5 Chelsea - Watford 1 1 X 1 1 X X 2 X 4 4 1 Leeds - Ipswich 1 1 1 1 1 1 1 X 1 8 1 0 Oxford - W.B.A. X X 2 2 2 2 2 X 2 0 3 6 NYTSAMAR FERMINGARGJAFIR 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Skrifborð, margar gerðir, verð frá kr. 4.800,- • Skrifborðsstólar, margar gerðir, verð frá kr. 3.950,- • Myndbandaskápar, margar gerðir - gott verð. HUSGÖGN OG ® INNRÉTTINGAR fio CQ • SUÐURLANDSBRAUT 32 OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.