Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. mars 1989 Tíminn 13 llllllll ÚTLÖND lllllllilllllilllllilllllllllllllllllllllllliliiillllllilllllil írönsk morðsveit á leið til Rushdies Spænska fréttastofan EFE heldur því fram að sjö íranar, sem að öllum líkindum séu meðlimir í morðsveit, sem send er til höfðuðs breska rithöfundinum Salman Rush- die, hafi fyrir tíu dögum ferð- ast gegnum Spán til Bretlands. Þar hafi tveim mannanna verið snúið tii baka af útlendingaeftirlitinu. Mennirnir sjö voru ekki hand- teknir á Spáni vegna skorts á sönn- unargögnum og héldu þeir því áfram för sinni gegnum Frakkland og Vest- ur-Þýskaland. Innanríkisráðherra Spánar hefur hvorki neitað né játað þessum fréttum. Fréttastofan segir að mennirnir sjö hafi verið staddir á Spáni þegar Khomeini erkiklerkur sem dæmdi Salman Rushdie til dauða á dögun- um, skýrði frá því að „ör hafi verið beint að Rushdie“. Skýrslur lögreglumanna sem fylgst hafi með sjömenningunum og hlerað símtöl þeirra segja að hópurinn hafi ætlað sér að myrða Rushdie. Tveir mannanna komu til Spánar með flugi frá Líbanon og par hafi komið frá Marokkó með bílferju og fölsk vegabréf og sagst vera útflytj- endur á ieið til Frakklands. Hópur- inn hafi síðan hist í Madrid greini- lega til að útvega sér vopn og þaðan hafi fólkið skipt sér á leið til Bretlands. Parið á að hafa reynt að komast inn í Bretland með bílferju, en verið vísað á brott þar sem vegabréf þeirra hafi ekki staðist. Spönsk yfirvöld skýrðu stjórn- völdum í Bretlandi, Frakkandi og Vestur-Þýskalandi frá ferðalagi fólksins. Bandarískir hermenn sendirtil Rómönsku Ameríku: Skipuleggja hernað gegn eiturlyfjum Bandarískirsérþjálfaðir her- menn eru nú vfða í löndum Rómönsku Ameríku í því skyni að þjálfa og leiðbeina sérstökum sveitum sem berjast gegn eiturlyfjasmygli. Hafa sumir þeirra sjálfir tekið þátt í lögregiuaðgerðum gegn eitur- lyfjasmyglurum sem eru all- nokkuð harkalegri en gengur og gerist í Bandaríkjunum. Embættismenn ríkisstjórnar Bush skýrðu frá þessu á Banda- ríkjaþingi í gær. - Það er ljóst að aðgerðir þær sem við styðjum eru ekki hefðbundnar, í það minnsta ekki innan ramma laga er gilda í Bandaríkjunum, sagði David Westrate fulltrúi stjórnar að- gerða gegn eiturlyfjum. Westrate skýrði utanríkis- málanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá því að bandarísku hermennirnirþjálfi sérsveitir ríkja í Rómönsku Ameríku í hreinum hernaðar- aðgerðum gegn eiturlyfja- smyglurum. - Flugmenn sem taka þátt í aðgerðum gegn eituriyfja- smyglurum hafa fengið þjálfun í hernaðaraðgerðum og sér- sveitir á jörðu niðri hafa fengið leiðsögn bandarískra hernað- arráðgjafa, sagði Westrate. Vitnaleiðslur þessar fara fram tveim dögum eftir að Bush skýrði frá því að hann hygðist beita sérsveitum úr Bandaríkjaher í baráttunni gegn eiturlyfjasmyglurum í Rómönsku Ameríku. Bandaríkjamenn hleypa ekki hverjum sem er inn í landið: Þrír borg- arstjórar fá ekki áritun Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnaði þremur borgarstjórum frá Kúbu, Níkaragva og Panama um vegabréfaáritun til landsins, en borg- arstjórarnir hugðust taka þátt í ráð- stefnu í New York. Ástæða þess að borgarstjórarnir þrír fá ekki vegabréfsáritun er sú að Bandaríkjastjórn telur ríkisstjórnir landa þeirra ekki taka heils hugar þátt í baráttunni gegn eiturlyfja- smygli í samvinnu við Bandarfkin. Bandaríkjamenn hafa ekki stjórn- málasamband við Kúbu og viður- kenna ekki ríkisstjórn Manuel Solis Palma í Panama. Hins vegar halda þeir stjórnmálasambandi við ríkis- stjórn Sandínista í Níkaragva þótt þeir hafi barist af krafti gegn henni undanfarin átta ár. Á miðvikudaginn veitti Banda- ríkjastjórn þremur meðlimum PLO vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo þeir gætu tekið þátt í ráðstefnu um málefni Miðausturlanda. Fengu þeir vegabréfsáritun þar sem þeir hafa sjálfir ekki tekið þátt í hryðju- verkum. Níkaragva: Kontrar kljúfa andstöðuna Litlar líkur eru á að stjórnarand- staðan í Níkaragva gangi ssmhent til kosninganna sem fram fara í landinu á næsta ári. Ræður þar mestu mis- munandi afstaða stjórnmálafylkinga stjórnarandstöðunnar til Kontra- skæruliða sem njóta dyggs stuðnings Bandaríkjamanna. Því ættu sandín- istar að hafa pálmann í höndunum þrátt fyrir að fylgi þeirra hafi farið mjög dalandi ef miðað er við nýlega skoðanakönnun. -Ég hef miklar efasemdir um að hægt sé að mynda breiða samfylk- ingu gegn sandínistum með fjórtán stjórnarandstöðuflokkum, sagði Mauricio Diaz leiðtogi Kristilega alþýðuflokksins á blaðamannafundi í gær. Diaz sagði að megin ástæða þessa sé djúpstæður ágreiningur um það hvort og þá hvernig tengja eigi stjórnarandstöðuna við Kontraliða sem barist hafa gegn ríkisstjórn Sandínista í átta ár. Diaz sagðist telja að leiðtogar Kontra stefni að því að taka yfir forystuna í stjómarandstöðunni innanlands í Níkaragva, en þeir hafa stjómað Kontraliðum frá Hondúras og Costa Rica. - Það er hluti stjórnarandstæðinga innan Níkaragva sem vilja semja við leiðtoga Kontraliða um að þeir taki yfir forystuna í kosningabaráttunni gegn sandínistum. Við erum ekki fylgjandi slíku samkomulagi. Þetta gerir það að verkum að stjórnar- andstaðan getur ekki barist samhent í kosningunum gegn Sandínistum. Díaz sagði að Lýðræðislega sam- fylkingin sem saman stendur af fjór- um hægriflokkum vilji samstarf við Kontra. Vesturiand - Formannafundur Fundur formanna framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldinn í Hótel Borgarnesi laugardaginn 11. mars n.k. kl. 13.00. Guðmundur Ragnheiður Sigurður Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir og Sigurður Geirdal koma á fundinn. Sjá nánar í fundarboði til félaganna. Kjördæmissambandið. í umræðunni Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, verö- ur gestur Félags ungra framsóknarmanna á hádegisverðarfundinum í umræðunni sem haldinn verður á Gauki á Stöng mánudaginn 13. mars klukkan 12.00. Ögmundur mun ræða og svara spurningum um horfurnar í samningamálunum og fleira sem ofarlega er á baugi í verkalýðsmálum. Allir hjartanlega velkomnir. Ath.! Súpa, fiskréttur og kaffi á aðeins kr. 530,-. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík Ögmundur Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags- málanámskeið í lok mars og í april. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Norðurland vestra Stjórn kjördæmasambands framsóknarmanna, stjórnir framsóknar- félaga, blaðstjórn Einherja og fulltrúar í verkalýðsráði eru boðuð til fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. mars n.k. Fundurinn hefst kl. 14.00. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinn. Stjórn K.F.N.V. Vestur-Húnvetningar Árshátíð Framsóknarfélagsins verður í Vertshúsinu, Hvammstanga, föstudaginn 10. mars og hefst með borðhaidi kl. 21.00. Stjórnin. Fjölmiðlanámskeið SUF Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissámbandanna hefst laugardaginn 11. mars kl. 10 I Nóatúni 21, Reykjavík. Framkvæmdastjórn SUF SUF í Viðey Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu. Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattirtil að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.