Tíminn - 10.03.1989, Síða 6

Tíminn - 10.03.1989, Síða 6
6 Tíminn Föstudagur 10. mars 1989 UMSJÓN: JÓHANNA BIRNIR ISPRETTIR Hestamennska er íþrótt sem verður vinsælli með hverju árinu sem líður. Um landið á essi Hestaíþróttin er í örum vexti og verður vinsælli með hverju árinu sem líður. Landssamband hestamanna telur liðlega sjö þúsund félaga. í sambandinu eru um fjörutíu félög hestamanna víðs vegar af landinu. Landssambandið verður fertugt í ár og er ýmislegt á döfinni varðandi afmælishaldið. Sambandið hefur staðið fyrir útgáfu bóka um hesta og hirðingu þeirra, þjálfað dómara og margt fleira. Þá eru fjórðungsmót hestamanna og landsmótin haldin á veg- um þess. Af vexti einstakra félaga má sem dæmi nefna að í Hestamannafélaginu Fák voru á árinu 1987 liðlega sjö hundruð félagar. Árið eftir var talan komin yfir þúsund og það sem af er þessu ári hafa meira en hundrað manns gengið í félagið. Einnig er ræktun reiðhesta og búskapur með hesta atvinnugrein sem lagt er meira upp úr með hverju árinu sem líður. Til að byrja með Fyrir nokkrum árum var vand- fundin sú manneskja sem ekki hafði haft einhver kynni af hestuni. Nú er aftur vaxin úr grasi kynslóð sem telur fjölmarga einstaklinga sem hafa alið allan sinn aldur á mölinni og aldrei komið á hestbak. En hvar er þá best að byrja ef maður hefur aldrei kynnst hesta- íþróttinni og fyllist allt í einu brenn- andi áhuga. Félagsstarf hestamannafélaganna er ntjög blómlegt. Þar eru haldnir fyrirlestrar, fróðir menn eru á hverju strái til að spyrja ráða og svo mætti lengi telja. Því má segja upplagt að áhugasamir byrji á því að ganga í hestamannafélögin og gerist virkir meðlimir. Síðan er að öllum líkindum skynsamlegast að koma sér á reið- námskeið. Hestamannafélögin standa vel flest fyrir reiðnámskeið- um og er oft hægt að fá leigða hesta hjá þeim. Á byrjendanámskeiðum er kennd áseta auk umhirðu hesta og reiðtygja. Fyrsti hópurinn utan af landi Hjá Reiðskólanum í Víðidal sem hefur aðsetur sitt í Rciðhöllinni fengust þær upplýsingar að nám- skeiðin væru yfirleitt tíu tímar, fimmtíu mínútur í senn. Tveir þess- ara tíma eru bóklegir og afgangurinn verklegur. Bjarni Sigurðsson skólastjóri Reiðskólans í Víðidal sagði Tíman- um að nú hefði verið tekin upp reiðkennsla sem valgrein við nokkra fjölbrautarskóla og grunnskóla einn- ig. „Þetta var samþykkt fyrir nokkru af menntamálaráðuneytinu. Ár- múlaskóli er þegar byrjaður og Ár- bæjarskóli einnig. Fyrir nokkrui kom síðan hópur frá Vík í Mýrdal og lauk einu tíu tíma námskeiði á einni helgi." Þetta námskeiðersíðan metið við skólann sem valgrein. Hópurinn frá Vík er sá fyrsti sem kemur til kennslu utan af landi. En fleiri munu fylgja í kjölfarið eftir því sem skólum fjölgar sem bjóða upp á reiðkennslu í vali. Þessi kennsla hentar þeint vel sem eru byrjendur í íþróttinni og hinunt reyndar líka því alltaf er hægt að læra nteira í sambandi við hesta. Frá Melgraseyri á reiðnámskeið Á nokkrum stöðum á landinu er engin aðstaða fyrir hendi til reið- náms. Ekki láta allir það á sig fá eins og Kristen Swenson sem kcmur gagngert frá Melgraseyri við Isa- fjarðardjúp til Reykjavíkur og sækir reiðnámskeið í Reiðhöllinni. Kristen er frá Arisona í Banda- ríkjunum en hefur búið í sex ár á íslandi. Hún og eiginmaður hennar eru nteð fjárbúskap en eiga níu hesta. „Égsá reiðnámskeiðið auglýst í hestamannabíaði og dreif mig af stað. Ég hef stundað hestamennsku frá barnæsku úti í Bandaríkjunum og eftir að ég kont hingað. Mig langaði að kynnast betur hinum mismunandi gangtegundum og læra af hestamönnum sem eru reyndari en ég í meðferð íslenska hestsins" sagði Kristen í samtali við Tímann. Hún sótti tíu daga námskeið í Reið- höllinni en fór að því loknu aftur heim. Hestakaup Þegar fólk er einu sinni komið með hestabakteríuna í blóðið er nánast engin lækning til. Þegar að því kemur að kaupa sér hest er einfaldast að snúa sér beint til reiðkennara eða annarra hesta- manna og spyrja þá ráða. Félag hrossabænda selur hesta, það gera einnig margar tamningamiðstöðvar og svo framvegis. Svo má alltaf auglýsa eftir hesti eða lesa auglýsing- ar unt hrossasölu. Verð á reiðhesti er misjafnt og fer eftir gæðum hrossins. En miða má við að brúklegur reiðhestur kosti á milli 110 til 150 þúsund krónur. "Nú er löngu liðin tíð að karlmennirnir ríði gæðingunum, konurnar þeim mýkstu og krakkarnir skrölti á jálk- ununi. Sérstaklega þarf að vanda til við val á barnahesti. Börnin þurfa strax í upphafi að kynnast bestu hliðum hestanna til að þau seinna meir geti skynjað það góða í hverj- um hesti" sagði Bjarni. Hann sagði það útbreiddan mis- skilning en reyndar ósköp vel skiljanlegan að börnum væru gefin folöld í stað reiðhesta til að byrja með. „En meðan barnið bíður eftir Kirsten Swenson býr á Melgras- eyri við ísafjarðardjúp en sækir reiðnámskeið í Reiðhöilinni. væntanlegum reiðhesti vex það úr grasi og dýrmætur tími fer til spillis. Það er fátt eins þroskandi fyrir börn og unglinga og umgengni við hesta. Við vitum þá allavega hvar við höfum þau á meðan þau eru að stússast í hesthúsinu. Þegar tryppið svo kemur úr tamningu kannski sex vetra gamalt er unglingurinn uppgef- inn upp á biðinni og skiptir á því og vélhjóli. Eða þá að hrossið reynist vera hin versta bikkja." Bjarni vildi að gefnu tilefni benda á að sá tími væri liðinn að drykkjuhefð fylgdi hestamönnum. Hýsing hrossa Einhversstaðar þarf að hýsa hest- inn og þá komum við aftur að hestamannafélögunum. Hjá þeim má yfirleitt fá leigða bása í húsum félaganna. Kostnaðurinn við það er nokkuð mismunandi. En til dæmis má nefna að í Víðidalnum kostar plássið um 38 þúsund krónur fyrir veturinn. Er þá innifalið fóður og hirðing húsanna. Eigendurnir sjá svo sjálfir um járningar, þjálfun og aðra umhirðu hestanna. Á sumrin þarf að koma hestunum í haga. Þar verður enn einu sinni bent á hestamannafélögin ef við- komandi þekkir engan bónda sem tekur hesta í sumarbeit. Venjulega eru tekin mánaðargjöld fyrir hestana sem eru frá fimm og upp í átta hundruð krónur á mánuði fyrir hvern hest. Annar útbúnaður Hestamaðurinn þarf vitaskuld að fá sér reiðtygi þegar hesturinn er kominn. Byrjunarkostnaður er nokkuð mikill en ef vel er farið með góð reiðtygi endast þau lengi. í versluninni Ástund fengust þær upplýsingar að verð á hnökkunt væri mjög mismunandi. Indverskir hnakkar eru ódýrastir á um 17 þúsund krónur. Síðan er hægt að fá hnakka á allt að 50 þúsund krónum. Það er með hnakka eins og annað að þeir ódýrustu eru ekki alltaf besti kosturinn. Hnakkurinn þarf að vera sterkur og hæfa bæði reiðmanni og hrossi. íslensku vörurnar til dæmis, eru ef til vill ekki þær ódýrustu sem völ er á en hafa hingað til reynst mjög vel. Fylgihlutir eins og gjarðir, reiði, ístöð og ístaðsólar kosta frá fjögur þúsund krónum upp í tæp ellefu' þúsund samtals. Eins er með beisli, að verð á þeim er mjög mismunandi. Þar má reikna með um þrjú þúsund krónum, með taum og mélum og getur þá skeikað þúsund krónum til eða frá. Ekki má gleyma hjálminum, en öryggishjálmar kosta um tvö þúsund krónur. Reiðstígvél kosta þetta á bilinu tvö til þrjú þúsund, nerna leðurstígvél sem eru auðvitað mun dýrari. Reiðbuxur ntá síðan fá á allt frá þrjú þúsund krónum upp í tíu þúsund krónur. Hestamennska er dýrt áhugamál en hún er mjög gefandi. Umgengni við dýr hvort sem það eru hestar eða aðrar skepnur er hverjum manni holl og þau geta kennt okkur ýmis- legt sent við lærum ekki annars staðar. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.