Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 10. mars 1989
Timiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Óbreytt stefna
í forystugrein Morgunblaðsins sl. miðvikudag er
því haldið fram að „kviknað“ hafi hjá ríkisstjórninni
hugmynd um að veita öðrum þjóðum veiðiheimildir
innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
Þetta er ekki rétt með farið hjá Morgunblaðinu.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir x
viðtali við Tímann í gær ekki koma til greina nú
fremur en áður að veita veiðiheimildir innan fisk-
veiðilögsögu íslands gegn tollafríðindum í Evrópu-
bandalaginu. Hugmyndir um slíkt eru jafn fjarri
íslenskum stjórnvöldum nú eins og þær hafa ætíð
verið.
Það, sem virðist hafa gefið Morgunblaðinu átyllu
til þess að fjalla um málið á þann hátt sem það gerði,
er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að sjávarútvegs-
ráðherra færi til óformlegs viðræðufundar við fisk-
veiðifulltrúa framkvæmdanefndar Evrópubanda-
lagsins í Brússel til þess að ræða samskiptamál
íslendinga og Evrópubandalagsins á breiðum grund-
velli. Slíkar viðræður snúast fyrst og fremst um
fiskveiði- og fisksölumál.
Það var fullkomlega tímabært að Halldór Ásgríms-
son og Manuel Marin, fiskveiðifulltrúi Evrópu-
bandalagsins, hittust að máli. Það er hins vegar í
fyllsta máta óviðurkvæmilegt að sjávarútvegsráð-
herra séu gerðar upp skoðanir um það erindi sem
honum er ætlað að flytja í slíkum viðræðum. Það er
býsna alvarlegt mál að svo áhrifamikill fjölmiðill sem
Morgunblaðið, láti sig hafa það að gefa í skyn að
íslensk stjórnvöld hafi uppi hugmyndir um að breyta
afstöðu fyrri ríkisstjórna hvað varðar veiðar útlend-
inga í íslenskri fiskveiðilögsögu. Slík breyting er ekki
til umræðu.
íslendingar háðu 30 ára næstum samfellda baráttu
fyrir viðurkenningu á rétti sínum til þess að eiga og
nýta auðlindir hafsins umhverfis landið. Þar munaði
mest um kröfuna um að fá viðurkenndan réttinn til
fiskveiða í auðlindalögsögunni. Þessi barátta vannst
með fullnægjandi hætti um það er lauk. Engum
íslendingi dettur í hug að slá af þeim rétti sem
alþjóðleg viðurkenning er fyrir í þessu efni.
Barátta íslendinga í landhelgismálinu var fyrst og
fremst háð við þjóðir, sem nú eru í Evrópubanda
laginu. Þar eiga hlut að máli þjóðir, sem öldum
saman höfðu sótt á íslandsmið og nýtt þau sem frjálst
hafsvæði í skjóli aðstæðna liðins tíma, að ekki sé
minnst á fastbundna samninga á borð við þann sem
gerður var til 50 ára við Breta árið 1901 og
alþjóðalög, sem talin voru gilda um fiskveiðilögsögu
á fyrri tíð. Öll slík samnings- og lagaákvæði eru úr
gildi fallin. Það er auk þess ljóst - að Bretar,
Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar og umræddar
þjóðir yfirleitt hafa ekki uppi kröfur um fiskveiðirétt-
indi við íslandsstrendur. Það getur því ekki verið á
döfinni að íslendingar sjálfir fari að bjóða fram slík
réttindi.
íslendingar hafa ekki í hyggju að ganga í Evrópu-
bandalagið. Hins vegar eru allir sammála um, að við
verðum að ná hagstæðum viðskiptasamningi við
bandalagið. Það mál verða íslensk stjórnvöld að
leysa.
GARRI
„Vegna setningu“
Alltaf kemur öðru hverju fyrir
að Garri verður áhey randi að orða-
lagi í Ijósvakamiðlunum sem fer í
skapið á honum. Þannig heyrði
hann talað um „meðalverð hvers
tonns loðnuafurða" í einni útvarps-
stöðinni á dögunum. Garri lærði
það einhvern tíma að illa færi í
islensku að ofnota eignarfall og að
betra væri að nota þá forsetningar
í staðinn. Það er að tala hér heldur
um „meðalverð á hverju tonni af
loðnuafurðum" í stað þess að
hrúga saman þremur eignaiföUum.
Ut yfir tók þó hér um daginn
þegar vinsæU fréttamaður á Stöð
tvö sagði að eitthvað hefði gerst
„vegna setningu bráðabirgðalag-
anna“. AlUr fjölmiðlamenn eiga
að vita að orðið „setning" beygist
eins og til dæmis „kenning" og
„sýning", hér er setning, um setn-
ingu, frá setningu tU setningar.
Þess vegna á auðvitað að segja hér
„vegna setningar bráðabirgðalag-
anna“. Það verður eiginlega að
gera þá kröfu tU fólks, sem reglu-
bundið fer með íslenskt mál í
fjölmiðlum, að það hugsi út í svona
hluti.
Áttavitar
Hér hafa orðið nokkur hörmuleg
slys síðustu dagana. Þau hafa með-
al annars minnt okkur áþreifanlega
á þá staðreynd að vegna fámennis
okkar snerta slík slys mun meira
við öllum landsmönnum en með
stærrí þjóðum. Hér er óhætt að
segja að fólk almennt bíði í ofvæni
við útvarpstækin eftir fréttum af
þvi hvort leit að horfnum mönnum
hafi boríð árangur.
Þess vegpa fór víst ekki á milli
mála um helgina að fólk fagnaði
því almennt þegar vélsleða-
mcnnirnir fjórir fundust heilir á
húfi hér fyrir austan fjall. Þá fögn-
uðu menn yfir að ekkert alvariegra
skyldi hafa hent þá en að þeir
hefðu bara villst jafn harkalega af
leið og raun bar vitni.
Hitt fer þó ekki á milli mála að í
þessu er lærdómsríkt dæmi á ferð-
inni. Hér er út af fyrír sig ekki
ástæða til að fara að hnotabítast út
í piltana fjóra og ásaka þá fyrír
glannaskap. En þetta atvik ætti þó
að skaðlausu að mega nefna sem
dæmi um það að menn mega ekki
gleyma því að hér eru veður oft
válynd. Þótt lagt sé í ferð í góðu
veðrí sýnir reynslan að oft skellur
hann fyrírvaralaust á með blindbyl
þannig að ekki sér handa skil.
Það er góð regla, sem aldrei er
of oft minnt á, að menn eiga ekki
undir nokkrum kringumstæðum að
leggja af stað úr byggð án þess að
hafa með sér áttavita. Þetta vita
allir reyndir fjallamenn, og á þessu
verður aldrei of oft hamrað. Ef
menn lenda í glórulausu veðrí,
þannig að ekki sér út úr uugunum,
þá er þó allur munurínn að geta
haldið áttum. Þá þurfa menn að
minnsta kosti ekki að fara í norður
þegar þeir ætla sér í austur.
Námsferðir lækna
Nú stendur yfir deila um það
hvort heilbrigðiskerfið hafi áfram
efni á að senda hvem einasta lækni
í eina utanferð á ári til að bæta við
menntun sína. Um þetta munu
vera ákvæði í kjarasamningum
lækna, að því er fram hefur komið
í fjölmiðlum, og þykir ýmsum
óeðlilegt.
Hvað sem líður öllu tali um
heilagan rétt og skyldu lækna til að
fylgjast með í fræðum sínum þá fer
ekki á milli mála að hér hafa þeir
orðið sér úti um töluverð forrétt-
indi fram yfir aðrar stéttir há-
skólamanna. í öllum starfsgreinum
þurfa menn að fylgjast með fram-
förum, ýmist með því að kaupa og
lesa nýjustu bækur og tímarit, eða
með því að sækja ráðstefnur.
Það á hins vegar við um aðrar
háskólamenntaðar stéttir að i þeim
þurfa viðkomandi sérfræðingar að
bera kostnað af þessu sjálfir. Meira
að segja hafa fyrir löngu verið
tekin af þau fríðindi, sem slíkir
menn einu sinni höfðu, að mega
draga kostnað við öfiun sérfræði-
ríta frá skattgreiðslum.
Nú er Garri ekki tiltakanlega vel
heima í framförum læknavisind-
anna, svona almennt talað, en
hann leyfir sér þó að draga í efa að
það sé brennandi nauðsyn fyrir
hvern einasta spítalalækni að fá
eina fría utanför á árí úr sameigin-
legum sjóði landsmanna til þess
eins að fylgjast með nýjungum.
Líka er það vitað að þegar menn
búa við slik forréttindi þá nota þeir
þau að sjálfsögðu.
Hér þyrfti þess vegna að taka
upp skynsamlegri aðferð við útdeil-
ingu þessara styrkja. Þó ekki værí
nema með því móti að takmarka
fjölda þeirra eitthvað og reyna að
meta það og vega hverju sinni hvar
þörfin sé brýnust, og þá út frá
hreinu læknisfræðilegu sjónar-
miði. Hvar íslenska heilbrigðis-
kerfið þurfi helst að afla sér þekk-
ingar og Qárfesta í starfsmönnum
sínum. Sjálfvirk forréttindi til utan-
ferða á kostnað skattborgaranna
hljóta alltaf að orka tvímælis.
Garri.
VlTTOG BREITT
111
111111III
Allir eiga að spara - nema ég
Sparnaður ríkisútgjalda og sam-
dráttur hjá ríkisstofnunum hefur
verið á dagskrá hverrar ríkisstjórn-
arinnar af annarri. Allir stjórn-
málaflokkkar og málgögn eru íjull
upp með nauðsyn þess að draga
saman og spara. Frjálshyggjusinn-
ar segja mikla nauðsyn að ríkið
hætti að reka fyrirtæki og stofnanir
og sé vel hægt að spara með því að
selja ríkisfyrirtækin, sem eiga að
hætta að kosta þjóðina eyri eftir
það.
Svona hókus-pókus fræði láta
vel í eyrum þótt engin dæmi hafi
enn verið fundin upp til að sanna
réttmæti kenningarinnar.
Félagshyggjufólk verður líka
svolítið uppveðrað þegar þessa teg-
und sparnaðar ber á góma og
einkarekstur á ríkisrekstri hljómar
dálítið eins og óskilgreint glasnost,
sem er eitthvað af hinu góða, þótt
maður viti ekki almennilega hvað
það er.
En það að fjárlögin springa úr
gjörðunum ár eftir ár verður til
þess, að talið um samdrátt og
sparnað er tekið upp æ og aftur og
ríkisreksturinn hefur sinn gang,
hvaða nafngiftir sem honum eru
gefnar og er einkaframtakið meira
og minna ríkistryggt. „Hver á hvað
og hvur er hvurs," spurði maðurinn
hennar Jónínu hans Jóns hér um
árið, og enn er maður álíka ruglað-
ur þegar til þess kemur að vita
hvað er ríkisrekið og hvað er bara
rekið á ríkisábyrgð og í hverju
munurinn felst.
Hagrsða annars staðar
-takk
Þegar stjórnvöld ætla að fara að
draga saman og spara á einhverju
tilteknu sviði er reglan sú, að upp
rísa hópar sem telja nærri sér
höggvið og sýna fram á með óyggj-
andi rökum að flest eða allt mætti
nú spara nema þetta. Samkvæmt
hlutarins eðli og staðfestu stjórn-
valda er hætt við að spara á þessu
tiltekna sviði og farið að tala um að
spara á því næsta, eða enn algeng-
ara, að tala mikið unt að nú þurfi
að fara að taka á honum stóra
sínum og draga saman ríkisútgjöld,
en nefna helst aldrei hvar.
Þegar heilbrigðisráðherra var
gert að draga saman kostnað af
heilbrigðiskerfinu um 4% var því
vel tekið. En þegar farið var að
benda á ákveðin atriði, eins og
kostnaðarsöm hlunnindi lækna og
ntargfaldar launatekjúr sumra
þeirra birtust svo mörg ljón á
veginum að enginn kemst fram eða
til baka á leiðinni til lækkunar
framlaga til heilbrigðismála.
Forstöðumenn sjúkrahúsa og
málsvarar lækna segja að vel megi
lækka kostnað, en aðeins aldrei á
þeim sviðum sem stungið er upp á
hverju sinni.
Auðmenn á rí kisframfæri
Lengi, lengi er búið að tala um
óhóflegan kostnað vegna lyfja.
Sjúkrasamlög, Tryggingastofnun
og hvað þetta nú allt heitir greiðir
bróðurpartinn af kostnaðinum,
sem talinn er í milljörðum árlega.
Ríkisvaldið tryggir rúmlega 40
lyfjafræðingum einokun á lyfsölu í
apótekum. Samt getur hið sama
ríkisvald ekki með nokkru móti
fengið einokarana til að lækka
álagningu og eru þeim tryggðar að
minnsta kosti 650 millj. kr. í álagn-
ingu árlega, aðeins fyrir meðöl sem
þeir afhenda gegn lyfseðlum.
Álagning á lyfjum er 68%
Apótekarar safna auði á við
alheppnustu verðbréfasala og þótt
ríkið tryggi þeim einokun á aðstöð-
unni eru þeir aldrei til viðtals um
að taka þátt í að bæta kjör fólksins
í landinu með því að verða við
bónum um lækkun álagningar.
Lyfjainnflytjendur eru verndað-
ir bak og fyrir til að leggja á allt
eins og sjálf áfengisverslunin. Mikil
lyfsala fer fram inn í sjúkrahúsin
og jafnframt í þeim. Það hefur
margkomið fram að það eru hreint
ekki alltaf ódýrustu lyfin eða
sjúkragögnin sem þar þykir sjálf-
sagt að brúka hvað mest.
Þegar læknar eru beðnir að að-
gæta aðeins hvort ekki mætti fara
svolítið betur með peningana og
notast við það sem ódýrara er, er
viðkvæðið ávallt hið sama; við
berum eingöngu hag sjúklinganna
fyrir brjósti og veitum þeim bestu
þjónustu og meðöl sem völ er á, og
þar við situr.
Á meðan ríkisvaldið á að hjálpa
hagsmunahópum til að skara eld
að sinni köku með einokunarað-
stöðu og sjálfdæmi hvað varðar
tekjutöku er öllum óskum um
hagræðingu og sparnað tekið með
hrokafullum staðhæfingum um að
allir aðrir eigi að spara, aðeins ekki
ég. OÓ