Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 10. mars 1989 llllllllillllllllllllllll utlond ... .. ..... ... .. ... .. .1;: -.. ... .. -.. ..... Saudi-Arabar brjóta ísinn í Afganistan: Viðurkenna ríkis- stjórn skæruliða Afganskir skæruliðar á leið til orrustu við Kabúl. Nú hafa Saudi-Arabar viðurkcnnt bráðabirgðastjórn þeirra. FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Banda- I ríkjamenn sökuðu sovéskan diplómat um njósnir og ráku hann úr landi. Yuri Nikolaaye- vich Pakhtusov sem var með í hernaðarlegri sendinefnd So- vétmanna í Bandaríkjunum var lýstur persona non arata og gert að yfirgefa landio hið snarasta. WASHINGTON - Nokkrir I bandarískir þingmenn hafa sakað Japana um að hafa aðstoða Líbýumenn í því að byggja efnaverksmiðju þá er Bandaríkjamenn telja að eigi að framleiða efnavopn. Þeir krefjast þess að fyrirtæki þau japönsk sem að þessu stóðu verði bannað að athafna sig í Bandaríkjunum. LONDONDERRY - Tveir hermenn létust og sex aðrir særðust í sprengjutilræði IRA í Londonderry. Hermennirnir voru akandi á leið út úr borginni þegar öflug jarðsprengja sprakk með fyrrgreindum af- leiðingum. ISLAMABAD - Afganskir skæruliðar ausa eldflaugum og sprengjum yfir herdeildir stjórnarhersins sem verja flug- völlinn í Jalalabad. Það virðist ekki duga því fiugvöllurinn er enn í höndum stjórnarher- manna sem verjast öllum árás- um skæruliða. VARSJÁ - Eftir viku þóf nálgast fulltrúar ríkisstjórnar Póllands og stjórnarandstöð- unnar drög að samkomulagi sem mun veita stjórnarand- stöðunni nýtt hlutverk í pólsku þjóðlífi. Samkvæmtsamkomu- lagsdrögunum er gert ráð fyrir að forsetavald verði líkt og í Frakklandi og lýðræðislega kjörið þing fái neitunarvald ýfir samþykktum neðri deildar sem kommúnistaflokkurinn skipar. ADDIS ABABA - Súd- anskir skæruliðar eru reiðu- búnir að semja um vopnahlé í borgarastyrjöldinni en kröfðust þess að fyrst stæði ríkisstjórnin við friðarsamkomulag sem samið var um á síðasta ári. JÓHANNESARBORG- 35 pólitískir fangar sem eru í haldi án þess ao hafa komið fyrir rétt hættu hungurverkfalli eftir að þeir höfðu verið fullviss- aðir um að þeir verði ákærðir eða þeim sleppt. Saudi-Arabar hafa brotið ísinn gagnvart bráðabirgða- stjórn skæruliða í Afganist- an, en í gær viðurkenndu þeir stjórnina sem lögmæta stjórn Afganistan. Eru þeir fyrsta ríkið sem stígur þetta skref. - Konungsríkið hefur ákveðið að viðurkenna opin- berlega bráðabirgðastjórn þá er Mujahiddeen kaus á lýð- ræðislegan hátt, sagði í yfir- lýsingu utanríkisráðuneytis Saudi-Arabíu vegna þessa máls. í yfirlýsingunni segir að ríkis- stjórnin hafi verið kjörin af Shura sem sé þing sem kæmi fram fyrir hönd allrar afgönsku þjóðarinnar. Skæruliðar Shíta múslíma, sem bækistöðvar sínar hafa í íran, snið- gengu Shuruna þar sem meirihluti skæruliða sunníta múslfma, sem hafa bækistöðvar í Pakistan, gengu ekki að kröfum Shíta um aukna hlutdeild í þinginu. Það virðist ekki hafa haft ísraelski herinn mun draga herlið sitt frá nokkrum hluta Gazasvæðisins sem þeir hernumdu í sex daga stríðinu árið 1967. Þess í stað mun landamæralögregla frá ísrael sjá um löggæslu á svæðinu þar sem uppreisn Palestín- umanna hefur ríkt í sextán mánuði. Með þessu segjast hernaðaryfir- völd vilja draga úr spennu og átökum á þessum slóðum. Tveimur fréttamönnum var vísað frá Tíbet í gær, en herlög eru enn í gildi í Lhasa höfuðborg landsins. Óttast Tíbetar nú fjöldahandtökur og aukið ofbeldi kínversku lögregl- unnar sem gæti leitt til blóðbaðs. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína skýrði frá því að Guy Dinmore hjá Reuter og Jasper Becker frá Gardian hafi fengið sólarhringsfrest til að yfirgefa Tíbet. Þeir fengu leyfi til að ferðast til Tíbet sem ferða- menn, en ekki sem fréttamenn. Tvímenningarnir ku hafa tekið myndir af átökunum í Lhasa á áhrif á Saudi-Araba, en gæti komið í veg fyrir viðurkenningu annarra múslímaríkja. Skæruliðaforinginn Gulbuddin Hekmatyar sem fer með embætti utanríkisráðherra í bráðabirgða- stjórninni kom til Saudi-Arabíu á miðvikudaginn, en hann hyggst taka sæti Afganistan á fundi utanríkisráð- hverfa á brott frá Jabalaya flótta- mannabúðunum þar sem uppreisnin hófst og hluta af Gazaborg. Hernaðarsérfræðingar telja að með því að skipta á hermönnum og landamæralögreglunni sem eru mun betur þjálfaðir í að eiga við uppþot, þá muni mannfall og meiðsl í átökum minnka til mikilla muna og spenna því réna. í landamæralögreglunni starfa margir drúsar og gyðingar sem tala arabísku. Er talið að samskipti þeirra og Palestínumanna verði því öllu skárri en hermanna sem tala einungis hebresku. dögunum og brotið þannig í bága við lög sem banna myndatökur útlend- inga af átökum og mótmælum að- skilnaðarsinnaðra Tíbeta. Þá eru tvímenningarnir sakaðir um að hafa hindrað lögreglu að starfi. Þá hefur um fimmtíú útlendingum verið vísað frá Lhasa í skjóli herlag- anna. Þeir dvelja nú í borginni Chendu sem er í nálægu héraði í Tíbet. Er það talið fyrirboði enn harkalegri aðfara kínverskrar lög- reglu gegn aðskilnaðarsinnuðum Tíbetum. herra Samtaka íslamskra ríkja, en Kabúlstjórnin tekur ekki þátt í starfi samtakanna. Þannig hyggjast skær- uliðar ná stuðningi fleiri ríkja mús- líma. Forsætisráðherra í bráðabirgða- stjórn Afganistan er skæruliðafor- inginn Abdurrab Rasul Sayyaf, en Eastern Airlines sem er sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna lýsti sig gjaldþrota í gær eftir að flugvélvirkjar hjá félaginu höfðu verið í verkfalli í sex daga. Flugfé- lagið mun þó halda áfram starfsemi sinni fyrst um sinn, en fær frið fyrir skuldunautum sínum á meðan sér- stakur gjaldþrotadómstóll kafar ofan í reikninga félagsins. Verkfall flugvélvirkjanna hófst á laugardaginn og höfðu flugmenn félagsins einnig lagt niður vinnu til að styðja við bakið á flugvirkjun- um. Þá hafa flugmenn á öðrum flugfélögum hafið aðgerðir til stuðnings félaga sinna hjá Eastern. Skriðdrekar og þungvopnaðir hermenn gæta nú laga og reglu í Kosovo til að ekki slái í brýnu milli Albana og Serba í þessu sjálf- stjórnarhéraði í Júgóslavíu þar sem kynþáttaólga hefur sett sterkan svip á daglegt líf að undanförnu. Þrátt fyrir það virðist spennan og hatrið milli kynþáttanna fara dag- vaxandi. Viðbúnaður var sérlega mikill við zinknámurnar í Mitrovica í gær, en þar hófst verkfall það sem varð til þess að yfirvöld í Belgrad ákváðu að senda herlið á staðinn og lýsa yfir hernaðarástandi í hér- aðinu. Ástæða þessa var sú að Saudi-Arabar hafa stutt skæruliða- samtök hans dyggilega í borgara- styrjöldinni í Áfganistan. Ástæða þess er að Sayyaf er af svokölluðum Wassabi meiði íslam. Þó tiltölulega fáir Afganar fylgi því trúarafbrigði íslam þá eru flestir Saudi-Arabar áhangendur Wassabi. Verkfall flugvirkjanna er harka- legasta verkfall í Bandaríkjunum frá þvf flugumferðarstjórar fóru í verkfall árið 1981. Þá braut Ronald Reagan verkfall þeirra á bak aftur með því að láta flugumferðarstjóra á vegurn flughersins taka yfir störf þeirra. George Bush segist ekki muni grípa inn í þessa launadeilu. Talsmenn Eastern segjast munu endurskipuleggja fyrirtækið og vinna sig út úr gjaldþrotinu. Þeir segjast ekki geta hækkað laun hjá fyrirtækinu vegna fjárhagsstöð- unnar og því fari svona. yfirvöld birtu sérstök neyðarlög þar sem verkamenn verða hand- teknir mæti þeir ekki í vinnu sína. Námurnar hafa verið lokaðar allt frá því að 1300 námaverka- menn af albönsku bergi brotnir lögðu niður vinnu 21.febrúar og komu þannig af stað allsherjar verkfalli í Kosovo. Yfirvöld vonast til þess að nær allir verkamenn mæti til vinnu sinnar í dag, enda munu um þrjú- hundruð hermenn vopnaðir eld- vörpum, sprengivörpum, stórum vélbyssum og léttum stórskotaliðs- vopnum gæta námasvæðisins. ísrael: Herlið á brott frá hluta Gaza Bandaríkin: Eastern Airlines lýst gjaldþrota Heimildir herma ‘að herlið muni Fréttamönnum vísaö frá Tíbet: Óttast ofbeldi og fjöldahand- tökur í Lhasa Júgóslavía: Mikill viðbunaður hersins í Kosovo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.