Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn' Þriðjudagur 14. mars 1989 Flutningar og afkoma Eimskips 1988: Hagnaðuraðeins 0.2%aftekjum A síðastliðnu ári var hagnaður af rekstri Eimskipafélagsins níu milljónir króna, sem er einungis 0.2% af heildartekjum félagsins. í tilkynningu frá félaginu segir um hagnaðinn á síðasta ári að þessi afkoma sé óviðunandi, miðað við rekstrarumsvif félagsins,ogaðrekst- ur þess hafi verið þungur á síðari hluta ársins og svo sé enn. Rekstrartekjur á árinu 1988 námu rúmum 4.8 milljörðum króna en voru árið áður rúmir 4.4 milljarðar. Hækkun tekna á milli þessara ára er því 9.2%. Miðað við byggingarvísi- tölu lækkuðu tekjur félagsins að raunvirði um 8%. Eigið fé félagsins var 2.123 milljónir króna í árslok 1988 og eiginfjárhlutfall 37%. Árið 1988 voru heildarflutningar Eimskips 908 þúsund tonn én það er svipað magn og árið á undan. Nokk- ur aukning var á útflutningi en minnkun í innflutningi. Síðan 1984 hafa heildarflutningar félagsins auk- ist um 33%. Eimskip er með 17 skip í föstum rekstri. Tíu skip eru í eigu félagsins, fimm á þurrleigu með íslenskum áhöfnum og tvö á tímaleigu með erlendum áhöfnum. Þess má einnig geta að starfsmenn félagsins eru nú um átta hundruð. Aðalfundur Eimskips verður haldinn að Hótel Sögu 16. mars n.k. og verður þá lögð fram ársskýrsla félagsins fyrir árið 1988 og gerð nánari grein fyrir rekstri þess og framtíðarverkefnum. SSH I liuti SÚM-hópsins. F.v. Gylfi Gíslason, Sigurður Guðmundsson, Ólafur Gíslason, Kristján Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson. A milli þeirra stendur mynd Kristjáns Guðmundssonar. Tímamynd:Ámi itjama. Yfirlitssýning á verkum SÚM Yfirlitssýning á verkum SÚM hópsins var opnuð að Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Þar eru sýnd um hundrað listaverk eftir fimmtán listamenn. í SÚM-hópnum eru nokkrir listamenn sem tóku sig saman um miðjan 7. áratuginn og gerðu uppreisn á listasviðinu. SÚM-arar rufu hefðina og brydd- uðu upp á ýmsum nýjungum í list- sköpun sem voru ekki að öllu leyti vel séðar. Margir áhorfendur áttu erfitt með að njóta verkanna út frá eigin hefðbundnum menningarleg- um og fagurfræðilegum forsendum einmitt vegna þess hve verkin voru óhefðbundin. SÚM var ekki hugsað sem list- hreyfing eða skóli heldur hópur listamanna með innbyrðis ólíkar skoðanir og listhugmyndir. Hið eina sem virtist sameina þá var andstaðan við hinn þrönga, opinberlega viður- kennda stakk sem myndlistinni var sniðinn. Þeir leituðu eftir nýjum leiðum og nýttu sér í þeim tilgangi hinar ýmsu stefnur hvort sem þær kölluðust ný-dadaismi, konsept, Fluxus, pólitísk listsköpun eða eitthvað annað. Hópurinn gerði sér grein fyrir því að hefðbundið form myndlistarinnar var úr sér gengið. Einkum vegna tilkomu fjölmiðlanna og aukins framboðs myndefnis af öðru tagi. Þeir reyndu þess vegna til dæmis að þurrka út mörkin milli listgreina eins og ljóð- og myndlistar og fleira. Hreyfilist og gjörningar, listform sem varð sífellt vinsælla á þessum tíma víðar um heim varð einnig áberandi í listsköpun SÚM-ara. Margar sýningar voru haldnar á vegum hópsins, bæði einka- og sam- sýningar. Þar sem bæði sýndu inn- lendir og erlendir einstaklingar. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Arnar Herbertsson, Gylfi Gíslason, Haukur Dór, Hildur Hákonardóttir, Hreinn Friðfinns- son, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómasson, Ólafur Gíslason, Róska, Sigurður Guðmundsson, Sigurjón Jóhannes- son, Tryggvi Ólafsson, Vilhjálmur Bergsson og Þórður Ben Sveinsson. Sýningunni lýkur níunda apríl. jkb Úr leikritinu Nashyrningarnir eftir Ionesco sem leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi sl. laugardag. Leikfélag Menntaskólans viö Hamrahlíö: Nashyrningarnir Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi á laugardag- inn Nashyrningana eftir Eugéne Ionesco. Leikritið skrifað Ionesco árið 1958. Það er sagt endurspegla til- finningar höfundarins þegar hann yfirgaf Rúmeníu tuttugu árum fyrr eftir að hafa horft upp á fleiri og fleiri vini sína ganga til liðs við f asistahreyfinguna. Söguþráðurinn er á þá leið að aðalpersónan, Berenger er ást- fanginn af vinnufélaga sínum Daisy en frökenin er þó ekki alveg til- kippileg. Einn góðan veðurdag verða þau vitni að því að einn eða kannski tveir nashyrningar æða um aðalgötu bæjarins. Eftir því sem á líður taka fleiri og fleiri bæjarbúar torkennilegan sjúkdóm sem lýsir sér í umbreytingu þeirra í nashyrn- inga. Verkið fjallar um stökkbreyt- ingu andans og hamskipti venju- legs fólks. Bæði út frá tilgangsleysi andstöðunnar með háði sem bein- ist að einstaklingnum sem berst fyrir hugsjónum og dyggðum og ekki síður út frá fáránleika þeirra sem sljóir fylgja straumnum gagn- rýnislaust. Andrés Sigurvinsson leikstýrir' verkinu. Hilmar Örn Hilmarsson hefur samið tónlistina, Rósa G. Snædal hannar búninga, leik- myndahönnuður er Magnús Loftsson, Árni Kristjánsson sér um hárgreiðsluna og förðunin er í höndum Völu Tölu. Auglýstar eru sjö sýningar en Sigurður Pálsson, sem leikur Ber- enger sagði Tímanum að ef næg aðsókn fengist kæmi til greina að þeim yrði fjölgað. Hann sagði þetta vera mjög viðamikið verk. „Þetta hefur þó allt gengið vel og sýningin er að smella saman, alveg á síðustu stundu, eins og vera ber." Að sögn annars leikara taka þau á verkinu, ekki aðeins út frá um- breytingu manneskjunnar í nas- (ista?)hyrninga, heldur einnig út frá svipuðum umbreytingum sem verða og hafa orðið á manninum í tímanna rás. jkb Hafnarfjörður: Heiðursborgara minnst Þann 8. mars s.l. voru hundrað ár liðin frá fæðingu Bjarna Snæbjörnssonar læknis, fyrsta og eina heiðursborgara Hafnarfjarðar. Af þessu tilefni hefur bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkt að veita 400 þúsund krónur í Afmælisgjafasjóð Hafnfirðinga, sem stofnaður var á 75 ára afmæli Bjarna Snæbjörnssonar. Ennfremur hafa nokkrir af afkomendum Bjarna gefið 250 þúsund krónur í sjóðinn. Sjóðurinn veitir móttöku framlðgum einstaklinga og fyrirtækja á merkisdögum í ævi þeirra og starfi. Tilgangur hans er að styrkja hverja þá starfsemi í Hafnarfirði sem unnin er í þágu barna og unglingá undir 16áraaldri. SSH Skákþingið um páskana Skákþing íslands verður háð um páskana að venju. Keppni í áskorendaflokki fer fram á Akureyri og er ölluni heimil þátttaka sem hafa 1800 stig og þar yfir. Tvö efstu sætin gefa rétt til þátttöku í landsliðsflokki í liaust. Skráning í Reykjavik er hjá Skáksambandi íslands og á Akureyri í síma: 26350 (Páll). í Reykjavík verður teflt í opnum flokki. Skráning er hjá Skáksam- bandinu og á mótsstað, að Grensásvegi 46 við upphaf 1. umferðar. Keppni í báðum flokkum hefst laugardaginn 18. mars n.k. kl. 14.00 og lýkur annan dag páska. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður: MENNINGARRÁÐGJÖF TIL LANDSHLUTANNA Valgerður Sverrisdóttir þingmað- ur hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að komið verði á fót starfi menningarráðgjafa í hverjum landshluta. f frumvarpi um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er gert ráð fyrir að félagsheimila- sjóður falli niður. Hugmyndin um menningarráðgjafa er hugsuð sem svar við því. í greinargerð með frumvarpinu segir að í öllum sveitarfélögum á landinu eigi sér stað menningarstarf- semi á einhverju sviði og virkust sé þátttaka almennings í kórum og leikfélögum. Á allra síðustu árum hafi þóunin verið í þá veru að æ fleiri gerðust sinnulausir um slík mál og viðhorf til lista og menningar hafi verið að breytast með auknum áhuga á veraldlegum gæðum. Menningar- ráðgjafi í hverjum landshluta geti orðið mikilvægur þáttur í að virkja einstaklinga á sviði menningar og lista, miðla efni á milli héraða, skipuleggja menningarstarfsemina í samráði við heimamenn á hverjum t stað og vera skólastjórum til aðstoð- ar við listaviðburði í skólum. Við fjármögnun menningarráð- gjafanna gerir Valgerður ráð fyrir að eyrnamerktur verði hluti þeirra 10% skemmtanaskattsins sem renna í menningarsjóð félagsheimila. - ág Valgerður Sverrisdóttir þingmaður vill að komið verði á fót starfi menningarráðgjafa í hverjum landshluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.