Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 5
Ti minn ÞriðjúdágLir '14. márs '1 Ö'89 Tímirm komst í gær í samband viö sendibílstjóra er kall- aóur var að Ávöxtun sf. kvöldið áður en fyrirtækinu var lokað: Báru út skjöl nokkrum tímum fyrir gjaldþrot Upp eru komnar ákveðnar grunsemdir um að skjölum hafi verið stungið undan við gjaldþrot Ávöxtunar sf. Hvernig rannsókn þeirri miðar er okkur ekki kunnugt um. Tíminn hafði í gær upp á sendibílstjóra er féllst á að skýra okkur frá útkalli er hann fékk kvöldið áður en Ávöxtun sf. lokaði. Bílstjórinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að tilviljun hafi ráðið því að hringt var í hann. „Nafn mitt var á símsvara á sendi- bílastöðinni sem ég vinn hjá, þetta kvöld. Ármann hringdi í mig og bað um að ég kæmi að húsi Ávöxtunar sf. við Laugaveg 97. Þetta var um tíuleytið unt kvöldið og ég fór í þetta sem hvern annan túr. Eg man að þetta hafði verið góður dagur. Þegar ég kom að Ávöxtun fór ég upp og var allt opið. Þar var Ármann Reynisson og með honum annar maður er ég kannaðist við, en man ekki nafnið á. Hann var mjög stór- gerður, þrekinn, greiddi hárið aftur og reykti stóra bogna pípu með leðurhaus. Ármann bað mig að koma með bílinn nær og fór ég niður og færði hann. Ármann virtist vera órólegur og var í einu svitabaði. Hann benti mér að taka kassa sem stóðu inni í skrifstofu hans. Ég held það sé rétt hjá mér að skrifstofa hans sé fyrsta herbergi á vinstri hönd þegar komið er upp stigann. Ég tók kassana og bar þá út í bíl. Ég keyri skutlu og var þetta ríflega gólffyllir af pappaköss- um. Ármann fór eina ferð en hinn maðurinn bar ekki. Þegar bíllinn hafði verið fylltur bað Ármann mig að fara með kassana heim til foreldra hans og þau myndu borga bílinn. Þegar ég kom á heimili foreldra hans, í Furugerðinu, tóku þau á móti mér og borguðu bílinn. Árm- ann kom ekki á meðan ég var á staðnum," sagði bílstjórinn. Hvað var í kössunum sent þú barst út? „Það voru ýmsir hlutir. Möppur með einhverskonar skjölum, bækur og skrifstofumunir sem maður sér á öllum skrifstofum. Ég flýtti mér að bera þetta út í bílinn, enda iila við að hafa hann standandi úti á Lauga- vegi, vitandi af krakkagengjum á vappi.“ Hvorki Tíminn né bílstjórinnn hafa hugmynd um hverslags skjöl voru í kössunum. Hvort um var að ræða bækur eða persónuleg skjöl Ármanns Reynissonar. Hinsvegar hlýtur það að vekja upp spurningar þegar miklir skjalabunkar eru bornir út úr fyrirtæki nokkrum klukku- stundum fyrir gjaldþrot þess. Sendibílstjórinn tók það fram að honum væri óljúft að ræða þetta mál, en hefði hinsvegar hugsað mik- ið um hvort ekki væri rétt að greina frá þessu, í framhaldi af þeim frétt- um er bárust af fyrirtækinu daginn eftir umræddan túr. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki mitt mál að rannsaka þetta heldur ættu þeir að gera það sem til þess eru fengnir af hinu opinbera. Því þagði ég þar til nú. Einnig er ég með þessu að brjóta siðareglur þær er sendibílstjórar setja sér, þar sem kveðið er á um að allt er við heyrum í túrum er trúnað- armál. Hinsvegar þar sent þið hafið komist að þessu og ætlið að greina frá þessu hvort eð er tel ég betra að gera grein fyrir málinu eins og það var í raun og veru,“ sagði bílstjórinn. Tíminn hefur fyrir því áreiðanleg- ar heimildir að skiptaráðanda hafi verið kunnugt um mál þetta frá upphafi og beinist athugun málsins m.a. að því að finna út hvað flutt var af skrifstofu Ármanns umrætt kvöld, á heimili foreldra hans í Furugerði. - ES Heimatilbúin hryllingsmynd í Árbæ kærð til RLR: Bundu krakka við staur og báru eld að tuskum Nokkrir nemendur í efri bekkjum Árbæjarskóla hafa verið kærðir til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að hafa í hótunum við yngri krakka í . sama skóla, en eldri bekkingamir voru að útbúa sína eigin „hryllings- mynd“. Enginn yngri nemendanna mun hafa meiðst við atganginn. Að því er Tíminn kemst næst fólst hryllingsmynd eldri bekkinganna í því að a.m.k. einn yngri nemandi var bundinn við staur og síðan helltu þeir, eða þóttust hella, eldfimum vökva í tuskur sem lagðar voru í kring um fætur fórnarlambsins og báru eld að. Ekki kviknaði þó í tuskunum og ekki hefur verið sýnt fram á hvort hér var um leik að ræða eða hvort tilgangurinn var að fá fram raunveruleg hræðsluviðbrögð frá fórnarlambinu. Foreldri eins barnsins kærði at- burðinn til RLR, sem hefur skoðað myndbandið sem tekið var og verða krakkarnir yfirheyrðir nú í vikunni að viðstöddum fulltrúum barna- verndarráðs. -ABÓ Verð erlendra gjaldmiðla (SDR) hækkað 11 % umfram lánskjaravísitölu frá ársbyrjun 1988: Dollaragengi hækkað um 47% á 14 mánuðum I ljósi langvarandi kröfu um 10- 15% meiri gengisfellingu er fróðlegt að líta á hvað verð á myntum helstu viðskiptalanda okkar hefur hækkað frá ársbyrjun 1988, þ.e. á rúmlega 14 mánaða tímabili. í ljós kemur að hækkunin er minnst um 24% og síðan allt upp undir 47% á Banda- ríkjadollara, sem hækkað hefur úr 35,72 upp í 52,73 kr. á þessu tíma- bili. Á sama tíma hefur verðtryggð króna hækkað um 22,6%. Verð helstu gjaldmiðla hefur hækkað sem hér seeir: Dollari 35,72 52,73 47,6% Pund 66,87 90,51 35,3% D.kr. 5,86 7,26 23,9% N.kr. 5,73 7,77 35,6% S.kr. 6.16 8,27 34,3% Þ-mark 22,58 28,27 25,2% Fr.franki 6,65 8,34 25,4% Peseti 0,33 0,45 37,4% Port.escud. 0,27 0,34 25,8% Jap.yen 0,29 0,41 38,6% SDR 50,59 68,89 36,2% ECU 46,48 58,84 26,7% Lang stærstu kaupendur útflutn- ingsvara okkar eru: Bretland, Bandaríkin, Þýskaland, Portúgal og Japan. Um 65% af heildarútflutn- ingnum fór til þessara fimm landa á s.l. ári. - HEI PÓSTFAX TÍMANS 687691 Laugavegur 97, þar sem Ávöxtun sf. var til húsa. Kröfur á Ávöxtun sf., Pétur Björnsson og Ármann Reynisson, hafa þegar náð hálfum milljarði: Gjaldþrota í marga mánuði Skiptafundir eru farnir af stað í gjaldþrotamáli Ávöxtun- ar sf. og aðstandenda hennar, Péturs Björnssonar og Ár- manns Reynissonar. Að sögn annars bústjórans, Sigurmars Albertssonar, hæstaréttarlög- manns, hafa ekki allar kröfur verið samþykktar enn og getur því endanleg upphæð krafn- anna hækkað frá þeim hálfa milljarði sem þær nema nú. Bústjóri mun nú í dag eða næstu daga tilkynna ríkissak- sóknara um ólöglegt athæfi sem fram kemur við meðferð skiptaráðanda. Meðal þess sem tilkynnt verður saksóknara er sú skoðun bústjór- anna að fyrirtækið hafi verið rekið nokkrum mánuðum lengur en það gat talist rekstrarhæft. Það hafi með öðrum orðum verið orðið gjaldþrota nokkrum mánuðum áður en það var tilkynnt af hálfu eigenda. Aðrir angar þessa máls eru enn til skoðunar hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Það eru rúmlega 160 aðilar sem gera kröfur í þrotabú Ávöxtunar sf. Vegna þess að þeir gera margir hverjir einnig kröfu á Pétur Björns- son og Ármann Reynisson, marg- faldast þessi fjöldi krafna. Þannig hafa alls verið samþykktar á milli 220 og 230 kröfur í þrotabúið. Þessum samþykktu kröfum mun að líkindum fjölga að sögn Sigur- mars Albertssonar, þegar næsti skiptafundur verður haldinn, 31. mars nk. Þær kröfur sem þegar hafa verið samþykktar nema um hálfum milljarði króna og á sú upphæð eftir að hækka, samkvæmt þessu. Eignir þrotabúanna þriggja, Ávöxtunar sf., Péturs Björnssonar og Ármanns Reynissonar, eru hins vegar ekki metnar nema á liðlega 56 milljónir króna. Það er því ljóst að flestir kröfuhafar munu tapa verulegu fé, en þeir einstaklingar sem hæstar eiga kröfur eiga inni fé sem nemur yfir 10,2 milljónum króna. Vegna umfangs málsins og væntanlegrar rannsóknar saksókn- ara er ekki búist við að þessir kröfuhafar muni sjá nokkuð af fé sínu fyrr en að loknum einu til tveimur árum. Meðal þeirra krafna sem hafnað hefur verið er krafa sem skilanefnd Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. hafa gert og nam hún ríflega 160 millj- ónum króna. Þar með er ljóst að þeir sem áttu fé inni hjá ávöxtunar- sjóðunum hafa tapað enn meira fé en fram til þessa hefur verið talið. Þær eignir sem ætlað er að komi til móts við viðurkenndar kröfur, eru samtals um 56 milljónir króna eins og að framan segir. Ávöxtun sf. mun standa undir eignamati upp á um 35 milljónir króna að gefnum fyrirvara af hálfu bústjór- anna. Af þeirri upphæð er ekki nema um 7,1 milljón króna í nettó fasteign, en 2-4 milljónir í úti- standandi kröfum. Eignir Péturs eru metnar á um 15 milljónir króna og eignir Ármanns eru metnar á um 5,3 milljónir króna. Samkvæmt skýrslu bústjóranna til skiptaráðanda, Ragnars Halls, eru gerðar sérstakar athugasemdir við bókhald og fjárreiður fyrir- tækisins og einnig ruglingslegar fjárreiður Péturs og Ármanns. Munu oft og tíðum hafa verið um að ræða takmarkaðar ábyrgðir á bak við skuldaviðurkenningar og rekstri Ávöxtunar sf. mun í ýmsu öðru hafa verið ábótavant. Mun áhætta þeirra aðila sem fólu fé sitt í umsjá þessara aðila því hafa verið mun meiri en áður hefur verið talið með vissu. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.