Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn' -VP ► Af V I . 'I.VlM Þriðjudagur 14. mars 1989 DAGBÓK lllllllíllll iiliiiiiini ÚTVARP/SJÓNVARP Erindi um byggingamál eldri borgara Aðalfundur Rauðakrossdeildar Kópa- vogs verður haldinn í sal á sjöttu hæð Sunnuhlíðar í kvöld kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Ásgeir Jóhann- esson stjórnarformaður Sunnuhlíðar- samtakanna erindi um byggingarmál eldri borgara. Öllu áhugafólki um þau mál er boðið að sækja fundinn. Aðalfundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs hcldur aðalfund fimmtudaginn 16. mars kl. 20:30 í Félags- heimilinu. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin Pennavinir: Námsmenn í Ghana lcita í annað sinn til íslands eftir pennavinum Nýlega barst bréf frá þremur náms- mönnum í Ghana í Vestur-Afríku, þar sem óskaö er eftir bréfaviðskiptum við Islendinga á öllum aldri. Þeir skrifuðu til Islands fyrir einu ári, en fengu engin svör við bréfum sínum, en reyna nú aftur, og segjast hafa áhuga á að komast í samband við fólk í fjarlægum löndum. Þeir eru á aldrinum 21-23 ára og kalla sig „Magnus and Co“. Áhugamál eru lík hjá þeim öllum: póstkortaskipti, boltaleikir, veið- ar, borðtennis o.fl. Utanáskrift til þeirra er: Magnus Aggrey-Fynn P.O.Box 23, Anglian Cliurch, Sunyani, Ghana, West Africa Immanuel Arhin Jr. P.O. Box 23, Anglian Church, Sunyani, Ghana, West Africa Ekoxy Apafuah P.O.Box 23, Anglian Church, Sunyani, Ghana, West Africa Hin vinsæla GLEÐIDAGSKRÁ sýnd öll föstudags- og laugardagskvöld. Þríréttuð veislumáltíð Forsala aögöngumiöa alla virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 14-18 ÞÓRSgCAFÉ Brautarholti 20 S.23333 og 23335 BILALEIGA meö utibu allt i krmgurri landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á emum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi$ interRent Bilaleiga Akureyrar Talið frá vinstri: Erna Pálmcy Einarsdótt- ir verslunarstjóri, Eyrún Helgadóttir og Guðbrandur Jónatansson. Verslunin VATNSRÚM á nýjum stað Verslanirnar Vatnsrúm hf. og Rúmgott sf. gengu nýlega í eina sæng, fluttu sig um set og opnuðu að nýju undir nafninu VATNSRÚM hf. Nýja verslunin er til húsa að Skeifunni 11, þar sem Myllan var áður til húsa. Verslunin sérhæfir sig í vatnsrúmum, eins og nafnið gcfur til kynna. Fyrirtækið hefur m.a. umboð fyrir Land and Sky rúm og dýnur frá Bandaríkjunum, auk hinna viðurkenndu norsku Sovehjerte rúma. Aðaleigendur Vatnsrúma hf. eru hjón- in Eyrún Helgadóttir og Guðbrandur Jónatansson, en auk þeirra starfa Aðal- heiður Bjarnadóttir, Axel Örlygsson og Erna Einarsdóttir í nýju versluninni. Verslunin er opin kl. 10:00-18:00 á virk- um dögum, en 10:00-16:00 á laugardög- um. Nýtt símanúmer verslunarinnar er 688466. Þctta málvcrk er á dönsku kallað „Hilser pa landet“ og er verðlagt á 86 þús. danskar krónur. Málverkið er 200 X 160 sm stórt. Eiríkur Smith sýnir í Kaupmannahöfn Laugardaginn 11. mars var opnuð sýn- ing á málverkum eftir Eirík Smith í SKAG, Scandinavian Contemporary Art Gallery, Amaliegade 6 í Kaupmanna- höfn. Á sýningunni eru 27 málverk, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 27. mars og er opin virka daga kl. 11:00-18:00 og á laugardögum 11:00- 14:00. Lyndon Chapman trompctleikari Trompet-námskeið á Akranesi Tónlistarskólinri á Akranesi og Tóna- stöðin gangast fyrir námskeiði fyrir trompetleikara á Akranesi dagana 19.-21. mars. Leiðbeinandi er breski trompet- leikarinn Lyndon Chapman. sem hefur nú nokkur sl. ár ferðast um heiminn og haldið námskeið. Chapinan, sem er að- eins þrítugur að aldri, hefur þegar öðlast mikla reynslu sem trompetleikari og hefur leikið með frægum hljómsveitum og í óperuhúsum og söngleikjahúsum. Á námskeiðinu á Akranesi verður farið í helstu þætti trompetleiks. auk þess sem leikin verða ýmis smærri samspilsverk fyrir trompet. Virkir þátttakendur á námskeiðinu munu búa í hinni glæsilegu heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands og einnig verður þar mötuneyti fyrir þá. Fjöldi virkra þátttakenda verður takmarkaður, en allir sem áhuga hafa eru velkomnir til Akraness þessa daga sem námskeiðið stendur. Allar nánari upplýsingar má fá í Tónlistarskólanum á Ákranesi kl. 09:- 14:00 alla virka daga í síma 93-12109. Vatnslitamyndir í Safni Ásgríms Jónssonar I Safni Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning á vatnslitamyndum Ás- gríms og stendur hún til 28. maí. Á sýningunni eru 27 ntyndir frá ýmsum skeiðum á hinum langa listferli Ásgrínts. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá því í byrjun aldar. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:30- 16:00 í mars og apríl, en í maí alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaöas- træti 74 er opið á sunnudögum, þriöju- dögum , fimmtudögum og laueardögum kl. 13.30-16.00. 6 Þriðjudagur 14. mars 6.45 Veöurfregnir. Bæn, dr. Bjarni Sigurðsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Litla lambið“ eftir Jón Kr. ísfeld Sigríður Eyþórsdóttir les (4). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Vesturiandi Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Kynntur tónlistarmaður vikunn- ar, að þessu sinni Jón Nordal tónskáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Einnig út- varpað að loknum fréttum á miðnætti nk. föstudag). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Tómstundir unglinga Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska“, ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar Þórbergur Þórð- arson skráði. Pétur Pétursson les (11). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin Gestur þáttarins er Sigur- björg Pétursdóttir. Umsjón: Svanhildur Jak- obsdóttir. (Einnig útvarpað aðfarnótt sunnudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 ímynd Jesú í bókmenntum Þriðji þáttur: Ástráður Eysteinsson fjallar um verk Franz Kafka. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudags- kvöldi). 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Mendelssohn og Sibelius - „Lygn sær og heillarík ferð“, forleikur op. 27 eftir Felix Mendelssohn. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Claudio Abbado stjómar. - Sinfónía nr. 1 í e-moll eftir Jean Sibelius. Hljómsveitin Fílharmónía leikur; Vladimir Ash- kenazy stjómar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - „Að villast í þoku hefðarinnar" Sipríður Albertsdóttir fjallar um óhugnanlega þætti í verkum Svövu Jakobsdóttur. (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Lítli barnatíminn: „Litla lambið“ eftir Jón Kr. ísfeld Sigríður Eyþórsdóttir les (4). (Endur- tekinn frá morgni). 20.15 Orgeltónlist eftir Cesar Franck - Fantasía í C-dúr. - „Grande piéce symphonique“. Marie-Claire Alain leikur á orgel. 21.00 Kveðja að austan Úrval svæðisútvarpsins á Austurlandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur Bjarnason. (Frá Egilsstöðum) 21.30 Útvarpssagan „Heiðaharmur" eftir Gunn- ar Gunnarsson Andrés Björnsson les (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Guðrún Ægisdóttir les 43. sálm. 22.30 Leikrit vikunnar: „Þrjár sögur úr heita pottinum" eftir Odd Björnsson Leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikendur: Rúrik Har- aldsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason og Guðrún Gísladóttir. (Áður á dagskrá 1983). (Einnig útvarpaö nk. fimmtudag kl. 15.03). 23.15 Tónskáldatími Guðmundur Emilsson kynnir íslenska tónlist, í þetta sinn verk eftir Hafliða Hallgrímsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endurtekinn frá föstudagsmorgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Umhverfis landið á áttatíu Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist og qefur qaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milii mála, Óskar Páll á útkíkki og leikur ný og fín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Auður Haralds talar frá Róm. - Hvað gera bændur nú? 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - Fréttanaflinn, Sigurður G. Tómasson með fjölmiðlarýni eftir kl. 17.00. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. Málin eins og þau horfa við landslýð, sími þjóðarsálarinnar er 38500. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Vernharður Linnet verður við hljóðnemann. 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Ensku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Tuttugasti og fyrsti og lokaþáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur Ólafur Þórðarson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 14. mars 18.00 Veist þú hver hún Angela er? Þriðji þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Halldór N. Lárusson. (Nordvision-Norskasjónvarpið). 18.20 Freddi og félagar. (Ferdi) Þýsk teiknimynd um maurinn Fredda og félaga hans. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Leikraddir Sigrún Waage. 18.50 Táknmálsfréttir 19.00 Poppkorn - endursýndur þáttur frá 8. mars. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Smellir. Endursýndur þáttur frá 11. mars sl. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsins. íslensku lögin. Flutt lög Gunnars Þórðarsonar og Sverris Stormskers. Kynnir JónasÞ. Jónsson. 20.50 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 21.05 Ofvitinn. Lokaþáttur. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á sögu Þórbergs Þórðarsonar. 21.55 Blóðbönd. (Blood Ties) Annar þáttur. Sakamálamyndaflokkur frá 1986 i fjórum þátt- um gerður í samvinnu ítala og Bandaríkja- manna. Leikstjóri Giacomo Battiato. Aðalhlut- verk Brad Davis, Tony LoBianco og Vincent Spano. Ungur Bandaríkjamaðurfærtilkynningu frá mafíunni um að þeir hafi föður hans í haldi, og muni þeir þyrma lifi hans ef ungi maðurinn kemur dómara nokkrum á Sikiley fyrir kattarnef. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Umræðuþáttur á vegum fréttastofu Sjónvarps. 23.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 14. mars 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur. New World International. 16.30 Gung Ho. Þegar bílaverksmiðjum bæjarins Hadleyville í Pennsýlvaníu er lokað kemur ungur og dugmikill maður til skjalanna. Hann drýgir þá dáð að telja japanska fyrirtækið Assan Motors á að halda verksmiðjunum opnum áfram. Aöalhlutverk. Michael Keaton. Leikstjóri og framleiðandi: Ron Howard. Paramount 1986. Sýningartími 110 mín. 18.20 Feldur. Foofur. Teiknimynd með íslensku tali um heimilislausa en fjöruga hunda og ketti. Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Leikraddir: Arn- ar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Saga Jóns- dóttir og Sólveig Pálsdóttir. 18.40 Ævintýramaður. Adventurer. Spennandi framhaldsmyndaflokkur í ævintýralegum stíl. Ellefti þáttur. Aðalhlutverk: Oliver Tobias, Peter Hambleton og Paul Gittinis. Leikstjóri: Chris Bailey. Framleiðandi: John McRae. Thames Television. 19.1919.19. Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni. 20.30 Leiðarinn. Umsjón: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 20.50 íþróttir á þriðjudegi. Blandaður þáttur. Umsjón Heimir Karlsson. 21.50 Hunter. Vinsæll bandarískur spennumynda- flokkur. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar. 22.35 Rumpole gamli. Rumpole of the Bailey. Lokaþáttur. Aðalhlutverk: Leo McKern. Leik- stjórn: Herbert Wise. Höfundur: John Mortimer. Framleiðandi: Irene Shubik. Þýðandi: Björn Baldursson. Thames Television. 23.30 Minningarnar lifa. Memories Never Die. Myndin fjallar um erfiðleika konu sem snýr heim eftir sex ára dvöl á geðsjúkrahúsi. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner, Gerald McRaney og Barbara Babcock. Leikstjóri: Sandor Stern. Framleið- andi: David Victor. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Universal 1982. Sýningartími 90 mín. Lokasýning. 01.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.