Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminrv Þriðjudagur 14. mars 1989 Sovétmenn báðu Útvegsbankann að ganga í ábyrgð fyrir Olís en Útvegsbankinn hafnaði því: Sovétmenn höfnuðu ábyrgð Alþýðubankans „Það er ekki heimilt að rökræða málefni einstakra viðskiptamanna og mér skilst að ég megi ekki segja nokkurn skapaðan hlut og allra síst við blaðamenn. Eg get þó sagt að ég hef gengið úr skugga um að það eru fyllilega traustar tryggingar af hálfu Olís fyrir þeim ábyrgðum sem Alþýðubankinn hefur veitt.“ Þetta sagði Ásmundur Stefánsson formaður bankaráðs Alþýðubank- ans þegar Tíminn spurði hann hvers vegna minnsti banki landsins gengist í tæplega 70 milljón króna ábyrgð vegna olíuinnkaupa Olís og hvort það sé skynsamlegt í ljósi þess að Landsbankinn hefur neitað því sama og er þó viðskiptabanki félagsins. í byrjun síðustu viku lagði skip af stað með gasolíufarm frá Sovétríkj- unum til landsins og gekkst Alþýðu- bankinn öðru sinni á stuttum tíma í ábyrgð fyrir hluta Olís í farminum að verðmæti tæplega 50 milljónir króna og hefur því opnað ábyrgðir fyrir alls um 70 milljónir króna. Á föstudaginn var gerðist það hins vegar að skeyti barst frá Sovétríkj- unum um að þeir viðurkenndu ekki ábyrgð Alþýðubankans og barst samhljóða skeyti um þetta m.a. til viðskiptaráðuneytisins og bæði Skeljungs og Olíufélagsins hf. í skeytinu stendur að Alþýðu- bankinn starfi ekki á sama grundvelli og banki Sovétmanna sjálfra sem annast olíuviðskiptin við íslendinga og því sé óskað eftir því að lögð verði fram ábyrgð frá Utvegsbank- anum. Ráðuneytið segir ekkert „Ég vil ekkert um þetta segja. Ég held að þú verðir að tala við Óla Kr. Sigurðsson forstjóra Olís. Við höf- um eftirlit með framkvæmd olíu- samningsins en erum ekki stöðugt að fylgjast nteð smáatriðum eða svara til eða frá um þau,“ sagði Jón Ögmundur Þormóðsson í viðskipta- ráðuneytinu. - En hvað gerist ef Sovétmenn neita alfarið að taka mark á ábyrgð Alþýðubankans? „Það kemur þá bara í Ijós ef svo fer. Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um málið," sagði Jón Ögmund- ur. Ekki náðist í Óla Kr. Sigurðsson allan daginn í gær þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Bankamenn telja að tryggingar sem Alþýðubankinn hefur fengið séu í raun ekki aðrar en þær að Könnun hf. sem annast ýmiskonar tryggingamál og úttektir, hefði verið fengin til að mæla það sem á birgða- geymum Olís er nú og síðan verði greitt fyrir það sent af tönkunum verður tekið, líkt og gert er nú með olíu þá sem Texaco lánaði Olís fyrir skömmu. Sömu heimildir segja einnig að Alþýðubankinn hafi óskað eftir því við Útvegsbankann að hann ábyrgð- ist olíukaupin fyrir Olís gegn því að Alþýðubankinn baktryggði þau, en því hafi Útvegsbankamenn hafnað. Útvegsbankinn ekki með „Almennt séð vil ég ekki ræða þessi mál en ég get sagt að við erum ekkert inni í þessunt málum Olís og Alþýðubankans og Olís hefur ekkert leitað til okkar um viðskipti af nokkru tagi,“ sagði Guðmundur Hauksson bankastjóri Útvegsbank- ans þegar þetta var borið undir hann. Tíminn spurði Ásmund hvaða tryggingar bankinn hefði tekið fyrir ábyrgðum sínum. Hann sagðist ekki geta rætt þetta mál í smáatriðum en hann gæti þó fullyrt að ekki væri verið að hætta Alþýðubankanum og endurtók að fyllilega traust veð og tryggingar væru fyrir þeim ábyrgðum sem bankinn hefur gefið út vegna Olís. Allar sögusagnir um annað væru byggðar á misskilningi. „Sem lítill banki höfum við ekki aðstöðu til að taka mikla áhættu, enda gerum við það ekki, það er alveg ljóst,“ sagði Ásmundur. - En hvað er það sem rekur Alþýðubankann til að opna ábyrgðir vegna fyrirtækis sem á í alvarlegum útistöðum við viðskiptabanka sinn? „Ég vil ekki segja að neitt reki Alþýðubankann til að gera eitt eða neitt. Ég fæ ekki séð að einhver hafi keyri á bankann. Málið var einfald- lega metið og niðurstaðan varð sú að ganga í ábyrgð þar sem fyllstu trygg- ingar komu á móti.“ Nýjar ábyrgðir í vikunni Ef farið verður eftir settum reglum um olíukaupin frá Sovétríkjunum þá þarf að opna ábyrgðir þegar í þessari viku fyrir þrem olíuförmum: Þann 20. þ.m, verður olíuskip lestað bæði bensfni og gasolfu. Milli 25. og 30. þ.m. verða síðan lestuð tvö skip; annað gasolíu, en hitt svartolíu. Fullvíst þykir að Sovétmenn muni ganga mjög hart eftir því sem þeir telja öruggar ábyrgðir. Framtíð Al- þýðubankans í olíuviðskiptum og raunar framtíð Olís munu því að líkindum ráðast á næstu dögum og vikum. _ Júpíter kemur til hafnar í Loðnufrysting Tímamynd: Arni Bjama hefst að nýju: METDAGURA L0DNUMIDUM Mjög góð veiði var um helgina á loðnumiðunum úti fyrir Suðaust- urlandi. Alls var tilkynnt um 64.870 tonn frá aðfaranótt föstu- dags fram á miðjan dag í gær. Metdagur varð á föstudag, en þá tilkynntu 36 bátar um 28.350 tonna afla, sem er mesti afli sem tilkynnt hefur verið um á einum degi. Á laugardag tikynntu fimm bátar um 3.850 tonna afla og á sunnudag tilkynnti 31 bátur um 22.330 tonn. Síðdegis í gær hafði verið tilkynnt um 10.340 tonnaaflafrá 12bátum. Aflinn á föstudag fékkst út af Ingólfshöfða, en frá laugardegi hafa bátamir verið að veiðum út af Hornafirði. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd stóð loðnan held- ur djúpt, eða um 30 faðma og náðu bátarnir því ekki nema um 100 tonnum í kasti. Loðnan þyrfti hins vegar ekki að lyfta sé nema um fimin faðma eða svo til að köstin yrðu stærri. Búist var við því að hún lyfti sér með kvöldinu. Hrognafylling þessarar loðnu, sem bátarnir hafa verið að veiða undanfarna daga, er um 18%, þannig að hún er ekki tilbúin til hrognatöku, en hins vegar ágæt til frystingar og hafa margir staðir á Austfjörðum og í Vestmannaeyj- um hafið loðnufrystingu að nýju, eftir hátt í þriggja vikna stopp. Heildaraflinn á vertíðinni er orð- inn um 781 þúsund lestir og því ekki eftir að veiða nema um 141 þúsund lestir. -ABÓ Grænfriðungar mótmæla sýningu myndarinnar „Lífsbjörg í norðurhöfum" og hóta málsókn: Meiðyrði og brot á höfundarrétti? Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld myndina „Lífsbjörg í norðurhöfum“ og virðist allt benda til þess að grænfriðungar höfði mál á hendur Sjónvarpinu í kjölfar sýningarinnar vegna meiðyrða og brota á lögum um höfundarrétt. Síðastliðinn laugardag sendu grænfriðúngar útvarpsstjóra skeyti þar sem þess er krafist að fulltrúar samtakanna fái að sjá myndina eigi síðar en mánudaginn 13. mars, þar sem samtökin hafi rökstuddan grun um að í myndinni sé að finna ærumeiðandi ummæli í þeirra garð auk rangra sakargifta. Jafnframt er þess krafist að Sjónvarpið afhendi samtökunum eintak af myndinni til að hægt sé að kynna hana í höfuð- stöðvum samtakanna í Englandi. En samtökin telja nauðsynlegt, hags- muna sinna vegna, að þau fái tæki- færi til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri fyrir sýningu myndarinn- ar. Þess er einnig krafist í skeytinu að sýningu myndarinnar sé frestað ótiltekið. Markús Örn Antonsson sendi lög- fræðingi grænfriðunga á íslandi, Róberti Árna Hreiðarssyni, svar við þessu skeyti í gær og þar kemur fram að Ríkisútvarpið ákveði sjálft og meti það efni sem það flytur. Það sé grundvallarregla í óháðri fjölmiðlun að utanaðkomandi aðilar ritskoði eða ritstýri ekki því efni sem flutt er og þar með sé þessari kröfu hafnað. Grænfriðungum hefur verið boðið að taka þátt í þeim umræðunt sem verða eftir sýningu myndarinnar í kvöld en í gærdag höfðu samtökin ekki gefið svar. Sem fyrr segir hafa grænfriðungar hótað málsókn vegna sýningar á myndinni, en fulltrúar Sjónvarpsins og lögfræðingur þess komu ekki auga á neitt í myndinni sem gefið gæti tilefni til málshöfðunar. Róbert Á. Hreiðarsson sagði í viðtali við Tímann í gær að ef til málsóknar komi yrði það í fyrsta lagi vegna brota á höfundarrétti þar sem að þeirra mati er í myndinni notað á óleyfilegan hátt efni sem er í eigu samtakanna. Einnig bendi allt til þess að í myndinni séu brotin þau lög er varða æru manna og rangar sakargiftir. Hvað varðar brot á lögunt um höfundarrétt hefur Magnús Guð- mundsson sagt að hann hafi undir höndum bréf þar sem samtökin veiti leyfi fyrir notkun efnisins í mynd- inni. Hvað þetta varðar sagði Róbert að mat samtakanna væri á þá leið að þetta efni væri notað á óleyfilegan hátt. f tilkynningu frá grænfriðung- um segir að Magnús Guðmundsson hafi enga heimild til að taka kafla úr eða sýna efni sem er í eigu grænfrið- unga. Aðspurður sagði Róbert að allt benti til þess að grænfriðungar taki ekki þátt í umræðunum í kvöld og mál verði höfðað í kjölfar sýningar- innar. „Mér sýnist staðan vera þannig, en ég er ekki málsvari sam- takanna. Ég tók þetta tiltekna mál að mér og hef engar „prívat“ skoðanir á því hvort hér er rétt með farið eða ekki. Þessi samtök áttu rétt á lögmanni til að sjá um sín mál eins og allir aðrir og ég tel það skyldu mína sem lögmanns að vinna þetta verk samkvæmt beiðni. Róbert sagði einnig að einhverra hluta vegna hefðu margir lögmenn ekki viljað taka þetta mál að sér. Þess má svo geta að Róbert baðst undan því að birt yrði mynd af honum þar sem hugur íslendinga í þessu máli væri þannig um þessar mundir að honum yrði tæplega vært á götum úti. _____________________ SSH Snjóflóðið í Óshlíð: Leit bar árangur Lík Skarphéðins Rúnars Ólafs- sonar, annars mannanna sem leit- að hefur verið að síðan snjóflóð féll í Óshlíðinni á þriðjudag fyrir viku, fannst á laugardag. Hann fannst í sjónum rétt vestan við þar sem flóðið féll. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.