Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 14. mars 1989 íb Æ KENNARA- HÁSKÓU ÍSIANDS Ensku- kennarar Við Kennaraháskóla íslands er laust starf stunda- kennara í ensku í eitt ár á sviði kennslufræði, bókmennta og málfræði. Annars vegar er um að ræða kennslu í almennu kennaranámi (B.Ed.) frá og með hausti 1989 og hins vegar kennslu í réttindanámi í jún í 1989 og frá og með hausti 1989. Hér getur verið um að ræða heilt starf fyrir einn eða hlutastörf fyrir fleiri. Nánari upplýsingar eru veittar í Kennaraháskóla íslands, síma 688700. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og störf, sendist Kennaraháskóla íslands fyrir 7. apríl n.k. Rektor Byggung Kópavogi Byggung Kópavogi auglýsir nýjan byggingarflokk við Trönuhjalla 1 og 3 í Kópavogi. Um er að ræða 7 tveggja herbergja íbúðir, 6 þriggja herbergja íbúðir án bílskúrs, 1 þriggja herbergja íbúð með bílskúr, 2 fjögurra herbergja íbúðir með bílskúr og 1 fimm herbergja íbúð með bílskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Hamra- borg 1, Kópavogi, sími 44906. Frá Tónlistar- skóla Kópavogs Páskatónleikar skólans verða haldnir í salnum, Hamraborg 11,3.hæð, miðvikudaginn 15. mars kl. 20.30. Byrjendur í hljóðfæraleik koma fram. Skólastjóri. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. mars n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármáiaráðuneytið. F.v. Jóhannes Tómasson, starfsmaður læknafélags Reykjavíkur, læknarnir: Páll Þórðarson, Magni Jónsson, Haukur Þórðarson, Sverrir Bergmann og Lúðvík Guðmundsson. Tímamynd: Árni Bjarna Læknafélögin koma á framfæri sjónarmiðum vegna launakjara: ÓHEIDARLEIKI STJÓRNVALDA Nýlega boðuðu Læknafélögin blaðamenn á sinn fund til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um laun og hlunnindi læknastéttarinnar. Fulltrúar læknanna gagnrýndu harðlega ummæli fjármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, um m.a. „ótrúiega góð kjör læknanna", utan- landsferðir, bílastyrki og námsferð- ir. Læknarnir sögðu það óheiðarleg vinnubrögð af hálfu annars viðsemj- andans að taka út eftir á einstök atriði í kjarasamningum lækna og halda þeim á lofti sem leið til að ná fram niðurskurði á sjúkrahúsunum. Á fundinum lögðu læknarnir sér- staka áherslu á tvennt. í fyrsta lagi þá sé rangt að halda því fram að ef læknar hafi skikkanleg kjör þá bitni það á kjörum annarra, og sögðust þeir harma þær tilraunir sem gerðar hafi verið til að etja sarnan stéttum í heilbrigðiskerfinu. f öðru lagi sé rangt að tala um námsferðir lækna sem fríðindi eða forréttindi. Þarna sé um lagalega og siðferðilega skyldu að ræða. Þá vildu læknarnir benda á að á sínum tíma við gerð kjarasamninga var farið að vilja fjármálaráðuneytis- ins t.d. hvað varðar námsferðir og bílastyrki og ráðuneytinu hafi verið fullkunnugt um hvað þetta myndi kosta. Til að auka aðhald hvað varðar námsferðirnar hefði sá réttur ekki verið settur beint inn sem tekjur til læknanna og hvað bíla- styrkina varðaði, þá var ráðuneytinu það ljóst að ekki myndu allir læknar hafa sömu þörf fyrir þennan styrk og væri hann því eins konar launaupp- bót fyrir hluta stéttarinnar. Á þessum sama fundi voru tíund- uð atriði sem læknunum fannst rétt að væri komið á framfæri við al- menning þar sem að þeirra mati hefðu ýmsar rangfærslur komið fram í umræðunni. Byrjunarlaun aðstoðarlækna eru rúm 74 þúsund á mánuði, laun elstu sérfræðinga eru um 134 þúsund og laun yfirlækna tæp 160 þúsund. Um- fram þessi grunnlaun fá læknar greitt fyrir bakvaktir og að óverulegu leyti fyrir aðra yfirvinnu. Þess má geta að 47% læknanna eru í hluta starfi og vinna yfirleitt á eigin stofum auk starfa sinna á spítalanum. Launakostnaður ríkisspítalanna er nálægt 67% af rekstrargjöldum. Þar af er launakostnaður lækna um 20% eða um 13% af rekstrarkostn- aði spítalanna, en stöðugildi þeirra samsvara því að þeir séu 10% heild- armannafla sem starfar á ríkisspít- ölununt. Bifreiðastyrkur til læknis í fullu starfi nemur 12.500 krónum á mán- uði, en hann fá sérfræðingar og þeir aðstoðarlæknar sem taka bakvaktir. Styrkurinn byggist á því að á bak- vöktum þurfa læknar að sinna útköll- um. Hvað námsferðir varðar fá læknar greidda eina utanlandsferð á ári auk dagpeninga í allt að 15 daga. Rétt er að komi fram að læknar þurfa sam- þykki yfirmanns til að fara slíkar ferðir og skila skýrslu um þær er heim er komið. Að meðaltali er það helmingur lækna á hverju ári sem nýtir sér þennan rétt. Ekki er hægt að safna yfir nokkur ár ónýttum fargjöldum. Fargjöld og dagpening- ar eru greiddir í hlutfalli við ráðn- ingu. SSH __ Nýtt sjúkrahús á ísafirði: Færri sjúkrarúm en á gamla sjúkrahúsinu Síðastliðinn föstudag var nýtt sjúkrahús tekið í notkun á ísafirði. Um er að ræða svokallaðan fjórða áfanga sem inniheldur legudeild og gjörgæsludeild með samtals 30 rúmum, skurðstofu og slysastofu. Fimmti áfangi er nú aðeins fok- heldur en þar kemur til með að vera önnur legudeild og skrifstofuhús- næði. Að sögn Kristins Benedikts- sonar yfirlæknis má telja fullvíst að gerð þess hluta ljúki ekki fyrr en eftir fimm ár í fyrsta lagi og þangað til er fjöldi sjúkrarúma minni en í gamla sjúkrahúsinu þar sem voru 32 rúm, sem telst allt of lítið fyrir byggð sem telur um sjö þúsund manns. marksbúnað. I byrjun árs 1987 var samþykktur tækjalisti fyrir fjórða áfangann upp á 72 milljónir, síðan kom í Ijós að ekki yrði hægt að fjármagna kaupin á réttum tíma og þá var fyrrverandi yfirlæknir fenginn til að setja á biðlista tæki fyrir 17 milljónir króna. Þrátt fyrir að það eru ekki til staðar öll þau tæki 'sem átti að vera búið að fjármagna. Miklar deilur hafa staðið um nýju sjúkrahúsbygginguna. Að mati starfsfólksins vantaði mikið á að búnaður væri fullnægjandi, einnig var ágreiningur um einangrun hússins, en sumir töldu að ekki væri nægilega vel frá henni gengið og frá henni væri mengunarhætta. Kristinn sagði að hann hefði ákveðið að láta það mál niður falla í bili þar sem ljóst væri að vilji yfirvalda til að bæta þar úr að fullu væri ekki fyrir hendi og málið þar með komið í strand. SSH Hlutafjársjóður Atvinnutryggingarsjóðs: Reglugerðin tilbúin Kristinn sagði að þrátt fyrir þetta hefði verið talið rétt að flytja starfs- emina þar sem öll aðstaða væri betri bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, en gamla sjúkrahúsið var úr sér gengið, þar sem því hafði lítið sem ekkert verið haldið við í 15 ár vegna nýbyggingarinnar. Kristinn sagði ennfremur að þó flutt hefði verið inn í fjórða áfangann þá væri honum ekki að fullu lokið. Enn væri ýmislegt hálfkarað t.d. vantar innréttingar og ýmsan lág- Reglugerð um Hlutafjársjóð At- vinnutryggingarsjóðs er tilbúin og gefin út. Fyrir liggur að Helgi Bergs fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans verður formaður stjórnar sjóðsins. Endanlega var gengið frá reglu- gerðinni í forsætisráðuneytinu á föstudag eftir að málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi. Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra kvaðst ekki geta upplýst að svo stöddu hverjir aðrir skipuðu stjórn Hlutafjársjóðsins, þar sem ekki væri búið að ganga frá þeim málum við viðkomandi. Þrír aðal- menn skipa stjórn sjóðsins og þrír eru til vara. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.