Tíminn - 14.03.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 14. mars 1989
Þingkosningar í Sovétríkjunum 26. mars:
Kosningabaráttan
hörð í Moskvu
Nú er ekki lengur minnsti vafi á því að einhver angi af
lýðræði hefur náð til Sovétríkjanna. Þrátt fyrir orðróm um
að sums staðar í landinu sé hagræðing í gangi fyrir
þingkosningarnar 26. mars koma allir kjósendur í Moskvu
til með að fá tækifæri til að greiða atkvæði sitt fyrrum
flokksforingja borgarinnar, hinum vinsæla róttæklingi
Boris Jeltsin, sem var rekinn úr forsætisnefndinni fyrir
rúmu ári. Það er því sem næst öruggt að hann fer með sigur
af hólmi í kosningunum.
Reyndar verður kosningin fyrst
og fremst atkvæðagreiðsla um rétt-
mæti brottrekstrar Jeltsins úr for-
sætisnefndinni. Þar verða líka
greidd atkvæði um traust eða van-
traust á stefnu Gorbatsjovs, þar
sem Jeltsin hefur aðrar hugmyndir
um hvernig vinna beri að pere-
strojku en Gorbatsjov.
Jeltsin átrúnaðargoð
Moskvubúa
Eftir að Jeltsin var vikið úr
flokksforystunni og forsætisnefnd-
inni hefur hann orðið að átrúnaðar-
goði í Moskvu. Hann er svo vinsæll
að einn af upprunalegu frambjóð-
endunum í Moskvu-kjördæmi, Vi-
taly Vorotnikov, sem situr í for-
sætisnefndinni, dró sig í hlé þegar
hann komst að því að Jeltsin færi í
framboð, og bauð sig fram í örugg-
ara kjördæmi.
Það er almennt álitið að Jeltsin
sé maður fólksins, andvígur for-
réttindum flokksgæðinga og spill-
ingu, og, umfram allt, andvígur
hinum afturhaldssama Jegor Liga-
chev, sem hann átti í útistöðum við
á flokksfundinum í fyrra. En Jel-
tsin hefur orðið fyrir aðkasti, jafn-
vel frá Gorbatsjov, ásakaður um
að vera gervi-byltingarsinni sem
láti stjórnast af eigin metnaði.
Á opinberum fundi þar sem
hann var tilnefndur í framboð
sagði hann hreint út það sem aðrir
létu sér nægja að ýja að.
Jeltsin berfram
róttækar tillögur
Jeltsin sagði að nýja æðsta ráðið,
eða þingið, verði að hverfa frá því
að vera „samsafn af aukaleikurum“
til þess að verða stofnun sem láti í
ljós vilja allrar þjóðarinnar, ekki
bara þeirra sem fara með æðstu
völdin í flokknum. Það yrði að
vera trygging gegn því að aftur yrði
tekið upp einræði og persónudýrk-
un.
Hann krafðist þess að felld yrðu
úr gildi núverandi kosningalög þar
sem þriðjungur þingsætanna er
frátekinn fyrir menn útnefnda af
flokknum og öðrum valdamiklum
stofnunum. Kosningar verða að
vera frjálsar, réttlátar og leynileg-
ar.
Jeltsin sagði ennfremur að fjár-
magni ætti að beina frá geimáætl-
unum og hermálum til félagslegra
þarfa. Það yrði að draga stórlega
úr fjölda ráðuneyta og allt stjórn-
kerfið ætti að geta fjármagnað sig
sjálft.
Þá réðst Jeltsin að hlunnindum
forréttindafólksins og sagði að hver
og einn, „allt frá verkamanninum
til æðsta manns ríkisins", ætti að
eiga sama aðgang að matvælum,
öðrum vörum, læknisþjónustu
o.s.frv. Umfram allt ætti að afnema
„fjórðu aðalstjórnina" í heilbrigð-
isráðuneytinu, sem annast ein-
göngu heilsufar forréttindafólksins
og í staðinn ætti að afhenda sjúkra-
hús og aðra aðstöðu hennar mun-
aðarleysingjum, öryrkjum, her-
mönnum sem hcfðu barist í Afgan-
istan og öðrum „sem minnst mættu
sín í þjóðfélaginu".
Þegar Jeltsin var spurður um
afstöðu hans til fjölflokkakerfis gaf
hann í skyn að Sovétríkin væru
ekki enn tilbúin til þess að taka það
upp, en hann sagði að tími væri
kominn til að „losa um allar hindr-
anir“ fyrir umræðum og skýrgrein-
ingu á hvernig hægt væri að koma
á fjölræði.
Spurður hvort enn væri fólk í
forsætisnefndinni sem stæði í vegi
fyrir perestrojku svaraði hann
brosandi, að þar væru andstæðing-
ar hennar „í felum“.
Mótframbjóðandinn
nýtur náðar flokksins
Kosningadaginn 26. mars verður
Jeltsin í framboði í Moskvu-kjör-
dæmi, sem nær til allrar borgarinn-
ar, í „hverfi nr. 1“ sem álitið er það,
mikilvægasta í öllu landinu. Mót-
frambjóðandi hans er Jevgeny
Brakov, yfirforstjóri hinna risa-
stóru Zil mótorverksmiðja sem
framleiða lúxuslímúsínur fyrir
flokksgæðinga. Hann er hollurfull-
trúi hófsömu flokkslínunnar.
Þó að báðir mennirnir séu með-
limir miðnefndar Kommúnista-
flokksins (Brakov hefur að vísu
ekki atkvæðisrétt þar) bjóða þeir
kjósendum raunverulega valkosti
þegar kemur að pólitískri stefnu.
Jeltsin segist vera fullkomlega sam-
mála utanríkisstefnu flokksins en
hvað varðar innanríkismálin sé
hann samþykkur almennum áætl-
unum en ekki aðferðunum sem
beitt sé. Brakov gerir engan slíkan
greinarmun á þessu tvennu.
Þegar fundurinn var haldinn til
að velja frambjóðendur í Moskvu,
í glæsilegum svokölluðum „súlna-
sal“ í grennd við Kreml, hafði
lögreglan umkringt bygginguna og
lýst því yfir að aðkomuleiðin væri
lokuð vegna viðgerðar. En stuðn-
ingsmenn Jeltsins marséruðu fram
og aftur rétt hjá með borða, þar
sem hann var sýndur leggja að velli
floksskriffinn og slagorð eins og:
Hver, ef ekki Jeltsin?
Frá því kl. 2 síðdegis til miðnætt-
is héldu Jeltsin, Brakov og 8 aðrir
frambjóðendur ræður og svöruðu
nærgöngulum spurningum frá
áheyrendum, 900 manns sem sumir
hverjir voru fulltrúar frambjóð-
endanna sjálfra og aðrir valdir af
starfsfélögum úr öllum borgar-
hverfum. í fundarlok greiddu fund-
armenn atkvæði hverjum fram-
bjóðandanum á fætur öðrum. Átta
þeirra fengu ekki þann 50% stuðn-
ing sem krafist var til að fá að
bjóða sig fram. Jeltsin fékk 59%
atkvæða og Brakov, sem átti stærri
sveit stuðningsmanna á fundinum,
fékk 64%.
Borís Jeltsin nýtur mikilla vinsælda
meðal Moskvubúa en er heldur
litinn hornauga af flokksyfirvöld-
um. Vcrður hann þingmaður
Moskvubúa að loknum kosningun-
um 26. mars nk.?
Nærgöngular fyrirspurnir
Aðeins Jeltsin og Brakov tókst
að gefa þá mynd að þeir væru'
raunverulegir stjórnmálaménn
sem ættu erindi á þing Sovétríkj-
anna. Hinir höfðu þrengri áhuga-
svið. Þarna var t.d. framkvæmda-
stjóri ríkisútgáfufyrirtækis, læknir,
skólastýra, forstjóri þjóðgarðs
(„fulltrúi umhverfisverndar-
sinna“), forstjóri þjóðlagaflytj-
enda, fulltrúi flokksins í hernum,
hagfræðingur og geimfari.
Jeltsin bar höfuð og herðar yfir
Nú eru Rússar að borga dýrum
dómum fyrir þá heimsku sem þeir
hafa viðhaft undanfarna áratugi að
svipta borgir, bæi og götur upp-
runalegum nöfnum stnum og
„heiðra" þau með nöfnum flokks-
gæðinga eða marskálka úr Rauða
hernum.
Nú þykir fara best á því að hin
skammvinna frægð þessara stór-
laxa hverfi í gleymskunnar dá og
þá kostar dágóða summu að gera
ný vegaskilti, bréfhausa og jafnvel
vegabréf svo að þúsundum skiptir,
svo að ekki séu nefndir gúmmí-
stimplar í milljónatali.
Nokkur verstu og öfgafyllstu
dæmin voru reyndar afmáð þegar
árið 1961, þegar nafn Stalíns var
þurrkað út því sem næst alls staðar.
En flestir þeir staðir sem fengu
nöfn skósveina hans hafa orðið að
láta sig hafa það að bera þau áfram
og auk þess komu önnur ný nöfn
fram á sovéskum landabréfum þeg-
keppinautana hvað persónuleika
varðar. Hann er svo rómsterkur að
við lá að glamraði í kristalskerta-
stjökunum. En fyrirspyrjendur
fóru ekki sérlega mjúkum höndum
um væntanlega frambjóðendur.
„Hvernig stendur á því,“ spurði
kona í hópi fundarmanna, „að þitt
eigið barnabarn gengur í sérstakan
„ensku-skóla“ (þeir eru yfirleitt
álitnir betri en venjulegir skólar),
þegar þú hefur lofað því að leggja
slíka skóla niður?" Jeltsín svaraði
því til að það vildi bara þannig til
að þessi skóli væri nálægastur
heimili bamsins, en hikaði síðan
áður en hann svaraði spumingunni
á þann hátt að stefna hans væri
ekki að leggja niður sérskólana
heldur að hefja aðra skóla á sama
stig.
önnur kona, sem greinilega
hafði gert heimavinnuna sína, vildi
ar frammámenn á Brésnjeftíman-
um söfnuðust til feðra sinna.
I fyrra var gefin út opinber
tilskipun um að nöfn Brésnjefs og
Chernenkos skyldu hverfa. Ög það
er ekki langt síðan borgin
Zhdanov, heitin eftir embættis-
manni Stalíns sem var fremstur í
flokki ofsækjenda skálda og list-
málara, fékk aftur sitt gamla og
meinlausa nafn Mariupol. Á þús-
und öðrum stöðum hafa staðaryfir-
völd fengið fyrirskipun um að
strika nafnið Zhdanov út úr minni
sínu.
Borgarráð Gorky reiknar með
að það myndi kosta 50-60 milljónir
rúblna að endurreisa hið gamla og
sögufræga nafn Nizhny Novgorod.
En enginn vogar sér að leggja mat
á hversu miklum fjármunum hefur
verið sóað til að halda á lofti heiðri
Voroshilovs marskálks, varnar-
málaráðherra Stalíns. Á árinu
fá svar við því hvernig dóttir hans
hefði farið að því að flytjast í betri
íbúð tvisvar á tveim síðastliðnu
árum. Jeltsin talaði þá um risastóru
sprungurnar sem hefðu komið í
ljós í veggjum fyrri íbúðar dóttur
hans, en svarið þótti ekki sannfær-
andi.
Einhver maður í hópi fundar-
gesta vildi fá skýr svör við því hvort
Jeltsin yrði sami harðstjórinn ef
hann yrði kosinn á þing og hann
hefði verið sem flokksleiðtogi í
Moskvu. Jeltsin vildi ekki fallast á
að hann hefði verið harðstjóri í
flokksforingjastarfinu, en sagði að
ástandið sem hann hefði orðið að
glíma við hefði krafist strangra
aðgerða og hárréttrar framkomu
gagnvart öðrum. Sé tekið mið af
frammistöðu Jeltsins á fundinum
leikur enginn vafi á að hann getur
verið bæði miskunnarlaus og ráð-
ríkur ef það þjónar hans eigin
markmiðum.
Verður kosninga-
baráttan harðskeytt
og sóðaleg?
Ef þessi fundur gefur vísbend-
ingu um komandi kosningabaráttu
þarf ekki að búast við öðru en að
hún verði harðskeytt og öllum
brögðum beitt. Þar að auki má
benda á að þó að sjónvarpið í
Moskvu sýndi heilmikið frá áður-
nefndum fundi, lét það vera að
senda út þá hluta ræðu Jeltsins þar
sem hann kvað hvað fastast að
orði. Hins vegar gátu sjónvarps-
áhorfendur fylgst með því þegar
hann var að stama út úr sér svarinu
við spurningunni um skólagöngu
bamabams hans, svo og þegar
Brakov gagnrýndi hann hvað
harðast.
Kosningabarátta, af hvaða tagi
sem er, er nýlunda í Sovétríkjun-
um. En það er ljóst að Rússar eru
fljótir að tileinka sér baráttuað-
ferðir í lýðræðisríkjum. Og búast
má við að því svívirðilegri sem
baráttan verður því meira skemmti
almennir kjósendur sér.
1935, meðan hann var enn lífs,
varð borgin Lugansk að sæta því
að fá nafnið Voroshilovgrad. 1958
sneri Khrústjof dæminu við og
borgin fékk aftur sitt gamla nafn,
Lugansk. En Brésnjef endurreisti
aftur Voroshilovgradnafnið á borg-
inni 1970.
Nú hefur verið stungið upp á því
að besta lausnin væri sú að afnema
öll þessi heiðursnöfn og taka aftur
upp upprunalegu nöfnin í eitt skipti
fyrir öll í stað þess að vera að
hringla með eitt og eitt nafn á
stangli.
En þegar talað er um „öll þessi
heiðursnöfn" er auðvitað ekki átt
við Leníngrad, Lenínakan, Lenín-
abad, fjölmörg Leníno og Lenínsk,
né þær þúsundir stræta, verk-
smiðja, menntaskóla og aðra jarð-
fasta hluti sem hafa dregið nafn sitt
af stofnanda Sovétríkjanna. Það
væri einum of langt gengið.
Nafnabreytingar í landa-
fræði eru Rússum dýrt spaug