Tíminn - 04.04.1989, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubankans h.f. verður haldinn
í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík,
laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við
ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á
meðal breytingar á samþykktum og ákvörðun
arðs.
b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu
jöfunarhlutabréfa.
c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt
hlutafjárútboð.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar
verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31,
dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi.
F.h. Bankaráðs Alþýðubankans,
Ásmundur Stefánsson, formaður.
Útboð
Landgræðsla 1989-1990
Vegagerðríkisinsóskareftirtilboðum í ofangreint
verk.
Helstu magntölur: Nýsáning Áburðar-
dreifing
Suðurlandskjördæmi 90 ha 90 ha
Reykjaneskjördæmi 95 - 100 -
Vesturlandskjördæmi 170 - 170 -
Vestfjarðakjördæmi 125 - 125 -
Norðurlandskjördæmi vestra 90 - 90 -
Norðurlandskjördæmieystra 215 - 215 -
Austurlandskjördæmi 150 - 110 -
Útboðsgögn verða afhent frá og með 4. apríl n.k.
hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera)
og fyrir viðkomandi kjördæmi á eftirtöldum um-
dæmisskrifstofum: Selfossi, Borgarnesi, ísafirði,
Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00
þann 17. apríl 1989.
Vegamálastjóri
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar
kennarastööur í eftirtöldum greinum:
Faggreinum hársnyrtibrautar, íslensku, faggrein-
um rafiðnaðarbrautar, sögu, stæröfræöi, tölvu-
fræöi, vélritun (hálf staða) og vélstjórnargreinum.
Þá vantar stundakennara í myndlistargreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 26. apríl.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameist-
ara sem veitir allar nánari upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið.
Húsafriðunarnefnd
auglýsir
hér meö eftir umsóknum til húsafriöunarsjóös,
sem stofnaöur var meö lögum nr. 42/1975, til aö
styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og
annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt
eöa listrænt gildi.
Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september n.k. til
Húsafriðunarnefndar, Þjóöminjasafni íslands, Box
1489,121 Reykjavík, áeyöublööum, sem þarfást.
Húsafriðunarnefnd.
Sala Lionshreyfingarinnar á rauðri fjöður:
„Létti im| )eii n lífið“
Dagana sjöunda til níunda
apríl mun Lionshreyfingin á
Islandi gangast fyrir sölu á
rauðri fjöður, undir yfir-
skriftinni „Léttum þeim
lífið“.
Þetta er í fimmta sinn sem hreyf-
ingin stendur að sölu fjaðranna.
Síðasta sala fór fram árið 1985 og þá
söfnuðust samtals um 15 milljónir
króna sem varið var til kaupa á
línuhraðli sem komið hefur verið
fyrir í krabbameinslækningadeild
Landspítalans, sem vígð var
s.l.föstudag.
Andvirði fjaðrasölunnar nú verð-
ur að þessu sinni varið til byggingar
vistheimilis að Reykjalundi fyrir
fjölfatlaða einstaklinga. í gær var
forseta fslands afhént fyrsta fjöðrin
á skrifstofu embættisins.
Auk fjaðranna eru nú þegar til
sölu minnisblaðastatíf og bréfapress-
ur með rauðri fjöður. Bréfapressan
er glerhús sem að sögn er táknrænt
fyrir einmitt þetta átak, byggingu
vistheimilis. „Þessir fjölfötluðu ein-
staklingar sem við erum að styðja
búa við mjög erfiðar aðstæður og
þurfa sannarlega á aðstoðinni að
halda. Á Reykjalundi er þegar fyrir
hendi mjög góð þjálfunaraðstaða
þar sem viðkomandi einstaklingar
geta fengið þjálfun við hæfi hvers og
eins,“ sagði Guðmundur Þorsteins-
son formaður framkvæmdanefndar
Rauðu fjaðrarinnar 1989.
Markmiðið er að um næstu helgi
beri allir landsmenn rauða fjöður.
í Lionshreyfingunni hér á landi
eru á fjórða þúsund manns í um
hundrað klúbbum sem munu ganga
hús úr húsi og bjóða fjaðrirnar til
sölu.
Sala fjaðranna á rætur sínar að
rekja til Lionshreyfingarinnar í
Japan. Svíar voru fyrstir Evrópu-
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands var ■ gær afhent fyrsta Rauða fjöðrin.
En um næstu helgi mun Lionshreyfingin standa fyrir sölu hennar um allt
land. Með forsetanum eru forráðamenn söfnunarinnar sem fram fer 7. til 9.
april. Tímamynd: Árni Bjama.
þjóða til að taka þennan sið upp og
íslendingar fylgdu í kjölfarið strax
ári síðar.
„Ég vil gjarna nota tækifærið og
þakka landsmönnum móttökur við
fyrri söfnunum. Með væntingu um
að okkur verði eins vel tekið núna,“
sagði Guðmundur. jkb
fslensk skákstig
Nýlega kom út listi yfir íslensk 1. Jóhann Hjartarson 2595 (479)
skákstig, en þar eru þau stig sem 2. Margeir Pétursson 2595 (455)
skákmennirnir hafa fengið á mót- 3. Jón L. Árnason 2560 (416)
um innanlands. Þessi listi er gefinn 4. Helgi Ólafsson 2540 (472)
út þrisvar á ári, en listi yfir ELO 5. Friðrik Ólafsson 2530 (125)
stigin er gefinn út tvisvar á ári, í 6. Karl Þorsteins 2480 (415)
janúar og júlí. 7. Guðmundur Sigurjónss. 2465 (236)
Eftirtaldir tíu einstaklingar eru 8. Hannes H. Stefánsson 2465 (357)
stigahæstir hvað varðar íslensku 9. Þröstur Þórhallsson 2440 (418)
skákstigin, í sviganum er fjöldi 10. Björgvin Jónsson 2380 (405)
þeirra skáka sem er á bak við Þess má geta að Friðrik Ólafsson
stl8ln- keppti síðast á móti 1984 en Guð-
mundur Sigurjónsson 1987. SSH
Athugasemd varðandi
fiskeldistryggingar
Á forsíðu Tímans hinn 31.
mars sl. birtist stór og mikil
fyrirsögn: „Fer fiskeldið út í
tryggingafélag?“ Á forsíðu er
jafnframt greint frá því, að
„fiskræktendur telja sig útilok-
aða frá eðlilegum tryggingum“
og þeir séu „langþreyttir á
hvernig staðið er að vátrygg-
ingamálum fískeldisstöðva“. A
5. síðu blaðsins er síðan fjallað
ítarlega um þann mikla vanda
sem steðjar að fískeldismönn-
um í vátryggingarmálum.
í þeirri frétt koma fram ýmsar
fullyrðingar, sem Tækninefnd
Samsteypu íslenskra fiskeldis-
trygginga vill gera nokkrar athuga-
semdir við. Fréttin er byggð á
viðtali við Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóra Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva. Kemur þar fram það mat
Friðriks, að iðgjöld þau, sem vá-
tryggingarfélögin áskilja sér í þess-
ari vátryggingargrein, séu alltof
há. Hann segist vita um fyrirtæki,
sem greiði milljón á mánuði í
tryggingariðgjöld, fyrirtæki sem
ekki hefðu ient í einu einasta tjóni.
Síðan er vitnað í Friðrik: „Það er
rosalegt þegar fyrirtækin eru farin
að greiða milljón, fyrirtæki sem
eru tjónlaus. Við ályktum í einfald-
leikanum, að það hljóti að vera
hægt að gera eitthvað í þessu.“
Áður í viðtalinu hafði Friðrik bent
á, að „það er um vissa samábyrgð
að ræða, þeir dreifa áhættunni" og
er þá að vitna til norskra starfs-
bræðra sinna, sem eru búnir að
stofna tryggingarfélag.
Þetta er einmitt hið sama og
íslensku vátryggingarfélögin eru að
gera, en þau eru að dreifa áhættu.
Þessvegna verða tjónlausu fyrir-
tækin að greiða iðgjald og þegar
um mikil verðmæti er að ræða,
verður iðgjaldið hátt, einfaldlega
vegna þess að áhættan, sem félögin
taka að sér að bera fyrir fiskeldis-
stöðvarnar, er mjög mikil. Iðgjöld-
in taka mið af tjónreynslu í við-
komandi vátryggingargrein og sú
reynsla, sem félögin hafa öðlast,
gefur alls ekki tilefni til iðgjalds-
lækkunar. Frá byrjun ársins 1987
hafa félögin haft með sér mikið
samstarf á þessu vátryggingarsviði
og endurtryggt áhætturnar hvert
hjá öðru svo og hjá þýsku endur-
tryggingarfyrirtæki, sem hefur
mikla reynslu af þessum vátrygg-
ingum. Hefur það borið megin-
hluta áhættunnar.
Afkoma greinarinnar árin 1987
og 1988 hefur verið sú að félögin
hafa fengið greidd iðgjöld að fjár-
hæð 12,6 millj. norskra króna, en
tjón hafa á sama tíma numið 12,7
millj. NOK. Verulegur kostnaður
er samfara þessum rekstri þannig
að ljóst er að talsvert tap hefur
orðið á rekstri þessara trygginga.
Rétt er að benda á að nokkur hluti
iðgjaldsins er vegna áhættu af völd-
um náttúruhamfara, sem geta vald-
ið gífurlegu tjóni á fiski í fiskeldis-
stöðvum. Slíkir atburðir eru sem
betur fer sjaldgæfir, en vátryggj-
endur ættu að geta lagt fé til hliðar
til að mæta þeim þegar þeir verða.
Friðrik ræðir einnig nokkuð um
verðskrá þá sem vátryggingarfélög-
in og stöðvarnar hafa tekið mið af
í vátryggingarsamningum. Gagn-
rýnir hann það að félögin reikni
iðgjald af vátryggingarfjárhæð
samningsins, sem sé yfirleitt mun
hærra en raunverð fisicsins, sem er
lagt til grundvallar bótum ef tjón
verður. Vátryggingarfélögin hafa
einmitt óskað eftir því við Lands-
sambandið að samin verði ný og
raunhæfari verðskrá til viðmiðunar
en þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hafa
þeir ekki talið sig tilbúna til þess
enn. Hvort það tengist þeirri stað-
reynd, að bankar hafa miðað lán-
veitingar sínar við vátryggingar-
fjárhæðina, skal ósagt látið, en
öllum ætti að sjálfsögðu að vera
kunnugt um það að bætur úr vá-
tryggingu geta aldrei numið hærri
fjárhæð en sem hinu raunverulega
tjóni nemur.
í ýmsum tilvikum geta hags-
munahópar talið það æskilegt að
taka sig saman og mynda gagn-
kvæm „ábyrgðarfélög". Gagn-
kvæma ábyrgðin skapar oft nauð-
synlegt aðhald að einstökum þátt-
takendum, sérstaklega ef hin sið-
ferðilega áhætta er veruleg. Þetta
var allalgengt fyrirkomulag vá-
trygginga á Norðurlöndum fyrr á
árum og við íslendingar erum stolt-
ir af því að á þjóðveldisöld voru
hrepparnir slíkar vátryggingar-
stofnanir, bæði varðandi bruna-
tryggingar og tryggingar á bú-
smala. Nú á tímum er þetta fyrir-
komulag hins vegar fátítt og vart er
þetta rétta leiðin fyrir fiskeldis-
menn til þess að tryggja afkomu
sína.