Tíminn - 04.04.1989, Qupperneq 5
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Tíminn 5
Nýtt frumv^rp ío burðarliðnum hjá dómsmálaráðherra er snýr að
breytingum á þeim kafla hegningarlaganna ér fjallar um kynferðisafbrot:
Skilgreiningu breytt og
viðurlög hert verulega
Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra mun á næstunni
leggja fram frumvarp um breytingu á almennu hegningar-
lögunum, er varða kynferðisafbrot. Það felur í megin atriðum
í sér þær breytingar að öll hegningarákvæði verða ókynbund-
in, en áður var í sumum tilvikum gert ráð fyrir að karlar gætu
verið einir gerendur. Refsingar eru í mörgum tilvikum hertar
og lagt tU að svokölluð „önnur kynferðisbrot“ verði lögð að
jöfnu við samræði.
Frumvarpsdrög dómsmálaráð-
herra eru byggð á vinnu s.k. nauðg-
unarmálanefndar er skipuð var í júlí
1984 af þáverandi dómsmálaráð-
herra Jóni Helgasyni, en nefndin
lauk störfum og skilaði af sér í
nóvember á síðasta ári. Fyrirmynd
laganna er að nokkru sótt til sam-
bærilegra laga á Norðurlöndunum
og er til þess vitnað í geinargerð með
frumvarpsdrögunum.
Refsing vegna kynferðismaka,
eða kynferðislegrar áreitni aðila við
barn sitt eða annan niðja, er hert
jafnframt því sem „önnur kynferð-
ismök“, þar sem átt er við kynferðis-
lega misnotkun á líkama annarrar
manneskju, eru lögð að jöfnu við
samræði. Refsimörk almenna
ákvæðisins eru hækkuð úr hámarki
4 ára fangelsisvist í 6 ár og sé barnið
yngra en 16 ára, úr hámark 6 ára
fangelsisvist í 10 ár. Þá er felld niður
refsiábyrgð barna og annarra niðja,
sem hlut eiga að samræði eða öðrum
kynferðismökum milli ættingja í
beinan ættlegg. Til þess liggja m.a.
þau rök að alla jafna eru það börn
og ungmenni, sem sæta misnotkun
af hálfu hinna eldri, sem skáka í
skjóli aldurs og reynslu. Breyting
þessi er í samræmi við lög í nálægum
löndum, s.s. Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Þá hefur því verið bætt í
lögin að kynferðismök við sambúð-
arbarn, eða stjúpbarn, yngra en 18
ára varðar allt að 4 ára fangelsisvist
og 6 ára fangelsisvist sé það yngra en
16 ára.
Refsing vegna misnotkunar aðila
á manneskju (utan hjónabands eða
óvígðrar sambúðar) vegna þess að
hún sé háð honum fjárhagslega eða
í atvinnu sinni er hert og aldurstak-
mörk lækkuð. Varðar slíkt fangelsi
allt að 3 árum, eða sé manneskjan
yngri en 18 ára, allt að 6 ára
fangelsisvist. Þá er því bætt við 199.
grein hegningarlaganna að eigi sam-
ræði eða önnur kynferðisleg mök sér
stað vegna þeirrar blekkingar, að
um læknisfræðilega, eða aðra vís-
indalega meðferð sé að ræða, varði
það fangelsi allt að 6 árum.
Ný ákvæði eru í frumvarpinu um
kynferðislega áreitni sem ekki telst
slík misnotkun á líkama að hún
komi í stað hefðbundis samræðis,
eða hafi gildi sem siíkt. Er þar átt við
ýmiskonar káf, þukl og annars konar
líkamlega ertingu og ljósmyndun af
kynferðislegum toga. Segir í skýring-
um með frumvarpsdrögunum að rétt
þyki að veita slíkri háttsemi meiri
athygli en áður og taka harðar á
brotum. . ÁG
Vogar:
Finna
skotí
fjöru
Á sunnudagskvöldið fundu nokkr-
ir krakkar 50 kalibera skothylki í
fjörunni rétt fyrir neðan barnaskól-
ann í Vogum. í gærdag höfðu sextán
skot fundist og að sögn lögreglunnar
í Keflavík virtust þau flestöll vera
virk og því stórhættuleg þar sem þau
geta sprungið við hnjask.
Ráðgert var að sprengjusér-
fræðingar frá Landhelgisgæslunni og
varnarliðinu kæmu á staðjnn í dag
og rannsökuðu aðstæður og í fram-
haldi af því verður tekin ákvörðun
um hvað verður gert á svæðinu.
Skotin hefur rekið upp í fjöru en
ljóst er að fleiri hylki eru undir
sjávarmáli og þarf jafnvel að kafa til
að komast að þeim. SSH
Tvær ungar stúlkur í Reykjavík:
Lokaðar í 3
tíma í lyftu
Tvær stelpur lokuðust inni í lyftu
á laugardaginn var.
Tildrögin voru þau að stelpurnar
voru að leika sér á Bræðraborgarstíg
þar sem bókaklúbburinn Veröld og
bókaforlagið Iðunn eru til húsa.
Gleymst hafði að loka dyrum sem
snúa út í port hússins og stelpurnar
fóru þar inn og inn í vörulyftu.
Þessar lyftur eru þannig hannaðar
að opnist hurðin rofnar straumur til
mótors lyftunnar, þannig að þær geti
ekki hreyfst úr stað. Þegar lyftan fór
af stað með stelpurnar fór j árnbútur,
sem hékk laus utan á henni, á milli
hurðanna og spennti þær upp þegar
lyftan var stödd á milli hæða. Við
það rofnaði straumurinn og stelp-
urnar sátu fastar. Þær fundust þegar
foreldrar þeirra fóru að furða sig á
hvar þær gætu verið en þeir búa
skammt frá Bræðraborgarstíg. For-
eldrarnir heyrðu í þeim hljóðin og
náðu í hjálp.
Mjög erfiðlega gekk að ná stelp-
unum út úr lyftunni þar sem öryggis-
búnaður hennar var ekki í lagi.
Öryggislykill sem notaður er í tilfell-
um sem þessum var ekki nothæfur.
Lyftan hafði skorðast mjög tryggi-
lega af í lyftuhúsinu og því var ekki
hægt að ná henni upp með handafli.
„Stelpurnar sem eru átta eða níu ára
voru fastar þarna í eina þrjá tíma.
Það var mesta furða hvað þær voru
rólegar. Mjög erfiðlega gekk að
komast inn í lyftuhúsið þar sem lykil
að því vantaði. Að lokum urðum við
að brjóta hurðina upp þar sem
ekkert annað var hægt að gera.
Hurðin er þó nokkuð skemmd en að
öðru leyti er í lagi með lyftuna,"
sagði Friðrik Jóhannesson lögreglu-
maður í samtali við Tímann. jkb
Hér má sjá gatið sem kom á stefni Heklunnar við áreksturinn. Tímamyndir ómar.
Þriggja manna áhöfn Brimness
BA 800 frá Patreksfírði var bjargað
eftir að báturinn lenti í hörðum
árekstri við strandferðaskipið Heklu
út af Blakkanesi og sökk.
Sjópróf fóru fram í gær hjá sýslu-
mannsembættinu á Patreksfirði og
þar kom fram að áreksturinn virðist
vera beggja sök, en niðurstöður
sjóprófsins verða sendar saksókn-
ara, mun hann meta málið og taka
ákvörðun um framhaldið. í sjóp-
rófunum lýsti annar skipstjórinn til-
drögunum þannig að hann hafi verið
blindaður af sól.
Áreksturinn varð um kl. 19:00 á
sunnudagskvöld og sökk Brimnesið
skömmu síðar. Hekla skemtndist
töluvert, m.a. kom gat framarlega á
stefnið. Áhöfn Brimness gekk vel að
komast í björgunarbátinn og voru
þeir síðan teknir um borð í Hekluna,
sem fór með þá til Patreksfjarðar.
Brimnesið, sem var um 34 tonna
eikarbátur, var á leið til hafnar á
Patreksfirði eftir línuróður, en
strandferðaskipið Hekla var á sigl-
ingu suður með Vestfjörðum á leið
til Reykjavíkur. -ABÓ/SSH
Hekla í höfn á Patreksfírði í gær.
Þriggja manna áhöfn bjargaö þegar línubátur
og strandferöaskip rákust á:
Brimnes sökk