Tíminn - 04.04.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Tíminn 7
Fyrsta borgaralega fermingin
Á sunnudaginn kemur verður fyrsta borgaralega ferm-
ingin hér á landi. Hugmyndin er að fólki sé gefinn kostur
á athöfn sem markar tímamót í lífí þess án þess að trúmál
komi þar við sögu. Á döfínni er að einnig verði teknar upp
borgaralegar jarðarfarir og nafngiftir.
Borgaraleg ferming er athöfn
þar sem ungmenni eru tekin í tölu
fullorðinna, að undangengnu
námskeiði sem ætlað er að auka
hæfni þeirra til að takast á við
fullorðinshlutverkið. Peir ungling-
ar sem fermast hafa setið ellefu
vikna námskeið þar sem fjallað
hefur verið um hin margvíslegustu
málefni. Má þar sem dæmi nefna
siðfræði, samskipti foreldra og
ungmenna, vímuefni, jafnrétti,
umhverfismál, mannréttindi og
fleira.
Hugmyndin að þessari borgara-
legu ferntingu kemur frá banda-
rískri konu Hope Knútsson sem
búsett er hér á landi. Fyrirmyndin
er sótt til Noregs hvað varðar
skipulagningu og framkvæmd. En
Hope tók sjálf þátt í hreyfingu í
Bandaríkjunum sem beitti sér fyrir
borgaralegum fermingum, jarðar-
förum og fleira.
„Borgaraleg ferming hefur tíðk-
ast annars staðar og okkur fannst
ástæða til að unglingar hér á landi
ættu einnig þennan valkost. Megin-
munurinn á þessari fermingu og
öðrum er sá að borgaraleg ferming
er ekki trúarlegs eðlis, hún hefur
ekkert með kirkjuna að gera.
Þarna fer fram fræðsla sem miðar
að því að gera krakkana að ábyrg-
ari borgurum. En þetta er alls ekki
gert til að mótmæla neinu í samb-
andi við kirkjuna. Okkur finnst
aðeins sjálfsagt að fólk sem ekki er
trúað hafi einnig rétt til að marka
þessi tímamót í lífi sínu á eftir-
minnilegan og fallegan hátt" sagði
Hope Knútsson í samtali við
Tímann.
Markmiðið er að í framtíðinni
verði árlega boðið upp á borgara-
lega fermingu. Einnig er stefnt að
því að þeim sem þess óska verði
boðið að velja á milli borgaralegrar
og kirkjulegrar jarðarfarar. „Við
höfunt hugsað okkur að stofna
einhverskonar samtök sem vinna
að þessurn markmiðum. Bæði í
sambandi við borgaralega ferm-
ingu, jarðaför og jafnvel nafngift.
Þá í formi einhverrar fallegrar
athafnar þar sem fjölskyldan getur
komið saman kynnt og fagnað
nafngift barns án þess að það
tengist einhverju trúarlegs eðlis.
Aðalmálið er að fólk hafi eitthvert
val í sambandi við helstu athafnir í
lífi sínu,“ sagði Hope. jkb
Sunna Snædal Jónsdóttir er elst þeirra unglinga sem fermast á sunnudag-
inn í Norræna húsinu.
„FERMINGARBÓRN OF UNG“
Þátttakendur námskeiðs
sem haldið var vegna fyrstu
borgaralegu fermingar á ís-
Iandi segja það hafa verið
gagnlegt og fræðandi.
Einn unglinganna er Bárður
Steinn Róbertsson. En hann stund-
ar nám í níunda bekk Æfinga- og
tilraunaskóla Kennaraháskóla
Islands. „Ástæðan fyrir því að ég
vel borgaralega fermingu er sú að
ég er ekki trúaður. Mér finnst
ekkert vit í því að fermast kirkju-
legri fermingu kannski bara út af
gjöfunum. Námskeiðið var mjög
áhugavert, fyrirlestrarnir góðir og
ég hef lært heilmikið á þessu. Mér
finnst eðlilegt að hver og einn geti
valið á milli trúarlegrar og borgara-
legrar fermingar," sagði Bárður.
Sunna Snædal Jónsdóttir er
sautján ára, elst þeirra sem fermast
í Norræna húsinu á sunnudaginn.
„Ég lét ekki ferma mig á sínum
tíma en sá námskeiðið auglýst í
einu dagblaðanna og fannst þetta
áhugavert. Systir mín lét ekki
ferma sig heldur og við ákváðum
að taka þátt í námskeiðinu og sjá
síðan til með ferminguna. Um
97% krakka í dag láta ferma sig í
kirkju og með þetta hátt hlutfall
getur ekki verið að allir láti ferma
sig vegna trúarinnar eingöngu.
Mjög margir spá ekkert sérstaklega
í þetta heldur fylgja straumnum.
Það er mikill þjóðfélagslegur
þrýstingur á unglinga, að þau láti
ferma sig. En fólk sem ekki tilheyr-
ir kirkjunni og aðhyllist ekki þá
lífsskoðun sem hún boðar á að
mínu mati að eiga kost á fermingu
sem ekki er trúarlegs eðlis. Athöfn-
in sjálf er alltaf mjög eftirminnileg.
Okkur verður á sunnudaginn af-
hent skjal sem staðfestir að við
höfum hlotið þessa fræðslu, þarna
verða flutt ávörp, tónlist og fleira.
Við staðfestum þá ætlun okkar að
taka í framtíðinni virkan þátt í því
sem fram fer í þjóðfélaginu,” sagði
Sunna í samtali við Tímann.
Hún sagði námskeiðið hafa verið
skemmtilegt og gagnlegt en aldurs-
skiptingin hefði mátt vera meiri.
„Fyrirlestrarnir voru flestir mjög
fróðlegir og áhugaverðir. í þessum
hóp eru krakkar allt frá tólf ára
aldri. Ég tel að það gæti að ýmsu
leyti hafa verið betra ef hópnum
hefði verið skipt aðeins meira eftir
aldri. Það hefur viljað brenna við
að þau elstu hafi leitt umræðuna og
tekið mestan þátt í henni. Það
segir sig einnig sjálft að í sambandi
við kynfræðslu, svo dæmi sé tekið,
er eðlilegt að mismunandi spurn-
ingar séu lagðar fyrir ntisgamla
krakka og fjallað um breytileg
efni. En námskciðið í heild verður
endurskoðað með tilliti til breyt-
inga á skipulagi varðandi næsta ár.
Við höfum gert okkar athugasemd-
ir og þær verða skoðaðar,“ sagði
Sunna.
Hún sagði vini og kunningja
taka þessu ntjög vel og að fáir
hefðu lýst sig mótfallna hugmynd-
inni. „Mér finnst krakkar vera of
ungir þegar þau eru fermd í dag.
Eftir því sem fólk eldist verður það
eðlilega meðvitaðara um athafnir
og ákvarðanir í lífi sínu. Margir
minna vina og kunningja sem létu
ferma sig í kirkju segja að ef þeir
ættu að taka þessa ákvörðun í dag
myndu þeir frekar velja borgara-
lcga fermingu en þá kirkjulegu.
Þrettán eða fjórtán ára krakkar
velta trúmálum yfirleitt ekki ntikið
fyrir sér og skilja ef til vill ekki
raunverulega nterkingu fermingar-
innartil fullnustu," sagði Sunna.
jkb 1
Eigendur ísafoldarprentsmiöju ósáttir meö ummæli fjármálaráö-
herra á fundi þriggja ráherra meö nemendum og rektor MR á
miðvikudaginn var:
„MR ekki okkar gísl“
„Ég átta mig ekki á hvað fjármála-
ráðherra gekk til að segja að við
höldum nemendum MR í einhvers
konar gíslingu og séum að spenna
upp verð á Þingholtsstræti 5 og færa
okkur þannig í nyt alvarlegan hús-
næðisvanda skólans," sagði Leó
Löve eigandi ísafoldarprentsmiðju.
Leó fékk skriflegt tilboð í húseign-
ina frá ríkinu, sem dagsett er 26.
september 1988, nokkrum dögum
áður en Ólafur Ragnar tók við
embætti fjármálaráðherra.
Leó sagði Tímanum að það heild-
arverð sem ríkið býður samkv. til-
boðinu sé 43 milljónir. Útborgun er
20 milljónir sem skyldi vera full-
greidd 15. október á þessu ári.
„Eftirstöðvarnar skyldu greiðast
með skuldabréfum til átta ára,
tryggðum með lánskjaravísitölu.
Þetta þýddi að hver fermetri feng-
ist á 28 þúsund krónur sem telja má
afar hagstætt fyrir ríkið. Til saman-
burðar mætti nefna að Lífeyrissjóð-
ur starfsfólks í veitinga- og gistihús-
um hefði keypt Ingólfsstræti 5 sem
væri heldur minna hús. Kaupin voru
gerð í desember 1985 og teldist sú
sala betri en þau kjör sem ríkið
hefur boðið í tilboði sínu frá 1988.
I fyrsta lagi er verðið á Þingholts-
stræti 5 ekki hátt sem bæði salan á
Ingólfsstræti 5 sýnir og fasteignasalar
geta staðfest.
í öðru lagi gerði ríkið sjálft okkur
ásættanlegt tilboð. Þessvegna er það
ósatt að ekki sé verjandi fyrir ríkið
að kaupa húsið og þannig taka þátt
í að sprengja upp fasteignaverð í
miðbænum."
Á fundinum með nemendum og
rektor MR á miðvikudaginn var
sagði Ólafur Ragnar orðrétt um
þetta mál:
„Það er auðvitað ekkert létt verk
að ráða fram úr húsnæðisvandræð-
um Menntaskólans í Reykjavík. Ef
það væri létt verk, þá væri fyrir
löngu búið að því.
Vandinn hefur verið sá á undan-
förnum mánuðum að þeir sem eiga
húsnæðið sem óskað hefur verið
eftir hafa viljað fá mjög hátt verð
fyrir það, hafa talið sig hafa sterka
markaðsaðstöðu, meðal annars
vegna erfiðleika ykkar, sem hækka
verðið á húseigninni.
Þið eruð þess vegna dýrmæt staða
í markaðsaðstöðu þeirra húseigenda
sem við erum að leita til.
Vandi okkar hjá ríkinu er hins
vegar sá að við þurfum að kaupa
miklu fleiri húseignir hér á þessu
svæði og ef að -við samþykkjum
svona hátt verð fyrir húseignirnar
hér í kring, erum við um leið að
sprengja upp fasteignaverðið hér á
þessu svæði og það getum við ekki
gert.“ -sá
Loðnuveiðum senn lokiö:
Um 22 þús. tonn
eftir af kvóta
Aðcins á eftir að veiða um
22.000 tonn af loðnu það sem eftir
er vertíðar, en heildarkvótinn er
922 þúsund tonn. Ástráður Ingv-
arsson hjá loðnunefnd sagði í sam-
tali við Tímann að vertiðinni
mundi ljúka 10. til 12. apríl næst-
komandi.
Ágætis veiði var um heigina hjá
þeim fáu bátum sem eiga eftir
eitthvað af kvótanum. Á föstudag
var tilkynnt um 3230 tonn, á laug-
ardag 4410 tonn og á sunnudag
tilkynntu 12 bátar um 9380 tonn’,
sem veidd var á Faxaflóa. I gær-
morgun tilkynntu síðan tveir bátar,
Valaberg og Háberg um afla sem
bátarnir fengu út suöur af Garð-
skaga, en þar fannst loðnutorfa í
fyrradag.
Loðnufrysting hefur gengið
þokkalega og hafa um 3400 tonn
verið fryst hjá húsum SH og um
500 tonn hjá húsum SÍS. Samtals
er þetta um 3900 tonn sem hafa
verið fryst, cn búið var að gera
samning um sölu á unt 5300 tonn-
um til Japan, nteð þeint fyrirvara
þó að loðnan veiddist. Slærnt veður
í lok janúar og fyrrihluta febrúar
gcrði það að verkum að ekki tókst
að fylla gerða samninga. -ABÓ