Tíminn - 04.04.1989, Síða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Tímlim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu I 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595 - pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Kaupgjaldsmálin
Víðtækar viðræður hafa nú staðið langan tíma
um samningamál milli launafólks og vinnuveitenda
um kaup og kjör. Má heita að verið sé að fjalla um
kjaramál allra helstu launastétta í landinu, fisk-
vinnufólks, iðnverkafólks og almennra verka-
manna auk kennara og ríkisstarfsfólks yfirleitt.
Hér er því mikið lagt undir í kjaramálaumræðu,
og augljóst að meðan þessi lota stendur ríkir bæði
óró og óvissa á vinnumarkaði. Menn gerðu sér
nokkra von um það að línur í kjaramálum tækju
að skýrast um helgina og á næstu dögum. Sú von
má ekki bregðast.
Ekki skal því andmælt, að varla er óeðlilegt, þótt
ýmsar skoðanir séu uppi um hvernig haga skuli
samningagerð um kaup og kjör og hvaða áherslur
eigi að leggja í þeim málum. Hins vegar hefði verið
æskilegt að fulltrúar launastéttanna hefðu komið
sér betur saman um kröfugerð og samræmt aðgerð-
ir sínar meira en reyndin er. Samræmd afstaða og
heildarsýn í þessum efnum er ævinlega nauðsynleg,
en aldrei sem nú.
Ástand efnahagsmála og afkoma útflutnings-
greina og samkeppnisiðnaðar er með þeim hætti að
þessir atvinnuvegir þola ekki aukin rekstrarút-
gjöld. Það hefur komið skýrt fram hjá forustu-
mönnum Verkamannasambandsins, sem standa
næst fiskvinnslunni, að þeir viðurkenna erfiðleika
hennar og átta sig á að fiskvinnslan er ekki
aflögufær um að veita miklar kjarabætur.
í raun og veru gildir hið sama um samkeppnis-
iðnaðinn í landinu. íslenskur framleiðsluiðnaður,
sem háður er erlendum mörkuðum, á í vök að
verjast. Pað á ekki síður við um þann verksmiðju-
iðnað, sem byggir tilveru sína á innlendum markaði
og á í harðri samkeppni við innfluttan varning.
Meginhlutinn af samkeppnisiðnaðinum var rekinn
með verulegum halla á síðasta ári og ekki sýnilegt
að úr sé að rætast hjá þessum fyrirtækjum.
Ef horft er til opinbera geirans, blasir við sama
myndin. Ríkissjóður hefur átt við að glíma margra
ára hallarekstur, þrátt fyrir myndarlegt átak sem
núverandi ríkisstjórn hefur gert til þess að bæta þar
úr. Afkoma margra sveitarfélaga er með afbrigðum
erfið, enda eru sveitarfélög og ríkissjóður háð
almennri afkomu atvinnulífsins í heild. Staða
þjóðarbúsins, atvinnuveganna og opinbera geir-
ans, leyfir auðvitað engar kollsteypur í útgjöldum
af hvaða tilefni sem þau verða. Oraunhæf samn-
ingagerð verður launþegum síst til hagsbóta, þegar
almennt efnahagsástand er með þessum hætti.
Lausn kjaramálanna verður að byggjast á því að
ekki leiði til aukinnar verðbólgu, sem veikir enn
samkeppnisgrundvöll atvinnuveganna.
Aðilar vinnumarkaðarins verða að ná lendingu
þar sem tryggt er að afkoma þjóðarbúsins bíði ekki
skaða af. Það er sameiginlegt hagsmunamál allrar
þjóðarinnar að koma atvinnuvegunum á réttan
kjöl. Án þess er ógerningur að tryggja launþegum
kjarabætur.
SVAVAR OG MÁUD
Nú hcfur Svavar Geslsson
menntainálaráöherra skorið upp
herör. Núna ætlar hann að upp-
hefja allsherjar herferö gegn mál-
villuin, ambögum og útlenskuslett-
um. Hann hefur þegar haldið
blaðamannafund um inálið og auk-
lieldur skipað sérstakan starfs-
mann til að hafa með höndum
framkvæmd þess.
Garri þarf trúlega ekki að taka
fram að í þessu stendur hann mcð
ráöherranum. Og það jafnt þótt
ráöhcrrann sé í Alþýöubundalag-
inu en Garri í Framsóknarflokkn-
uin. Hér cr á ferðinni málefni scm
er haflð yfir flokkaskil. Og það cr
líka hverjum manni Ijóst að í seinni
tíð er það víst ekki annað en
áróðurinn sem dugar. Hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr.
Það sjáum við best eftir tilkomu
bjórsins. Er það ekki áróðurinn í
fjölmiðlunum sem er ástæða þess
að ölvuðum ökumönnum hefur
ekki stórfjölgað hér á götunum
siðasta mánuðinn, heldur þvert á
móti? Svo er að sjá.
Krakkamir
Það er þannig full þörf á því að
myndarlega sé unnið að áróðri
fyrir því að fólk reyni eftir föngum
að tala og skrifa sem réttast mál.
Þetta á ekki síst við um bömin,
sem manni er sagt að liggi nú orðið
löngum stundum framan við sjón-
varpið og læri þar ensku áður en
þau mega heita fullmælt á móður-
málið og rugli svo öllu saman.
En hitt er annað mál að vel má
vera að ráðherrann þurfl einnig að
taka til hendi í eigin hcrbúðum.
Það á til dæmis við um orðið
krakki. Þar er vissulega góð og gild
íslcnska á ferðinni, en þó hefur
þetta orð alitaf yfir sér einhvern
kæruleysislegan og jafnvel niðr-
andi blæ.
En hafa menn hins vegar veitt
því athygli hvað það er orðinn
„Vegna aukinnar þekkingu krakk-
anna.“
útbreiddur siður í tali skólamanna
hér á síðustu áram að tala alltaf um
krakkana? Ef menn fylgjast með í
fjölmiðlum þá hljóta þeir að hafa
veitt því athygli hvað þetta orð
veður núna uppi um þau böra og
þá unglinga sem stunda nám hér í
skólakerfinu. Jafnt kennarar,
skólastjórar sem ráðuneytismcnn
opna varla á sér munninn til að taia
um þessa skólanemendur án þess
að kalla þau krakka.
Þetta er kannski ekki bein mál-
villa, en þó óneitanlega töluvert
hvimleitt. íslenskan á mörg orð um
þessi ungmenni og ólíkt hlýlegri í
munni en krakkann. Til dæmis
böm, unglingar, nemendur, skóla-
nemendur, skólabörn, skólafólk og
svo framvegis. Allt saman orð sem
fara myndu ólíkt betur í tali hcldur
cn þessi eilífi krakkasöngur. Að
ekki sé talað um hvað þau myndu
hljóma betur í aliri fjölmiðlun. Að
þá ógleymdri fjölbreytninni sem
þau myndu skapa í tali.
„Vegna þekkingu“
Annað er líka farið að skjóta hér
upp kollinum nú næstliðið sem á
sama hátt hlýtur að fara í taugarnar
á hæstvirtum menntamálaráðherra
sem þjóðræknum íslendingi. Það
er sú árátta að rangbeygja kven-
kynsorð sem enda á -ing, til dæmis
orð eins og þekking, bygging,
kenning, sýning, lýsing og
drottning. í stað þess að láta þessi
orð enda á -ar í eignarfalli, eins og
hér hefur verið talið rétt um aldir,
eru mcnn farnir að láta þau enda
þar á -u, segja til dæmis „vegna
þekkingu“ í stað „vegna þekking-
ar“, „til byggingu“ í stað „til
byggingar" og þannig áfram.
Út yfir tók þó nú um helgina
þegar slíkt villudæmi heyrðist í
sjálfum aðalfréttatíma ríkissjón-
varpsins, þar sem menn fara þó
yfirlcitt annars vel með mál. Þar
hefur því væntanlega verið um
gáleysisslys að ræða, sem sýnir þó
að varðandi þetta atriði verða
menn jafnvel þar að vera á verði.
Hér fer ekki á milli mála að
tímabært er orðið fyrir ráðherra að
sýna frumkvæði. Það gengur vita-
skuld ekki að á sama tíma og æðsti
yfirmaður mennta- og menningar-
niála byrjar viðamikla herferð til
að vernda tunguna þá skuli starfs-
menn þeir, sem undir hann heyra,
leyfa sér hluti á borð við þessa. Ef
annað dugar ekki þá verður ráð-
herrann einnig í þessu efni að grípa
í taumana.
Hér verður því ekki annað séð
en að Svavar Gestsson þurfi að
fara að gera citthvað. Ef svo fer
sem horfir fáum við innan tíðar að
sjá plögg úr skólakcrfinu þar sem
fyrir augu ber orðalag á borð við
„vegna aukinnar þekkingu krakk-
anna“. Slíkt má ekki eiga sér stað.
Það sér hver maður. Hér þarf
ráöherrabréf til ef annað dugar
ekki. Menn verða að sýna að þcim
sé alvara í málverndarmálum. Og
ráðherrar eru líka til þess settir að
stjóraa í landinu. Garri.
VlTTOG BREITT
llllllllllllllllllllí
Olafur á beinið
Það er erfitt að standa í samning-
um um kaup og kjör um þessar
mundir og kannski hefur það alltaf
verið erfitt. Þó hafa launadeilur
tekið breytingum. Þær eru orðnar
mikið flóknari nú til dags en þær
voru t.d. fyrir 40 árum, sem þykir
auðvitað ekki skipta máli vegna
þess að allt sem liðið er þykir
heldur af ómerkilegra tagi, þótt
heimspekingurinn Santana segi
eitthvað á þessa leið: Hver sá sem
ekki veit af fortíðinni er dæmdur
til að endurtaka hana. Þetta er holl
lesning sjálfumglöðum nútíma-
manneskjum. En það er auðheyri-
lega ekki verið að taka dómi um
endurtekningu í samningavið-
ræðunum vegna þess að þar finnst
engin endurtekning á gömlum að-
ferðum. Aðferðin í dag er að fá því
framgengt að laun verði greidd í
verkfalli.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sem um þessar
mundir er meiri fjármálaráðherra
en Alþýðubandalagsmaður. hefur
staðfastlega neitað því að láta
greiða laun í verkfalli.
Heimtar Dagsbrún
verkfallsgreiðslur?
Þeir sem eru einir í heiminum og
ætlast til að aðrar venjur og önnur
siðfræði gildi um þá en helftina af
almenningi, geta auðvitað gert það
sem þeim dettur í hug. Þeir gætu
krafist þess í verkfalli, að á íslandi
skuli sól skína í 290 daga á ári og
hljóta fyrir þakklæti alls þorra
manna ef himintunglið ansaði.
Hins vegar mun allur sá fjöldi sem
aldrei fer í verkfall telja stórfellda
mismunun felast í því að heimila
fólki að taka kaup fyrir vinnudeilu.
Guðmundur J. Guðmundsson hef-
ur þegar tilkynnt, að hann uni ekki
þessu misrétti og muni beita sér
fyrir því, verði launagreiðsla til
verkfallsfólks í BHMR samþykkt,
að stefna Dagsbrún í verkfall ein-
ungis til að knýja fram launa-
greiðslur í verkfalli. Með því verð-
ur fundin frambúðarlausn í kjara-
deilum, og verkföll geta orðið hinn
fasti atvinnuvegur landsmanna,
eins og lengi hefur verið stefnt að
en án árangurs. BHMR er hins
vegar á öðru máli en fjármálaráð-
herra. BHMRstendurfyrirBanda-
lag háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna. Það á sér málsvara í
Alþýðubandalaginu, enda hafa 33
miðstjórnarmenn í bandalaginu
krafist miðstjórnarfundar, einkum
vegna þeirrar afstöðu fjármála-
ráðuneytisins að borga ekki laun í
væntanlegu verkfalli. Miðstjórn-
arfundurinn verður haldinn í síð-
asta lagi á miðvikudaginn, en þar
er meiningin að taka Ólaf Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, á
beinið. Því má búast við sögulegum
fundi, og nokkurri heimsfrægð,
verði sú stefna ofan á að greiða
laun til verkfallsmanna. Þg er þess
að vænta, vegna skörulegrar fram-
göngu að háskólamenntaðir
skammstafi sig framvegis BHMA.
Ekki eins og aðrir f lokkar
Fjármálaráðherra ber fyrir sig
tvo dóma, sem felldir hafa verið
gegn kröfu um launagreiðslur í
verkföllum. En Alþýðubandalags-
ntenn varðar ekkert um það. Þeir
hafa vanist því að reglur ná ekki
yfir þá eða skjólstæðinga þeirra
eins og aðra menn. Þegar versti
gállinn er á þeim tala þeir um
lýðræði. Verkföll og launadeilur
eru þeirra stóru stundir, þegar
talað er um helgan rétt o.s.frv.
Enn hefur hvorki verið minnst á
lýðræði og helgan rétt í sambandi
við kröfu um launagreiðslur í verk-
falli. En þess er að vænta að orðin
sjáist í yfirlýsingu frá miðstjórnar-
fundinum á miðvikudag. Það er
armur Svavars Gestssonar,'
menntamálaráðherra, sem krafist
hefur þessa miðstjórnarfundar, en
á sínum tíma, og þá í stjórnarand-
stöðu árið 1984, stóð Svavar Gests-
son að kröfu um greiðslu launa í
verkfalli. Það er því eðlilegt að
armur hans vilji fylgja þessu máli
eftir nú, enda þurfa menn að
ástunda samræmi vilji þeir láta
taka sig alvarlega.
Af þessu sést, að í framtíðinni
mun Alþýðubandalagið berjast
fyrir því af auknum þunga, að
BHMR fái laun fyrir að fara í
verkfall. Hótun Guðmundar J.
Guðmundssonar unt kröfu Dags-
brúnarmanna um sömu réttindi
mun áreiðanlega ganga eftir, eigi
að fara að taka upp þessi vinn-
ubrögð. Ólafur Ragnar Grímsson
hefur því vindinn í fangið í sínum
flokki og má búast við kárínum á
miðvikudaginn. Hin mikla gleðitíð
er að hefjast, þegar við getum öll
farið að snúa okkur að því að fara
í verkföll upp á frían kost. Sjálft
getur Alþýðubandalagið sagt:
Guð, ég þakka þér að ég er ekki
eins og aðrir flokkar. IGÞ.