Tíminn - 04.04.1989, Síða 13
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Tíminn 13
íillllllllllllllll ÚTLÖND
Kýpur:
Grikkir og Tyrkir
slaka á spennunni
Grískir og tyrkneskir her-
menn eru nú að draga sig frá
vopnahléslínunni í Nikosíu
höfuðborg Kýpur, en þar
hafa þeir staðið augliti til
auglitis, oft með fingur á
gikknum frá því Tyrkir her-
námu þriðjung eyjarinnar
árið 1974 til að tryggja hags-
muni tyrkneska þjóðarbrots-
ins á eyjunni.
Þetta mun verða fyrsta skrefið í
því að draga hermenn brott frá
vopnahléslínunni, svo kallaðri
grænu línu sem skiptir Kýpur í
tvennt og hefur gert frá innrás
Tyrkja. Friðargæslulið Sameinuðu
þjóðanna sem gætt hefur hlutlausa
svæðisins sem skilur herina að hefur
undanfarin ár lagt mikla áherslu á að
herirnir dragi sig frá grænu línunni.
Eftir ítrekaðar málaumleitanir
sendimanna Sameinuðu þjóðanna
féllust hvorir tveggja aðilar á að
draga herlið sitt frá tólf varðstöðvum
þar sem Grikkir og Tyrkir gátu
hreinlega hrækt hverjir á aðra.
Andúðin hefur verið gífurleg og á
síðasta ári voru tveir hermenn
drepnir í átökum, einn Grikki og
einn Kýpurtyrki.
Nikosíu hefur í raun verið skipt í
tvo hluta frá árinu 1963, en þá
brutust út blóðug átök milli þjóðar-
brotanna í borginni.
Þess má geta að deilur Tyrkja og
Grikkja á Kýpur voru síðasta hindr-
un þess að viðræður um takmörkun
hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu
gátu hafist í Vínarborg í vor. Pað
grátbroslega er að bæði ríkin eru
aðilar að NATO þó hermenn þeirra
glapi aðallega mn í byssukjafta hins
aðilans.
Forboðnu vín-
berin eitruð í
Bandaríkjunum
Hin tvö blásýrueitruðu vínber
frá Chile sem urðu til þess að
Bandaríkjamenn og fleiri ríki
bönnuðu innflutning á ávöxtum frá
Chile um nokkurt skeið voru eitruð
í Bandaríkjunum en ekki Chile.
Þetta er niðurstaða sérstakrar
rannsóknar rannsóknarlögregl-
unnar í Chile. Röksemdafærsla
hennar er einföld. Vínber sem í er
sprautað blásýru væru löngu rotin
er þau kæmu á markað í Banda-
ríkj unum eftir flutninga frá Chile.
Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda-
ríkjanna hafði fullyrt að eitrinu
Raisa Gorbatsjova heillaði íbúa
írska þorpsins Bunratty þegar hún
kom í heimsókn þar á meðan
Mikhaíl var að ræða við Charles
Haughey forsætisráðherra írlands.
Hjónin komu við á írlandi á leið til
Kúbu.
Bunray hefur verið haldið í þeirri
mynd sem dæmigerð írsk þorp voru
á 19. öldinni. Raisu þótti það greini-
lega skemmtilegt, því hún sagðist
kunna betur við þann gamla rólega
anda, en stréssið á geimöldinni.
Raisa heimsótti barnaskólann í
þorpinu og buðu börnin hana vel-
hefði verið komið fyrir í Chile áður
en vínberjunum var skipað út til
Bandaríkjanna. Á þeim forsend-
um var öllum innflutningi ávaxta
frá Chile hætt. Er talið að tap
Chilebúa vegna þessa hafi numið
að minnsta kostið 300 milljónum
dollara.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið í
Bandaríkjunum fann vínberin tvö
eftir að maður hafði hringt í sendi-
ráð Bandaríkjanna í Chile og sagt
að vínberjasendingar hefðu verið
eitraðar til að mótmæla herstjórn
Augusto Pinochet forseta Chile.
komna á feimnislegri rússnesku sem
þau höfðu æft af þessu tilefni.
Eugen, O'Reagan sjö ára gamalli,
þótti forsetafrúin rússneska stór-
kostleg.
- Hún virðist vera mjög góð kona
og líkar greinilega vel við börn,
sagði Eugen við blaðamenn eftir
heimsókn Raisu.
Haugey bauð Gorbatsjov upp á
það að írar myndu halda næsta
leiðtogafund stórveldanna. Mikhafl
gaf ekkert út á það, en sagðist
gjarnan vilja koma aftur í lengri
heimsókn til írlands.
Gorbatsjov um úrslit
kosninganna í
Sovétríkjunum:
Almenningur
vill hraða
perestrojku
Almenningur í Sovétríkjunum er
óánægður með hægaganginn í fram-
kvæmd perestrojku eða uppbygging-
arinnar í landinu. Því fór sem fór í
kosningunum í Sovétríkjunum á
dögunum þegar fjölmargir háttsettir
embættismenn kommúnistaflokks-
ins féllu fyrir óháðum frambjóðend-
um. Þetta er skýring Mikhaíls Gor-
batsjovs forseta Sovétríkjanna, en
hann skýrði helstu yfirmönnum fjöl-
miðla Sovétríkjanna frá afstöðu
sinni til úrslitanna á fimmtudaginn.
Hins vegar sagði Gorbatsjov úr-
slitin sýna berlegan stuðning við
perestrojku og umbótastefnu hans
sem miðar að virkara lýðræði í
Sovétríkjunum.
- Ef það eru takmörk fyrir opnun
og lýðræðisþróuninni þá eru þau
takmörk í þágu sósialismans. Hans
hagsmunir hafa engin landamæri;
sósíalismi hefur stórkostlegan eigin
drifkraft og hæfileika til þróunar,
sagði Gorbatsjov á fundinum.
Vegna þess að úrslit fengust ekki
í fjölda kjördæma í Sovétríkjunum
þar sem einn frambjóðandi hlaut
ekki meirihluta atkvæða, verður að
kjósa þar aftur fyrir 9. apríl. Því
hefur fyrsta þingfundi hins nýja
fulltrúaþings Sovétríkjanna verið
frestað, en þingið átti að hefjast 14.
maí.
Raisa heillar íra
n.vr\r\«jvi i Mnr
Kópavogur
Steingrimur
Hermannsson
Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni
forsætisráðherra verður haldinn I Félagsheimili Kópavogs
fimmtudaginn 13. apríl n.k.
Flokksstarfið
Skúli Sigurgrímsson
Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik-
udaga kl. 9-12 s. 41590.
Alltaf heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19.
Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku-
daga kl. 17.30-19.00.
Einnig eftir nánara samkomulagi.
Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti
bæjarmála.
Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun
og starfi flokksins.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Sunnlendingar!
Guðmundur Bjamason ómar Ragnarsson
V orfagn aður framsóknarfélaganna í Áme ssýslu verður
19. apríl n.k. í Hótel Selfoss.
Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðisráðherra og frú.
Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson
kitlar hláturtaugamar.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram
á sumar.
Húsið opnað kl. 20.00.
Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega.
Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum:
31139 Guðfinna
33763 Halla
21170 Sigrún
21048 Gísli
34636 Sturla
Árnesingar
£
Jón Helgason, alþingismaður Guðni Ágústsson, alþingismaður Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður
Árlegur stjórnmálafundur og viötalstími þingmanna Framsóknar-
flokksins verður haldinn að Aratungu föstudaginn 7. apríl kl. 21.00.
Ailir velkomnir.
Fundarboðendur.
Reykjanes
Fulltrúaráð framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi er boðað til
fundar þriðjudaginn 4. april kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi.
K.F.R.