Tíminn - 04.04.1989, Síða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 4. apríl 1989
AÐ UTAN
lllllllllllllll
illlllllllllllllllllllllllllllll
Enn halda Rússar áfram aö reisa kjarnorkuver:
Gorbatsjov heimsækir
Tsémóbýl í fvrsta sinn
Gorbatsjov Sovétleiðtogi er nýbúinn að heimsækja
Tsérnóbýl í Úkraínu í fyrsta sinn, jirem árum eftir
stórslysið í kjarnorkuverinu þar. í Úkraínu eru sjö
kjarnorkuver, ýmist í rekstri eða byggingu. í einu þeirra
verður fyrsti kjarnaofninn settur í gang á þessu ári. Nánar
tiltekið er það á Krímskaga, sem tilheyrir Úkraínu og er
þekktastur fyrir hversu vinsæll sumarleyfisstaður hann er.
Ibúar þar eru 2,4 milljónir.
**+
Það er ekki tekið með í reikning-
inn að mannvirkið er reist yfir
sérlega hættulegri gjá í neðri jarð-
lögum.
í flokksmálgagninu Prövdu hafa
10 sovéskir vísindamenn mótmælt
þessum framkvæmdum. Pegar
Gorbatsjov svaraði fyrirspurn
órólegra íbúa Kíev um málið sagði
hann: „Það má ekki afgreiða slík
mál af léttúð, það verður að taka
þau alvarlegum tökum. Þið megið
ekki trúa að við séum að gabba
ykkur - þar með myndum við stilla
okkur sjálfum upp við vegg.“
Nú er Sovétleiðtoginn sjálfur
nýbúinn að heimsækja Tsérnóbýl í
fyrsta sinn. Strax eftir slysið fyrir
þrem árum, þegar heimsbyggðin
kynntist óttanum vegna ófyrirsjá-
anlegra afleiðinga kjarnorkuslyss
og 31 maður lét lífið og 135.000
manns urðu að flýja hcimili sín,
voru það staðgenglar Gorbatsjovs,
Jegor Ligachev, aðalkeppinautur
Gorbatsjovs, og Nikolai Ryzhkov
forsætisráðherra sem heimsóttu
slysstaðinn.
Gorbatsjov skoðaði nú stjórn-
stöð og vélarsal kjarnorkuversins.
Þrír kjarnorkuofnar framleiða nú
aftur raforku. Þeir standa á miðju
2800 ferkílómetra svæði sem er
lokað fyrir allri umíerð en opinber-
lega lýst yfir að sé „hreint“. Við
Itlið ofnanna þriggja stendur sá
fjórði, slysaofninn nr. 4, í stein-
steypulíkklæðum.
íhugað að byggja fleiri
ofna í Tsérnóbýl
íhugað er að hefja byggingu
kjarnaofna nr. 5 og 6 eftir tvö ár.
Eftir tæprar klukkustundar stans í
minnismerki hörmunganna fór
Gorbatsjov 52 km leið til nýbyggða
þorpsins Slawutitsch þar sem
starfsmenn kjarnorkuversins búa
og fara þaðan daglega til að standa
sína vakt í Tsérnóbýl-kjarnorku-
verinu.
Á landsvæðunum umhverfis lok-
aða svæðið, þar sem fólk hefur
haldið áfram að búa, hefur nýlcga
verið látið uppskátt að krabba-
meinstilfellum, einkum í vörum og
vélinda hefur fjölgað um helming
og embættismenn ráðleggja van-
færum konum að gangast undir
fóstureyðingu. Ásamyrkjubúi með
87 svínum létu í fyrra 37 fóstrun-
um, kálfar fæddust án hauss og
útlima. Þetta gerist í 50 km fjar-
lægð frá Tsérnóbýl.
Fimmtungur ræktan-
legs lands í Hvíta-Rúss-
landi geislavirkur
Nýlega heimtaði mótmælahópur
sem kallar sig „Alþýðufylkinguna"
skýr svör frá forsætisráðherra
Hvíta Rússlands, sem er næsti
nágranni Úkrafnu í norðri, um
hvernig ástandið væri á þeirra
heimaslóðum. Forsætisráðherrann
viðurkenndi að vegna skorts á
mælingartækjum hefði það ekki
verið fyrr en nýlega sem staðfest
hefði verið að allt að því fimmti
hluti ræktanlegs lands í Hvíta-
Rússlandi, þ.e. 2,4 milljónir hekt-
ara, sýni geislavirkni og það gefi af
sér hundruð þúsunda tonna af
menguðu korni.
Sent skaðabætur, til að geta
keypt heilbrigð matvæli, fá íbúarn-
ir eina rúblu á dag (um 85 ísl. kr.)
og 25% launauppbót. í byrjun
febrúar varð enn einu sinni að
flytja fólk burt af heimilum sínum
frá 20 nýreistum þorpum (áður
hafði fólk verið flutt burt frá 107
nýjum samfélögum) og Kowaljow
forsætisráðherra sagði að til greina
kæmi að flytja fólk frá fleiri
stöðum.
Þó að Sovétríkin séu stórauðug
af olíu, gasi, kolum og vatnsorku
eru þau líka mestu orkueyðslu-
seggir jarðarinnar. Þess vegna
halda Sovétmenn áfram að byggja
kjarnorkuver þrátt fyrir afdrifarík-
ar afleiðingar Tsérnóbýl-slyssins
sem ekki sér enn t'yrir endann á.
Reyndar hefur áætluninni unt að
byggja 28 kjarnaofna af sama tagi
og í Tsérnóbýl, RBMK, verið
breytt þannig að nú verður látið
sitja við 21 stykki.
Litháar fengu
frestað áætlun um bygg-
ingu kjarnorkuvers
Áætlun um að reisa þriðja ofninn
í kjarnorkuvcrinu Ignalina í Lit-
háen var slegið á frest eftir gtfurleg
mótmæli íbúanna. Þarátti að reisa
kjarnaofn af því tagi, RBMK, sem
eðlisfræðingurinn Walerij Legas-
sow hafði lýst sem óáreiðanlegum.
Legassow vissi utn hvað hann
var að tala. Hann var ábyrgur fyrir
því að ná tökum á ógæfunni í
Tsérnóbýl 1986. Síðar, áður en
hann svipti sig lífi í fyrra, skrifaði
hann: Tíðar sprungumyndanir á
mikilvægum tengileiðslum, renni-
fletir stóðu á sér, strengir í ofnun-
um duttu af. Eitthvað þessu líkt
gerðist á hverju ári. Sá sem sá
kjarnorkuver í byggingu undraðist
hversu áberandi hroðvirknislega
var unnið að slíkum hlutum, sem
þó kröfðust fyllstu vandvirkni.“
„Kjarnorkuofn er ekki
flóknari en samóvar“
Til að sýna fram á „geðþótta-
ákvarðanir starfsfólksins" geymdi
Oktemberjan-kjarnorkuverið í
grennd við Eriwan. Orkuvinnslu
var hætt þar í kjölfar Tsérnóbýl-
slyssins en vinnsla var þegar hafin
á ný þegar jarðskjálftarnir skelfi-
legu dundu yfir Armeníu í desem-
ber sl.
Legassow í peningaskáp sínum af-
rit af símasamtali milli tæknimanna
í Tsérnóbýl rétt í þann mund sem
eldurinn braust út.
Þar var spurt: Hér í leiðarvísin-
um stendur hvað verður að gera,
en svo er strikað yfir heilmikið.
Hvað á ég að gera?
Svar: Gerðu frekar það sem er
strikað yfir.
Legassow skýrði frá því að það
hafi verið vitað um gallann í örygg-
isstýringu kjarnorkuofns nr. 4 í
Tsérnóbýl áður en slysið varð, en
ofninn samt ekki verið tekinn úr
sambandi. Hann vitnar til eins
háttsetts stjórnanda í Tsérnóbýl,
sem hafi sagt: „Af hverju ertu að
æsa þig svona upp? Kjarnorkuofn
er ekki flóknari en samóvar, miklu
einfaldari en hitaveitustöð. Starfs-
fólkið hefur langa starfsreynslu.
Það á ekkert eftir að koma fyrir
hér.“
Ivan Schescherun eðlisfræðingur
hefur skýrt frá því að mikilvægum
upplýsingum sé enn haldið frá
vísindamönnum. Vísindastofnun
ein hafi fengið efnisyfirlit banda-
rfska tímaritsins „Science“ þar sem
ritskoðarinn hafði strikað yfir fyrir-
sagnir tveggja greina, „Glasnost
gætir í eðlisfræði í Sovétríkjunum"
og „Kjarnorkuvinnsla eftir Tsérnó-
býl“.
Schescherun lýsti því líka yfir að
eldsvoðinn hafi „engan veginn ver-
ið tilviljun. Þegar kjarnorkuofninn
RBMK á í hlut getur svona lagað
alltaf gerst. Allir kjarnaofnar af
þessari gerð eru lögmálum sam-
kvæmt í sprengihættu".
Kjarnorkuver á jarð-
skjálftahættusvæðum
Eftir áfallið í Tsérnóbýl var tekið
úr sambandi kjarnorkuverið „Okt-
emberjan" í Medsamor í grennd
Eriwan í Armeníu, eina kjarn-
orkuverið í Kákasus. Það sá líka
Nató-ríkinu Tyrklandi fyrir raf-
magni.
Þegar jarðskjálftarnir skelfilegu
urðu í Armeníu í desember sl. var
það aftur tekið til starfa. 27. fundur
sovéska kommúnistaflokksins
hafði m.a.s. ákveðið 1986 að reisa
enn stærra kjarnorkuver á jarð-
skjálftahættusvæði í Armeníu, og
þar að auki kjarnorkuúrgangs-
vinnslu, í 24 kílómetra fjarlægð frá
Eriwan.
En nú var Armenum nóg boðið.
350 menntamenn sneru sér í snatri
beint til Gorbatsjovs. Þeir skýrðu
frá því að nú þegar hefðu orðið 150
alvarleg tilfelli þar sem geislavirkar
gastegundir hefðu komist út í and-
Gorbatsjov er nýbúinn að fara í
sína fyrstu heimsókn til Tsérnóbýl.
Hann segir mannkynið „gísla
kjarnorkuvinnslu“.
rúmsloftið og vatn hefði mengast.
í nágrenni Medsamor endaði önn-
ur hver meðganga konu annað
hvort með fósturláti eða fæðingu
andvana barns.
Æðstu menn þjóðarinnar fengu
þá viðvörun, að: „Að byggja kjarn-
orkuver á svæði þar sem Iíkur eru
á jarðskjálftum að styrkleika 5-9
stig, þar sem hafa opnast 40 gjár
við eldsumbrot, það er siður sem á
ekki sinn líka í notkun kjarnork-
unnar og alvarlegur glæpur gagn-
vart armensku þjóðinni."
Þegar í september sl. lofaði
flokksforinginn Suren Arutunjan
því að þessum „árangri skamm-
sýnnar tæknistefnu" verði lokað -
eftir þrjú ár. Eftir jarðskjálftana,
sem eiga þó ekki að hafa skaðað
kjarnorkuverið, ákvað Ryzhkov
forsætisráðherra að taka Med-
samor fyrr úr sambandi - í mars
1989.
Síðar var ákveðið að falla frá
ákvörðun um nýtt kjarnorkuver 50
km suður af höfuðborg Azer-
bajdzjan, Bakú. Þá var þegar búið
að leggja þar járnbraut, eina götu
og eitt íbúðahverfi. Nú á að reisa
þar hitaveitu sem notar að orku-
gjafa jarðgas úr Kaspíahafinu.
„Við erum öll gíslar
kjarnorkuvinnslunnar“
Eitt alstærsta kjarnorkuverið
(6000 megawött) á þó að reisa í
Austur-Karelíu, í hundrað kíló-
metra fjarlægð frá finnsku landa-
mærunum. Það á að skapa gjald-
eyri, með því að selja rafstraum til
Svíþjóðar, en Svíar ætla að leggja
niður alla sína kjarnaofna í áföng-
um fyrir árið 2010.
Það er þó engin allsherjarlausn
að taka kjarnorkuver úr sambandi,
segir Isvestía. „Það sem eitt auðug-
asta land heims hefur ráð á getur
meirihluti ríkja ekki leyft sér,“
stendur þar.
Yfirlýsing Gorbatsjovs eftir
Tsérnóbýl-heimsóknina var í stíl
vestrænna stjórnmálamanna og
hljómaði eins og forlögin yrðu ekki
umflúin. „Við erum öli gíslar
kjarnorkuvinnslunnar," sagði
hann.