Tíminn - 04.04.1989, Page 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 4. apríl 1989
minning lll!!lll!lllllll!!lllllllllllllllllllll!ll!l!llll!l!!lllllllllll!llllll!!l
Jón H. Jonsson
bóndi á Miðhúsum
Álftaneshreppi, Mýrasýslu
t’ann 28. febr. sl. lést á Sjúkrahús-
inu á Akranesi Jón H. Jónsson
bóndi á Miðhúsum á nítugasta og
fyrsta aldursári.
Atvikin höguöu því svo, að ég gat
ekki fylgt þessunt trausta og
skemmtilega samherja mínurn síð-
asta spölinn, eins og ég ætlaði.
Minningarorð mín eru því hinsta
kveðja mín, með einlægu þakklæti
til þessa mæta manns.
Jón var fæddur að Miðhúsum.
Foreldrar hans voru hjónin Jón Ein-
arsson og Helga Jónsdóttir. Jón
starfaði alla ævi að Miðhúsum, fyrst
á búi foreldra sinna, en árið 1932
gerðist hann bóndi sjálfur. Þá var
hann nýgiftur Nellý Pétursdóttur.
Foreldrar hennar voru Pétur Guö-
mundsson kennari á Eyrarbakka og
kona hans Elísabet Jónsdóttir.
Um samvistir og afkomu þeirra
Jóns og Nellýjar má segja að giftan
hafi fylgt þeim alla tíð. Heimilið var
alla tíð á Miðhúsum, börnin urðu sjö
og Itafa þau myndað sín eigin hcim-
ili, þar af munu a.nr.k. þrír synir
þeirra vcra bændur í Álftaneshreppi.
Jón og Nellý voru glæsiieg hjón
bæði í útliti og í allri frantkomu. Jón
var mikill húmoristi, og gat liann
gert hversdagslega atburði að eftir-
minnilegum skemmtisögum. Eitt
sinn er Jón var á ferð á jeppanum
sínum, gaf vegkanturinn sig. svo bíll
Jóns valt og lenti á toppnum, en mun
ckki hafa skemmst neitt. Vegfarandi
einn sem kom þar að var mjög
óhress íyrir Jóns hönd og hafði orð
á óhappinu við Jón. Pá svaraði Jón:
„Nú væri gott að smyrja bílinn.
þegar hjólin snúa upp."
Jón var söngmaður góður og var
því jafnan sjálfkjörinn forsöngvari.
hvort sem var í fjölskyidufagnaði
eða í gleðskap með sveitungum
sínunt.
Jón og Nellý sóttu oft spilakvöld
sem haldin voru i Borgarnesi á
vegum Framsóknarfélags Mýrasýslu
og létu sinn hlut í keppninni ekki
eftir liggja. Eitt sinn hlutu þau
aðalvinninginn, ferð fyrir þau bæði
til Mallorca. Pau nutu ferðarinnar
vel. Jón sagði síðar frá ferðinni á
spilakvöldi við góðar undirtektir
áheyrenda, enda nutu frásagnar-
hæfileikar Jóns sín vel og var mikið
hlegið.
Nú hafa þau Miðhúsahjónin bæði
lokið sínu ævistarfi. Við sent höfum
liaft afþeim kynni, eigum eftirgóðar
minningar, sem ylja munu okkur
ævikvöldiö.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Halldór E. Sigurðsson.
Ílllllillll BÓKMENNTiR í
EFNILEGIR
HÖFUNDAR
Flogið stjórnlaust,
Upp úr sandkassanum,
smásögur og Ijóð,
Útgáfufélag framhaldsskólanna,
Rvk. 1988.
Dálítið er víst orðið um liðið
síðan þessi bók kom út, en í henni
er úrval af skáldskap nemenda í
framhaldsskólum landsins, smásög-
ur og Ijóð. Ég viðurkenni að ég er
ekki nákunnugur aðdragandanum
að tilurð bókarinnar. en samkvæmt
frétt, sem fylgdi með henni hingað á
Tímann, efndu Útgáfufélag fram-
haldsskólanna og Ríkisútvarpið
saman til Ijóða- og smásagnakeppni
í fyrravor. Urn innsent efni dæmdu
Flildur Bjarnadóttir fréttamaður og
rithöfundarnir Einar Kárason og
Sjón. Hefur sú dómnefnd verðlaun-
að hér fjórar sögur og þrjú ljóð.
Þctta er önnur bókin sem Útgáfufé-
lagið sendir frá sér; hin kom fyrir
tæpum tveimur árum með hliðstæðu
efni úr fyrri keppni og nefndist
Kjaftæði.
Það dylst engum að hér eru hressi-
legar og um margt forvitnilegar bók-
menntir á ferðinni. Úr hópi skóla-
skálda hafa líka þjóðskáldin löngum
komið, og má sem best vera að
einhverjir höfundar, sem hér birta
sín fyrstu verk, eigi síðar eftir að láta
verulega að sér kveða hér í bók-
menntunum. Að minnsta kosti verð-
ur ekki annað sagt en að hér sé nóg
af hugkvæmni og frískum og óvana-
legum hugmyndum.
Þó dylst það heldur ekki að hér er
töluverður og reyndar mjög áber-
andi munur á smásögum og Ijóðum.
Svo er skemmst frá að segja að
smásögurnar, tíu talsins, mega nán-
ast allar kallast áhugaverðar, hver á
sinn hátt. Það er áberandi samkenni
þeirra að höfundarnir reyna allir
greinilega að leita út á einhver þau
mið sem lítt eða ekki hafa verið sótt
áður. Þeir reyna að leita eftir hug-
myndum og inn í hugmyndaheima
sem ekki hefur verið sinnt í bók-
menntunum hér. Þeini tekst vissu-
lega nokkuð misjafnlega, eins og við
er að búast, og skortur á stílögun og
vandvirkni í meðferð máls er einnig
á stöku stað til dálítilla lýta. En hitt
fer þó ekki á milli mála að hér er
slegiö á ferska strengi og nýstárlegir
tónar á ferðinni. Slíkt hlýtur að vera
af hinu góða.
Aftur á móti eru Ijóðin í bókinni
nrun dauflegri sem heild. Skóla-
skáldin héryrkja áberandi innhverft.
og ekki verður séð að umheimurinn
höfði í marktækum mæli til þeirra.
Þvert á móti leita þau t ljóðum
sínum inn á við, inn í drauma- og
tilfinningaheima, og skortur á fornr-
skyni er einnig áberandi. Þctta er þó
vissulega ekki nema í fullum takti
við það sem helst má kalla tísku í
ljóðagerð hér þessi misserin og
stendur henni greinilega talsvcrt fyr-
ir þrifum, svo að máski er ekki
sanngjarnt aö áfellast skáldin hér
fyrir þetta. En hitt fer þó ekki á milli
mála að í ljóðunum hér er alls ekki
sami ferskleikinn og í smásögunum.
Fremst í bókinni fer sagan sem
hlaut fyrstu verðlaunin, Ólga í
sjumpanum eftir Sigurgeir Orra Sig-
urgeirsson. Að vísu hefur mér ekki
tekist að finna út hvað orðið
„sjampi“ þýðir. en þetta er eigi að
síður vel sanrin saga sem gerist
jöfnum höndum á jörðu niðri og á
astralplaninu, meira og minna í
návist Guðs almáttugs. Segir þar frá
baráttu þjóns hans eins við að ná til
sín aðstoðarmanni við uppvask, og
verður víst ekki annað sagt en að þar
sé frjóu hugmyndaflugi beitt til hins
ýtrasta og af umtalsverðri fimi.
Sagan sem hlotið hefur önnur
verðlaun er eftir Sindra Freysson og
nefnist Kattardansinn. Hún er að
ýmsu leyti hefðbundin að formi, en
í henni er býsna haganlega fléttað
Upp úr £íiodkassönura
CJrr Ktihjartt. l<m ppp
saman lýsingu á vindsveip og draum-
sýnum stúlku ásamt minningum
hennar um föður sinn.
Þriðju verðlaun hafa svo skipst á
milli tveggja sagna. Önnur nefnist
Uppgjör Ijóss og mvrkurs og er eftir
Guðmund Frey Úlfarsson. Sú saga
leynir býsna drjúgt á sér þrátt fyrir
heldur einfalt fornt, en hún gerist
inni í einhverri ótímasettri framtíð-
arveröld, í hópi unglinga sem það
eitt bíður að verða teknir af lífi. Hin
heitir Á elleftu stundu og er eftir
Sigurð H. Pálsson. Þar segir frá
verndarengli ásamt amstri hans í
daglegum störfum sínum, og er þar
nokkuð haglega fléttað saman þrem-
ur samstæðum frásögnunt í eina
söguheild.
Og allar eru sögurnar þarna raun-
ar áhugaverðar, svo að Ijóst er að úr
vöndu hefur verið að velja fyrir
dómnefndina. En þó ekki sé nema
fyrir smásögurnar hérna er Ijóst að
þessi litla bók hefur átt fullt erindi á
prent. Ég sé í henni töluverðan
umbrotavilja, en slíkt er alltaf, þegar
öllu er á botninn hvolft, helsta
skilyrðið fyrir framþróun bókmennt-
anna og fyrir því að hér á landi haldi
yfirleitt áfram að koma út áhuga-
vekjandi skáldskapur. Það fer ekki
á milli mála að hér eru á ferðinni
ýmsir býsna efnilegir lausamálshö-
fundar og lofa góðu. - esig
t
Maðurinn minn
Stefán Ögmundsson
prentari
er látinn.
Elfn Guðmundsdóttir.
Auglýsing um
sumarafleys-
ingastörf
Sumarafleysingafólk óskast til starfa viö fangelsin
á höfuðborgarsvæðinu.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. apríl n.k.
Fangelsismálastofnun ríkisins, 30. mars 1989.
Helga Proppé
er látin.
Lúðvík Kristjánsson,
Véný og Vésteinn.
t
Minningarathöfn
um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
Stefaníu Þorvaldsdóttur
Fossgeröi, Beruneshreppi
verður í Kópavogskirkju miðvikudaginn b. apríl kl. 13.30.
Jarðsungið verður frá Beruneskirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
b-arnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
Sigurvin Einarsson
fyrrverandí alþingismaöur
verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30.
Jörína Jónsdóttir
RafnSigurvinsson Elín Sigurvinsdóttir
Sólveig Sveinsdóttir Sigurður Eggertsson
Einar Sigurvinsson Björg Sigurvinsdóttir
SigrúnLárusdóttir Kolfinna Sigurvinsdóttir
ÓlafurSigurvinsson Sverrir M. Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um
Huldu Árdísi Stefánsdóttur
fyrrv. skólastjóra
fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl næstkom-
andi og hefst kl. 13.30.
Útför hennar verður gerð frá Þingeyrakirkju laugardaginn 8. apríl og
hefst kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Þingeyrakirkju eða
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Kirkjan hefur gíróreikning 49543,
en safnið 49535 í Landsbanka íslands (aðalbanka).
Guðrún Jónsdóttir og Páll Líndal
Hulda Sigríður, Anna Salka, Stefán Jón, Bára og Páll Jakob
Þórir Jónsson og Sigríður Guðmannsdóttir
Jón Guðmann og Margrét.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, frænda og vinar
Þórðar Sigurðssonar
Undralandi.
Hallfríður Jónsdóttir
Sigurður Jónsson
Bjarni Sigurðsson
Elsa Bjarnadóttir.