Tíminn - 04.04.1989, Qupperneq 16
16 Tíminn
lllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK
Draumar í lit
l'riðjudaginn 4. apríl frumsýnir leiklist-
arklúbbur Fjölbrautaskólans Breiðholti,
Aristofanes, nýtt íslenskt leikrit eftir
Valgeir Skagfjörð í leikstjórn Hjálmars
Hjálmarssonar. Sýnt verður í hátíðarsal
skólans.
Lcikritið Draumar í lit fjallar um pilt,
Kjartan Hlöðversson, Ijóðskáld og laga-
höfund hljómsveitarinnar „Sighvatur brá
sér bœjarleið". Tónlist skipar stóran sess
í leikritinu og er hún mestöll eftir Hjálmar
Hjálmarsson leikstjóra, en textar eftir •
Valgeir Skagfjörö.
Með aðalhlutverk fara: Jóhann G.
Jóhannsson, Friðborg Jónsdóttir og
Valdimar Halldórsson, en alls eru um
tuttugu lcikarar og aðstoðarfólk.
Sýningar verða aðeins 7 til að byrja
með.
Vinningar í POLYGLOT
Dregið var úr innsendum miðum í
tungumálaspilinu POLYGLOT hjá Borg-
arfógetaembættinu í Reykjavík 28. mars
sl. Alls bárust yfir tvö þúsund nöfn í
HAPPAGLOT leiknum.
Fyrsti vinningur, sem var ferð fyrir tvo
með Flugleiðum til Orlando, Florida,
hlaut Ólöf Lilja, Þórufelli 4, Reykjavík.
Annan og þriðja vinning, sem var
HEXAGLOT tungumálatölva, hlutu
Davíö, Búi og Hjörtur Halldórssynir,
Tjarnarlundi I7B, Akureyri og Guðný
Guömundsdóttir, Jörundarholti 202,
Akranesi.
Fundur Kven-
félags Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund
þriðjudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Sjó-
mannaskólanum. Spilað verður bingó.
Félagsfundur J.C. Nes
J.C. Nes heldur 8. félagsfund starfsárs-
ins, sem jafnframt er kjörfundur, í dag
þriðjudaginn 4. apríl kl. 20:30 að Lauga-
vegi 178 III hæð.
Félagar eru hvattir til að mæta og sýna
samstöðu með viðtakandi stjórn.
-----------------\
Ci'ðar veislur enda vel!
Afmæli
Gyða Bergþórsdóttir, Efri-Hrepp,
Skorradalshreppi verður 60 ára fimmtu-
daginn 6. apríl. Hún og eiginmaður
hennar, Guðmundur Porsteinsson, taka á
móti gestum í Brún, Bæjarsveit, laugar-
daginn 8. apríl kl. 21:00-24:00.
Fyrirlestur um skjalastjóm
Félag um skjalastjórn efnir til fyrirlest-
urs um skjalastjórn þriöjudaginn 4. apríl
kl. 16:30-18:00 í Kristalsal Hótels Loft-
leiöa. Fyrirlesari veröur William Ben-
edon, CRM, deildarstjóri viö Lockheed
Corporation í Kaliforníu og prófessor viö
Ríkisháskóla Kaliforníu í Los Angeles.
William Benedon nefnir fyrirlesturinn
„Promoting Records Management: A
case study in assuring continued manage-
ment support“. Hann er ókeypis og opinn
öllum meðan húsrúm leyfir.
Fyrirlestur í
Kennaraskólahúsinu
Priöjudaginn 4. apríl flytur Steinar
Steinsson skólastjóri fyrirlestur á vegum
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála er nefnist: Nýjar leiðir í
verkmenntakennslu og iðnfræðslu.
Fyrirlesturinn veröur haldinn í Kenn-
araskólahúsinu viö Laufásveg og hefst kl.
16:30. öllum heimill aögangur.
SÚM-sýning á Kjarvalsstöðum
SÚM hópurinn hefur nú starfað í rúma
tvo áratugi. Nú er sýning á vegum SÚM
í Kjarvalsstöðum, og lýkur henni 9. apríl.
Á Kjarvalsstöðum er opið daglega kl.
11:00-18:00.
Minningarkort Styrktarsjóðs
barnadeildar Landakotsspítala
Styrktarsjóður barnadeildar Landa-
kotsspítala hefur látið hanna minningar-
kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir
myndlistarmaður og kennari teiknaði
fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir
selja minningarkortin:
Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar-
apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapó-
tek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Ár-
bæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts,
Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek,
Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn.
Blómaverslanirnar; Burkni, Borgarblóm.
Melanóra Seltjarnamesi og Blómaval
Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrif-
stofu og barnadeild Landakotsspítala.
Eftir einn
-ei aki neinn
yUMFERÐAR
RÁÐ
BÍLALEIGA
meó utibu allt í knngurti
landiö, gera þer mögulegt
aö leigja bil á emum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bilaleiga Akureyrar
Þriðjudagur 4. apríl 1989
ÚTVARP/SJÓNVARP
e
Rás I
FM 92,4/93,5
Þriöjudagur
4. apríl
6.45 Veðurfregnir. Bæn. séra Yrsa Þórðardóttir
flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni.
Frettayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugrein-
um dagblaðanna að loknu frettayfirliti kl.
8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn - „Agnarögn“ eftir Pál H.
Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir
og höfundur lesa (8). (Einnig útvarpað um
kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 í pokahorninu. Sigríður Pétursdóttir gefur
hlustendum holl ráð varðandi heimilishald.
9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi. Umsjón:
Einar Kristjánsson.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðar-
dóttir. (Einnig útvarpað á miðnætti).
11.53 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Streita. Umsjón: Steinunn
Harðardóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Riddarinn og drekinn"
eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson
þýddi. Viðar Eggertsson les (2).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir
spjallar við Magnús Ólafsson sem velur upp-
áhaldslögin sín. (Einnig útvarpað aðfaranótt
sunnudags að loknum frettum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Mannréttindadómstóll Evrópu. Umsjón:
Guðrún Eyjólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá 22.
mars sl ).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Meöal efnis er bók vikunnar
„Hetjan frá Afríku' eftir N. Hydén, i þýðingu
Magnúsar Davíðssonar. Umsjón: Kristin Helga-
dóttir.
17.00 Fréttir.
17.03Tónlist á síðdegi - Liszt, Kodaly og
Brahms - Pianókonsert nr. 1 i Es-dúr eftir
Franz Liszt. Sviatoslav Richter leikur með
Sinfóniuhljómsveit Lundúna; Kirill Kondrashin
stjórnar. - „Páfuglinn", tilbrigði um ungverskt
þjóðlag eftir Zoltan Kodaly. Sinfóníuhljómsveitin
í Búdapest leikur; György Lehel stjórnar. -
Ungverskir dansar nr. 3 i F-dúr og nr. 4 í fís-moll
eftir Johannes Brahms. Gewandhaus-hljóm-
sveitin í Leipzig leikur; Kurt Masur stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tiikynningar.
19.32 Kviksjá - Skáldið með trompetinn. Friðrik
Rafnsson ræðir um franska djassgeggjarann*og
rithöfundinn Boris Vian. (Einnig útvarpað á
föstudagsmorgun kl. 9.30).
20.00 Litli barnatíminn - „Agnarögn“ eftir Pál H.
Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir
og höfundur lesa (8). (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Kirkjutónlist - Gounod, Britten og Mend-
elssohn - „Ó, helgi lausnari" eftir Charles
Gounod. Jessye Norman syngur með Konung-
legu Filharmóníusveitinni i Lundúnum; Sir Alex-
ander Gibson stjórnar. - „Sinfonia da Requiem"
(sinfónísk sálumessa) eftir Benjamin Britten.
Sinfóniuhljómsveitin i Birmingham leikur;
Simon Rattle stjórnar. - Sónata i d-moll op. 65
nr. 6 eftir Felix Mendelssohn. Peter Hurford
leikur á'orgel Dómkirkjunnar i Ratzeburg í
Vestur-Þýskalandi.
21.00 Kveðja að norðan. Úrval svæðisútvarpsins
á Norðurlandi í liðinni viku. Umsjón: Kristján
Sigurjónsson og Þröstur Emilsson. (Frá Akur-
eyri)
21.30 Utvarpssagan: „Heiðaharmur“ eftir
Gunnar Gunnarsson. Andrés Björnsson les
(12).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrit: „Dægurvísa*1 eftir Jakobínu Sig-
urðardóttur. Þriðji og lokaþáttur: Kvöld. Leik-
stjóri: Briet Héðinsdóttir. Útvarpshandrit: Höf-
undur og leikstjóri. Leikendur: Gísli Alfreðsson,
Margrét Guðmundsdóttir. Helga Bachmann,
Steinunn Jóhannesdóttir. Sigurður Skúlason,
Þórhallur Sigurðsson, Guðrun Alfreðsdóttir.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Sigurður Karlsson,
Petur Einarsson, Sigriður Hagalin. Kristín Jóns-
dóttir. Karl Stefánsson, Helga Harðardóttir,
Guðmundur Pór Guðmundsson og Skúli Helga-
son. (Áður flutt í júlí 1974). (Einnig útvarpaö nk.
fimmtudag kl. 15.03).
23.25 Tónskáldatími. Guðmundur Emilsson kynn-
ir íslenska tónlist. Jónas Tómasson - síðari
hluti.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðar-
dóttir. (Endurtekinn frá morgni).
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
FM 91,1
12.20 Hadegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar
Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist.
14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkkiog leikur ný
og fín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Auður
Haralds talar frá Róm. - Hvað gera bændur nú?
16.03 Dagskra. Dægurmálaútvarp fyrir þa sem
vilja vita og vera meö. Stefán Jón Hafstein,
Ævar Kjartansson og Sigríöur Einarsdóttir. -
Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda-
þjónustan kl. 16.45. - Stórmál dagsins milli kl.
17 og 18.
18.03 Þjóðarsálin. Þjóöfundur í beinni útsendingu.
Málin eins og þau horfa við landslýð. Sími
Þjóðarsálarinnar er 91 38500.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum
flytjendum.
20.30 Útvarp unga fólksins. Vernharður Linnet
verður við hljóönemann.
21.30 Hátt og snjallt. Enskukennsla á vegum
Fjarkennslunefndar og Málaskólans Mímis.
Annar þáttur.(Einnig útvarpað á fimmtudags-
kvöld kl. 21.30).
22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass
og blús.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúfl-
ingslög" i umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að
loknum fréttum kl. 4.00 ílutt brot úr dægurmála-
útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum
kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISUTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur
4. apríl
18.00 Veistu hver Amadou er? Annar þáttur.
Amadou er litill strákur frá Gambíu sem býr i
Noregi og i þessari mynd er fylgst með honum
á afmælisdaginn hans. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. Þulur Hallur Helgason. (Nordvision
- Norska sjónvarpiö)
18.20 Freddi og félagar. (Ferdi) Þýsk teiknimynd
um maurinn Fredda og félaga hans. Þýðandi
Óskar Ingimarsson. Leikraddir Sigrún Waage.
18.50 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkorn - endursýndur þáttur frá 22.
mars. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 íslandsmótið í dansi. Frjáls aðferð. Endur-
sýndur þáttur frá 1. apríl.
19.54 Ævintýri Tinna.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson.
20.55 Á því herrans ári 1972. Edda Andrésdóttir
og Árni Gunnarsson skoða atburði ársins i nýju
Ijósi.
22.00 Óvænt málalok. (A Guilty Thing Surprised).
Fyrsti þáttur. Bresk sakamálamynd í þremur
þáttum gerð eftir sögu Ruth Rendell. Leikstjóri
Mary McMurray. Aðalhlutverk George Baker og
Christopher Ravenscroft. Lik ungrar stúlku
finnst úti í skógi og tekur Wexford lögregluforingi
málið að sér. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson.
23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok.
smt
01.10 Vökulögin.
7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Jón
Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend-
um.
9.03 Stulkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún
kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur.
Afmæliskveðjur kl. 10.30.
11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir
það sem neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
Þriðjudagur
4. apríl
15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt-
ur. New World International.
16.30 Krydd i tilveruna. A Guide for the Married
Man. Gamanmynd um hamingjusamlega giftan
mann sem ákveður að halda framhjá eiginkon-
unni. Aöalhlutverk: Walter Matthau, Inger
Stevens, Robert Morse, Sue Anne Langdon,
Lucille Ball, Jack Benny, Art Carney, Joey
Bishop, Sid Ceasar, Jayne Mansfield, Terry-
Thomas o.fl. Leikstjóri: Gene Kelly. Framleið-
andi: Frank McCarthy. 20th Century Fox 1967.
Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Sýningartimi
85 mín. Lokasýning.
18.00 Feldur. Foofur. Teiknimynd með íslensku
tali um heimilislausa en fjöruga hunda og ketti.
Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Leikraddir: Arn-
ar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Saga Jóns-
dóttir og Sólveig Pálsdóttir.
18.25 Elsku Hobo. The Littlest Hobo. Á næstu
þriðjudögum verða sýndir þættirnir með hinum
vingjarnlegahundit Hobo, sem er ávallt reiðubú-
inn að aðstoða þá sem eru hjálpar þurfi.
Aðalhlutverk: Hobo. Glen-Warren.
18.55 Myndrokk. Góðblandaaf tónlistarmynd-
böndum.
19.1919.19. Fréttir og fréttaumtjöllun, ibrottir og
veður ásamt fréttatengdum innslögum.
20.30 Leiðarinn. Umsjón: Jón Óttar Ragnarssor..
Stöð 2.
20.45 íþróttir á þriðjudegi. Blandaður þáttur með
efni úr ýmsum áttum. Umsjón Heimir Karlsson.
21.40Hunter. Vinsæll spennumyndaflokkur. Pýð-
andi: Ingunn Ingólfsdóttir. Lorimar.
22.25 Jazz. Chet Baker. Útlitið minnir á James
Dean og hljóðfæraleikurinn á Bix Beiderbecke.
Trompetleikarinn Chet Baker fæddist árið 1929
og hefur viða komið við á ferli sínum. í þættinum
koma fram sérstakir aðdáendur Chet Bakers,
þeir Van Morrison og Elvis Costello sem syngur
þrjú lög.
23.25 Fjarstýrð örlög. Videodrome. Illskeytt of-
sóknarvera býr i sjónvarpsþætti og er þeim
krafti gædd að ná tangarhaldi á þeim sem koma
fram í þættinum. Aðalhlutverk: James Woods
og Deborah Harry. Leikstjóri: David Cronen-
berg. Universal 1982. Sýningartími 90 mín. Alls
ekki við hæfi barna.
00.45 Dagskrárlok.