Tíminn - 12.04.1989, Side 3

Tíminn - 12.04.1989, Side 3
Miðvikudagur 12. apríl 1989 Tíminn 3 Málverkum fyrir um milljón stoliö: Listræningi á ferð á bænum Þúfu í Kjós Brotist var inn í íbúðarhúsið að bænum Þúfu í Kjós, á aðfaranótt fimmtudags sl. og þaðan stolið 14 málverkum og blýantsteikningum, og gamalli forláta peningakistu. Eigandinn Eiríkur Óskarsson hefur heitið því að veita þeim sem geta gefið upplýsingar, sem Ieitt gætu til þess að málið upplýsist leirljóst trippi og fóðrun á því fram að tamningu. Myndirnar sem hér um ræðir eru tvær eftir Gunnar Örn, tvær eftir Magnús Kjartansson, ein eftir Bjarna Ragnars, ein eftir Sverri Ólafsson, tvær eftir Hauk Hall- dórsson og ein eftir Braga Ásgeirs- son. Um er að ræða málverk, blýantsteikningar, klippimyndir og raðmyndir af regnhlífum eftir Elías. Engar skemmdir voru unnar innandyra, fyrir utan það að hurð- arkarmur á útidyrahurðinni brotn- aði, þegar þeir sem hér voru að verki brutu sér leið inn í húsið. Eiríkur sagði í samtali við Tím- ann að innbrotið hefði komist upp um fjögurleitið á fimmtudag, þegar kunningi hans kom til að gefa hestum sem þarna eru. „Það var ekkert annað gert en hurðin brotin upp og myndirnar teknar af veggj- unum og bornar út, auk gamallar peningakistu úr járni. Það var ekkert í henni nema eldgamlar gylltar hárrúllur sem lokuðust þar inni einhverntíman," sagði Eirík- ur. Hann sagði að þjófarnir hefðu ekkert skilið eftir sig, en þó hafi verið för eftir barðabreytt trillitæki fyrir utan og hann taldi líklegt að það væri eftir bíl af milligerð, Scout, Bronco eða einhvern slíkan. „Stórar myndir sem þarna voru, höfðu verið teknar niður og líklega bornar út, en síðan inn aftur þar sem þær hafa ekki komist inn í bílinn. Þetta er jafn vitlaust og að stela kerlingu. Það kemst upp um leið ef reynt verður að selja mynd- irnar. Þetta er eitthvað það alvitl- ausasta sem hægt er að gera,“ sagði Eiríkur. Aðspurður sagði hann að sér væri ekki kunnugt um að einhver hefði orðið ferða var, þeir hafi líklega komið unr miðja nótt. Eir- íkur sagðist álíta að verðmæti myndanna væri um ein milljón króna og væru þær tryggðar. Hins vegar vildi hann hann sem minnst um verðmæti myndanna segja, þar sem RLR sæi um þá hlið málanna. „Ég er náttúrulega eini maðurinn sem gæti stolið þessu og hagnast á því, þar sem fyrir alla aðra er þetta tómt píp, svo að maður botnar ekkert í þessu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur hefur safnað málverkum í um 15 ár og á hann um 40 myndir í dag og sagði hann þetta mikinn missi. „Ég vil auðvitað helst fá myndirnar aftur en ekki peninga, því ég er ekkert að safna þeim til að græða á þeim, enda græðir maður ekkert á því að safna myndum,“ sagði Eiríkur. Aðspurður sagði Eiríkur það vera ónotalegt að ekkert væri látið í friði. Maður þyrfti helst að hafa allt í geymslu, svo manni geti liðið vel. „Þetta er svo heimskulegt, það fer mest í taugarnar á mér. Það er ekki einu sinni hægt að selja mynd- ir erlendis, því íslenskir listamenn, seljast ekki erlendis nema að fjór- um til fimm gömlum undanskildum og þá oft fslendingar sem halda verðinu uppi. Þetta væri ekki einu sinni fyrir brennivíni og farinu aðra leiðina," sagði Eiríkur. Hann sagðist helst óska þess að sá sem hér var að verki mundi bara hringja og láta vita hvar ætti að nálgast myndirnar. „Það væri öll- um fyrir bestu, en auðvitað finnst þetta. Ég er einna smeykastur við að kjáni sem stelur myndverkum sem þessum, eyðileggi þau líka en hafi ekki vit á að skila þeim,“ sagði Eiríkur. Eiríkur hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar og leiða til þess að uppvíst verði um þjófnað- inn, leirljóst trippi og fóðrun fram að tamningu. -ABÓ Leirljósa trippið, sem Eiríkur heitir þeim er veitt getur upplýsingar sem leiða til þess að uppvíst verði um þjófnaðinn. Tímamynd i'jctur Eiríkur Óskarsson eigandi myndanna sem stolið var, stendur fyrir framan tóma veggi. Þjófurinn hreinsaði af veggnum inn eftir ganginum og í stofunni, en skildi eftir stóru myndirnar, sem líklega komust ekki í bílinn. Tímamynd Pjctur W f* Mesta atvinnuleysi frá því skráning hófst 1975: Þrefalt fleirián vinnu en í fyrra Skráð atvinnuleysi í mars var ekki minna en í febrúar, og hið mesta sem sést hefur í marsmánuði frá því skráning hófst árið 1975. Sú breyting varð aftur á móti að atvinnulausum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu en fækkaði úti á landi, sérstaklega á Suðurnesjum og Suðuriandi. Skráð atvinnuleysi í marsmánuði svaraði til þess að 2.500 manns (1.320 konur og 1.170 karlar) hafi verið án vinnu allan mánuðinn, sem er um 2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa verið skráðir 175 þúsund atvinnu- leysisdagar, eða sem svarar því að 2.700 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá alla þessa þrjá mánuði. Þetta er um þrefalt meira atvinnuleysi en sömu mánuði í fyrra og um tvöfalt meira en sama tímabil síðustu 3 ár. Vinnumálaskrifstofan bendir á að þetta gerist þrátt fyrir að ^jávarafli er víðast um land meiri heldur en t.d. á sama tíma í fyrra. Þetta er talið gefa til kynna að atvinnuleysi sé nú af öðrum toga spunnið heldur en venjulega á þess- um árstíma. Stöðug fjölgun atvinnu- lausra á höfuðborgarsvæðinu frá ára- mótum (um 950 manns í mars) sýni að samdráttur í þjónustugreinum eigi verulegan hlut að máli. Höfuð- borgarsvæðið sker sig líka úr að því leyti að atvinnulausir karlar eru þar mun fleiri en konur (58%), öfugt við aðra staði á landinu. Mesta breytingin hefur orðið á Suðurnesjum þar sem atvinnulaus- urn fækkaði úr rúmlega 200 í 90 milli febrúar og mars. Á Suðurlandi fækk- aði atvinnulausum úr 310 í 225 manns. Þessi fækkun varð nær öll í Þorlákshöfn, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Fremur lítil breyting varð á öðrum svæðum, nema helst á Vest- fjörðum. ATVINNULAUSIR í MARS Karlar: Konur: Reykjavík 404 249 Nágrannabæir 161 152 Suðurnes 24 66 Vesturland 49 167 Vestfirðir 31 27 Norðurl.vestra 124 146 Norðurl.eystra 190 226 Austurland 107 146 Suðurland 90 135 Samtals: 1.172 1.317 Þar sem langt yfir helmingur ís- lendinga býr á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að atvinnulausir eru enn a.m.k. hlutfallslega mun fleiri víðast hvar úti um land heldur en í höfuð- borginni. - HEI SL samdi um orlofsferðir Samvinnuferðir Landsýn samdi í gær við Flugleiðir um orlofsflug launþegasamtaka til Kaupmanna- hafnar og sleit þar með viðræðum sínum við Sterling Airways sem voru langt komnar. Helgi Jóhanns- son, forstjóri SL, segir að áfram verði miðað við þau fargjöld sem auglýst hafa verið og byrjað er að selja eftir, en ferðaskrifstofan taki á sig fjártap ef útkoman verður óhagstæð þegar upp er staðið. Samningurinn nær til 1.400 sæta í áætlunarflugi til Kaupmanna- hafnar og er eingöngu ætlaður fyrir orlofsferðir launþegasamtaka. Samkvæmt upplýsingum Tímans eru fargjöld fyrir fullorðna nokkru hærri en gert var ráð fyrir í sam- komulagsdrögum SL við Sterling, en á móti kom að barnafargjöld eru lægri í Flugleiðasamkomulag- inu. Miðað við hefðbundna sam- setningu í aldri farþega er talið að endanleg útkoma verði mjög svip- uð og fram hafði komið í samnings- drögum við Sterling. Að sögn Einars Sigurðssonar, hjá Flugleiðum, byggði samkomu- lagið á þeim viðræðum sem upp úr slitnaði milli þessara aðila í vetur þegar deila reis vegna ákæru Flug- leiða á hendur Verslunarmannafé- lagi Suðurnesja. Þessi deila hefur nú verið leyst eins og frá var greint í Tímanum í gær. KB Prestsstaða laus við Dómkirkjuna Staða annars dómkirkjuprestsins í Reykjavík hefur verið auglýst laus til umsóknar af biskupi Islands, vegna þess að sr. Þórir Stephensen hefur fengið lausn frá embætti sínu frá 15. júní nk. Umsóknarfrestur er til 3. maí nk., eins og segir í auglýsingu í Lögbirtingi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi sótt um embættið ennþá, en Tímanum er kunnugt um að a.m.k. sex prestar hafa verið orðaðir við stöðuna. Það eru þeir sr. Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, sr. Karl V. Matthíasson áSuðureyri, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sett- ur prestur í Dómkirkjunni, sr. Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir í Þykkvabæ, sr. Vigfús Þór Jónsson á Siglufirði og Sigurður Pálsson, settur prestur við Hallgrímskirkju.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.