Tíminn - 12.04.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 12. apríl 1989
FRÉTTAYFIRLIT
JERÚSALEM — Hundruö
grímuklæddra unglinga af kyn-
þætti Araba veifuöu þjóöfána
Palestínu er þeir gengu fylktu
liði um gamla bæinn í Jerúsal-
em aö hinni öldnu og helgu
mosku múslíma al-Aqsa. Til-
efniö var útför Palestínumanns
sem myrtur var af öfgafullum
Gyðingi. Morðinqinn komst'
j undan, en ísraelskar útvarps-
stöðvar hafa fengið nokkrar
I nafnlausar upphringingar þar;
sem Gyðingleg leynisamtök erj
kalla siq Sicarii segjast hafa
staðið að morðinu.
BEIRÚT — Ríkisstjórn músl-
íma í Líbanon hafnaði hjálp-
argaanasendingum Frakkaj
þar tíí frönsk stjórnvöld skýrðu I
skýrt og skilmerkilega frá þvíj
hver afstaða þeirra væri í borg-1
arastyrjöldinni í Líbanon.
Ríkisstjómin krafðist þess
einnig að tvö frönsk skip, sem
eru á leið til Beirút með hjálp-
argögn til saklausra fórnar-
lamba stórskotaliðsárása,
myndu afferma í Tripolí en þar
ráða Sýrlendingar lögum og
lofum. Hersveitir múslíma
höfðu áður hótað að skjóta á
skipin ef þau legðust að hafn-
arbökkum í Beirút þar sem
kristnir menn fara með völdin.
KABÚL — Afganskir skæru-j
liðar seajast hafa umkringt hóp
skæruliða austur af borginni
Khost og drepið að minnsta
kosti 200 skæruliða. Skærulið-
ar gerðu árás á Khost á laugar-;
dag og sögðust hafa náð þrem- í
ur hernaoarlega mikilvægum '
stöðvum á sitt vald. Knost
liggur suður af Jalalabad, em
skæruliðar hafa lagt allt í sölu-
rnar að ná þeirri borg á vald
sitt, en ekkert gengið.
AUSTUR-BERLÍN
Utanríkisráðherrar Varsjár-
bandalagsríkjanna hófu
tveggja daga fund sinn um|
eftirlit með vígbúnaði og sam- j
búð austurs og vesturs. Ekki er >
gert ráð fyrir að ráðherrarnir
komi með tímamótayfirlýsing-
ar eftir fundinn. Sévardnadse
utanríkisráðherra Sovétríkj-;
anna var fjarri góðu gamni í
upphafi fundahaldanna. Hann
var í Grúsíu að reyna að lægja
þjóðernisöldurnar sem hafa
risið helst hátt hjá þjóð hans,
Grúsíumönnum.
AÞENA — HæstirétturGrikk- j
lands frestaði um eina viku ■
umfjöllun um kröfu Bandaríkja-1
manna um að Grikkir framselji)
Palestínumann sem er í haldi!
í Grikklandi. Palestínumaður- (
inn er talinn bera ábyrgð á j
sprengjutilræði. Þúsund lög- j
reglumenn gættu Hæstaréttar j
á meðan fundað var um málið.
Liðsmenn hinnar vinstri sinn-
uðu hryðjuverkasamtaka 1.
maí komu sprengju fyrir á hei-
mili hæstaréttardómara á mán-
udag og sögðu engan dómara
í Grikklandi óhultan á meðan ]
Mohammed Rashid væri í
haldi.
ÚTLÖND
Þessi ungi drengur sem býr í flóttamannabúðum ■ suðurhluta Súdan er eitt fórnarlamba borgarastríðsins þar. Nú
virðist vera að þokast í friðarátt. Vonandi vænkast hagur almennings við það.
Þokast í frið-
arátt í Súdan
Viðræðum skæruliða og ríkis-
stjórnar Súdan lauk eftir fjögurra
daga fundahöld. Sættust menn á að
hittast að nýju til að binda enda á
borgarastyrjöldina í Súdan sem stað-
ið hefur í fimm ár og kostað 1
milljón manna lífið í suðurhluta
landsins.
í sameiginlegri yfirlýsingu sem
birt var eftir viðræðurnar í Addis
Ababa sagði að ríkisstjórnin og
Þjóðfrelsisher Súdan hafi samþykkt
að viðhalda þeim tengslum sem
skapast hafa og halda áfram viðræð-
um eins fljótt og auðið er.
Viðræðurnar nú komu í kjölfar
þess að ný samsteypustjórn Sadeq
al-Mahdi var sett á fót og skipaði
hún ráðherranefnd til viðræðna við
skæruliða. Á meðan viðræðunum
stóð sendi Mahdi bréf til skæruliða
þar sem skýrt var frá ákvörðun
ríkisstjórnar Súdan um að viðhalda
vopnahlésskilmálum þeim er Lýð-
ræðislegi sameiningarflokkurinn og
Þjóðfrelsisher Súdan undirrituðu á
síðasta ári, en Lýðræðislegi samein-
ingarflokkurinn á nú aðild að ríkis-
stjórninni ásamt Umma flokk
Mahdis.
Þjóðfrelsisherinn sem hefur barist
gegn stjórnarher Súdan í suðurhluta
landsins, er að mestu skipaður
kristnum Súdönum og Súdönum sem
halda tryggð við hin ævafornu trúar-
brögð blökkumanna á þessum
slóðum. Hins vegar eru múslímar í
miklum meirihluta í norðri og ráða
þeir mestu um stjórn landsins.
Sévardnadse
í Grúsíu að
lægja ólguna
Fimmhundruð rnenn voru
handteknir í fyrrinótt er þeir
brutu útgöngubann í Tiblisi
höfuðstað Grúsíu, en þar féliu
átján manns þegar hermönnum
og þúsundum mótmælenda lenti
þar saman á sunnudag. Eduarde
Sévardnadse utanríkisráðherra
Sovétríkjanna sem eitt sinn var
yfirmaður kommúnistaflokksins
í Grúsíu, enda Grúsíumaður
sjálfur. En vitnisburður þjóðar
hans hefur varla verið honum
mikið gleðiefni.
Dzhumber Patiashvili núver-
andi leiðtogi kommúnistaflokks-
ins viðurkenndi í sjónvarpsviðtali
að það hefðu verið hörmuleg
mistök að senda hermenn á móts
við göngumenn, sem voru að
mótmæla aðskilnaðarkröfum Az-
era í landamærahéruðum sem
liggja að Azerbaijan. Hann
viðurkenndi að á meðal hinna
látnu hafi verið nokkrar konur,
þar með talin ein 70 ára gömul.
Sagði hann að fólkið hefði troðist
undir þegar hermenn komu á
vettvang. Rannsóknarnefnd hef-.
ur verið sett á fót til að rannsaka
málið.
Öll skotvopn hafa verið inn-
kölluð til bráðabirgða í Grúsíu
vegna kynþáttaólgunnar til að
koma í veg fyrir hugsanlegt
blóðbað eins og raunin varð á í
Azerbaijan. 66 þúsund skotvopn
eru skráð í einkaeign í Grúsíu.
Kynþáttaólga er ekki óþekkt
fyrirbæri í Grúsíu. Þar var mikil
ólga á síðasta áratug og má rekja
vinsældir Sévardnadse meðal
annars til þess hversu vel og
skynsamlega hann tók á málun-
um 1978 og 1981 þegar allt virtist
ætla að sjóða upp úr. Því binda
Kremlverjar vonir við það að
Sévardnadse nái að lægja öldurn-
ar enn á ný.
Fílar skapa
umferðarhnút
New York búar eru alvanir um-
ferðarhnútum. En á mánudaginn
skapaðist mikill umferðarhnútur í
Manhattan af áður óþekktum orsök-
um. Það voru tuttugu og einn fíll
sem gerði sér lítið fyrir og stöðvuðu
alla umferð á áttundu tröð í Man-
hattan.
Fílarnir eru í heimsókn í New
York ásamt félögum sínum í Ringl-
ing Bros. and Barnum Bailey Circus.
Þeir tóku sér göngutúr frá Madison
Square Garden og upp í Central
Park þar sem þeir léku listir sínar
fyrir skólabörn.
Að sjálfsögðu stöðvaðist öll um-
ferð á meðan göngutúr fílanna stóð
til og frá Central Park, enda gestirnir
plássfrekir.
Fjármálahneykslið í japönsku ríkisstjórninni:
T akeshita segist flekklaus
Noburu Takeshita forsætisráð-
herra Japan sem undanfarið hefur
staðið frammi fyrir mestu þolraun
stjórnmálaferils síns vegna fjár-
málahneykslis svaraði í japanska
þinginu ásökunum sem á hann
hafa verið bornar um mútur.
Takeshita skýrði frá því að Rec-
ruit fyrirtækið sem mútað hefur
fjölda manna í japönsku stjórn-
málalífi, þar með talið náinna
samstarfsmanna Takeshita, hefði
greitt miklar fjárhæðir í kosninga-
sjóð sinn. Hann hafi hins vegar
ekki tekið við mútum og sagðist
muna sitja sem fastast í ráðherras-
tól sínum.
Takeshita sagði að fyrirtækið
hefði greitt 95 milljónir jena í
kosningasjóð stuðningsmanna
sinna árið 1987, en allar greiðslurn-
ar hafi verið opinberar og lögum
samkvæmt.
Hann sagðist þar ekki taka með
í reikninginn hlutabréf í Recruit
fyrirtækinu sem starfsmenn hans
hafi tekið við þegar fé var safnað í
borginni Morioka sama ár, þar
sem það hafi verið einkaframtak
stuðningsmanna sinna. Takeshita
undirstrikaði að hann hefði aldrei
tekið persónulega við neinum
greiðslum frá fyrirtækinu og að
hann hefði hreinan skjöld í þessu
máli.
Þrír ráðherrar í stjórn Takeshita
hafa orðið að segja af sér vegna
þessa máls og þrettán manns hafa
verið handteknir vegna fjármála-
misferlis tengdu því.
Komsomolskaya Pravda um kafbátaslysið við Bjarnarey:
Seinagangur stjórnvalda
kostaði sjóliðana lífið
Seinagangur sovéskra yfirvalda að
tilkynna um eldsvoðann í kjarnorku-
kafbátnum sem sökk við Bjarnarey
á föstudaginn varð til þess að mun
fleiri sjóliðar fórust en annars hefði
orðið. Þetta kemur fram í Komsom-
olskaya Pravda málgagni æskulýðs-
fylkingar sovéska kommúnista-
flokksins í gær.
í blaðinum kemur fram að ef
Sovétmenn hefðu tilkynnt slysið fyrr
og farið fram á hjálp Norðmanna við
björgunarstörf hefðu að líkindum
flestir hinna fjörutíu og tveggja sjó-
liða er fórust bjargast. Kom fram í
frétt blaðsins að einungis fjórir sjó-
liðar hafi farist í baráttunni við
eldinn, en flestir hefðu króknað úr
kulda.
Björgunarskip Sovétmanna voru
um átta klukkustundir á leið til
slysstaðarins 100 sjómílum suðvest-
ur af Bjarnarey. Björgunarsveitir
Norðmanna hefðu verið mun fyrr á
staðinn og getað bjargað einhverjum
þeirra er króknuðu úr kulda.
Tass fréttastofan skýrði frá hetju-
dáð skipherrans á kafbátnum í um-
fjöllun sinni um slysið á mánudag.
-Þegar hann var við það að yfir-
gefa skip sitt, leit hann til baka og sá
sjóliða berjast við að losa sig frá
einni útgöngulúgu kafbátarins. Skip-
herrann hjálpaði sjóliðanum að losa
sig um það bil sem kafbáturinn sökk
í ískaldan sjóinn, sagði í frétt Tass.
-En eftir að skipherrann hafði eytt
kröftum sínum í baráttuna við að
halda kafbátnum á floti og að bjarga
skipsfélaga sínum, lést hann frammi
fyrir félögum sínum.