Tíminn - 15.04.1989, Side 2

Tíminn - 15.04.1989, Side 2
2 Tíminn ■'vt ♦ ♦ ♦V iVt 68fe‘. rr»qt' íf VjOfili'if.nijrj j Laugardagur 15. apríl 1989 Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, um viðræður við iðnaðarráðuneytið um „RARIK-vandamálið“ og jöfnun heildsöluverðs: Vill beintengingu við Landsvirkjun Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði á 6. ársfundi hennar, sem haldin var í Viðeyjarstofu í gær, að það væri í anda Landsvirkjunar að öllum almenningsrafveit- um verði gert kleyft að kaupa raforku í heildsölu eftir sömu gjaldskrá, hvar sem þær væru staðsettar á landinu. Til að ná því takmarki kæmi tvennt til greina að mati stjórnar Landsvirkjunar. Annars vegar að Landsvirkjun kaupi eða leigi viðkomandi flutningslínur og aðveitumannvirki af Raf- magnsveitum ríkisins, ellegar að dreifiveiturnar yfirtaki sjálfar þessi mannvirki af Rarik og komist þannig í beint samband við Landsvirkjun. Sagðist Jóhannes hafa miklar efa- semdir um þá tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að Rafmagnsveitur ríkisins verði sameinaðar Lands- virkjun til að losna við Rarik sem millilið. Efasemdirnar byggir stjórn- arformaðurinn á því að þá væri hlutverk Landsvirkjunar orðið tvíþætt, þ.e. hún tæki auk núverandi verkefna að sér hlutverk dreifingar- aðila um stóran hluta landsins. Eftir að byggðalínukerfið var risið og Landsvirkjun hafði tekið yfir rekstur þess kerfis, hlyti að verða ýtt undir þá þróun að rafveiturnar á hverjum stað komist í bein viðskipti við Landsvirkjun án milligöngu Raf- magnsveitna ríkisins. Gegn sameiningu RARIK og Landsvirkjunar Virtist stjórnarformaðurinn í ræðu sinni helst hallast að því að með sameiningu dreifiveitna í ein- stökum landshlutum með aukinni aðild viökomandi sveitarfélaga megi komast hjá vaxandi miðstýringu al- menna dreifikerfisins. Sagðist hann vona að viðræður sern nú væru hafnar milli Landsvirkjunar og iðn- aðarráðuneytisins, með nýlegu bréfi frá ráðuneytinu, muni leiða til far- sællar niðurstöðu í þessu máli er komið geti til famkvæmda strax á næstu árum. Lag í áliðnaði Þá ræddi Jóhannes cinnig þá kosti sem nú er verið að skoða varðandi aukningu orkufreks iðnaðar á ís- landi. Þarsem hagkvæmnisathugun- um væri nú nýlega lokið og benti allt til þess að bygging nýs 185.000 tonna álvers væri lakari kostur en áður var talið og stafaði það af hækkandi stofnkostnaði. Gæti því stækkun ál- versins í Straumsvík um 120.000 tonn allt cins vel komið til greina. Nú væri á það að líta að íslendingum er í hag að vera nálægt stórum og tollfrjálsum markaði í V-Evrópu, en á því svæði muni raforkuverð vafa- laust fara hækkandi í framtíðinni. Sagði Jóhannes það skoðun sma að uppbygging áliðnaðar ásamt tilheyr- andi virkjunarframkvæmdum væri við núverandi aðstæður, ein vænleg- asta leiðin til að tryggja aukið atvinn- uöryggi og betri lífskjör hér á landi næsta áratuginn. Góð rekstrarafkoma í ársskýrslum Landsvirkjunar koma fram að erlend langtímalán hennar hafa ekki numið lægra hlut- falli af erlendum langtímalánum ís- lands í langan tíma. Þetta hlutfall er tæplega 25% á síðasta ári en var t.d. ríflega 31% árið 1983. Þessi staða hefur m.a. náðst með endurfjár- mögnun lána og batnandi kjörum á Framsóknarfélögin í Garðabæ og Hafnarfirði Steingrímur Hermannsson Jóhann Einvarðsson Níels Árni Lund Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Hverfisgötu 25, Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. apríl kl. 20.30. Ávörp flytja: Steingrímur Hermannsson Jóhann Einvarðsson og Níels Árni Lund. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgar- spítalans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í aðaldreifiskápa og stjórnbúnað. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 18. apríl gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 9. maí 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frtkirkjuvegi 3 - Simi 25800 erlendum lánsfjármörkuðum. Einn- ig mætti benda á þá miklu hækkun sem fékkst við endurskoðun á raf- orkusamningi við ÍSAL árið 1984. Samhliða þessu hefur verið unnið að því að bæta reksturinn að sögn stjórnarmanna, og treysta innra skipulag. I heild gekk rekstur Landsvirkjun- ar vel á síðasta ári þrátt fyrir að illa áraði í flestum greinum atvinnu- rekstrar á íslandi. Dæmi um grósk- una má nefna að sala til almennings- veitna jókst um 9,39% milli áranna 1987 og 88 og sala til stóriðju jókst um 5,58%. 1988 var fimmta árið í Jóhannes Nordal í ræðustól í gær. röð sem endaði réttu megin við núllið í uppgjöri og skilaði reyndar rúmlega 186 milljóna rekstrarhagn- aði. Landsvirkjun átti rúmlega 46,1 milljarð í eignum í árslok og varð breyting á handbæru fé virkjunar- innar jákvæð um tæplega 300 millj- ónir króna á síðasta ári. Þess má geta að 73% allra gjalda (um 3.1 milljarður króna) fór í að greiða TímamyndrÁrni Bjarna vexti og afskriftir. Miðað við byggingarvísitölu lækk- aði meðalverð raforku til almenn- ingsrafveitna um 1,2% að raungildi og um 10,9% til Áburðarverksmiðju ríkisins. Meðalverð hækkaði hins vegar um 24,6% til íslenska álfélags- ins hf. og um 8,9% til íslenska járnblendifélagsins hf. KB Tugmilljóna tjón varö í eldsvoða á Skagaströnd í fyrrinótt: ÍBÚAR VAKTIR UPP MEÐ GJALLARH0RNI Gífurlegt tjón varö í elds- voða, þegar plastbátaverk- smidjan Mark hf. á Skaga- strönd gjöreyöilagöist í eldi í fyrrinótt. Slökkviliðið á Skagaströnd var kallað á staðinn um klukkan hálf fjög- ur og þegar að var komið var mikill eldur í húsinu, sem er um 500 fermetra stálgrindar- hús. Þar sem mikill reykj- armökkur lagði yfir íbúða- hverfi var tekið á það ráð að senda fólk með gjallarhorn til að vekja íbúa upp við Suðurveg og I'únbraut, sem þegar voru ekki vaknaðir. Að sögn Magnúsar Ólafssonar slökkviliðsstjóra vöknuðu nokkrir íbúar upp við sprengingar og þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur út um þak og glugga í helmingi hússins, á norður- og suðurhlið þess og fjölmargar sprengingar kváðu við, þegar kósangas- og asintonbrús- ar sprungu. Magnús sagði að þeir hefðu verið búnir að ná tökum á eldinum eftir um einn og hálfan tíma, og slökkvistarfi lauk um sjö- leytið. „Eldhafið var mikið og hitinn gífurlegur, þannig að stálgrindin ein- faldlega lagðist bara inn, í þeim enda sem eldhafið var þ.e. í austur- Hér má sjá rústir smiðjuhússins sem Mark hf. var með starfsemi sína í. Tímamynd Jón Jonsson endanum. Vesturendinn stendur enn, þar sem skrifstofan og kaffistof- an var, en þar brann einnig allt sem brunnið gat, eins og í hinum hluta hússins," sagði Magnús. Hann sagð- ist telja að eldtungurnar sem stóðu upp úr húsinu hafi á tíma náð allt að 10 metra hæð. { húsinu var nær fullbúinn skrokk- ur af 15 tonna bát og annar skrokkur af um 7 tonna bát. Þá brunnu einnig mót af stýrishúsum, auk ýmissa véla og tækja, auk tilbúins báts sem stóð fyrir utan, upp við suðurhlið hússins. Mat manna á tjóninu sem þarna hefur orðið er ekki undir 30 miiljón- um króna. Aðspurður sagði Magnús að íbúð- arhús hefðu ekki verið í hættu, þar sem um 200 metrar væru í þau, en vélageymsla sem er í um 20 metra fjarlægð hafi verið í hættu, fyrst í stað. „Eigandi hennar sprautaði vatni á skemmuna til að kæla hana, á meðan við dempuðum mesta eld- inn í verksmiðjuhúsinu, enda gekk neistaflugið yfir skemmuna og eld- glæringar teygðu sig í átt til hennar," sagði Magnús. Eldsupptök eru ókunn og var lögreglan við vettvangsrannsókn í gær. Um 10 manns hafa starfað hjá Marki hf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem brennur hjá fyrirtækinu, því fyrir um þremur árum brann hús- næði það sem fyrirtækið var þá í. - ABÓ Leiðrétting Mistök urðu f myndatexta í frétt Tímans í gær þar sem greint var frá að nú nýverið hefði Glób- us hf. afhent þrjú þúsundasta Zetorinn, sem hefur verið mest selda dráttarvélin á íslandi, nú síðast 1988.-Kaupendurdráttar- vélarinnar, Erlendur Eysteinsson og kona hans Helga Búadóttir bændur á Stóru-Giljá í Austur- Húnavatnssýslu tóku á móti vél- inni og voru þau leyst út með gjöfum frá ístékk h.f. og Moto- kov. Réttur myndatexti er á þessa leið: F.v. Þórður H. Hilmarsson forstjóri Glóbus, fulltrúi Moto- kov verksmiðjanna, Helga Búa- dóttir, Erlendur Eysteinsson og Árni Gestsson stjórnarformaður Glóbus.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.