Tíminn - 15.04.1989, Síða 12
24 Tíminn
Laugardagur 15. apríl 1989
Suðurnesjamenn
VORHÁTÍÐ
Vorhátíð Framsóknarfélaganna í Keflavík verður haldin í
Glaumbergi (K.K. sal) föstudaginn 21. apríl og hefst kl.
19.30. Verð kr. 1.500,-
Steingrímur
Jóhannes
Dagskrá: Ávarp, Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál.
Einsöngur, Guðmundur Sigurðsson við undirleik Gróu
Hreinsdóttur.
Góður matur - Happdrætti o.fl.
Sérstakir gestir verða Steingrímur Hermannsson og
Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Guðný
Gunnarsdóttir, Níels Árni Lund og Kristjana Benedikt-
dóttir.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Nánari upplýsingar og miðapantanir
Drífa - 13484 Skúli - 15410 Gunnar.
símum: 13764
Sunnlendingar!
Guðmundur Bjamason
Ómar Ragnarsson
VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁmessýsluverður
19. apríl n.k. í Hótel Selfoss.
Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðisráðherra og frú.
Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson
kitlar hláturtaugamar.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram
á sumar.
Húsið opnað kl. 20.00.
Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega.
Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum:
31139 Guðfinna
33763 Halla
21170 Sigrún
21048 Gísli
34636 Sturla
Hvernig viljum við standa að for-
skólastiginu - leikskólastiginu fyrir
uppvaxandi æsku?
Fundur verður haldinn ( Nóatúni 21, mánudaginn 17. apríl nk. kl.
18.00.
Fundarefni: Guðrún Alda Harðardóttir kynnir hugmyndirsem uppi eru
um nýtt skólastig.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SUF
Létt spjall á laugardegi
Á laugardagsmorguninn 15. apríl n.k. kl. 10.30, hiitumst við í Nóatúni
21 og röbbum um það sem efst er á baugi í pólitíkinni, flokksstarfinu,
stöðunni I kjaramálunum og ýmislegt fleira.
Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að mæta.
Fulltrúaráðið.
VETTVANGUR
IIIIIIMI
illll
Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda:
Kartöflubændur, kaup-
menn og prófessorar,
eða: þarf að flytja inn fleira en kartöflur?
Verslunin sækir á
í Verslunartíðindum, 4. tbl.
1988 er fjallað um smásöluálagn-
ingu á landbúnaðarafurðir. f>ar eru
færð rök fyrir því að hún sé alltof
lág og þurfi að hækka verulega ef
það á að borga sig að selja þessar
vörur. Sagt er að álagningin sé að
jafnaði um 17% en þurfi að hækka
í um 31%. Hér er hvorki um að
ræða meira eða minna en yfir 80%
hækkun á smásöluálagningu sem
málsvarar verslunarinnar færa rök
fyrir að hún þurfi á að halda til að
það borgi sig að selja vörurnar.
Samkvæmt þessum útreikningum
þyrfti smásöluálagning á kartöflur
að hækka úr 17 kr/kg í 31 kr/kg.
Samt á að vera hægt að selja þær á
35 kr. út úr búð, með söíuskattí.
Hér er eitthvað sem ekki stemm-
ir.
Það ber allt að sama brunni sem
fyrr. Ef hægt er að selja erlendar
kartöflur með mun minni álagn-
ingu en fslenskar, þá er líka álagn-
ingin á þær íslensku of há. Ef hún
er ekki of há, þá mun álagning á
aðrar vörur hækka til að verslunin
haldi sömu tekjum og neytandinn
stendur í sömu sporum og áður,
með tóma budduna.
Þetta er verðugt íhugunarefni
fyrir prófessora.
Jóns þáttur Ásbergssonar
Samkvæmt grein hagfræðipróf-
essorsins í Morgunblaðinu frá því
22. mars er forstjóri Hagkaupa,
Jón Ásbergsson viðskiptafræðing-
ur, heimild hans fyrir því verði sem
„kaupmenn hafa sagst ntundu
geta...“
Jón Ásbergsson hefur í þessari
umræðu lýst því yfir að hann gæti
bætt hag neytenda um 2 milljarða
króna með því að flytja inn kartöfl-
ur, egg og kjúklinga (og selja
líklega allt í gegnum Hagkaup).
Fyrir ári síðan var hann á sömu
buxunum, en þá ætlaði hann að
lækka matarreikning þjóðfélagsins
um 700 milljónir með því að flytja
inn kjúkling. Hann tók það þá ekki
með f reikninginn að ársneysla
kjúklinga kostaði á þeim tíma ca
700 milljónir þannig að hann hefði
þurft að gefa neytendum alla kj úkl-
ingana til að ná settu marki. Fyrr-
greinda tölu fékk forstjórinn út
með því að áætla neyslu kjúklinga
1000 tonnum hærri en hún er í raun
og veru (2.400 tonn í stað 1.400
tonna). Það er nú með hliðsjón af
fyrri reiknikúnstum og blekkinga-
leik að þessar fullyrðingar hans eru
léttvægar metna.
Hitt er svo annað mál að það er
ekki laust við að það fari um mann
léttur hrollur þegar þjóðhetjan
hann Jón birtist í sjónvarpsauglýs-
ingu með kartöflurekkann í baksýn
og mælir eftirfarandi setningu:
„íslensk vara er gæðavara og
íslensk vara er íslensk atvinna".
Á sama tíma og hann kemur
fram í þessu landsföðurlega hlut-
verki rær hann að því öllum árum
að hefja innflutning á kartöflum og
þar með svipta kartöflubændur at-
vinnu sinni. Það er svo þegar hægri
höndin veit ekki hvað sú vinstri
gjörir.
Þversögn í málflutningi
neytendasamtakanna
Varla er hægt að fjalla um verð
á kartöflum án þess að minnast
aðeins á Neytendasamtökin. Þau
hafa lengi bent á mikinn milliliða-
kostnað við vinnslu og dreifingu
afurða í hefðbundnum búgreinum
og telja brýna þörf á að þar verði
hagrætt, fyrirtæki sameinuð og náð
á þann hátt fram sparnaði sem eigi
að skila sér í lækkuðu vöruverði.
Nú má vera að hagræðingar sé þörf
við vinnslu og dreifingu hefðbund-
inna búvara. En á þetta er minnst
vegna þess að þegar rætt er um
sömu hluti við vinnslu og dreifingu
kartaflna, kjúklinga og eggja, þá
ersamruni fyrirtækja, skipulagning
Síðari grein
og hagræðing hin verstu mál. Þá er
einokunardraugurinn vakinn og
umræðan kemst á slíkt steinaldar-
stig að með eindæmum er. Það er
því líkast þegar minnst er á sam-
vinnu og skipulagningu við afsetn-
ingu þessara afurða, að samtökin
sjái fyrir sér í hverju horni hið
svívirðilegasta samsæri framleið-
enda sem hefur að markmiði að
hafa sem mest fé af kaupendum.
Hægt er að skilja sjónarmið
verslunarinnar að hún setji sig á
móti skipulagningu á heildsölu-
stigi, en erfiðara er að átta sig á
þeirri þversögn sem birtist í mál- ■
flutningi Neytendasamtakanna
þegar það sem talið er nauðsynlegt
á einum stað er fordæmt á öðrum.
Yfirklór prófessorsins
Prófessorinn hefur haldið því
fram að innflutningsbann á kartöfl-
ur kosti neytendur 800 milljónir
kr. á ári. Hann hefur gefið það í
skyn til að auka áhrifamátt orða
sinna að þessar 800 milljónir renni
einvörðungu til kartöflubænda
með því að slá því fram að hugsan-
legt væri að greiða hverjum og
einum hinna 100 kartöflubænda 8
milljónir í skaðabætur ef þeir hættu
framleiðslu kartaflna. Sem ótvírætt
dæmi um hver skilningur er lagður
í málflutning þennan má nefna
frétt í DV þann 16. mars þar sem
það er fullyrt í framhaldi af viðtali
við prófessorinn að HVER KART-
ÖFLUBÓNDI FÁI 8 MILLJÓN-
IR Á ÁRI. Fullyrðingunni er slegið
upp, ekki einu sinni heldur tvisvar.
í grein sinni þann 22. mars reynir
prófessorinn að klóra yfir óþverr-
ann með því að segja að auðvitað
sé ekki verið að gefa 1 skyn að
hver bóndi hagnist um 8-10 millj-
ónir á ári, heldur hafi þessu einung-
is verið slegið fram sem viðmiðun.
Þetta er aumlegt yfirklór. Prófess-
orinn hefur í reynd ráðist hat-
rammlega á kartöflubændur með
óvönduðum málflutningi sínum og
slíkt yfirklór breytir ekki fyrri
orðum.
Þarf að flytja inn
fleira en kartöflur?
Það velur sér hver mótstöðu-
mann eftir getu og smekk. Hag-
fræðiprófessorinn hefur valið þann
kostinn að nota þá bændur sem fást
við kartöflurækt hérlendis sem
dæmi um óráðsíu, óstjórn og sóun
almannafjár í þjóðfélaginu. Hann
tekur ræktun kartaflna hérlendis
sem dæmi um óeðlilega sérhags-
munahollustu sem standi t vegi
fyrir eðlilegum efnahagsframför-
um og haldi niðri h'fskjörum al-
mennings. Hér er stungin tólg svo
um munar.
Það hefur verið sýnt fram á hér
að framan að forsendur prófessors-
ins standast ekki, hann sleppir að
minnast á veigamikil atriði eins og
t.d. söluskatt sem eru hverjum
neytenda augljós og hefur ekki
kynnt sér grundvallaratriði í þessu
máli. Staðreyndir málsins eru því
aðrar en látið hefur verið í veðri
vaka. Því hefur ekki verið haldið
fram að ekki megi finna ódýrari
kartöflur erlendis en þær sem fram-
leiddar eru hérlendis. Hins vegar
er í hæsta máta eðlilegt að beita
hliðstæðum verndaraðgerðum
hérlendis gagnvart innlendri land-
búnaðarframleiðslu og gert er í
öllum nálægum löndum. Sérstaða
okkar sem eyþjóðar gerir það að
verkum að það væri mjög óeðlilegt
ef stjórnvöld tryggðu ekki eftir
megni tilvist þeirrar matvælafram-
leiðslu sem möguleg er. Á það ber
að minna að það er að mörgu leyti
dýrt að vera íslendingur, þótt svo
að kostir þess séu aftur á móti
ótvíræðir.
Hitt er svo alveg rétt hjá prófess-
ornum að ekki er sama hvað vör-
urnar kosta. En annaðhvort þekkir
hann ekki betur til efnisatriða í því
sem hann hefur hafið máls á eða
hann kemur fram sem málpípa
innflutningsaðila sem eru hags;
munaaðilar í þessari umræðu.
Hvorugur kosturinn er góður fyrir
þann sem gegnir stöðu prófessors í
hagfræði við Háskóla íslands. Til
þeirra sem gegna slíku embætti eru
gerðar meiri kröfur en annarra um
fagleg vinnubrögð, óhlutdrægni og
málefnalega umræðu, og því er
tekið mikið eftir því sem þeir láta
frá sér fara. Tilvitnanir prófessors-
ins í pennastriksaðferðina marg-
frægu eru svo kórónan á sköpunar-
verkinu.
í framhaldi af þessu öllu er rétt
að velta fyrir sér hvort ekki væri
þörf að flytja inn fleira en kartöfl-
ur, fyrst þær eru taldar óvinur
þjóðfélagsins nr. 1. Er ekki rétt að
athuga með innflutning á hagfræði-
prófessorum, sem gætu lagt alvöru
innlegg í þjóðfélagsumræðuna.
Ekki virðist af veita.
Hagfræðingur sem vildi láta til
sín taka þar sem um munaði mundi
e.t.v. beina athygli almennings að
einhverjum eftirtalinna atriða:
Hvað um vaxtaokur bankanna á
undanförnum árum í skjóli vaxta-
frelsis?
Hvað um þrefalt dreifingarkerfi
olíufélaganna?
Hvað um lífeyrissjóðina 150?
Hvað um heildsalana sem eru
fleiri en allir sjómenn á landinu?
Hvað um ranga gengisskráningu
sem var hagstæð innflutningsaðil-
um og saug ásamt vaxtaokrinu allt
blóð úr aðalatvinnuvegi þjóðarinn-
ar, sjávarútvegnum?
Hvað um offjárfestingu í verslun
á höfuðborgarsvæðinu sem kallar á
80% hækkun álagningar á land-
búnaðarvörur?
Það er víða sem þarf að reikna.
P.S. Þegarundirritaðurskrifaðist á
við Þorvald Gylfason, hagfræði-
prófessor við Háskóla íslands, á
síðastliðnu sumri um landbúnað-
armál, þá þakkaði ég honum sér-
staklega fyrir málefnalega um-
ræðu. Þau orð tek ég aftur.