Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 6. maí 1989 STEYPT NIÐURFÖLL, RISTAR, KARMAR OGLOK i Sérsteypum einnig annaö eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SÍMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA FLUGMÁLASTJÓRN Laus staða Staða slökkviliðsstjóra í slökkviþjónustu Flugmála- stjórnar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri á 2. hæð í flugturni Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Samgönguráðuneytinu fyrir 26. maí 1989. Flugmálastjóri. Bændaferð til V-Þýskalands Ákveðið hefur verið að bæta einum hópi við í bændaferð til V-Þýskalands. Farið verður 10. júní og komið heim 24. júní. Það eru örfá sæti laus. Hafið samband sem allra fyrst. Upplýsingar um verð og ferðatilhögun hjá Stétta- sambandi bænda í síma 91-19200 eða á skrifstof- unni í Bændahöllinni. W í'WM i 'b L ^ ifjftrhT**'1' s T f y- JvLfK U Jósku heiðarnar voru ekki álitleg- ar til búsetu, en þó álitu menn að þar væri meiri bjargræðisvon en undir snæviþöktum og eldspú- andi fjöllum Islands. JÓTLANDS- HEIDAR nokkurt árabil fékk hugmyndir um brottflutning íslendinga til Dan- merkur til umræðu. Skjöl um álit einstakra nefndarmanna eru ekki varðveitt nema í dæmi Þorkels Fjeldsteðs, sem gerði skriflega grein fyrir afstöðu sinni. Hann reyndist á sama máli og Skúli Magnússon. Porkell taldi flutning óhagkvæman og kostnað við að framfleyta íslensk- um sjúklingum, gamalmennum og börnum í Danmörku meiri en hér á landi. Svo virðist sem aðrir í Lands- nefndinni hafi talið þetta sjónarmið rétt og Rentukammerinu var til- kynnt að nefndin gæti ekki stutt tillöguna um brottflutning. í fram- haldi af því hafa dönsk stjórnvöld fallið frá hugmyndinni. Átti að flytja alla íslendinga eða aðeins hluta þeirra? Lengi vel deildu íslenskir fræði- menn um það hvort frásagnir á bókum um brottflutning allra Islend- inga til Jótlandsheiða væru á rökum reistar. Þorkell Jóhannesson sagn- fræðingur taldi söguna um fyrirhug- aðan flutning allra íslendinga al- ranga, og Sigfús Haukur Andrésson skjalavörður taldi hana ekki byggða á skjallegum gögnum heldur aðal- lega á hviksögum. Efasemdarmenn bentu á að sagan hefði á st'num tíma hentað vel í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, en þar fyrir yrði hún ekki að traustri sögulegri staðreynd. Heimildarmenn að sögunni um brottflutning allra íslendinga voru fram á síðustu ár fjórir: Hannes Finnsson, Magnús Stephensen, Jón Espólín og Jón Sigurðsson. Allir víkja þeir þó aðeins lítillega að henni. Hannes Finnsson segir í bók sinni Mannfækkun af hallærum, sem Lær- dómslistafélagið gaf út 1796: „1784 var komið fyrir alvöru í cal að sækja allt fólk úr landinu til Danmerkur og gjöra þar af því nýbýlunga.“ Magnús Stephensen segir á ann- álskveri frá 1808 að veturinn 1783- 1784 hafi komið til tals að þjóðin yfirgæfi landið með allt sitt hafur- task. Jón Espóltn segir í Árbókum sínum (1854) að til tals hafi komið „að flytja allt fólk úr landi hér, og setja niður í Danmörku, og var nær staðráðið.“ Eru mikilvæg skjöl glötuð? Enginn þessara þriggja manna tiltekur neinn áfangastað, en sagan um að íslendingum hafi staðið til boða búseta á Lyngheiði á Jótlandi er komin frá Jóni Sigurðssyni for- seta. Við vitum ekki hvaðan hann hefur þá heimild sína. Hugsanlega hefur hann þekkt álitsgerð Skúla Magnússonar, og eins má vera að hann hafi stuðst við skjal eða skjöl sem eru glötuð, eða enn ókomin í leitirnar. Á meðan að skjalleg gögn um fyrirhugaða flutninga allra Islend- inga til Jótlandsheiða fyrirfundust ekki virtust rök manna eins og Þorkels Jóhannessonar og Sigfúsar Hauks Andréssonar sannfærandi. Sigfús taldi óframkvæmanlegt að flytja 40 þúsund manns héðan á skömmum tíma og skapa þeim að- stöðu í Danmörku. Slíkt hefði og verið andstætt stefnu dönsku stjórn- arinnar því að með þvf hefði hún látið landið laust handa hverjum sem vildi. Sigurður Líndal og Jóhannes Nordal, sem einnig kvöddu sér hljóðs um þetta deilumál, töldu aftur á móti að treysta mætti orðum Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensens. Jóhannes skrifaði t.d. í formála að endurútgáfa bókar Hannesar að ótrúlegt væri að Hann- es færi með „fleipur eitt um svo alvarlegt mál, og það í ritum Lær- dómslistafélagsins aðeins nokkrum árum eftir að atburðimir gerðust.“ Álitsgerð Skúla sannar fiutningshugmyndina Álitsgerð Skúla Magnússonar, sem kom fyrst f leitirnar fyrir nokkr- um árum, hefur nú staðfest þessa skoðun. Af henni verður ekki önnur ályktun dregin en að hugmyndir um að flytja jafnvel 10-20 þúsund íslend- inga hafi komið til alvarlegrar um- ræðu árið 1784. Að líkindum hafa þessar umræður að mestu verið óformlegar og ekki verið talin ástæða til að færa nema fátt til bókar um þær. Þó er hugsanlegt að skjöl þar að lútandi séu glötuð eða sem ólíklegra er, ókomin í leitirnar. Sennilega hefur umræðan verið tak- mörkuð við embættismenn og ekki orðið almenn með þjóðinni, líkleg- ast hefur allur þorri manna ekki frétt af henni fyrr en hún var löngu dottin upp fyrir. Hitt er svo annað, og raunar ekki síður forvitnilegt, umhugsunarefni hvernig fyrir íslenskri þjóð væri komið ef af fjöldaflutningunum hefði orðið fyrir tveimur öldum. Hvers konar samfélag hefði myndast á Lyngheiði á Jótlandi? Hverjir byggju nú á íslandi? Án nokkurs vafa hefðu fólksflutningarnir getað orðið örlagaríkir fyrir sögu þjóðanna í Norðurálfu. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Félagsfundur! Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund mánudaginn 8. maí kl. 20.30 á Hótel Sögu, Átthagasal. Fundarefni: Nýgeröur kjarasamningur. Félagsmenn eru hvattir til aö mæta á fundinn. Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluverði. Bólsturverk, Kleppsmýrarvegi 8. Sími 91-36120.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.