Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 8
18 Laugardagur 6. maí 1989 T HELGIN TÍMANS RÁS Eysteinn Sigurðsson Itl Ljósvakinn er ekki til Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur, átti áhugaverðan greinarstúf í Morgunblaðinu nú í vikunni. Þar fjallar hann í örstuttu máli um orðið „ljósvaki". Eins og allir vita er það allfast í ntáli okkar að nota orðalagið „á öldum ljósvakans“ þegar við ræð- um um útvarpssendingar. Páll bendir hins vegar á það að út frá ströngustu kenningum í náttúru- fræði standist þetta orðalag þó ekki nú á dögum, og þá ekki heldur hitt að tala um „ljósvakafjölmiðla" eða „Ijósvakamiðla" sem mörgum er orðið tamt í seinni tíð. Bendir hann réttilega á að í hugunt flestra sé orðið „útvarp“ nú orðið samheiti um hljóðvarp og sjónvarp, enda nái útvarpslög yfir bæði þessi fyrir- bæri. Pað var annars víst ekki minni ntaður heldur en Jónas Hallgríms- son sem bjó til orðið „Ijósvaki" snemma á öldinni sem leið. Var það þýðing hans á orði scm víða er til í nálægum tungum og heitir til dæmis „æter“ í dönsku og „ether" í ensku. Á þeim tíma voru náttúru- vísindi skentmra á veg komin en þau eru nú, og þá munu menn hafa verið þeirrar skoðunar að eitthvert efni fyllti upp í allt rúmið á milli hnatta himinhvolfsins. Eftir þessu efni bærist síðan Ijósið, sem og aðrar rafsegulbylgjur. Með öðrum orðum voru menn þá að velta því fyrir sér hvort alheimurinn væri ekki fylltur ein- hverju því efni sem gerði Ijósinu kleift að berast eftir því, til dæmis frá sólu og til jarðar. Um þetta efni notaði Jónas hið bráðfallega orð ljósvaki, þ.e. efni sem gerir ljósinu mögulegt að berast áfram, vekur Ijósið. Þessari kenningu um tilveru Ijós- vakans mun síðan hafa verið hrundið, og að því er Páll segir í grein sinni var það sjálfur Albert Einstein sem það gerði. Eftir stendur þá orðið ljósvaki eitt og því líkast sem allsnakið, því að efnið, sem það átti að tákna, reyndist svo alls ekki vera til þegar öll kurl komu til grafar. Örlög orðanna vilja stundum vera býsna kyndug. Sjálfur verð ég þó að segja það eins og er að mér yrði persónulega eftirsjá að orðinu Ijósvaki ef það þyrfti að hverfa út úr íslenskri tungu. Þaðerhljómfagurtogvekur líkt og ósjálfrátt upp í hugum okkar hugmyndir um eitthvert það efni sem fylli upp í tómarúmið allt umhverfis jörðina og kveiki þar Ijós. Þó að þetta efni sé í raunveru- leikanum ekki til þá finnst mér samt að við ættum að reyna að viðhalda orðinu Ijósvaki. Pað á ekki síst við í orðasambandinu „á öldum ljósvakans"; í því felst í rauninni býsna vel gerð og skáldleg líking. Þar er því lýst líkt og í sjónhendingu hvernig útvarps- bylgjurnar berist til okkar í gegn- um loftið í kringum okkur, svona ekki ósvipað og öldur á vatni. íslensk tunga yrði óneitanlega sýnu fátækari eftir ef þessu orðalagi yrði alfarið ýtt til hliðar. Að því er líka að gæta að tungumál eru ekki dauð verkfæri heldur lifandi samskiptamiðlar fólks. Á því sviði á að ríkja frelsi, og meðal annars eiga menn að hafa leyfi til að bregða undir sig betri fætinum í málfarslegum efnum þegar sá gállinn er á þeim. Sjálfur nota ég oft orðalagið á öldum ljósvakans, og mér fellur vel að nota orðið ljósvakamiðill. Aftur er ég ekki tiltakanlega hrif- inn af orðinu Ijósvakafjölmiðill, og má það þannig mín vegna hverfa Jónas: Ljósvakinn rcyndist ekki vera til. fyrir ætternisstapa. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að í mörgum tilvikum geta orðin útvarp eða útvarpsstöð haft nákvæmlega sömu merkingu og orðið ljósvakamiðill, og þá komið í stað þess, en samt sem áður þætti mér eftirsjá í að missa það. Ég hef orðið var við að ég er ekki einn um þessa skoðun á orðinu ljósvakamiðill, heldur eru fleiri sama sinnis. Og þar hljóta að liggja einhverjar ástæður að baki. Trúlega ræður þar einhverju sú ntynd sem orðið ljósvaki vekur ósjálfrátt upp í huganum þegar það er notað. Einhvers konar efni sem fyllir upp tómið úti í geimnum og gefur okkur ljós og yl. Það skyldi þó ekki vera að þar lægju að baki, svona niðri í undirmeðvit- undinni hjá okkur, einhvers konar hugrenningatengsl við sól og hita. Svona svipað og fólk er að sækjast eftir í sólarlandaferðum. Og það þrátt fyrir það þó að menn viti fullvel að ljósvakinn sé alls ekki til. Líka er að því að gæta að orðið miðill verður að teljast ákaflega vel viðeigandi í þcssu sambandi. Það er af þeirri tegund sem oft er talað um sem gegnsæ orð í ís- lensku, til dærnis skylt sögninni að miðla, nafnorðinu miðlun og fleiri svipuðum. Með öðrum orðuni þá er ljósvakamiðill tæki sem færir okkur efni í gegnum loftið, og þannig í hugum manna af hinu góða. Og þar með er raunar komið býsna nálægt skáldskap og þeim lögmálum sem þar gilda. Eitt hlut- verk skáldskapar er að spila á tilfinningalíf lesenda og höfða til einstakra atriða í undirmeðvitund þeirra. Góð skáld þurfa nefnilega að vera góðir sálfræðingar líka. Og Jónas var gott skáld, en hann var líka náttúrufræðingur. Ég not- aði grein Páls Bergþórssonar sem tilefni að þessari hugleiðingu, og í henni nefnir Páll það að náttúru- fræðingurinn Jónas hafi látið í ljós efasemdir um raunverulega tilvist ljósvakans þegar hann lét orðið frá sér. En það var skáldið Jónas sem bjó til orðið en ekki náttúrufræð- þingurinn. Þó að Ijósvakinn hafi sem fyrirbæri ekki staðist dónt framþróunar náttúruvísindanna þá hefur orðið samt reynst lífseigt. Kannski það sé vegna þess að í því sé í rauninni töluverður skáldskap- ur? Jónas var nefnilega býsna gott skáld. Eysteinn Sigurðsson. GETTU NÚ Myndin, sem fyigdi spurningu okkar á þessum stað í síðasta helgarblaði var af Grenjaðarstað, og verður ekki öðru trúað en að margir þeir, sem lagt hafa leið sína um vegi landsins, hafi þekkt staðinn. En núna er það vatnsfall. Hvaða fljót er það sem rennur undir brúna á mynd- inni? Kannski getur fjallið hjálpað? Einhverjir kann- ast kannski við það af ferð- um sínum. Svarið kemur eftir viku. £ CÉ C£ m B E lU d —|u)|— |/ape <=: a = cc E3 Z. 5 TjBlrlú - o — "Z Z u 0 E ■ 'C ^■lu u. o B B B « Z nlpd U <z B G ubl<c t— ^M Jt o B Cx' 2 R Lcfcqp 3 ptwK&l <x <r 2; : ■ ,«C i 2 r\ X ^prrp t- æIh^ (3 -CC |-qJu 3 ‘z. 3 h co ,«r u-\ 3 ± Jh <x 3 Ul X ■2 <c <s> pa C3 3 ■z. •3 ^■otsiH J\uí * b V- H r-. ■Z æJHx gx a.m^\ O fc- <r. I I m ■ l i V > 2 !c9(j|- — 1 E3E3E EQHEEE lO <C. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.