Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. maí 1989
HELGIN
15
œ,
í þessum skúr var veðbanki
hestamannafélagsins Fáks til
langs tíma. Tímamynd:Pjetur
manns. En hvernig sem því var varið
lágu þeir allavega ekki á liði sínu við
að etja Þórði og Erni saman. Að
lokum féllust þeir á að reyna með sér
og var eitt hundrað silfurs lagt að
veði, auk heiðurs þeirra sem hvorki
meira né minna en jafngilti lífinu
sjálfu, rétt eins og þegar Oðinn atti
kappi við Hrugni.
Keppnin á Kili
I bók sinni, Faxi, lýsir Broddi
-Jóhannesson keppninni á eftirfar-
andi hátt; Þegar að Dúfunesfelli
kom, lagði Örn á gráa hestinn.
„Hvað heitir sá grái?“ spyr Vékell á
Mælifelli. „Sinir.“ Nokkrir Skagfirð-
ingar riðu að fremra fellinu, aðrir
dreifðust meðfram skeiðvellinum.
Örn og Þórir voru brátt í söðlum,
Sinir nagaði méli, Fluga stappaði
sandinn. Spretturinn hófst. Bæði
þrifu þau skeiðið rösklega, en Fluga
dró aðeins framúr á fyrstu skrefun-
um. Sinir æstist og trylltist. Áður
hafði hann aldrei verið skilinn eftir
á spretti. Örn reyni fremur að sefa
hestinn en hvetja, enda var sprett-
færið langt, en þrek hestsins dæma-
fátt. En allt kom fyrir ekki, Sinir
skeiðaði ekki, heldur stökk og prjón-
aði, en Fluga dró óðfluga undan.
Örn skildi, til hverrar vistar hann var
kjörinn. Það var forn reynsla, að
Óðinn gaf sumum sigur, en sumum
bauð hann til sín. Þótti hvor tveggja
kostur góður. Hesturinn sefaðist
brátt og varð þjáll og ljúfur í taum-
um, en Örn kaus ekki að þreyta
hann að óþörfu, því þeir áftu nú
aðra för fyrir höndum.
Þórir reið sem mest hann mátti,
með kænsku og kaupviti hafði hann
fet fyrir fet nálgast hlut frjálsra
manna, nú átti hann líf sitt og sæmd
í þessum heimi og öðrum undir
hófum skepnunnar. Hann sneri því
aftur, er að marki kom, og mætti
Erni á miðju skeiði. Hér kviknaði
fyrst hugsunin: Svona ríða Skagfirð-
ingar.
Fas manna er tvírætt og hikandi.
Það verður fátt um kveðjur og
Skagfirðingar kasta hestum sínum
suður og vestur um Hvinverjadali.
Hreiðar einn virðist skilja, að Örn
mun gjalda veð sitt, því að hann
kunni hverjum manni betur að meta
heilt hjarta. Hann gengur að Erni:
„Þegar víkingar börðust frækilega,
þótti þeim illt, ef enginn fengur kom
til skipta.“ Hann dregur gildan baug
af hendi sér og réttir Erni. Varir
Arnar titra aðeins meir en venju-
lega, þeir takast í hendur og Hreiðar
ríður eftir Skagfirðingunum.
Örn rjálar góða stund við hesta
sína og fer sér að engu óðslega, svo
stígur hann á bak, og Sinir ber hann
léttilega suður og austur sandana.
Miðnæturbjarminn leikur um þá og
heiði öræfanna fagnar þeim. Þegar
Örn kom um Hofsjökul sunnanverð-
an, geystust Árvakur og Alsvinnur á
himin og lýstu haf og hauður.
Veðgjöld Arnar, með augum
Halldórs Péturssonar, úr bókinni
Faxi.
Undir felli því, er síðan heitir
Arnarfell, áði hann í síðasta sinn.
Þar eru sæmilegir hagar, en Sinir
grípur ekki gras. Hann nýr höfðinu
að Erni, sem tekur þétt um það,
maður og hestur horfast góða stund
í augu.
Silfruð þoka brimar um jökulinn,
yfir henni er himininn heiður, blár
og djúpur. Þaðan leggur Ásbrú til
Arrtgrfells. Örn bregður handlegg á
makka hestsins, horfir til fellsins og
stígur á bak. Þar sem dýpsta sprung-
an ristir jökulinn, þeysir hann á
ásbrú.
Hvít þokan hrynur um brjóst
hestsins, blámi himinsins laugar fax
hans, en ásbrú dunar í fögnuði undir
heilhuga manni, sem ríður á fund
guða sinna.
Skipulegar veðreiðar
hér á landi
Skipulegar veðreiðar voru fyrst
teknar upp hér á landi af hesta-
mannafélaginu Fák. Árið 1927 voru
samþykkt lög sem heimiluðu félag-
inu að reka veðbanka við kappreiðar
sem haldnar voru í Víðidal. Á
hverju ári voru haldnar Hvítasunnu-
veðreiðar og einstaka sinnum á öðr-
um tímum ársins.
Ragnheiður Vilmundardóttir var
sölumaður í bankanum til fjölda
ára. „Fyrirkomulagið var þannig að
prentaðir voru veðmiðar með
ákveðnum verðgildum. Hæsta upp-
hæðin var 25 krónur, svo voru einnig
tíu og fimm króna miðar og til að
byrja með tveggja krónu miðar að
því er mig minnir. Þetta var selt út
um lúgur veðbankans og ef um
vinning var að ræða var hann auðvit-
að í samræmi við þá upphæð sem
keypt hafði verið fyrir,“ sagði Ragn-
heiður. Fyrir hverja keppni var
prentuð sýningarskrá þar sem allra
keppenda var getið og greint frá
dagskránni. Menn þurftu því að skrá
hestana nokkrum dögum áður en að
keppninni kom og áhorfendur gátu
síðan í rólegheitunum gert upp við
sig á hvaða hesta skyldi veðjað.
Spenningur var að sögn oft gríðar-
lega mikill í kringum þessar kapp-
reiðar. Einkum ef nýr hestur kom
fram á sjónarsviðið og vann óvænt.
„Menn hvöttu keppendur óspart og
svo gat orðið ansi mikið þjark að
keppninni lokinni. Það kom fyrir að
menn sættu sig ekki alveg við ósigur-
inn. Miðað við aðstæður var yfirleitt
mjög margt fólk sem sótti þessar
kappreiðar. Maður varð mikið var
við sömu andlitin ár eftir ár sem
komu kannski eingöngu vegna veð-
málanna. Það var alltaf ■ mikil
stemmning og gaman í kring um
þetta. Svo skellti fólk sér saman í
útreiðartúr á eftir og jafnvel í ein-
hvern gleðskap um kvöldið." -
Aðstaðan var til að byrja með
ekki upp á marga fiska. „Ég hef
líklega verið fyrsti kvenmaðurinn
sem vann þarna. Að minnsta kosti
fannst mér allar aðstæður benda til
þess. Hreinlætisaðstaða í skúrnum
sem hýsti veðbankann var engin.
Þarna var ekki einu sinni rennandi
vatn né annað. En úti í einu horninu
stóð brúsi og á honum trekt. Þangað
fóru karlarnir bara og léttu á sér ef
mikið lá við, en ég komst vitaskuld
ekki neitt. Þessi kofi var ekki notað-
ur undir neitt annað en veðbankann
og til geymslu á dóti tilheyrandi
kappreiðunum. Einu sinni þegar átti
að fara að hreinsa til þarna kom í
ljós að gat hafði komið á einn
lúguhlerann og maríuerla var búin
að verpa inni á borði. Það var
voðalegt vandamál. Það átti að
reyna að bjarga þessu og varsmíðað-
ur kassi sem var opinn í átt að
glugganum. En ég held nú samt að
hún hafi afrækt eggin,“ sagði Ragn-
heiður.
Gletta
Margir góðir hestar komu fram á
þessum kappreiðum Fáks. Meðal
annarra má nefna Glettu, Sigurðar
Ólafssonar. En um hana hefur mörg
vísan fallið eins og þessi sem er eftir
Einar Sæmundsen eldri.
Geysispreltur gripin Itá
Gotar léttan vóðu,
þegar Gletta þaut framhjá
þeir sem klettar stóðu.
Gletta var ættuð vestan úr Dölum,
undan fola frá Vallarnesi í Skagafirði
og hryssu frá Dunustöðum. Þaðan
fór hún til Hafnarfjarðar og síðan að
Seljabrekku þar sem Sigurður fékk
hana til meðhöndlunar. Þá þegar var
hún reiðfær en geysilega körg og
gekk milli manna þar sem enginn
taldi mögulegt að tjónka við hana.
Kom fyrir að hún lagðist niður og
neitaði að hreyfa sig en með mikilii
þolinmæði náðist kergjan úr henni,
og eftir það var Sigurður með svo að
segja öruggan sigurvegara.
Gletta átti íslandsmet í skeiði í 28
ár. „Hér áður fyrr skeiðuðu hestar
mjög lágt og höfðu ekkert framgrip.
Gletta kom fyrst fram með flugskeið
eða það sem nú er oft kallað Glettu-
skeið. Þar með varð ferðin mikið
meiri á henni. Þetta var ekki vel
þegið þá og var kallað öllum mögu-
legum og ómögulegum nöfnum, ívaf
og fleira,“ sagði Snúlla kona Sigurð-
ar en hún hefur einnig tekið þátt í
mörgum kappreiðum og unnið til
fjölda verðlauna.
Að sögn Sigurðar var mjög gaman
á þessum kappreiðum. „Það var
geysimikil spenna sem fylgdi þessu
og veðreiðarnar voru yfirleitt miklar
gleðisamkomur."
Það er öruggt að margir sjá eftir
veðreiðunum og enn fleiri hafa
aldrei kynnst þeim. Það væri því
kannski ekki svo vitlaus hugmynd að
taka þær upp aftur og glæða þannig
enn frekar áhuga landsmanna á
hestaíþróttinni. jkb
i -tjniofUb’U.i iBá-v anifi rgo í go luguoj;<g'
I
El?
BÚIB
AÐ
SKOÐA
Bíum
ÞINHI?
Síðasta tala
númersins segir
til um
skoðunarmánuðinn.
Láttu skoða í tíma
- öryggisins vegna!
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík er 672811.