Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 7
f '
Laugardagur 6. maí 1989
Ein af ástæðum fyrir því að það er
ekki almennur áhugi fyrir stjórnmál-
um er hvernig þau eru borin fram.
Það þekkist ekki hlutlaus kynning
eða fræðsla á hugsjónuni eða stefnu
flokkanna. Þó er hvergi meiri þörf á
slíku en i landi, sem er stöðugt að
taka við nýjum innflytjendum. Mað-
ur sér lítið sem ekkert um það í
blöðum en fer kunnski á mis við
eitthvað í útvarpi. Mér er þó sagt að
lítið sé um slíkt. Hver otar sínum
tota. Sá málflutningur sem mest ber
á er einskonar heilaþvottaaðferð.
En nú á víst að gera eitthvað í
málunum því einverjir vöknuðu upp
til þess að unga fólkið sent stjórn-
málamenn eiga að fá atkvæði frá í
næstu kosningum vita ekki hvað
snýr upp eða niður í stjórnmálum
landsins og suntir vissu ekki einu
sinni að til væri hlutur sem héti
stjórnarskrá.
Hcilaþvottaaðferðin, eða tilraun
til heilaþvotta kom best í ljós þegar
efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu
um það hvort ætti að breyta tiltekn-
um atriðum í stjórnarskránni eða
ekki. Engin tilraun var gerð til að
útskýra á skiljanlegu máli þau atriði
sem breyta ætti og hvað breytingin
myndi þýða í verki fyrir hagsmuni
fólks. Nei, heldur var hamast á fólki
og því sagt að segja ýmist já eða nei
vegna þessa eða hins. Ekki var það
til að bæta ástandið eða gera hluti
skiljanlegri að 32 breytingum var
komið fyrir í fjórum spurningum.
Það gerði málið enn flóknara svo
fæstir reyndu að skilja heldur sögðu
flestir nei og stjórnmálamenn hristu
höfuðin.
Segja má að það lýsi ýmsu í
viðhorfum þjóðarinnar að frétta-
menn og starfsmenn sjónvarps og
útvarpsstöðva hafa yfirleitt mun
hærri laun en stjórnamálamenn.
Það þykir sem sagt merkilegra
starf að vinna við fjölmiðla og brosa
framan í þjóðina, en stjórna landinu.
Fréttamenn brosa framan í þjóðina
og tala kannski um þrjótana sem
síðan koma á skjáinn með ábyrgðar-
svip til að segja hvað staða þjóðar-
búsins sé slæm. Eða til að segja að
Nóg er um verslanir í Ástralíu en aðeins fáir útvaldir geta þó notið
mestu dýrðarinnar af því sem á boðstólum er.
börn eigi ekki að líða fátækt eða
eitthváð annað hugnæmt. Hinsvegar
er oft löng bið eftir efndum á svo
hugnæmum loforðum.
Á þessu ári 1989 er verið að reka
áróður fyrir að innflytjendur gerist
ríkisborgarar en í Ástralíu hafa
milljón manns látið undir höfuð
leggjast að gerast ríkisborgarar, og
þar af leiðandi ekki kosið. Sumir
hafa jafnvel búið hér í fjörutíu til
fimmtíu ár og haldið í ríkisborgara-
rétt föðurlandsins. Nokkrir tugir
þúsunda innflytjenda hafa þó nú
þegar orðið við þessari áskorun og
gerst ríkisborgarar við hátíðlega
athöfn. Athöfnin við af öðlast ástr-
alskan ríkisborgararétt er mjög
formleg og fólk játar undirgcfni sína
við lög og reglur Ástralíu og veldi
Elísabetar Englandsdrottningar.
Það atriði eitt út af fyrir sig að j áta
hollustu við drottningu er ntörgum
þyrnir í augurn gagnvart því að
gerast ríkisborgarar. Stundum hefur
j verið reynt að breyta textanum en
íhaldsmenn og konungssinnar hafa
: risið gegn því og því er þessi rulla
enn við lýði.
Þessi fjöldi á vafalaust eftir að
hafa sín áhrif á næstu kosningar en
hlutlaus fræðsla unt stjórnmál er lítil
j scnt engin.
Ég hef aldrei séð stjórnmálaum-
| ræðu í sjónvarpi á þeim jafnréttis-
grundvelli sem oft hefur tíðkast í
Islandi. Er ekki viss um að stjórn-
málamenn né fréttamenn kunni með
það að fara. Mest ber á einskonar
áróðursherferð frá hverjum l'lokki
fyrir sig án góðra eða hlutlausra
málefnalegra útskýringa. Enda eru
þetta frekar auglýsingatímar þar sem
stjórnmálaflokkar þurfa að greiða
hverja mínútu dýru verði eins og
auglýsingar en fá ekkert frítt nema
þessar fáu mínútur í fréttatímum.
Þó málflutningur varðandi stjórnmál
sé oft vitlaus á íslandi á hann það þó
til að vera mun mcnningarlegri og
málefnalegri en hér.
Það að stjórnmálamenn allra
flokka gætu setið í bróðerni í sjón-
varpssal kvöldið fyrir kosningar,
drukkið kaffi og rætt málin vítt og
breitt, er óþekkt fyrirbæri hér.
Það er svo ótrúlega margt sem
maður sér og finnur að er ólíkt í
þessum tveim löndum og stundum
er erfitt að festa hendur á mismunin-
um til að útskýra hann. Mynstrið í
því hvernig fólk hugsar er oft cins og
ég orða það á hvolfi miðað við
ísiendinga. Enda er önnur þjóðin á
hvolfi á móti hinni.
Kannski það hafi áhrif hvað varð-
ar hugsanaferil fólks í hvaða afstöðu
til stjarnanna heilinn snýr.
Matthildur Björnsdóttir
Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
16. maí leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravisitölu.
1. júní leggjast dráttárvextír á lán með byggingarvísítölu.
ÞÚ SKIPULEGGUR
reksturinn á þínu heimili
Þegar kemur að afborgunum
lána er það í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
mai
var gjalddagí húsnæðíslána.
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttarvaxta,
svo ekkí sé mínnst á
innheímtukostnað.
HELGIN *
17 r * ‘
LEITAÐU
AÐSTOÐAR
FAGMANNA
Áður en þú tekur ákvörðun
um húsbyggingu eða íbúðar-
kaup, hvetjum við þig til að not-
færa þér þjónustu fasteigna-
sala, hönnuða og annarra sem
þekkingu hafa, við að áætla
greiðslubyrðina eins nákvæm-
lega og unnt er.
GREIÐSLUBYRÐI OG
GREIÐSLUGETA
Greiðslubyrðina skaltu bera
saman við greiðslugetu þína og
láta þann samanburð hafa áhrif
á hvaða ákvarðanir þú tekur.
SKYLDUR OG ÁBYRGÐ
FASTEIGNASALA
Samkvæmt lögum um
skyldur og ábyrgð fasteigna-
sala, ber þeim að gera íbúðar-
kaupendum grein fyrir
áhvílandi lánum sem
kaupendur taka við, vöxtum af
þeim, hvort lán séu verðtryggð,
hvenær greiðslum eigi að vera
lokið og hverjar eftirstöðvar eru
að viðbættum verðbótum.
NÁKVÆM KOSTNAÐAR-
ÁÆTLUN HÖNNUÐAR
Ætlir þú að byggja, er heppi-
legt að fá hönnuð íbúðarhús-
næðis til að gera nákvæma
kostnaðaráætlun.
Láttu fagmenn aðstoða þig
við að áætla greiðslubyrði
vegna húsbyggingar eða
íbúðarkaupa. Þannig eru góðar
líkur á að þú komist hjá
skakkaföllum.
HAFÐU ÞITT Á HREINU