Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 6
T 16 ■ ■ HELGIN ÞAÐER goh AÐ HAFA ÖRUGGT RAFMAGN HAFA FORGANG! ^ I RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22 Laugardagur 6. maí 1989 Tvær vikur af 38 stiga hita, sól og raka. Hvernig líst ykkur á þaö? Viljið þiðskiptaáferskum köldum andblænum sem nú fer yfir Frón og minnir á hvað nafnið þýðir. Nú eru liðnartvær heitarvikurog fólker orðið þreytt á því. Enda dugar engin loftkæling gegn raka þegar hann fer yfir visst stig. íslendingar geta þó alltaf hækkaðhitann inniog gætt þess að kuldinn næði ekki inn um rifur. Súrefnið sem þeir anda að sér er þó alltaf jafn ferskt og hvetjandi fyrir heilasellurnar. Hiti lamar heilasellur og varla um annað að ræða en leggjast fyrir! Hitinn lamar heilasellur Ég er alveg viss um að það eitt og út af fyrir sig hefur meira að segja og gera méð þá miklu sköpunar og tjáningarþörf íslensku þjóðarinnar en íslendingar gera sér grein fyrir. Það þykist ég hafa fundið út við samanburðinn. Hitinn er ekki til staðar til að bræða úr sellunum! Hér er talað um að varasamt sé að láta fólk vinna ef hitinn fer yfir þrjátíu og sjö stig og þessa dagana eru mörg börn og unglingar send heim úr skólanum um hádegi ef hitinn fer upp í þrjátíu og átta stig sem hefur verið daglegt brauð í tvær vikur. Enda eru engin loftkælingar- tæki í skólum, alla vega ekki grunn- skólum. Það þykir of dýrt. En það er ekki talið dýrt eða vafasamt að láta börnin missa svo mikið úrskóla. Velflestir vinnustaðir og verslanir hafa þó loftkælingu þannig að sval- ann leggur á móti þér þegar þegar þú kemur inn í flestar verslanir og veitingahús. Það er ekki hægt að segja að fólk sé að deyja úr athafnaþrá á slíkum dögum og þegar hitinn verður 40,6 fær íslendingur allskonar einkenni og heldur að hann sé að verða alvarlega veikur, þó hann hafi verið hér í eitt og hálft ár. En þegar hitinn fer niður í 32 stig morgunimt eftir finnur hann sér til mikils léttis að ekkert er að og verður mjög feginn og glaður. Eg hef heyrt það í gegnum bréf og blöð að vetur konungur hafi heldur betur brist á íslandi á nýju ári eftir að hann hafði verið á heimshorna- flakki undanfarna þrjá vetur og látið ýmsa finna fyrir vetri sem lítt höfðu þekkt til hans áður, en gefi þeim frí sem lengi höfðu búið við ríki hans. Það er ótrúlegt hvað veðurblíða og hálkuleysi spillir manni mikið á stuttum tíma. Eitt af því sem ég sakna ekki hót er að fara út á svelllagðar götur. Hún lifir enn í mér óttatilfinningin sem kom yfir mig þegar svo var ástatt og götur og gangstéttar borgarinnar voru ein glansandi og jafnvel blaut hella. Kalt vatn hríslaðist niður bakið á manni við að hugsa um hvað gæti gerst ef maður dytti illa á þessu gleri og þar fyrir utan var hræðilega erfitt að fóta sig. Kemur aftur „Vor í dal“? Núna finnst mér það vera eitt af því sem hægt er að flokka undir hetjudáðir íslendinga að þeir hafa lifað með þessu um aldir án þess að gefast upp og fara þangað sem hægt var að ganga öruggur árið um kring. Það þarf mikla harðneskju hugans til að mæta þessu ár eftir ár og þreyja það með þolinmæðinni í von og vissu um að „það vori“. Margir Ástralir hafa aldrei séð snjó og tal um slíkt er svipað fyrir sumum þeirra, jafn óraunverulegt og fyrir okkur ef talað er um um- hverfi á annarri plánetu. Aldrei hef ég skilið ástralska vin- konu mína betur en nú. Hún hefur búið á íslandi um margra ára skeið. En þegar hún óð krapaelginn í ökkla eða snjóinn upp í kálfa sagði hún mér að hún spyrði sjálfa sig æði oft af hverju hún væri ekki frekar í sólinni og blíðunni heima í Ástralíu. Á þessunt árum þekkti ég ekki annað en íslenska veðráttu og vetur og var jafn skilningslaus hrokagikk- ur og líklega margir aðrir landar sem vorkenndu henni ekki mikið. Fannst hún og aðrir útlendingar ekki of góðir að taka þessu fyrir að fá að búa í þessu „góða“ landi eins og oft var sagt. Þegar íslendingar sem eru svo vanir þessu og vita að „Aftur kemur vor í dal“, finnst þeim oft að þetta séu einhver furðulegheit og merki- legheit í útlendingum að vera ekki sáttir við þetta og jafnvel ánægðir. Segja jafnvel með stolti en ásökun f röddinni. Þetta hafa íslendingar búið við um aldir, hvað ætli það sé þá meira fyrir þig en okkur að þrauka þetta glöð í bragði. Þó þeir hafi kannski bölvað veðri og færð á hverjum degi. Svo miklir hrokagikkir geta þjóðir orðið varðandi það sem þær hafa vanist. En á meðan fólk þekkir annað og ef það hefur valfrelsi sér það hlutina öðrum augum. Auðvitað eru það ekki aðeins íslendingar sem verða hrokafullir varðandi hluta af þjóðareinkennum og veðurfari. Það eru Ástralir líka, en á annan hátt. Mörgum Áströlum finnst að út- lendingar sem flytja til landsins eigi að tileinka sér það sem beir kalla áströlsk gildi og viðhorf. Ástralskan hugsunarhátt. Hver hann er svo þegar grannt er skoðað er ekki alveg á hreinu, nema það sé þetta kæruleysislega viðhorf til hluta. Lítilsvirðing á menntun og öllu sem hneigist í þá átt að eiga að vera menningarlegt eða gáfulegt. Hér nýtur fólk oft virðingar í öfugu hlutfalli við slíkt. Gárungarnir sögðu fyrir nokkrum mánuðum þegar þetta var til um- ræðu að gildin væru að lifa fyrir baðströnd, útigrill, veðreiðar og fót- bolta en gefa skít í flest annað. Á yfirborðinu finnst manni stund- um að það sé sorglega satt en þegar betur er að gáð eru margir sem hafa önnur gildi og markmið í lífinu og stoltið rís hærra en til þess að bíða eftir næstu veðreiðum eða fótbolta- keppni. Stjórnmálamenn njóta lítillar virðingar Líkt og virðist vera á íslandi þessa dagana njóta stjórnmálamenn í Ástralíu lítillar virðingar. Og fer versnandi dag frá degi eftir því sem þeir klúðra meiru. Hawk flandrar í útlöndum á með- an Keating hrærir í peningakassan- um með bundið fyrir augun. Hann segir að það séu of miklir peningar til í landinu og leggur því á æ meiri skatta. Samt búa nærri 21% ástralskra barna við kjör sem eru undir fá- tækramörkum og er Ástralía næst- hæst í heiminum á eftir Bandaríkj- unum. Það eru aðallega stórkarlar eins og Bond, Fairfax og Murdoch sem eru eigendur helstu blaða og sjónvarpsstöðva sem eiga alla pen- ingana ásamt eigendum annarra stórfyrirtækja. Enda tala nýjar tölur um eignaskiptingu fjármagns í sfnu máli um það. 1% þjóðarinnar ræður yfir 20- 25% af einkafjármagni þjóðarinnar 5% ráða yfir 40-50%, og tíu prósent ráða síðan yfir 50-60%. Þá verður manni hreinlega á að spyrja er nokkuð eftir handa hinum? Á nýlegri skopteikningu af Keat- ing hafði hann orðið sér úti um sogskálar svo hann gæti gengið á veggjunum til að geta lesið línuritin á þann hátt sem hagstæðast var fyrir hann. Frá hliðarvegg var línuritið mun hagstæðara en frá gólfi! Skattarnir og hækkaðir vextir af Iánum eiga að sögn Keatings að vera til að fólk eyði ekki eins miklu í innfluttar vörur. Hann neitar hins- vegar að sjá þá staðreynd að allir þessir peningar séu í eigu örfárra fyrirtækja. Og að almennir borgarar og launþegar verði að herða sultaról- ar æ meira og margir að selja hús sín því þeir ráða ekki við afborganir Hvert háhýsið rís á eftir öðru, byggt af þeim sem vita ekki aura sinna tal á meðan hús fórnarlambanna sem ekki hafa fengið réttlátan hlut af fjársjóðnum eru seld á uppboði. Hinn almenni borgari sér ekki alla þessa peninga sem Keating er sífellt að tala um. Þeir sem eru á venjuleg- um launum greiða allt upp í helming launa sinna í skatt og ef það kemur launahækkun upp á tíu til tuttugu dollara er helmingurinn af því eða jafnvel meira tekið strax í skatt. Hér heyrir maður mikið oftar talað um sömu fjárhæð sem allir fá í launahækkun en ekki nærri eins oft prósentuhækkun sem hækkar þá hæstu mest eins og á íslandi. Þannig munar oft ekkert um þessa launa- hækkun hjá háskólamenntuðum því þeir eru flokkaðir sem hátekjumenn og greiða allt að helmingi launa sinna í skatt. Hér er staðgreiðslu- kerfi skatta og fer það eftir ýmsu hvort einstaklingar fái eitthvað endurgreitt af þeim háu sköttum sem þeirgreiða. 1 prósent af launum fer þar fyrir utan í sjúkrasamlagsgjöld en margir eru einnig tryggðir til að komast inn á einkasjúkrahús og sú trygging er greidd þar fyrir utan og er dýr. Þar með ertu ekki sloppinn við kostnað því á einkasjúkrahúsum verður þú að borga einn fimmta kostnaðar við aðgerð og alla þjón- ustu. Slíkur reikningur getur verið mikið áfall fyrir venjulega fjöl- skyldu. Nú líður að kosningum sem kannski verða seinna á þessu ári. hvað á eftir að koma út úr þeim verður fróðlegt að sjá en enginn kostur þykir góður sem í boði er. Báðir verri ef svo má segja. Svo er kosningakerfið svo flókið að jafnvel fólk sem hefur kosið áratugum saman skilu það ekki al- mennilega. Því þú kýst eftir forgangsröð. Ef þessi flokkur kemst ekki að þá vil ég þennan og ef hann kemst ekki þá vil ég þennan. Það væri fróðlegt að sjá hvernig það kæmi út á Islandi. Þar er þetta þó einfalt og auðskiljanlegt, þú kýst bara einn flokk eða engan. Hér er skylda að kjósa og fólk er sektað um 100$ ef það kýs ekki eða hefur mjög frambærilega afsökun fyrir að mæta ekki á kjörstað. Almennur stjórnmálaáhugi er ekki sá sami og á íslandi. Svo margir nenna alls ekki að standa í að hugleiða hluti eins og það hvernig þjóðarfyrirtækið er rekið. Það er ekki fyrr en stjórnin heggur að hagsmunum þeirra sem sumir fara af stað og þá hressilega með mótmæla- spjöld í hendi. Nú hefur gamla fólkið heldur betur látið í sér heyra vegna óánægju með sín kjör og hefur víst í hyggju að bjóða sig fram undir kjörorðinu „Gráa valdið".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.