Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 11
laugardagur 6. maí 1989
HELGIN
I
21
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLSAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
halda rannsókninni áfram í Findlay.
Farið var með málmleitartæki yfir
svæðið í grennd við skógarhúsið til
að freista þess að finna skothylkin.
Ekki þurfti lengi að leita við
bílastæðið uns tvö skothylki úr 25
hlaupvíddar, sjálfvirkri skammbyssu
komu í leitirnar. Þá var ljóst að
morðið hafði verið framið þar og
lögsaga málsins var send aftur til
Findlay- og Alleghenylögreglunnar.
Þegar búið var að ræða frekar við
fjölskyldumeðlimi, fóru lögreglu-
menn að taka saman drög aðskýrslu.
Síðan var ákveðið að hvílast loks og
byrja aftur að morgni.
Af krufningarskýrslunni mátti
ráða að konan hafði verið barin með
hafnaboltaprikinu, reynt hafði verið
að skera hana á háls með vinkiljárn-
inu og síðan hafði henni verið stung-
ið í bílskottið. Nokkru síðar hafði
hún svo verið skotin í höfuðið.
Áverkarnir eftir barsmíðina voru
einkum á efri hluta líkamans og
engin merki voru á höndum konunn-
ar um að hún hefði tekið á móti.
Allir voru samála um að morðinginn
hefði verið æfareiður við verknað-
inn.
Grunur um leigumorð
Faðir Freds Mayhue sagði að
sonur sinn hefði komið til sín á
mánudagskvöld og gert að dádýri en
farið um hálftíuleytið og þá líklega
heim.
Af öllu samanlögðu sem komið
var fram, var Fred Mayhue efstur á
lista grunaðra og raunar einn á
listanum að svo stöddu. Ekki myndi
þó verða auðvelt að sanna það en
það fyrsta yrði að hrekja fjarvistar-
sönnun hans.
Harlene fór frá heimili dóttur
sinnar milli 22.30 og 23.30 og heim
til hennar var 15 til 20 mínútna
akstur. Samkvæmt framburði Freds
hefði hann þá átt að vera einn heima
hjá sér. Ef enginn hefði séð hann
annars staðar yrði erfitt að hrekja
það.
Þá var tekið til við að kanna vini
og kunningja bæði Freds og Har-
lene. Fram kom að Harlene var
hæglát kona og hafði mestan áhuga
á fjölskyldu sinni, fyrirtækinu og
hestum. Allir vissu um slæmt sam-
komulag hjónanna fyrrverandi og
töldu að Fred væri líklegasti morð-
inginn.
Fred átti marga kunningja og vini
og þeir voru sammála um að hann
væri með skilnaðinn og búskiptin á
heilanum og hugsaði varla um annað
en hvemig hann tapaði sem minnstu.
Hann var sagður rólegheitamaður,
þar til nafn Harlene var nefnt, þá
umturnaðist hann. Sumir vina hans
gengu svo langt að segja lögreglunni
að þeir yrðu ekki hissa þó Fred hefði
átt þátt í dauða Harlene þó óvíst
væri að hann hefði framið morðið
með eigin hendi.
Einn úr fjölskyldunni kvaðst telja
að Fred ætti hafnaboltaprik sömu
gerðar og það í bílnum, en ekki varð
sannað að þetta væri það prik.
Vinkiljámið í bílnum reyndist hins
vegar vera af gluggasyllunni svo ekki
varð um villst og blóðið í heimreið-
inni var úr fórnarlambinu.
Meðan þessu fór fram taldist Fred
auðvitað saklaus og hann hélt áfram
að reka AMAYCO eins og ekkert
hefði í skorist.
Það fyrsta sem teljast mátti árang-
ur í rannsókninni kom fram á fjórða
degi eftir morðið. t»á var hringt til
lögreglunnar frá lögreglu í ná-
grannabæ Beavers, Rochester og
sagt að þar væri lögreglumaður að
nafni Jimmy Hardin, sem kvartaði
yfir að Fred Mayhue notaði sig sem
fjarvistarsönnun fyrir morðkvöldið.
Menn voru sendir á staðinn en á
meðan var haldið áfram að kanna
atvik sem dóttir hinnar myrtu hafði
skýrt frá. Harlene Mayhue hafði
kvartað yfir því haustið 1985 að
þjófur hefði komið á heimili hennar.
Hún hringdi til lögreglunnar vegna
ungs manns sem bað um að fá að
hringja af því bíllinn hans hefði
bilað. Hún neitaði honum um það
og lokaði dyrunum, en hringdi síðan
strax. Lögreglumaður kom þegar á
vettvang og hitti fyrir tvo unga menn
í heimreiðinni, við gamlan fólksbíl.
Við rannsókn fannst poki með
tveimur skíðahettum í aftursætinu
og lítil skammbyssa undir framsæt-
inu. Mennirnir voru handteknir.
Annar þeirra sagði við yfirheyrslur
að sér hefði verið sagt að fara í þetta
hús til að sækja ákveðna hluti sem
væru þýfi. Hinn maðurinn hefði
bara átt að koma með sér. Báðir
mennirnir voru frá Alleghenysýslu.
Ýmsir segja sögur
Lögreglumaðurinn Jimmy Hardin
kvaðst hafa verið heima hjá sér að
horfa á sjónvarp að kvöldi 15. des-
ember og þá hefði Fred Mayhue
hringt og sagt að sig vantaði bílfar,
því bíllinn sinn væri bilaður. Hardin
sótti Fred á tiltekið bílastæði og þá
sagðist hann vera að koma frá því að
gera að veiðidýri fyrir föður sinn.
Hardin sagðist hafa ekið heim til
Freds og þeir hefðu horft á knatt-
spyrnu fram undir klukkan eitt.
Áðspurður að lokum hvort hann
héldi að Fred hefði myrt Harlene,
svaraði Hardin: - Hafi hann gert
það, skal hann stikna í víti fyrir að
nota mig sem fjarvistarsönnun.
Nú kom upp sú spurning hvort
Hardin væri nógu mikill vinur Fred
til að ljúga fyrir hann. Eða var Fred
kannski að reyna að halda nafni
Hardins frá rannsókninni til að
skaða hann ekki? Þriðja spurningin
skaut líka upp kollinum og þótti
einna líklegust: Átti Harding þátt í
dauða Harlene ásamt Fred?
Daginn eftir voru yfirheyrðir fé-
lagarnir tveir sem handteknir voru
við hús Harlene 1985. Lögreglunni
fannst ekki komin nógu góð skýring
á hvers vegna þeir höfðu komið á
staðinn. Annar þeirra sagði að sér
hefðu verið boðnir peningar til að
fara þangað og sækja tiltekna hluti
sem hefði verið stolið og þá mætti
selja fyrir góðan pening.
Þá gerðist það að kvöldi 21. des-
ember að John Campbell hjá lög-
reglunni í Findlay fékk síðbúna
heimsókn. Þar var á ferð annar ungu
mannanna sem fundu líkið í bílnum.
Eftir stutta stund fór Campbell með
hann á stöðina til Wilks til að
endurtaka sögu sína.
Ungi maðurinn kvaðst hafa þekkt
Fred Mayhue síðan 1978. í júlí 1980
hefði Fred komið til sín og beðið sig
að selja fyrir hann allmikið magn af
kókaíni. Hann gerði það og fékk
1600 dollara fyrir, en áður en hann
gat skilað Fred peningunum, var
þeim stolið af heimili hans. Hann
kvaðst varla hafa þorað að segja
Fred það, en þegar hann herti upp
hugann, tók Fred því vel og sagði að
hann ætti þá inni hjá honum greiða
í staðinn.
Tíminn leið og Fred minntist öðru
hvoru á greiðann sem hann ætti inni.
Eitt sinn spurði Fred hvort hægt væri
að brenna bíl eða ganga þannig frá
honum að hann þekktist ekki eða
fyndist aldrei. Pilturinn kvaðst hafa
svarað því til að það ætti að vera
vandalaust í grennd við hús móður
sinnar, þar væru gjár og djúpir pyttir
víða í landslaginu.
- Vertu ekki hissa þó þú finnir
einhverntíma bíl f heimreiðinni hjá
þér. Þegar þar að kemur áttu að losa
þig við hann að fullu og öllu. Piltur-
inn kvaðst skilja en spurði ekki
frekar um það.
I júlí 1981 hafði Fred svo nefnt
það við hann að hann ætti í vandræð-
um með konuna sína. Harlene og
aðstoðarmenn hennar ætlu að ræna
af honum fyrirtækinu. Hann vildi
vita hvort pilturinn vissi um einhvern
Þessi bíll átti að „hverfa“ og með
honum það sem í skottinu var, lík
hinnar fímmtugu Harlene Mayhue,
sem sést á innfelldu myndinni.
sem vildi taka að sér að „leika
svolítið á“ lögfræðingi og bókhald-
ara Harlene. Pilturinn kvaðst engu
ákveðnu hafa svarað.
Leigumorðinginn guggnaði
Sama haust fór Fred aftur að tala
um að losa sig við bíl og pilturinn
þóttist viss um að einhvers konar
tryggingasvik væru tilgangurinn. í
þetta sinn bætti Fred þó nokkru við:
- Þegar bíllinn kemur, verður lík í
honum.
Eftir það skuldarðu mér ekkert
lengur.
Skömmu síðar fluttist pilturinn
burt og gleymdi þessu en þegar hann
kom heim í jólaleyfi og sá bílinn
standa utan við húsið, vissi hann
áður en hann gáði, að einhver væri í
skottinu.
Payne og Campbell vildu vita því
hann hefði ekki sagt frá þessu strax.
Hann sagðist aldrei hefði getað gert
það sem Fred bað hann og hefði
talið sig lausan allra mála með því
að tilkynna lögreglunni um bílinn.
Hann kæmi núna vegna þess að fyrr
um kvöldið hefði Fred hringt til sín
og sagt sem svo: - Við verðum að
tala saman. Pilturinn kvaðst viss um
að Fred ætlaði að drepa sig.
Þegar í stað var fengin heimild til
að rannsaka íbúð Freds Mayhue og
skrifstofur. Klukkan hálftíu að
morgni var Fred síðan handtekinn
þar sem hann sat við skrifborð í
skrifstofunni á heimili Harlene.
Efsta skúffan var opin og þar blasti
við stór skammbyssa.
Þegar búið var að úrskurða Fred í
gæsluvarðhald var tekið til við að
kanna Jimmy Hardin nánar. Hann
var 33 ára, stórvaxinn og þéttur á
velli og starfaði hjá bæjaryfirvöldum
Rochester. Hluti af störfum hans var
að líta eftir starfsemi lögreglunnar
þar og stöku sinnum brá hann sér í
búning og lék lögreglumann. Vitað
var að ekki yrði auðvelt að tengja
hann morðinu á Harlene Mayhue.
Næsta uppljóstrun í málinu kom
frá fanga sem sat inni vegna fíkni-
efnamisferlis. Hann hét Larry Doyle
og kvaðst hafa kynnst Fred þegar
þeir sátu báðir inni 1984. Sök Freds
var fjárdráttur og skattsvik í sam-
bandi við skilnaðarmálið.
Doyle sagði að Fred hefði spurt
sig hvort hann yrði fáanlegur til að
fremja morð ef hann fengi nógu vel
greitt fyrir það. Doyle kvaðst ekki
með öllu áhugalaus og Fred sagði að
þegar þeir losnuðu, skyldu þeir
ganga frá málinu.
Þegar þar að kom, sagði Fred að
hann vildi láta myrða Harlene
Mayhue. Doyle féllst á að hitta hann
og Fred ók honum að heimili Har-
lene til að kynna honum aðstæður.
Morðið ætti að líta út sem rán eða
slys. Hann sagði konuna oftast eina
heima. Fred lagði áherslu á að allt
yrði að líta út sem annað en morð að
yfirlögðu ráði.
Doyle tilkynnti Fred nokkru síðar
að hann hefði reynt en hefði villst í
skóginum að baki húsinu. Þá fór
Fred með hann í skóginn og merkti
leiðina með appelsínugulum
strimlum, sem hann negldi á nokkur
tré. Lögreglan fór á staðinn og fann
reyndar nokkra slíka strimla. Doyle
bætti því við að Fred hefði nteira að
segja látið sig hafa lykla að garðhús-
inu ef veður væri slæmt.
Lögreglan reyndi lyklana scm
gengu vissulega að garðhúsinu.
Grunsamlegur
lögreglumaður
Enn einbeitti lögreglan sér að
Jimmy Hardin og greinilega hefur
hann fundið það á sér því ýmsar
sögur fóru að heyrast af furðulegri
hegðan hans. Hann æddi um eins og
dýr í búri og segði öllum sem nenntu
að hlusta að hann þekkti Fred ekki
svo vel og einhver væri greinilega að
reyna að skella skuld á sig.
Einn kunningi hans sagðist sann-
færður um að aðstoðarmaður Hard-
ins vissi meira um málið en hann
segði lögreglunni og þá var fengið
leyfi til að hlera síma viðkomandi.
Þar fengust meiri upplýsingar og
meðan lögreglan var að vega þær og
meta, hringdi aðstoðarmaður Hard-
ings og sagðist þurfa að létta af sér
byrði.
Hann kvaðst hafa mætt Jimmy
Hardin um kl. 23.15 að kvöldi 15.
desember í sömu götu og Harlene
Mayhue bjó. Hardin var á gráum
fólksvagni og var á afar hægri ferð
úti í brún götunnar sem lá beint til
móts við hús Harlene. Maðurinn
kvaðst hafa ekið upp að hlið bílsins
og séð Hardin við stýrið. Þegar
Hardin varð hans var, renndi hann
niður rúðunni, benti á hús Harlene
og sagði: - Fred er þarna. Nú gerist
það.
Maðurinn kvaðst þegar í stað hafa
vitað við hvað hinn átti, því flestir
sem þekktu Fred vissu að hann hafði
ótal sinnum reynt sjálfur eða leigt
aðra til að koma konu sinni fyrir
kattarnef.
Vitnið sagðist hafa farið heim til
sín og í bað. Skömmu síðar hringdi
dyrabjallan og þar var Hardin kom-
inn til að biðja um plastpoka og
vatn. - Fred sló hana í kássu, sagði
hann. Vitnið kvaðst hafa látið Hard-
in fá það sem hann bað um og þegar
hann var í þann veginn að loka
dyrunum, sneri Hardin sér við og
sagði gleiðbrosandi. — Það fer um
hana eins og Jimmy Hoffa. Hann
fannst aldrei.
Vitnið hafði sitthvað fleira að
segja sem kom á betra samhengi í
málinu öllu og þegar búið var að
leggja allt saman, var farið að undir-
búa aðra handtökuna í þessu máli.
Klukkan sjö að morgni, eftir heila
nótt við pappírsvinnu, hringdu lög-
reglumenn dyrabjöllu Hardinfjöl-
skyldunnar í Rochester. Meðan
kona Hardins stóð í stiganum upp í
svefnherbergin, var Jimmy Hardin
lesinn réttur hans og tilkynnt að
hann væri handtekinn fyrir morð.
Lögreglumönnum var næstum
skemmt yfir viðbrögðum hans, en
hann spurði að bragði: - Hvort
morðið er það?
Áðurnefnt vitni, fyrrum aðstoðar-
maður Hardins hélt áfram að upp-
lýsa lögregluna, þó hann viður-
kenndi að vera hræddur um líf sitt
fyrir vikið. Hann sagði m.a. að
Hardin hefði grafið eitthvað á til-
teknum stað á uppfyllingarsvæði þar
sem leggja átti nýjan veg. Þegar
farið var að grafa, varð holan hvorki
meira né minna en 9 metra djúp,
áður en komið var niður á lík
byggingameistarans sem byggt hafði
hús Hardins og kært hann síðan fyrir
vanefndir á greiðslum. Mannsins
hafði verið leitað mánuðum saman.
Sögur taka að breytast
Þó Fred og Hardin væri báðir
undir lás og slá voru þeir aldeilis
ekki aðgerðarlausir. Þær fréttir bár-
ust úr fangelsinu að þeir auglýstu þar
hástöfum eftir einhverjum sem fáan-
legur væri til að þagga endanlega
niður í aðalvitnum lögreglunnar. Nú
var aftur rætt við annan unga mann-
inn sem handtekinn var úti fyrir
heimili Harlene 1985 og aldrei hafði
sagt söguna með nokkru rökréttu
samhengi. Honum var sagt frá hegð-
an sökudólganna í fangelsinu og þá
ákvað hann að breyta framburði
sínum.
Þá sagði hann frá því að árið 1985
hefði einn af fyrrum yfirmönnum
hans spurt hann hreint út hvort hann
gæti tekið að sér að drepa konu í
Beaversýslu og fengi hann jafnvirði
hálfrar ntilljónar króna fyrir vikið
frá eiginmanninum. Ástæðan væri
erfitt skilnaðarmál og miklir pening-
ar væru í húfi sem líklegt væri að
konan lengi með þessu áframhaldi.
Vitnið sagði að yfirmaðurinn hefði
síðan ekið með sig á staðinn, sem
var heintili Harlene til að skoða
aðstæður. í annari slíkri ferð
skömmu síðar hefði hann síðan
fengi lykla að húsinu. Morðið átti að
líta út sem rán eða slys. Á heimleið
úr seinni ferðinni hefði hann fengið
afhenta skammbyssu í tuskuog verið
sagt að ekki væri hægt að rekja hana.
Maðurinn kvaðst hafa farið
nokkrum sinnum að húsinu í þeim
tilgangi að vinna verkið og einu sinni
hefði hann reynt lyklana en þeir
gengu ekki að dyrunum. í síðasta
skiptið guggnaði hann. Þá hitti hann
konuna fyrir og gerði sér ljóst að
hann gæti aldrei framið morð. Þar
sem hann sat skjálfandi í bílnum í
heimreiðinni, kom lögreglan og
handtókhann. Hannsagði aðfyrrum
yfirmaður sinn héti Gerry
McCarthy.
Byssan hafði verið tekin við hand-
tökuna og rakin til manns í Ohio.
Þegar lögreglan yfirheyrði hann á
sínum tíma, kvaðst hann hafa selt
vopnið manni í Pittsburg. Sá maður
hét einmitt McCarthy.
Þann 24. mars 1986 var McCarthy
fíessi handtekinn. Hann var bar-
þjónn en ók um á glæsibifreið sem
kosta myndi árslaun hans að öllu
jöfnu. Hann var ákærður fyrir brot
á vopnalögum og vitneskju um
morðsamsæri og stungið inn með
hinum tveimur.
Öll vitni málsins voru uggandi um
líf sitt. Sá ótti virtist á rökum reistur
því snemma vors 1987 hafði fyrrum
fangi samband við lögregluna og
sagðist hafa gert samning við Hardin
og Fred um að drepa þrjár mann-
eskjur.
Nú var tekið til við að hlera síma
hér og þar og upp úr dúrnum kom,
að Hardin og Fred höfðu verið iðnir
við kolann og farið þess á leit við
allmarga að þeir tækju að sér að
útrýma vitnum í málinu gegn þeim.
Dauðadómur
Með sumri 1987 hófst undirbún-
ingur réttarhaldanna og það var ekki
lítið verk, þar sem málin voru bæði
flókin og fjölbreytt. Gerry
McCarthy var fyrstur tekinn fyrir, í
október 1987 og hann var sekur
fundinn um allar ákærur. Þegar
þetta er skrifað, hefur dómur ekki
verið kveðinn upp yfir honum.
Þann 26. nóvember 1987 úrskurð-
aði kviðdómur Jimmy Hardin sekan
um aðild að morði Harlene Mayhue
og hann fékk lífstíðarfangelsi.
Þann 1. desember kom síðan Fred
Mayhue fyrir réttinn, sakaður um að
hafa myrt konu sína. Réttarhöldin
tóku sex vikur og þótti skipulag og
undirbúningur slíkt þrekvirki að orð
var á haft, því jafn flókið mál hafði
ekki verið tekið fyrir hjá embætti
Alleghenylögreglunnar áður.
Þann 7. janúar 1988 var kveðinn
upp dauðadómur yfir Fred Mayhue.
Hann skyldi tekinn af lífi í raf-
magnsstólnum. Dauðadómar áfrýj-
ast sjálfkrafa og þegar þetta er
skrifað bíður Fred niðurstöðu áfrýj-
unarinnar.