Tíminn - 06.05.1989, Blaðsíða 4
HELGIN
Laugardagur 6. maí 1989
r m* ' ' " * ' » mh*
Fákur er eina hestamannafélagið sem rekið hefur skipulega veðmálastarfsemi
kappreiðar. Mikið getur legið
slíkum keppnumogeruþvíhrossinhvött óspart.
Saga veðreiða nær aft-
urtil landnámsaldar
Kappreiðar eru og hafa lengi verið stundaðar á íslandi,
en um nokkurt skeið hefur ekki tíðkast að veðjað væri
við þær. Það var þó algengt áður fyrr og var meðal
annars rekinn veðbanki við kappreiðar hestamannafé-
lagsins Fáks um langt skeið.
Væri þessi siður tekinn upp aftur er lítill vafi á að
aðsókn að kappreiðum myndi aukast til muna. Þar gæti
jafnvel verið komin lausn á fjárhagsvanda Reiðhallarinn-
ar. Fjárhagsstaðan er sem kunnugt er heldur bágborin
en tæki stjórnin við rekstri veðbanka mætti hafa upp úr
því dágóða fjárhæð. Vitaskuld þyrfti að sækja um leyfi í
hvert sinn til dómsmálaráðherra. En verkefnið er brýnt
og ekki lítur út fyrir að önnur viðunandi lausn vandans
sé í sjónmáli, og þaðan af síður að aðsókn hestamanna
að höllinni og viðburða á hennar vegum aukist verði
ekkert að gert.
Þróun kappreiðar
Kappreiðar hafa verið stundaðar
frá örófi alda. Brynjólfur Sandholt
héraðsdýralæknir hefur kynnt sér
sögu þeirra erlendis. Er eftirfarandi
fróðleikur sóttur í erindi sem hann
flutti á þingi Landssambands hesta-
manna fyrir tveimur árum.
Meðal annars má finna lýsingar á
kappreiðum á leirtöflum og papirus
handritum frá því um 1500 f.Kr. Þær
voru einnig mikilvægur hluti Ólymp-
íuleika Grikkja til forna og af þeim
lærðu Rómverjar listina.
Vöggu kappreiða eins og þær eru
í dag má finna í Bretlandi. Þar voru
fyrstu kappreiðabrautirnar lagðar
um miðja sextándu öld þegar Hinrik
áttundi hóf innflutning Arabahesta
til landsins. Þessi innflutningur hélt
áfram næstu 100 til 150 árin og lagði
grundvöllinn að ensku fullblóðs
hestunum og möguleika á íblöndun
með þarlendum stofni til myndunar
hálfblóðsræktunar. Þarmeðsköpuð-
ust brokkhestarnir, kerruhestarnir
sem keppa á flestum veðhlaupa-
brautum í dag.
Á sautjándu öld varð þróunin sú
að í stað keppni milli tveggja hesta,
kepptu nú fleiri hestar saman í
riðlum og sigurvegararnir úr hverj-
unt riðli kepptu síðan til úrslita. Á
þessum tíma var það einnig tekið
upp að jafna þyngd knapa og þá var
hægt að byrja val á undaneldishest-
um eftir árangri.
En þróun kappreiða hélt áfram.
Járnskeifum var skipt út á móti
skeifum úr áli sem eru léttari. Einnig
breyttist áseta knapanna um síðustu
aldamót þegar tekin var upp svoköll-
uð amerísk áseta. Hún er reyndar
upprunnin í Austurlöndum og þótti
hálf kjánaleg til að byrja með, en
vann sér smám saman sess. Fyrir
breytinguna hafði hnakkurinn setið
aftarlega á hestinum og knapinn sat
uppréttur. Nýja ásetan krafðist þess
að knapinn sæti samankrepptur með
hnén upp undir brjósti og mjög stutt
var haft í ístöðunum, þetta minnkaði
loftmótstöðuna. Hnakkurinn var
hafður framarlega, alveg fram á
hálsi, en með því lagðist þunginn
framar á hestinn, hann náði betri
sveiflu með afturfótunum og þar
með meiri stökklengd.
Þegar veðhlaup hófust um miðja
sextándu öld var keppt um silfur-
bjöllur. En verðlaunin urðu sífellt
veglegri og skipta í dag milljónum
króna.
Veðreiðar á íslandi
frá ómunatíð
Veðreiðar hafa verið stundaðar á
íslandi frá því skömmu eftir
landnám. Þeirra fyrstu er getið í
Landnámu þar sem áttust við leys-
ingi að nafni Þórir dúfunef og lands-
hornantaðurinn Örn.
Þórir var leysingi Öxna-Þóris
Gletta og Sigurður í einni keppni
af mörgum á glæstum ferli
beggja.
bróður Naddarodds, forföðurs Halls
í Haukadal, fóstra Ara fróða. Hross-
ið sem hann keppti á, hafði við
komuna hingað stokkið á land og
horfið. Þórður keypti vonina í mer-
inni og var það allt annað en köttur-
inn í sekknum því Fluga reyndist slá
öllum gæðingum við.
Ekki segir mikið um Örn í sögunni
annað en það að hann hafi verið
fjölkunnugur, fégráðugur og færi
landshorna á milli. Það vakti þó
athygli manna að hann vissi deili á
hverjum hesti sem á annað borð bjó
yfir nokkrum kostum. Þekkti ættir
þeirra, að svo miklu leyti sem þær
urðu raktar, vissi hverjir hefðu tamið
þá og hverja meðferð þeir hefðu
hlotið. Hann átti annan besta gæðing
landsins, gráan hest að nafni Sinir.
Þessir tveir menn mættust uni
sumar á Kili. Þórður vafalítið að
ríða til alþingis í för með nokkuð
fjölmennum hópi manna og hrossa,
Örn á flakki, einn með hrossum
sínum.
Höfðingjunum sem í förinni voru
hefur vafalítið sviðið að þvílík gæða-
hross væru í eigu annars vegar
leysingja og hins vegar landshorna-