Tíminn - 06.05.1989, Síða 10

Tíminn - 06.05.1989, Síða 10
20 HELGIN Laugardagur 6. maí 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLSAKAMÁL SAKAMÁL Ágjarn eiginmaður talaði of mikið um að mvrða konu sína Þegar hún fannst síðan myrt þótti víst hver stóð að baki en erfitt reyndist að sanna það, því spilltur lögreglumaður átti líka hlut að máli. Þrír menn voru dæmdir og einn til dauða. Fred og Harlene Mayhue höfðu oft verið talin lifa í „fullkomnu hjónabandi" hvað sem það nú er. Þau höfðu tekið saman í mennta- skóla, verið gift í 20 ár og áttu tvær dætur og einn son. Mayhuehjónin voru ekki aðeins félagar heima fyrir heldur einnig í viðskiptum. í sameiningu höfðu þau komið sér upp glæsilegu heimili með sundlaug og hesthúsum, því Harlene var áköf hestaáhugamanneskja. Á heimilinu var skrifstofa og þaðan var fyrirtækið E.L. Mayhue og sonur rekið, en starfsemi þess fólst í hreins- un niðurfalla og skólpræsa af öllum stærðum og gerðum. Mayhuefjölskyldan lifði góðu lífi fram til ársins 1981. Þá kom upp ágreiningur milli hjónanna um atriði í rekstri fyrirtækisins. Hann magn- aðist og tók brátt til hjónabandsins líka. Svo fór að allt hrundi og hjónin skildu. Harlene bjó áfram í glæsihýs- inu en Fred flutti í íbúð. Þar fyrir utan ráku þau fyrirtækið saman og Fred færði út kvíarnar sín megin og stofnaði ásamt öðrum félaga AM- AYCO sem sá um hreinsun og viðhald á frárennslisbúnaði iðnfyrir- tækja og efnaverksmiðja. Eftir að skilnaðurinn var frágeng- inn kom í ljós að Fred tók peninga úr fjölskyldufyrirtækinu til að nota í nýju deildina. Harlene líkaði það ekki og fékk sér endurskoðanda og lögfræðing til að halda í hemilinn á honum. Upp úr því magnaðist ósætti hjónanna fyrrverandi svo mjög að lá við handalögmálum. í kjölfarið fylgdu kærumál á báða bóga, ýmist út af skiptingu eigna við skilnaðinn, verkaskiptingu í fyrir- tækinu eða hótunum þeim sem Fred hafði látið út úr sér við Harlene. Til að bæta gráu ofan á svart komust síðan yfirvöld að raun um að skattsvik höfðu átt sér stað og kæra var lögð fram. Réttað skyldi í því máli í desember 1986. Lögfræðingar beggja aðila hlökkuðu mest til þeirr- ar stundar að málaferlunum væri lokið svo þeir gætu slakað á yfir jólin. Að einu leyti höfðu þeir rétt fyrir sér í því að málinu lyki, en lok þess urðu allt önnur en þá óraði fyrir. í suðvesturPennsylvaníu var óvenju kalt um miðjan desember. í Findley, skammt vestur af Pittsburg voru tveir ungir menn að undirbúa jólaleyfi sitt. Þeir komu frá Colorado til að eyða jólunum í húsi sem móðir annars þeirra átti og ætlaði hún að annast um þá þar yfir jólin. Yfirleitt stóð húsið autt á vetrum og fáir vissu af því, þar sem það stóð á afskekkt- um stað utan við bæinn og þangað lá aðeins malarslóði. Undarleg aðkoma Eftir kvöldverð ákváðu félagarnir að fara út að kaupa jóladót og líta inn á krár um leið. Á leiðinni heim, um þrjúleytið um nóttina voru þeir svo uppgefnir að ekkert komst að í huga þeirra nema hlýtt rúm og svefn. Þegar þeir óku upp að húsinu sáu þeir sér til undrunar að bíll sem þeir könnuðust ekki við, stóð framan við tvöfalda bílskúrinn og sneri aftur- endinn að dyrunum. Ekki var sjáanlegt að nokkuð væri á .seyði í húsinu. Þar virtust öll ljós slökkt. Piitarnir gengu að bílnum sem var nýlegur og glæsilegur Olds- mobile. Þegar þeir gægðust inn um hliðarrúðu sáu þeir að lyklarnir stóðu í kveikjulásnum. Þeir notuðu lyklana til að opna farangursgeymsluna í von um kom- ast að einhverju sem benti til hver ætti bílinn. En það sem þeir fundu þar um kalda desembernótt í tungls- ljósi varð til þess að þeir hentust aftur á bak af hryllingi. Þegar lokið lyftist og ljósið í því kviknaði og lýsti niður á við, blasti þar við illa leikið og blóðugt lík miðaldra, dökkhærðr- ar konu. Án þess að gefa sér tíma til að loka bílskottinu aftur, hentust mennirnir inn í húsið og hringdu til lögreglunnar. Þetta símtal varð til þess að koma af stað einni flóknustu morðrannsókn sem um getur í sögu Alleghenysýslu. Findlay er yfirleitt rólegur staður en vegna nándar við alþjóðaflugvöll- inn í Pittsburg hafa ýmis vandamál farið þar hraðvaxandi sem varða lögregluna. Fimm árum áður var þar myrtur erlendur skiptinemi og með samvinnu lögreglu bæjarins og sýsl- unnar tókst að ná morðingjunum sem nú afplána lífstíðardóm. Síðan hefur samvinna lögreglunnar verið með ágætum og leitar hvor aðilinn til hins ef með þarf, þó í sjálfu sér séu þetta aðskilin kerfi. Klukkan 03.57 á þriðjudagsmorg- un 16. desember 1986 hikaði því Findlay-lögreglumaðurinn Mark Muffi ekki andartak við að hringja til morðdeildar sýslulögreglunnar og biðja um aðstoð við morðmál. Muffi og John Campbell félagi hans voru fyrstir á vettvang og þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að konan væri áreiðanlega látin, stóðu þeir vörð um bílinn til að enginn kæmi nálægt honum frekar, svo ekki væri hætta á að spilla sönnunargögn- um. Campbell sem þekkti annan unga manninn spurði þá hvernig þeir hefðu fundið líkið. Honum fannst aldeilis ótrúlegt að nokkur skyldi velja þetta hús vegna einangrunar þess til að skilja þar eftir bíl með líki í skottinu. Úngu mennirnir gátu enga skýringu gefið og sögðust ekki kannast vitund við bílinn eða fórnar- lambið í honum. Klukkan rúmlega hálf fimm komu fulltrúar glæpalögreglu sýslunnar á staðinn, þeirra á meðal Dave Schwab, rannsóknarlögreglumaður. Með í för var einnig lögreglustjóri Findlaylögreglunnar, Paul Wilks. Fleiri menn frá sýslulögreglunni komu skömmu síðar. Aðeins lausleg rannsókn fór fram meðan beðið var eftir Ijósmyndara. Blóð í tveimur sýslum Þá var heimreiðin rannsökuð ítar- lega. Vegna frostsins og malarinnar í heimreiðinni sáust engin hjólför eða fótspor. Þegar búið var að þessu, var hægt að fara að rannsaka bílinn að innan. í skýrslu lögreglunnar stendur að konan hafi legið alklædd á hægri hlið í skottinu. Hún var klædd síðbuxum og peysu, vetrarkápu og hvítri slæðu. Slæðan var að hálfu fyrir andlitinu. Ljóst var að konan hafðí sætt miklum barsmíðum með öðrum verkfærumenhnefumeinum. Kring- lótt gat á miðju enni gat bent til að hún hefði líka verið skotin. Púður- bruni á slæðunni þenti til að hún hefði legið yfir andliti konunnar, þegar skotið reið af. Állir áverkarnir á líkinu komu þó ekki í ljós fyrr en við krufningu. Ásamt líkinu í skottinu voru veski konunnar og skór og til fóta lá nýr eins dollars seðill. Allir þessir hlutir voru teknir til vörslu eftir nákvæma myndatöku. Þegar líkinu var lyft úr bílnum, kom í Ijós hafnaboltakylfa undir því. Sverari hluti hennar var ataður blóði. Þá var þar einnig hluti af grönnu vinkiljárni og var horn við brotið á því blóðugt. í veskinu kenndi ýmissa grasa, þeirra á meðal var ökuskírteini, útgefið í Pennsylvaníu. Nafnið á því var Harlene Mayhue, búsett í Daug- herty í Beaversýslu. Farið var með skírteinið til fólksins í húsinu sem bíllinn fannst við og það sýnt ungu mönnunum og móður annars þeirra. Konan sá þegar í stað að þarna var um að ræða kunningjakonu hennar til fjölda ára. Þegar hér var komið sögu var búið að ganga úr skugga um að vinur Harlene átti bílinn en hún hafði hann til afnota. Lögreglumennirnir Payne og McManus voru sendir til heimilis hinnar myrtu og jafnframt gerðar ráðstafnir til að fulltrúar heimalög- reglunnar hittu þá þar. Schwab og fleiri urðu eftir og sáu um að láta draga bílinn burtu til frekari rann- sóknar og rannsaka umhverfið enn betur. Meðan lögreglumennimir voru á leið til Daugherty fréttu þeir að staðarlögregla hefði þegar farið heim til Harlene Mayhue og fundið blóð í heimreiðinni þar. Enginn var í húsinu en sonur konunnar átti heima skammt frá og því var ferð Payne og McManus snúið heim til hans en staðarlögreglumenn gættu hins hússins. Sonurinn gat frætt lögreglumenn á því að móðir hans hefði verið í afmælisveislu systur hans kvöldið áður. Hún hefði komið þangað ein síns liðs. Að öllu jöfnu hefði hún átt að koma í fylgd vinar síns sem átti bílinn en í þetta sinn var hanri af bæ í viðskiptaerindum. Ennfremur kom fram að foreldrar mannsins höfðu lengi átt í illvígum deilum jafnframt einkar óþægilegum skilnaði. Þau töluðust ekki við leng- ur og komu ekki í fjölskyldusam- kvæmi ef hinu var boðið líka. Eiginmaðurinn á ferðalagi Sonurinn var spurður hvort hann vissi hvar faðir hans væri niðurkom- inn þá stundina. Hann kvaðst telja að hann væri á leið til Ohio að sinna ákveðnu verkefni ásamt tveimur öðrum mönnum. Aðspurður hvort hægt væri að ná sambandi við hann. Aðalsökudólgarnir: Til vinstri er spillti lögreglumaðurinn Jimmy Hardin sem gerði allt fyrir vin sinn, Fred Mayhue. (t.h.) Að lokum varð blaðrið þeim að fótakefli. svaraði sonurinn að talstöð væri í bílnum og ef lögreglan kæmi með sér heim til móður sinnar, skyldi hann reyna að ná sambandi. Á leiðinni yfir um sagði sonurinn lögreglunni að hann og vinur móður hans hefðu leitað Harlene síðan snemma um morguninn. Beðinn um nánari skýringu svaraði sonurinn að eftir að móðir hans fór frá heimili dóttur sinnar, hefði dóttirin reynt að hringja til hennar nokkru síðar. Þá var klukkan um það bil ellefu. Enginn svaraði og þá hringdi dóttirin heim til vinar móður sinnar. Hún var heldur ekki þar. Þá hringdi dóttirin til bróður síns og í sameiningu fóru þau öll þrjú eftir þeirri leið sem Harlene hefði að líkindum ekið heim til sín. Þau urðu einskis vísari en hittu lögreglumann á leið sinni og tilkynntu honum hvarf Harlene. Hann leitaði með þeim á þeim forsendum að Harlene hefði getað lent í óhappi eða að bíllinn hefði bilað á heimleiðinni. Payne og McManus spurðu soninn um skilnaðarmálið og komust að því að alls kyns deilumál höfðu verið uppi árum saman milli hjónanna. Sonurinn rifjaði einnig upp að eftir ein málaferlin hafði faðir hans setið í fangelsi í níu mánuði fremur en að endurgreiða sameiginlegu fyrirtæki þeirra hjóna peninga sem hann hafði dregið út úr rekstrinum í nýtt fyrir- tæki sitt. Sonurinn sagði ennfremur að faðir hans kenndi Harlene um öll vandræði sín. Þegar komið var heim til hinnar myrtu kallaði sonurinn upp bílinn sem faðir hans var í og bað um að faðir hans hringdi til skrifstofunnar við fyrsta tækifæri. Áðuren sonurinn kom aftur út til lögreglumannanna sem þar voru, með þær fréttir að faðir hans kæmi til baka eins fljótt og hann kæmist, höfðu þeir úti borið saman bækur sínar um það sem fundist hafði við húsið. Blettur í heimreiðinni var ataður blóði og þar skammt frá var glugga- sylla úr viði brotin og blóðug. Málm- festingu vantaði öðrum megin á sylluna og Payne sá þegar að hún var einmitt vinkiljárnið sem verið hafði í bílskottinu hjá líkinu. Þegar morðmálið var nú komið á tvo staði, komu upp vandamál um lögsögu. Ákveðið var að lögreglan í Beaversýslu sæi um rannsóknina þar sem telja mátti víst að morðið hefði verið framið einmitt við hús hinnar myrtu þar. Um hádegið á þriðjudegi var vett- vangsrannsókn lokið við afskekkta húsið í Findlay og lögreglan fór þaðan á brott. Úm svipað leyti kom Fred Mayhue ásamt tveimur sam- starfsmönnum sínum aftur frá Ohio. Meðan lögreglumenn spurðu hann um ferðir hans og gerðir kvöldið áður, ræddu aðrir við samferðamenn hans. Morðið bar vott um hatur Annar þeirra kvaðst hafa svarað í stöðina í bílnum og stansað síðan við næsta síma til að hringja á skrifstofuna. Hann var spurður hvernig Fred Mayhue hefði brugðist við þegar honum var tjáð að fyrrver- andi kona hans hefði verið myrt. - Hann sagði ekkert, svaraði maður- inn. - Það var alls engin viðbrögð á honum að sjá. Meðan haldið var áfram að ræða við Fred reyndu aðrir lögreglumenn að afla meiri upplýsinga annars staðar. Rætt var við dótturina sem hélt veisluna kvöldið áður. Þá kom fram að faðir hennar hringdi þangað um hálftíuleytið til að óska henni til hamingju með afmælið og spyrja hvernig gengi. Hann spurði sérstak- lega hvort Harlene væri þar og dóttirin kvaðst hafa svarað því ját- andi og bætt við að hún hefði komið ein síns liðs. Annars var samtalið ósköp venjulegt. Þeir sem talað höfðu við Fred komu nú aftur til félaga sinna við hús Harlene og skýrðu þeim frá, hvers þeir urðu vísari. Fred sagðist hafa verið heima hjá sér fram yfir kvöld- verð kvöldið áður en þá farið til aldraðs föður síns til að gera að villibráð. Eftir það hefði hann farið heim aftur og horft á knattspyrnu í sjónvarpinu fram yfir miðnætti, er hann hefði gengið til náða. Klukkan 4 síðdegis hittust allir sem aðild áttu að rannsókninni og báru saman bækur sínar á heimili hinnar myrtu. Þá var hringt frá stöðinni og tilkynnt um að krufningu væri lokið. Konan hafði verið skotin tvisvar í höfuðið af mjög stuttu færi. Þá var hún meðvitundarlaus eftir barsmíðar en á lífi. Vopnið væri að líkindum sjálfvirk skammbyssa. Þar sem engin skothylki voru í bílnum eða á heimilinu, lék enn vafi á hvar morðið hafði verið framið. Nú yar ekkert frekar hægt að gera í Daugherty svo menn ákváðu að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.