Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Við námsbraut í hjúkrunarfræði r læknadeild Háskóla (slands eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: 1. Staða lektors ( hjúkrunarfræði, undir starfið fellur skipulagning á viðbótar- og endurmenntun hjúkrun- arfræðinga. 2. Hálf staða lektors I hjúkrunarfræði, undir starfið fellur skipulagning á námi hjúkrunarfræðinga til B.S. prófs f hjúkrunarfræði. 3. Hálf staða lektors I hjúkrunarfræði, aðalkennslugrein hjúkrunarstjómun. 4. Tvær hálfar stöður lektora í hjúkrun sjúklinga á lyflækninga- og handlækningadeildum. 5. Lektorsstaða (37%) ( hjúkrun aldraðra (öldrunar- hjúkrun). Við háskólann á Akureyri eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Staða lektors (iðnrekstrarfræði við rekstrardeild. Helstu kennslugreinar eru framleiðslustjómun, framleiðslu- og birgðastýring, verksmiðjuskipulagning og vinnurann- sóknir. Staða lektors (rekstrarhagfræði við rekstrardeild. Staða lektors (50%) i sjúkdómafræði við heilbrigðis- deild. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendarmenntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavfk, fyrlr 20. Júní 1989. Við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar staða tónmennta- kennara. Umsóknum ásamt (tarlegum upplýsingum ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykja- v(k, fyrir 20. júní n.k. Staða skjalavarðar við Þjóðskjalasafn (s- lands er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa kandidatspróf ( sagnfræði og æskilegt er að þeir hafi einnig sérþekkingu á starfsemi skjalasafna. Umsóknir ásamt (tarlegri greinargerð um námsferil, störf og rannsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. júní næstkomandi. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Menntamálaráðuneytið 25. mal 1989. Sálfræðingur - kennsluráðgjafi Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis auglýsir eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: Forstöðumaður ráðgjafar og sálfræðiþjónustu, sál- fræðingsmenntun áskilin. Aðsetur starfsins er á ísafirði, en starfsvettvangur er Vestfjarðarumdæmi. Góð starfsaðstaða í nýju húsnæði. Deildarsálfræðingur, starfsreynsla æskileg. Hlutastarf gæti komið til greina, auk þess sem búseta er ekki bundin við aðsetur Fræðsluskrifstofu. Kennsluráðgjafi, kennaramenntun og kennslureynsla áskilin, framhaldsmenntun æskileg. Verksvið: Ráðgjöf til kennara í umdæminu, skipulagn- ing á fræðslufundum og endurmenntunartilboðum, fagleg umsjón með þróunarstarfi, aðstoð við gerð starfsáætlana og skólanámskrár. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 15. júní n.k. Upplýsingar gefa fræðslustjóri, Pétur Bjarnason, í símum 94-3855 og 94-4684 og forstöðumaður ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónustu, Ingþór Bjarnason, símar 94-3855 og 94-4434. Fræðsluráð Vestfjarða Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 kl. 10-12 eða á kvöldin. Geymið auglýsinguna. Sveitarstjórn Reykhólahrepps er ósátt við leyfi gefið af Sauðfjárveikivörnum til heyf lutninga Flutningar á heyi þrátt fyrir Sveitarstjóm Reykhólahrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem gagnrýndir em heyflutningar yfir vamargirðingu í Gilsflrði, úr Dalahólfí, nánar til tekið úr Saurbæ, vestur í Reykhólahrepp. Starfsmenn sauðfjárveikivarna segja þessa gagnrýni ástæðulausa. En sveitarstjóri Reykhólahrepps telur óþarflega mikla áhættu vera tekna auk þess sem sveitarstjórn- inni hafí ekki verið gefíð tækifæri til að leysa málið á annan hátt. Riðutilfelli greindust í Saurbæ á síðasta ári. Af þeim sökum voru heyflutningar af túnum í Ólafsdal vestur yfír vamargirðingu í Gilsfirði bannaðir síðastliðið sumar. í álykt- uninni segir þær röksemdir Sauðfjár- veikivama að nú sé verið að flytja hey af túnum þar sem sauðfé gangi ekki, léttvægar. Ekki síst í ljósi þess aö sláturhús er staðsett við hlið þ ;irra túna sem um ræðir og því ekki ó'íklegt að fugl geti borið út smit. „.Affallsvatn frá sláturhúsinu fer í gegn um sigti sem skilur alla fasta hluti úr því. En seyðið af öllu saman fer þama út í ána sem liðast um eitthvað af þessu svæði. Þau rök að þetta sé ólíkleg smitleið og þær séu svo margar hugsanlegar finnast okk- ur ekki nægjanleg. Menn vita ekki nógu mikið um smitleiðir riðuveiki. Þegar verið er að reyna að útiloka ákveðnar smitleiðir er ekki rétt- lætanlegt að bæta við annarri mögu- legri“ sagði Reinhard Reynisson sveitarstjóri Reykhólahrepps í sam- tali við Tímann. Hreppsnefndin telur ósamræmi í ákvörðunum til þess eins fallið að vekja úlfúð manna og gera að engu álit þeirra á ákvörðunum yfirvalda í þessu efni. „Okkur finnst að þar sem eitthvað getur komið upp á, sé verið að fóma allt of miklum hagsmunum fyrir skammtíma lausn. Sauðfjár- veikivamir eiga að hafa samband við viðkomandi sveitarstjómir þegar til stendur að leyfa heyflutninga á milli svæða. Það var ekki gert í þessu tilfelli og við vissum ekkert um þetta fyrr en búið var að flytja fyrstu eitt eða tvö hlössin" sagði Reinhard. Síðast en ekki síst segir hrepps- nefndin það óskiljanlegt að yfirvöld riðu skuli ekki taka fastar á þessum málum. Sér í lagi ef litið er til þess að verið sé að taka óþarfa áhættu um framtíð landbúnaðar. Einkum í hér- uðum á borð við Reykhólahrepp þar sem segir að niðurskurður vegna riðu myndi jafngilda eyðingu byggð- arinnar. „Við bendum á að á meðan framleiðslumálin em í núverandi horfi er ekki ólíklegt að reynt verði að halda eins mikið aftur af mönnum, að fara aftur út í fjárbú- skap eftir að einu sinni hefur verið skorið niður, eins og hægt er. Þannig högg á byggðarlag eins og þetta myndi nánast þýða endalok þess“ sagði Reinhard. Hann sagði sveitarstjómina koma til með að fara fram á að þessir tilteknu heyflutningar verði stöðvað- ir. „Auk þess munum við ganga eftir því að ekki verði almennt farið út í heyflutninga án þess að viðkomandi sveitarstjóm sé látin vita. Að áliti héraðsráðunauts og forðagæslu- manna er þetta svæði, með skynsam- legri miðlun milli bæja, sjálfu sér nógt hvað hey varðar. Við teljum því ekki hafa verið þörf á að grípa til einhverra félagslegra aðgerða til að ná í hey annars staðar frá“ sagði Reinhard. jkb Hljómsveitin Smokie. Smokie með hljómleika Hljómsveitin Smokie heldur tónleika á Hótel Islandi dagana 9. og 10. júní. Hljómsveitin hefur áður komið til íslands á Listahátíð 1980, en hún kom saman aftur 1986 eftir fjögurra ára hlé. Miðasala og borðpantanir eru daglega á Hótel íslandi í síma 687111. Dalvík: Byggt ofan á Kaupfélagið Hafist hefur verið handa við að byggja hæð ofan á hluta aðalbygg- ingar útibús KEA á Dalvík. Um er að ræða þriðju hæð, ofan á skrif- stofubygginguna og verður hún um 300 m2. Það er Tréverk Vt á Dalvík sem sér um framkvæmdimar, og er stefnt að því að húsið verði fokhelt og frágengið að utan síðari hluta júlímánaðar. Innréttingar og frá- gangur innanhúss, verður hins vegar látið bíða um óákveðinn tíma. Að sögn Rögnvaldar Skíða Finn- bjömssonar útibússtjóra á Dalvík er þak Kaupfélagshússins mjög illa far- ið og lengi hefur staðið til að endur- nýja það. Kostnaður við endurbætur þaksins hefði orðið litlu meiri en að byggja heila hæð ofan á húsið. Því þótti rétt að ráðast í þessa byggingu. Þessi nýja hæð verður 300 m2 og er hugmyndin að Kaupfélagið nýti hluta þess undir skrifstofur, en af- gangurinn verðir leigður út. Rögn- valdur sagði að Kaupfélagið þyrfti á þessari stundu ekki á allri hæðinni að halda, hins vegar vantaði skrif- stofuhúsnæði á Dalvík. Stjómsýslu- miðstöðin er orðin yfirfull, og við höfum fengið fyrirspurnir, frá ýms- um aðilum sem vilja fá aðstöðu fyrir skrifstofur hjá okkur. HIÁ-Akureyri Sr. Karl Valgarður og sr. Gunnar segjast sáttir við niðurstöðuna í vali dómkirkjuprests: HAFA EKKIAHUGA Á UNDIRSKRIFTUM „Ég er ekki einn þessara manna sem hvetja vil til undirskriftasöfnun- ar til að krefjast almennra prests- kosninga,“ sagði sr. Karl Valgarður Matthíasson, sóknarprestur á Suðureyri og einn þeirra sem sóttu um embætti Dómkirkjunnar í Reykjavík. Sr. Karl Valgarður hafði samband við Timann í gær vegna fréttar blaðsins um að í hópi umsækj- enda væri áhugi fyrir slíkri undir- skriftasöfnun. „Mér fannst sóknar- nefndin vinna í anda laganna um prestskosningar og hún hefur verið til fyrirmyndar í þessu máli. Ég vil að það komi einnig fram að ég er fullkomlega sáttur við niðurstöðu kjörmanna. Nágrannaprestur minn, sr. Jakob Hjálmarsson, er vel að þessu embætti kominn og ætti ég að þekkja þar nokkuð til,“ sagði sr. Karl. Annar umsækjandi, sr. Gunnar Bjömsson, hafði einnig samband við Tímann vegna þessarar fréttar. Sagðist hann sáttur við niðurstöðu kjörmanna og óskaði sr. Jakobi Hjálmarssyni velfamaðar í starfi dómkirkjuprests. Sagði sr. Gunnar að hann kærði sig ekki um að koma nálægt undirskriftasöfnun sem hvatt gæti til almennra prestskosninga og hann hafi fyrirfram sætt sig við að hlíta vali kjörmannafundar sóknar- nefndarinnar og varamanna hennar í Dómkirkjunni. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.