Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 Kaupfélag Rangæinga með nær 10 milljóna kr. halla í fyrra: Þriðjungs samdráttur í sölu landbúnaðartækja Úr ársreikningum Kaupfélags Rangæinga fyrir 1988 má lesa að um verulegan samdrátt hefur verið að ræða í sölu á olíu, rekstrarvörum landbúnaðar og sömuleiðis í framleiðslu- vörum félagsins í ullar- og húsgagnaiðnaði. Þetta olli því að velta félagsins (án söluskatts) jókst aðeins um 8,6% milli áranna 1987 og 1988. t>á fækkaði og föstum starfsmönn- um félagsins um áramót úr 115 niður í 94 um s.l. áramót. Rekstrargjöld fyrir fjármagnskostnað óx álíka og tekjurnar. En að viðbættum 14 mill- jóna króna fjármagnskostnaði um- fram fjármagnstekjur varð niður- staðan 9.757 þús. króna halli á heildarrekstri félagsins. Alls námu rekstrartekjur Kaup- félags Rangæinga 488 milljónum kr. (án söluskatts) á s.l. ári. Þar af var sala verslunardeilda 371,2 milljónir kr., sem var aðeins 38 milljóna, eða 11,4%, aukning frá árinu 1987 og þvf mun minna en nam almennum verðlagshækkunum (25,4%) milli þessara ára. Breyting milli ára var hins vegar mjög mismunandi milli deilda: Kjörbúð félagsins, lang stærsta deildin var með 109 milljóna kr. sölu, sem var 29% aukning milli ára. Metaukningin, 47%, varð í sölu í pakkhúsi á Hvolsvelli. Velta vefnað- arvöruverslunar jókst urn tæp 7%. Um 23% samdráttur varð á hinn bóginn í söluskála, um 14% í sölu véla og landbúnaðartækja og 4% samdráttur í olíusölu. f iðnaðardeildum skipti og mjög í tvö hom: í vélsmiðju varð 42% veltuaukning og 30% á rafmagns- verkstæði. Sala Húsgagnaiðjunnar minnkaði á hinn bóginn um 41%, sala Sunnu um 75% og prjónastofan var lokuð allt árið. Sala iðnaðar- deilda var samtals 87,4 milljónir króna, sem var um 1,2 milljónum kr. minna en árið áður. Að vöruinnkaupum undanskild- um, voru 89,4 millj. í Iaun og launatengd gjöld stærsti einstaki lið- ur rekstrarkostnaðarins, eða 18,3% af heildartekjum. Þar af vom greidd laun rúmlega 80 milljónir kr. Könnun verölagsstofnunar á þjónustu framköllunarfyrirtækja: Ein verslananna áberandi ódýrust Verðlagsstofnun gerði nýverið könnun á þjónustu sextán fram- köllunarfyrirtækja og kom í ljós að verðmunur milli einstakra fyrirtækja er yfirleitt fremur lítill. Könnunin Sumaráætlun SVR í gildi Hinn l.júní gengur sumaráætlun SVR í gildi á sama hátt og undanfar- in sumur. Vagnar á leiðum 2-12, að báðum meðtöldum, aka á 20 mín. ferðatíðni kl. 7-19 mánudaga til föstudaga. Akstur kvöld og helgar verður óbreyttur. Vagnar á leiðum 13 og 14 aka á 60 mín. fresti kvöld og helgar, en akstur þeirra er óbreyttur á tímabil- inu 7-19 mánudaga til föstudaga. Nokkrar breytingar verða á leið- um 1, 17, 15C og 18. Vagnar á leiðum 1 og 17 aka inn Hverfisgötu að Barónstfg í upphafi hverrar ferð- ar frá Lækjargötu, en ekki um Klapparstfg og Njálsgötu. Leið 15C ekur eftir l.júní um Fjallkonuveg að Keldnaholti og í Mjódd í Breiðholti á leið frá Grafar- holtshverfi, en endastöð vagnsins verður sem fyrr í Álftahólum, þar til skiptistöð SVR í Mjódd verður tekin í notkun sfðar á árinu. Leið 18 ekur ekki eftir 1. júní, en farþegum er bent á leið 15C, sem ekur á sama hátt f morgunferðum og mjög svipað sfðdegis. náði til fyrirtækja í Reykjavík, Kóp- avogi og Hafnarfirði. Þó var eitt framköllunarfyrirtæki sem skar sig nokkuð úr hvað verðlag áhrærir, en það er Ljósmyndabúðin á Laugavegi. Þar var verðið lægst á þrettán atriðum af þeim fimmtán sem könnuð voru. Álgengt var að verðið hjá öðrum fyrirtækjum væri allt að 40-65% hærra en hjá Ljós- myndabúðinni. Sem dæmi má nefna að verð á framköllun og stækkun var 337 krónur hjá Ljósmyndabúðinni en 555 hjá sjö hinna verslananna. Jafnframt kom í ljós að verð á Fuji filmum var töluvert lægra en filma frá Kodak. jkb Akraborgin úr árlegu viðhaldi Akraborgin hefur það sem af er vikunnar verið í sinni árlegu skoðun, þar sem farið er yfir vél og það Iagfært sem aflaga hefur farið. Lagfæringin fer fram við bryggju á Akranesi og er vonast til að hægt verði að hefja siglingar aftur í seinnipartinn í dag. Lagfæringarnar felast m.a. í að vélin er tekin upp, skipið málað og það lagfært sem aflaga hefur farið frá því að síðasta skoðun fór fram, og ekki er hægt að gera við, þar sem skipið er í stöðugum siglingum. Að sögn Helga Ibsen hjá Skallagrími hf. var að þessu sinni ekki gerð krafa um að skoða botn, stýri eða skrúfu skipsins, svo að það var ekki tekið í slipp, heldur lagfæringamar gerða við bryggju á Akranesi. - ABÓ Tónlistarskóli Kópavogs: Blómlegt starf tónlistarskóla Starfsemi Tónlistarskóla Kópa- vogs var blómleg á 26. starfsári skólans sem nú er nýlokið. Nemendur vom 460 á aldrinum fimm til 75 ára, þar af 117 í forskóla. Kennarar vom 37 og þar af 25 fastráðnir. Auk almennrar tónlistarkennslu var haldið námskeið í tónlist fyrir fullorðna þar sem ekki var gert ráð Stakk mann með hníf: Dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt Sólrúnu Elísdóttur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, en hún stakk Kari Valgarðsson í kvið með hnífi að morgni 30. aprfi 1988. Karl hlaut alvarlega áverka og sýkingu vegna hnífstungunnar, fékk m.a. slæma lungnabólgu og var óttast um líf hans um tíma. Þar sem Sólrún er sakhæf ber henni að taka út refsingu sína og kemur gæsluvarðhaldsvist hennar til frádráttar refsingunni. Þá var Sólrúnu gert að greiða allan sakarkostnað. I dómi Hæstaréttar kemur fram að Sólrún hafi líklega ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlega Karl gæti meiðst af völdum verknaðarins. - ABÓ fyrir að þátttakendur hefðu neina tónlistarmenntun. Skólinn stóð fyrir < hljóðfærakynningu fyrir nemendur í blokkflautuhópum og forskólanem- endur á öðm ári. Að venju var haldið vomámskeið til kynningar á forskólanum. Nokkrir nemendur sóttu námskeið í klarinettuleik og gítarleik hjá erlendum kennumm sem ekki kenna að staðaldri við skólann. Auk þess sem margir nem- enda tóku þátt í tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar undir stjóm Pauls Zukofsky. Allir söngnemendur skólans sátu tveggja vikna námskeið hjá bresku söngkonunni Moraq Noble og al- mennt tónleikahald var fyrirferða- mikill þáttur í starfi tónlistamem- endanna. jkb VEIÐIHORNIÐ' Umsjón Guðmundur Steingrímsson Ólafur Hauksson með regnbogasilunginn. Laxveidi- timabilið að hefjast Veiðitímabilið í íslenskum lax- veiðiám hefst fljótlega upp úr mán- aðamótum. Undirbúningur fyrir opnun stendur nú sem hæst í flestum ám. Veiðihomið hefur nú göngu sína á ný. í Elliðaánum er nú verið að búa ána undir opnun þann lO.júní. Garðar Þórhallsson, formaður ár- nefndar Elliðaáa kvað vatnið hafa verið mikið í ánni og því erfitt að hreinsa hana. Það er alltaf mikið af msli sem fýkur í ána og þá sérstak- lega í vetur, þar sem það hefur verið æði vindasamt. Garðar sagðist ekki hafa séð til laxa að neinu ráði. Einn lax sást f fossinum, en hann var bæði sporð- rifinn og vantaði á hann ugga. Líklega hefur þar verið um flökku- fisk á ræða. Fjðgurra punda regnbogi veiddur í Varmá Ólafur Hauksson veiddi á dögunum fjögurra punda regn- bogasilung í Varmá. Það er nokk-1 uð óvenjulegt að þar veiðist svo stór regnbogasilungur. Líklegt er að þessi fiskur sé kominn frá fiskeldisstöðinni þar rétt hjá, en töluverður fjöldi fiska slapp þaðan fyrir 4-5 ámm. Mikið af regnbogasilung veiddist í Varmá 2-3 ár eftir að slysið í laxeldisstöð- inni átti sér stað en síðan hefur dregið úr þeirri veiði. Olafi fannst líklegt að silungur- inn væri sjógengin, en þó var erfitt um það að segja. Hann losaði ekki hreistur þegar strokið var yfir hann. Óhætt var að borða silunginn þrátt fyrir mengun Varmár. Það munu aðallega vera urriðar sem em óætir sökum mengunar. Ólafur sagðist hafa haft spumir af því að fiskar hafi veiðst í Gríms- læk og var þar um að ræða nýgeng- inn fisk og bleikju. Net lögð í Hvítá S.l. þriðjudag vom lögð fyrstu net í Hvíta í Borgarfirði. Að sögn Þorkels Fjelsted á Ferjukoti em aðstæður afar lélegar. Mikið vatn er í ánni og verður eflaust fram á sumar þar sem snjór er ennþá mikill. Þrjú net hafa verið lögð og var það ekki undirbúið sem skyldi sökum vatnavaxta. Þrír laxar höfðu veiðst í gær og allir á Hvítár- völlum. Netin vom tekin upp í gærkvöldi. HELGARSKÁKMÓT í EYJUM Á morgun hefst 35. Helgarskák- mótið að Básum í Vestmannaeyjum. Aðstandendur mótsins em tíma- ritið Skák og Taflfélag Vestmanna- eyja. Teflt verður eftir SKÁK-monr- adkerfinu sem talið er hið fullkomn- asta sinnar tegundar í dag. Mótið hefst á dag og verða þá leiknar þrjár umferðir. Á laugardag- inn hefst fjórða umferð klukkan tíu um morguninn og sú fimmta klukkan þrjú. Kvöldið verður að öllum lík- indum notað til fjölteflis eða hrað- skáka. Sjötta umferð verður tefld að morgni sunnudags og sjöunda og jafnframt síðasta umferð síðar um daginn. Mótinu lýkur með verðlaunaaf- hendingu og em fyrstu verðlaun 25 þúsund krónur, önnur fimmtán þús- und og þriðju tíu þúsund. Þá verða veitt fem unglingaverðlaun, kvenna- og öldungaverðlaun auk fjölda bókaverðlauna. Keppendur þurfa sjálfir að hafa með sér töfl og klukkur. Meðal þátttakenda á mót- inu verða Jón L. Ámason stórmeist- ari, Karl Þorsteins alþjóðlegur meistari og margir fleiri. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.