Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjálfstæðisflokkurinn 60ára Sjálfstæðisflokkurinn minnist um þessar mundir 60 ára afmælis síns. Með stofnun flokksins árið 1929 komst á skipulagt samstarf hægri aflanna í landinu. Áður en Sjálfstæð- isflokkurinn varð til höfðu hægri öflin haft uppi ýmsar sambræðslutilraunir frá því að flokkaskipun sjálfstæðisbaráttunnar leystist upp fyrir 1920 og nýir flokkar tóku að myndast eftir innanlandsmálefnum. Stofnun Sjálfstæðisflokksins var þannig liður í þeirri þróun flokkakerfisins sem fór að fá á sig nokkuð fasta mynd á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Að ýmsu leyti má líta á Sjálfstæðisflokkinn sem bandalag hagsmunahópa. Hann kemur þeim sem utan hans standa fyrir sjónir eins og regnhlífasam- tök, þar sem oft er nauðsynlegt að slá úr og í í málflutningi og vera fær um að bregða sér í ýmis gervi. Slíkur flokkur leggur mikla áherslu á pólitíska hernaðarlist og áróður. Verður ekki annað sagt en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi oft haft góða uppskeru af viðleitni sinni á því sviði. Engir pólitískir kærleikar hafa verið eða geta orðið milli Sjálfstæðisflokksins og Tímans. Þar ber of mikið á milli í stjórnmálaskoðunum. Hins vegar virða Tímamenn andstæðinga sína og viðurkenna stöðu þeirra í hinni fjölbreyttu mynd lýðræðisþjóð- félagsins. Með það í huga minnist Tíminn Sjálf- stæðisflokksins sem verðugs andstæðings í 60 ár. Loifsstöð Síðastliðinn þriðjudag efndi félagið Verkefna- stjórnun til sérstakrar ráðstefnu um byggingasögu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Mun það fremur óvenjulegt að ráðstefna af slíku tagi sé haldin. Hins vegar munu flestir taka undir það að til ráðstefnunnar hafi verið stofnað af ærnu tilefni. Ástæða ráðstefnuhaldsins var sú að tæknimönn- um og fjármálasérfræðingum þykir byggingarsaga flugstöðvarinnar á árunum 1984-1987 vera víti til varnaðar í opinberum framkvæmdum. Það liggur ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn lagði slíkt ofurkapp á að hraða byggingu flugstöðv- arinnar, að ekki var gætt góðs undirbúnings og fjármálastjórnar. Sjálfstæðismenn urðu offarar í þeirri ákvörðun sinni að gera flugstöðvarbygging- una að „sínu“ máli, vinna þannig að því að svo líti út sem þeir hefðu einir haft áhuga og framkvæmda- vilja til þess að koma upp sómasamlegri flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Sjálfstæðismenn undirbjuggu flugstöðvarmálið sem kosningamál fyrir alþingis- kosningarnar vorið 1987. Ekki var það einasta að þeir færu frjálslega með sögulegar staðreyndir í sambandi við flugstöðvarmálið eins og það þróaðist í tímans rás, heldur gerðu þeir allt til að leyna fjármálaóreiðunni og kostnaðaraukanum sem leiddi af ráðsmennsku þeirra þar til upp komst eftir kosningar. GARRI Það á að þeg ja Upp er komin undarleg óánægja á miUi kommúnista og Morgun- blaðsmanna út af menningarmál- um á norrænu málþingi, sem efnt var til á dögunum. Kemur í Ijós í þessum luntagangi, að helsti mynd- rýnir Mbl., Bragi Ásgeirsson, taldi ekki ástæðu til að mæta á málþing- ið vegna þess að þeim Mbl.-mönn- um var ekki ætlað annað en vera áheymarfulltrúar í dagskrárþætti um myndlist. Virðist sem þeim Mbl.-mönnum hafi súmað í aug- um, þegar „öUu ÞjóðviljaUðinu í myndlist hafði verið skipað við háborðið sem frummælendum.“ ÞjóðvUjinn á auðvitað svör við þessu, eða þau að hann læst ekki skilja óánægju Mbl.-Uðsins. Þessi luntagangur er þeim mun undar- legri, þegar vitað er að annar ritstjóri Mbl. hefur verið skipaður í nefiid af Svavari Gestssyni, mennta- málaráðherra, en hinn er í ein- hverri iistahúsnefnd í Kópavogi, þar sem íbúunum finnst að skorti viðunandi gatnakerfi. 35 sviptir höfundarrétti En þótt svona Ula gangi í mynd- listinni era Mbl.-menn og komm- únistar elskubræður í stétt rithöf- unda, þar sem nýlega tókst, án þess að nokkurt brot yrði á sam- vinnu þessara aðUa, að svipta þrjá- tíu og fimm rithöfunda höfundar- rétti. Þegar samið var um greiðslur tíl rithöfunda fyrir fjölföldun efnis eftir þá í skólum 1985 vora tU og eru enn tU tvö rithöfundafélög, Rithöfundasamband íslands og Félag íslenskra rithöfunda. TU sameiningar þessara félaga hafði komið vegna þess að vinstri menn voru málóða yfir því að Launasjóð- ur rithöfunda fengist ekki sam- þykktur nema höfundar væra sam- einaðir í einu félagi. Lög hins nýja félags vora samkomulagsgrund- vöUur, en nýja félagið var ekki fyrr tekið tU starfa en upphófust breyt- ingar á lögunum, þ.e. samkomu- lagsgrandveUinum, svo nokkuð stór hópur höfunda sneri aftur inn í Félag íslenskra rithöfunda og gerði það að nýju að sínu stéttarfé- Iagi. Félag þeirra átti sér merka sögu, en stofnendur þess voru menn á borð við Davíð Stefánsson og Guðmund G. Hagalín. Eins og í kommúnistaríkjum Þegar þeir rúmlega þrjátiu með- limir í Félagi ísl. rithöfunda, sem þar vora fuUgUdir meðUmir óskuðu eftir því, að greiðslur til þeirra af fjölföldunarfé skiptust á miUi þeirra og félaga í Rithöfundasam- bandi vinstri manna samkvæmt höfðatölureglu, var því hafnað. En félagar í Rithöfundasambandi vinstri manna munu nú vera orðnir um þrjú hundrað, svo aUir geta séð að inngangan er greið. Höfðatölu- reglunni hefur sem sagt verið harð- lega neitað og beitt lögfræðingum og gerðardómi tU að svipta 35 meðlimi Félags ísl. rithöfunda höfundarrétti. Þá hefur úthlutun úr Launasjóði rithöfunda verið háttað þannig síðustu árin, að þar er kominn upp fastur flokkur með árvissar fjárveitingar, en úthlutun- in er á vegum Rithöfundasam- bands vinstri manna. Svo undarlega viU tU, að tveir menntamálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hin síðari ár hafa ekki mátt nærri þessu máU koma vegna þess að Mbl.-mcnn cru einskonar íblöndun og steypustyrktarjára í Rithöfundasambandi vinstri manna. Þess vegna er Launasjóð- urinn óbreyttur með sína “fasta- gesti“ og þess vegna sjá vinstri rithöfundar sér fært að svipta 35 íslenska rithöfunda höfundarrétti, og má undarlegt heita, að þrjú hundrað manna Uð Rithöfunda- sambandsins skuU telja það hag- kvæmt fyrir stéttina. Höfundar- réttur er mikilsverður, og menn hafa ekki verið sviptir honum nema í kommúnistaríkjum. Það er kannski einmitt slíkt stefnumið sem þrjú hundruð manna Uð Rit- höfundasambands vinstri manna viU verða þekkt fyrir í fram tíðinni? Kvartað yfir háborði Nú situr Svavar Gestsson ■ sæti menntamálaráðherra, og þess er síst að vænta, að hann veiti hinum 35 rithöfundum höfundarréttinn að nýju. Þó era mikið meiri líkur á því að hann skUji og sjái hvaða ofbeldi þrjátíu og fimm-menningarnir hafa verið beittir, hann er þó a.m.k. skólaður í verkalýðsbaráttu, held- ur en fyrrverandi koUegar hans tveir, sem ekkert virtust skUja í þessu máU annað en hvisl Mbl.- manna, sem víst eru Ustamenn að meiri. En svo heyrist aUt í einu þessi undarlega rödd, og það á myndlist- arsviði, þar sem kvartað er yfir hópi Þjóðviljamanna við háborðið. En eins og stendur í Þjóðviljanum í gær um Mbl.-manninn í myndlist: ' „Lætur hann á dynja með dylgjur og brigsl í þá veru, að þetta skelfi- lega ÞjóðvUjaUð hljóti að eyði- leggja hvera mannfund með skelfi- legu ofstæki sínu.“ Það er von að ÞjóðvUjinn sé móðgaður. Þessi einstaki Mbl- maður kann ekki að þegja. Garri VÍTT OG BREITT Stráksskapur Allt frá því að byggð fór að myndast á Kársnesinu, og er nú orðin að næststærsta sveitarfélagi landsins, hafa Reykvíkingar og Kópavogsbúar setið á sátts höfði eins og góðum grönnum sæmir. íbúar þessara nágrannabyggða hafa fæstir hugmynd um hvar landamerkin milli umdæmanna eru, og kemur það ekki við vegna þess að þeir hafa það ekki á tilfinningunni að þeir séu að fara yfir nein landamæri þegar þeir bregða sér úr öðru sveitarfélaginu yfir í hitt. Fólk býr og starfar í sveitarfé- lögunum á víxl og langflestir Kópa- vogsbúar munu fæddir í Reykjvík og þar eru þeir jarðaðir og yfirleitt munu íbúar beggja umdæmanna líta á sig sem sveitunga sem fremur rétta hvor öðrum hjálparhönd ef lítið liggur við, en að sitja yfir annars hlut, jafnvel þótt tækifæri gefist til. Urrandi varðhundar En hagsmunavarðhundar sveit- arfélaganna eru á öðru máli. Þeir standa urrandi framan i hvern annan og passa upp á hvern fer- merta af umdæmunum, segja upp samningum og hafa í hótunum og láta yfirleitt öllum látum nema góðum. Deilan um Fossvogsbraut er far- in að nálgast stríðsástand, og má hvorki leggja hana ofan jarðar né neðan, enda mun hið dæmalausa Fossvogsræsi liggja þar á fleti fyrir og dæla óþverra stanslaust út í grunna voga og Skerjafjörð, og vill enginn muna þá framkvæmd lengur, aðeins kvarta yfir mengun á fjörum og vita svo helst ekkert hvernig á henni stendur. Sú hugdetta er uppi að bora brautarskömmina undir Kópavog- inn af því að einhverja langar að spila fótbolta á grundunum yfir ræsinu mikla, sem opnast langt innan við alla hafstrauma og sjá- varföll. Það er í sjálfu sér ekkert vitlausari hugmynd en hver önnur að leysa umferðarvandamál í Reykjavík með jarðgöngum undir Kópavog. Altént er gangaborun byggðastefna. Skal látið liggja milU hluta hvort hún er góð eða vond. Strákamir sem halda að þeir séu að gæta hagsmuna Reykjavíkur og Kópavogs leggja sig í líma að finna upp hrekkjabrögð til að klekkja hver á öðmm. Sorp í hlaðvarpanum Fyrst er samningi sagt upp ein- hliða. Svar við því var að hafa í hótunum um að segja upp mörgum öðmm samningum einhliða, en látið duga að standa við uppsögn samningsins um sorplosun. Það er kaldhæðnislegt að Reyk- víkingar segi upp þeim samningi, því að þeim eru sjálfum allar bjargir bannaðar hvað varðar losun á sínu mikla sorpi. íbúarnir mót- mæla að fá það í bæjarlandið og nágrannabyggðirnar harðneita að taka við því og em þau mál öll í ani. En Kópavogsjarlar em ekki í vandræðum. Þeir em búnir að finna stað fyrir sitt sorp á hlaði Reykvíkinga, eð rétt við eitt af nýjustu hverfum borgarinnar. Þeir í Seljahverfinu geta mótmælt, en hverjum koma þau við? Einhver dýmstu grjóthrjóstur veraldarinnar em í landi Kópavogs og ganga undir heitunum Fífu- hvammur og Smárahvammur. Þama kvað eiga að byggja flott. En í næsta nágrenni á nú að fara að urða sorp, og þar með mun Kópa- vogur eignast sorpdýrindi sem varla eiga sinn líka nærri byggðu bóli. Þetta mál er að þróast á þann veg að það sæmir hvorki Reykvík- ingum né Kópavogsbúum. Þeir sem takið hafa að sér forystu sveitarfélaganna hafa hreinlega ekki leyfi til að haga sér á þann hátt sem stefnir í. Hvað sem líður deilum um Foss- vogsbraut er það sameiginlegt hagsmunamál beggja sveitarfélag- anna að koma frá sér sorpi á siðlegan hátt. Það er fráleitt að segja upp samningi um viðtöku á sorpi, eins og Reykjavíkurvaldið gerði. Á sama hátt geta forráðamenn Kópavogs ekki leyft sér að ákveða einhliða að gera nýja sorphauga ofan í þéttbýlt hverfi, sem fyrir tilviljun heyrir til lögsögu Reykja- víkur. Þeir eru að hefna sín á nokkrum saklausum íbúum Reykjavíkur vegna gjörða yfir- valda. Þetta er fráleitt. Lausnin væri kannski sú að Kópavogur setti sorp sitt niður á vatnasvæði Gvendarbrunna, sem tilheyrir kaupstaðnum. Þar með yrðu Reykvíkingar vatnslausir og gætu ekki lengur hótað að loka fyrir vatnið í Kópa- vog. Þá verður strákum líklega skemmt. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.