Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn 9 Jón Bjarnason: Hverjar verða „stríðsmiska- bætur“ nemenda og foreldra Nú er lokið kjaradeilu og einu umfangsmesta verkfalli síðustu áratuga, sem m.a. stöðvaði vinnu flestra framhaldsskóla á landinu. Afleiðingar hennar skýrast smám saman. Við lok kjaradeilu BHMR og rfkisins var samningsaðilum tíðrætt um trúnaðarbresti sín á milli og hvernig mætti bæta þar úr. Minna var rætt um hvemig þessir aðilar sameiginlega ætluðu að freista þess að endurvinna trúnaðartraust nem- enda og foreldra. Menntamálaráðherra og skóla- stjórar gáfu út yfirlýsingar um væntanleg lok skólaárs sem nú virðast markleysa. Og margt er enn í óvissu um námsmat, námslok og rétt nemenda við lok þessa skólaárs. Flest verður til að auka á glund- roðann og öryggisleysið og á þess- ari stundu er erfitt að sjá hver ber ábyrgð á skólastarfi í landinu nema ef vera skyldi eitthvert óskilgreint málfundafélag. Tilefni þessara skrifa er að varpa þeirri spurningu fram hver sé réttarstaða nemenda og forsjárað- ila þeirra gagnvart skólanum. Við innritun í skóla er gerður einskonar verksamningur milli skóla og nemenda um nám sam- kvæmt námskrá viðkomandi skóla, tímasett með skilgreindum náms- lokum. Samkvæmt þessum samn- ingi skipuleggja kennarar og skól- inn sitt starf til ársins. Sömuleiðis nemendur og forsjáraðilar þeirra. Foreldrar skrifa jafnvel undir skuldbindingar um greiðslu kostn- aðar barna sinna á heimavistum samkvæmt þessum samningi. Hver skóli er fyrir hönd ríkisins verktaki um ákveðið tímasett skil- greint verk þar sem vinna saman nemendur, kennarar og annað starfsfólk sem ein skilgreind heild. Allir vita hvað samningsrof þýðir eða að verktaki standi ekki skil á umsömdu verki á tilsettum tíma. Þó einn hópur á vinnustað fari í verkfall fá aðrir starfsmenn laun þó verkefnin séu takmörkuð. Foreldrar úti á landi verða oft að senda böm sín í framhaldsskóla fjarri heimilum sínum. Greiða þarf ferðakostnað, húsnæði, fæði og allan viðverukostnað sem er mörg- um tilfinnanlegur. Er hægt að rjúfa einhliða þann samning sem gerður var við skól- ann og stórauka kostnað bótalaust. Við lengingu skólaársins tapast vinna og timi sem ætlunin var að nýta til að afla tekna upp í náms- kostnað. Nú rýma laun og jafnvel tapast vinna sem er löngu umsamin og tilgreindur upphafs- og lokadag- ur. Nú hafa verið samþykkt ný lög um framhaldsskóla en eftir er að semja reglugerð við þau. Fyllilega er ástæða til þess að þar verði skilgreindar skýrt og skorinort skyldur skólans gagnvart nemend- um og foreldrum og réttarfarsstaða þeirra í þessu samstarfi. Við foreldrar viljum ekki að litið sé á nemendur sem réttlaust en nauðsynlegt hráefni á vinnustað. Við viljum ekki að hægt sé að brjóta á okkur og börnum okkar gerða samninga og það á jafn tiliitslausan hátt og nú f vor. Það virðist í rauninni þörf á að stofna hagsmunasamtök foreldra nemenda í framhaldsskólum til að standa með þessu unga fólki, verja og efla réttarstöðu þess og vinna að sameiginlegum hagsmunum og minna á að foreldrar og nemendur eru líka fólk og verða að geta borið traust til skólastarfsins í landinu. Ríkissjóði þótti ástæða til að greiða BHMR félögum „stríðs- skaðabætur". Hver ætlar að borga aukinn ferðakostnað nemenda vegna verkfalls og lengingu skólaárs? Hver ætlar að borga aukin út- gjöld vegna dvalar nemenda fjarri heimilum sínum? Hver ætlar að bæta nemendum óþægindi og truflun á námi og óvissu um námslok? Hvernig á að endurvinna traust og trúnað nemenda og foreldra á skólastarfinu? Hverjar verða „stríðsmiskabæt- ur“ nemenda og foreldra? Hólum í Hjaltadal 22.05.89 Jón Bjarnason Þórarinn Þórarinsson: Efnahagsbandalag Evrópu og Danir Þegar Danir ákváðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu að ganga í Efna- hagsbandalag Evrópu var því ákaft haldið fram, líkt og gert er hér nú, að eftir inngönguna í Efnahags- bandalagið myndi hefjast gullöld í Danmörku. Því var m.a. haldið fram, að mikil blessun myndi hljót- ast af því, að Danmörk yrði þátt- takandi i stórum peningamarkaði. Sú þátttaka myndi hleypa nýju fjöri og framtaki í danskt efnahags- líf. Atvinnuleysi myndi verða óþekkt fyrirbrigði í Danmörku. Fyrir íslendinga er ekki óeðli- legt, að kynna sér hvemig þær spár hafa ræst, því að þessu sama er nú haldið fram hér á landi, ef ísland opnaði allar gáttir fyrir erlent fjármagn. Óneitanlegt er, að erlent fjár- magn hefur aukist í Danmörku á þessum tima. Samkvæmt því, sem sagði í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 11. mars síðastliðinn, námu erlendar skuldir Dana 40% af þjóðarframleiðslu. Vaxta- greiðslur Dana af þessum erlendu skuldum námu um 13% af gjald- eyristekjum. En hafði þessi mikla skuldasöfn- un eflt og aukið atvinnulífið? Sam- kvæmt framangreindri heimild, þ.e. Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 11. mars síðastliðinn, hafði þjóðarframleiðslan farið minnkandi síðustu tvö árin og atvinnuleysi aukist. Atvinnuleysi nam þá 8,5% af vinnuafli og líklegt þótti, að það kæmist upp í 10% á forsætisráðherra næstu misserum. Þá segir í Reykja- víkurbréfinu, að gjaldþrotum hefði fjölgað um 45% á síðasta ári og á því ári hefðu um 24 þúsund Dana flutt úr landi, aðallega ungt fólk. Af þessum tölum er dregin eftir- farandi ályktun í Reykjavíkurbréf- inu: „Af þessu má sjá, að fleirum gengur illa að hafa stjóm á efna- hagsmálum sínum en okkur íslend- ingum.“ Af þessum tölum má einnig draga þá ályktun, að þátttaka í Efnahagsbandalaginu yrði íslend- ingum ekki nein lausn frekar en Dönum. Annars mun bráðum liggja fyrir álit Dana á þátttöku í Efnahags- bandalaginu. Hinn 15. júní næst- komandi fer fram í Danmörku kosning á fulltrúum Dana, sem sæti eiga á þingi Efnahagsbanda- lagsins. Því er helst spáð um úrslit- in, að þátttaka í kosningunum muni fara minnkandi. Hún var 52%, þegar seinast var kosið, en nú er því spáð, að hún verði innan við 50%. Þeim kjósendum muni fjölga, sem telji það þýðingarlaust að greiða atkvæði. Danir geti ekki með sæmilegum hætti gengið úr bandalaginu, þótt þeir vildu. Nauðugir viljugir séu þeir tjóðraðir við bandalagið. Þeir séu ekki ánægðir með þetta, en óánægju geti þeir aðeins látið í ljósi með því að vera heima og láta ekki sjá sig á kjörstað kosningadaginn. Þau ótíðindi hafa nú gerst að einhverjir vikapiltar herstöðva- sinnaðra stjómsýslumanna hafa ekið um Þingeyjarþing með bæn- arskjal upp á vasann þess efnis að Atlantshafsbandalagið fari að byggja herflugvöll í Aðaldal. Ekki er mér kunnugt um undirtektir en ég held að þetta blessaða fólk sem fyrir þessu stendur, og þeir sem kunna að hafa sett nöfn sín á þennan undirskriftalista, viti ekk- ert um hvað þeir em að biðja. Það er talað um að þessi völlur eigi að vera í eigu og umsjá Islendinga. Nató eigi aðeins að fá að hafa afnot af honum ef til ófriðar komi. Þetta er auðvitað tómt mgl. Allir ættu að sjá að þetta yrði hreint hemaðar- mannvirki. Ef svo væri ekki væm íslendingar að betla þessa dým framkvæmd upp á 10-12 milljarða út úr Nató, sem er auðvitað ekki hægt, en væri það unnt yrði það mikil lítillækkun, fjárhagsleg og þjóðemisleg niðurlæging fyrir ís- lensku þjóðina. Og ég vona svo sannarlega að hún sökkvi aldrei svo djúpt í lágkúruna. Staðreyndin er ótvírætt herflug- völlur og menn verða að taka afstöðu til málsins út frá þeirri forsendu. Allir ættu að sjá hversu síaukin hemaðarleg umsvif hér eru Friðjón Guðmundsson: Afstýrum ósómanum fáránleg þegar umræða og áhugi fyrir afvopnun og friði á milli austurs og vesturs fara stöðugt vaxandi. Eða halda menn kannski að hin svokölluðu vanþróuðu ríki efni til ófriðar í norðanverðri Am- eríku eða Evrópu? Hafi þetta hem- aðarbrölt á íslandi ekki alltaf verið tóm vitleysa, er það að minnsta kosti núorðið hrein „tíma- skekkja". Reynsla okkar íslend- inga af hersetu er afleit og það er sannarlega kominn tími til að ís- lensk stjómvöld fari að standa upprétt. Hersetunni hefur fylgt mikil mannlífsmengun, fjárhagsleg spilling og þjóðemisleg hnignun. Þetta vita allir. Sú skoðun að umrædd vallargerð verði lyftistöng fyrir atvinnulífið í héraðinu er með öllu órökstudd. Alger óvissa ríkir um atvinnu- möguleika héraðsbúa við vallar- gerðina og enn meiri óvissa um atvinnu við rekstur hans. Hins Staðreyndin er ótví- rætt herflugvöllur og menn verða að taka af- stöðu til málsins út frá þeirri forsendu. Allir ættu að sjá hversu sí- aukin hernaðarleg um- svif hér eru fáránleg þegar umræða og áhugi fyrir afvopnun og friði á milli austurs og vesturs fara stöðugt vaxandi. vegar er mikil hætta á að flugvallar- gerðin skaði byggðaþróun í hérað- inu vegna stórfelldra breytinga sem hún hefði í för með sér á allt mannlíf. Og þrátt fyrir auknar friðarlíkur má ekki gleyma þeirri áhættu, sem af herflugvelli stafar ef til hemaðarátaka kynni að draga, og af þeirri ástæðu einni er þessi staðsetning óréttlætanleg. Að öllu samanlögðu sýnist mér að þessi hervallarhugmynd sé stór- hættulegt fyrirbæri sem myndi valda mannlífsmengun, fjármála- legri mengun, siðferðilegri mengun, þjóðemislegri mengun, byggðavanda, hávaðamengun, náttúruspjöllum og umhverfis- mengun. Ég skora því á héraðsbúa að standa saman og afstýra ósómanum. Og ég held kannski að það ætti að byrja á því að skora á stjómvöld að banna hina svoköll- uðu forkönnun flugvallarstæðis í Aðaldal. Það hefur aldrei verið talið farsælt að rétta skrattanum litla fingurinn. Það nær ekki nokk- urri átt að utanríkisráðherra sé einum falið slíkt leyfisveitingavald, það er bara eitt dæmi af mörgum um ofríki og hroka sem viðgengst í Stjómarráði íslands. Með því að leyfa þessa forkönnun er steinninn tekinn úr. Slíkt má ekki henda. Eftirmáli Þegar ég var að ljúka þessu greinarkomi hefi ég fengið upplýs- ingar frá fyrstu hendi um að á samkomu á Húsavík, sem haldin var í gærkvöldi fyrir 16 ára unglinga og eldri, hafi forsvarsmaður fyrr- greinds undirskriftalista, Starri Hjartarson á Húsavík, verið með áðurnefnt bænarskjal sem hann afhenti unglingum til að safna undirskriftum á, án tillits til kosn- ingaaldurs. Auðvitað vorkenni ég þessum frænda mínum fyrir lágkúr- una og auðvitað sýnir þetta hversu ómarktæk þessi undirskriftasöfnun í raun og veru er. En þetta varpar eigi að síður ljósi á það hversu áríðandi það er að menn haldi vöku sinni í þessu máli eins og allt er í pottinn búið. Sandi 29. apríl 1989 Friðjón Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.