Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn 15 stuðnings Bandaríkjanna. Og þótt Arabaríki séu mun fjölmennari að íbúatölu en Ísraelsríki, hefur þeim ekki tekist að sameina krafta sína til að knésetja ísrael. Von sumra Palestínumanna sem lifa í flótta- mannabúðum fyrir utan Palestínu, um að skæruhernaður þeirra geti lagt að velli Ísraelsríki, er óraun- hæf og skaðleg óskhyggja. Öðru gegnir að sjálfsögðu um baráttu Palestínumanna á herteknu svæð- unum gegn hemámi og kúgun, Intifaða. Hún getur leitt til þess að Ísraelsríki verði knúið til að yfír- gefa þessi svæði og til að setjast að samningaborði við fulltrúa Palest- ínuþjóðarinnar. Aðeins eitt virðist þó geta dregið úr aðskilnaðarstefnu gyðinga í ísrael og það er friðurinn. Þess vegna leggja framsýnir Palestínu- menn áherslu á að friðmælast við ísraelsmenn. Sfonistar hafa alltaf áttað sig á þessari „hættu“. Einmitt þess vegna reyna forráðamenn Ísraelsríkis að komast hjá samning- um við Palestínumenn og ögra íbúunum á herteknu svæðunum svo undrun sætir. Þeir óttast ekki Palestínumenn sem fjandmenn. Þeir þurfa á fjandmönnum að halda til að treysta samstöðu gyð- inga innbyrðis. Þeir óttast mun meira að eðlilegt og náið samneyti ísraela við Palestínumenn, þ.m.t. blönduð hjónabönd, geti grafið þegar til lengdar lætur undan hrein- leika „kynstofnsins“ gyðinga í Pal- estfnu og í framhaldi af því undan tilveru sérríkis gyðinga þar í landi. Tillögur rabbí Kahane á ísraelska þinginu þess efnis, að reka eigi alla Palestínumenn úr landinu og banna eigi kynmök gyðinga við „heiðingja", endurspegla þessa hugsun, sem fáir í ísrael þora að orða opinskátt. Hér birtist hvað skýrast skyldleiki síonismans við nasismann. Framtíðarlausn íPalestínu Á upphafsárum Ísraelsríkis töldu flestir Arabar að evrópskir landnemar í Palestínu (gyðingar) ættu að snúa aftur til heimalanda sinna í Evrópu og Palestína ætti að lúta stjórn heimamanna, Palest- ínuaraba. En nú hafa þrjár kyn- slóðir ísraelskra gyðinga fæðst þar og þróað sitt eigið samfélag. Það fólk hefur fest rætur í landinu og ber jafnmikla ást til föðurlands síns og Palestínumenn. Palestínu- menn hafa því sætt sig við orðinn hlut og boðið að leysa deilu sína við núverandi íbúa Ísraelsríkis með sáttum. Þeir hafa boðið ísraelum tvo kosti: Annaðhvort skipting Pal- estínu í tvö ríki, ríki Palestínu- manna við hlið Ísraelsríkis (á grundvelli samþykkta Sameinuðu þjóðanna frá 1947) eða sambúð í sameinuðu ríki með ísraelum. Fyrri kostur er þó ekki andstæða hins síðari, því sumir eygja þann möguleika að ríkin tvö gætu mynd- að sambandsríki, með eða án Jórd- aníu, eða runnið saman þegar til lengdar lætur í eitt ríki. Palestínu- menn eru sem sagt tilbúnir til að deila súru og sætu með aðkomu- mönnum og börnum aðkomu- manna, sem hafa rekið þá í útlegð, kúgað þá og framið hryðjuverk gegn bömum þeirra í hálfa öld. Þessi afstaða ber vott um stórhug, víðsýni og sáttfýsi, sem óskandi væri, að Vesturlandabúar styddu af heilum hug. Okkur íslendingum ber að stuðla að þessum sáttahug. Við gerum það m.a. með því að viður- kenna hið nýstofnaða Palestínu- ríki, eins og um 90 þjóðríki í heiminum hafa þegar gert og taka upp stjómmálasamband við Frels- issamtök Palestínumanna (bráða- birgða ríkisstjóm Palestínu). Einn- ig væri eðlilegt að íslendingar styddu lýðræðisöflin meðal Palest- ínumanna og fsraela, sem vilja halda sig við ákvæði mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta gæti orðið hluti af framlagi okkar til varanlegrar og réttlátrar lausnar Palestínumálsins og væri í fullu samræmi við alþjóða sam- þykktir og samninga, sem íslend- ingar hafa undirritað. E.D., apríl 1989. SAMVINNUMÁL Eigið fé KRON nánast horfið Á aðalfundi KRON laugardaginn 20. maí kom fram að rekstrarhalli félagsins s.l. ár varð 95,9 miljónir. Höfðu þá verið dregnar frá óreglu- Iegar tekjur af eignasölu, 59,7 milj- ónir, en halli af reglulegri starfsemi var 155,2 miljónir eða 10,6% af vömsölu án söluskatts. Vörusalan varð 1467,1 miljón og jókst um 29,9% frá árinu á undan. Eigið fé KRON í árslok var 31,2 miljónir eða 4,9% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Árið áður var það 159,5 miljónir eða 24,7%. í ávarpi sínu til aðalfundarins með reikningum KRON sagði Þröstur Ólafsson stjómarformaður m.a.: „Eins og ársreikningur félagsins ber með sér hefur liðið reikningsár verið afar erfitt. Halli á rekstri KRON var 95,9 m.kr. eftir 41 m.kr. halla árið á undan. Þá er svo komið að eigið fé félagsins er nánast horfið. Það var aðeins31,2m.kr. um síðustu áramót. Hreint veltufé hafði og lækkað um 21 m.kr. á árinu sem að sjálfsögðu er afar tilfinnanlegt. Sem betur fer em eignir félagsins þannig metnar að ekki er óraunhæft að ætla þær nokkuð mikið meira virði en bókfært eignaverð þeirra. Þannig að rekstrarhæfni félagsins er vonandi ekki í bráðri hættu, þótt vissulega séu framtíðarhorfur ekki sérlega glæsilegar, því ekki eru auð- veldir tímar framundan." Þá vom einnig lagðir fram á fundinum prentaðir reikningar Miklagarðs sf., sem rekinn er sem sérstakt sameignarfélag, en KRON á rúman helming þess. Þar kom fram að halli hans var 31,6 miljónir eða 3,1% af vömsölu, en hún var 1028,1 miljón króna á síðasta ári án sölu- skatts. Þröstur gat þess í skýrslu sinni á fundinum að KRON yrði í rauðum tölum fram eftir ári og flest benti til neikvæðrar niðurstöðu í ár líka. Til bjargar sagði hann að meðal annars yrði tekin upp ný verslunarstefna, þá yrðu eignir seldar og reynt að breyta stuttum lánum í lengri lán. Einnig yrðu reyndar nýjar innkaupa- leiðir, svo sem eigin innflutningur. Þeir Þröstur Ólafsson og Sigurður Magnússon báðust undan endur- kjöri í stjórn KRON, og þeirra stað vom kosnir Atli Gíslason og Baldur Óskarsson. Aðrir í stjórn em Hörð- ur Zóphaníasson, Jón Þór Jóhanns- son, Ásgeir Jóhannesson, Þórunn Klemensdóttir, Gylfi Kristinsson, Kjartan Ólafsson og Guðfinna Vig- fúsdóttir. Fulltrúar starfsfólks em Hörður Jónasson og Guðbjartur Vil- helmsson. -esig LESENDUR SKRIFA Réttar tölur um áfengissölu ÁTVR hefur birt yfirlit um sölu sína fyrstu 3 mánuði ársins. Þar kemur fram að sala rauðvíns, hvít- víns og brenndra drykkja nam nú 168.332 lítrum vínanda en 1988 seldust á sömu mánuðum 182.958 lítrar hreinn vínandi. Samdráttur í sölu þessara tegunda nemur 14.626 lítrum vínanda. Nú er talið að þrengra sé um fjárráð hjá mörgum og af þeim sökum mætti vænta þess að sam- dráttur væri í áfengiskaupum. Á þessum þremur fyrstu mánuð- um ársins seldust 1.170.303 lítrar af áfengum bjór en þar í eru 61.081 lítrar hreinn vínandi. Áfengissalan talin í hreinum vínanda hefur því verið 46.455 lítrum meiri í ár en í fyrra. Enginn veit hversu mikið af hinum selda bjór hefur verið ódrukkið 1. apríl. Þó munu flestir telja þegar þessar tölur eru athugaðar að áfeng- isneyslan hafi verið meiri nú en í fyrra, þrátt fyrir minni fjárráð. Ólík- legt má þykja að þrír fjórðu hlutar hins keypta bjórs hafi verið ódrukknir 1. apríl. Aukin vínandasala í áfengum drykkjum er um það bil 25% þegar 3 fyrstu mánuðir áranna eru bornir saman. H.Kr. Ruddaskapur Síðastliðinn hvítasunnudag gerð- ist það við húsið nr. 5 við Fomu- strönd á Seltjarnarnesi, að maður, sem ekki virðist neinn fátæklingur, boðaði komu sína í hverfið með því að láta vinnuflokk brjóta steinsteypu með loftpressu utan við hús sitt. Verkið byrjaði á messutíma þjóð- kirkjunnar, kl. 11-12 f.h., og heyrð- ist ekki mannsins mál í næstu húsum. Eitthvað var leitað til lögreglunnar í þessu sambandi; lofað athugun! Djöfulgangi þessum var haldið áfram, með loftpressu og vélskóflu, fram um kvöldmatartíma. Þá loks var athöfninni lokið. Eitthvað virðist framkoma lög- reglunnar dálítið skeggjuð í þessu máli. Er það kannske yfirstjórninni að kenna, eða hvað? 060512-7799 Elnar Gelr Framsóknarfélagið í Garðabæ: Bæjarmálefnin í Garðabæ Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 30. maí n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2 I Garðabæ. Dagskrá 1. Einar Geir Þorsteinsson bæjarfulltrúi ræðir málefni Garðabæjar. 2. Stefán Konráðsson, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður i Iþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar, ræðir um íþrótta- og æskulýðsmál. 3. Helga Guðjónsdóttir, fulltrúi I Félagsmálaráði Garðabæjar, ræðir málefni félagsmálaráðs. 4. önnur mál. Fundarstjóri verður Hörður Arinbjarnar. Framsóknarfólk i Garðabæ, mætum öll. Kaffiveitingar. Ragnheiður Sveinbjömsd. Sigurður Geirdal Austfirðingar Samráðsfundur með stjórn KSFA, þingmönnum og stjórnum fram- sóknarfélaganna verður haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardag- inn 27. maí kl. 14.00 Dagskrá: 1. Frá stjórn KSFA. 2. Frá störfum félaganna. 3. Frá flokknum og flokksskrifstofunni. 4. Frá alþingismönnum. 5. Verkefni framundan a) Fundir í kjördæminu. b) Sveitastjórnarkosningarnar 1990. c) Næsta kjördæmisþing. d) Önnur mál. Á fundinn mæta: Halldór Ásgrímsson alþm., Jón Kristjánsson alþm., Guðmundur Bjarnason ritari, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, vararitari og Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri. Allar nánari upplýsingar hjáformanni KSFA (síma 81760 (á kvöldin. Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Austurlandi. Haildór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Landsstjórn og framkvæmdastjórn LFK Aðal- og varamenn eru boðaðir til fundar að Nóatúni 21, laugardag- inn 3. júní kl. 10-16. Dagskrá: Undirbúningur landsþings. A. Málefni. B. Framkvæmd. C. önnur mál. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480. Ath. breyttan fundardag. Stjórnin. Flag í fóstur SUF hefur ákveðið að efna til gróðursetningar- ferðar i Galtalæk, laugardaginn 10. júni 1989. Tekinn verður upp þráðurinn frá fyrra ári og haldíð áfram uppgræðslu á þvf landsvæði sem SUF hefur tekið (fóstur. Nánar auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF. Stjórnarfundur SUF Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknar- manna verður haldinn f Nóatúni 21, föstudaginn 9. júnf 1989, og hefst kl. 17:30. Framkvæmdastjórn SUF Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins^að Hámráborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sfmi 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.