Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 FRÉTTAYFIRLIT llllllllllllll - ÚTLÖND DAKAR - Roland Dumas utanrfkisráðherra Frakklands flaug til Nouakchott höfuðborg- ar Máritaníu til að reyna að stilla til friðar milli Máritana og Senegala sem eru á barmi styrjaldar eftir kynþáttaólgu undanfarinna vikna. Dumas var á ráðstefnu frönskumæl- andi rfkja, en hún er haldin f Dakar höfuðborg Senegals og er það f fyrsta skipti sem hún er haldin á afrfskri jörð. Márit- anar komu ekki á ráðstefnuna vegna ólgunnar. WASHINGTON - Meira dró úr hagvexti f Bandaríkjun- um á fyrsta ársfjórðunai þess árs en gert hafði verið rað fyrir. Þrátt fyrir það stóð dollarinn hátt á alþjóoamarkaði og virtist engu skipta aðgerðir seðla- banka (Evrópu til að ná honum niður. OTTAWA - Michal Wilson fjármálaráðherra Kanada á nú mjög f vök að verjast, en mikill þrýstingur er á að hann segi af sér eftir að upp komst um, tilraunir hans til að hylma yfir þvf að upplýsingar um fjárlaga- frumvarp rfkisstjórnarinnar láku út áður en frumvarpið var lagt fram. NE W YOR K - Yitzhak Rab- in varnarmálaráðherra israels sagði að uppreisn Palestínu- manna sýna vilja fólksins þar, en hnýtti f James Baker utan- rfkisráðherra Bandarfkjanna fyrir að segja fsraelum til um það hvernig þeir eigi að leysa pað vandamál. BRUSSEL - Sendiherrar aðildarrfkja Nato í höfuðstöðv- um bandalagsins náðu ekki að leysa úr þeim ágreiningi sem ríkir um skammdrægar kjarna- flaugar f Evrópu. Því er næsta vfst að ágreiningur Banda- rfkjamanna og Breta annars vegar og Vestur-Þjóðverja hins vegar mun setja mikið mark sitt á leiðtogafund Nato í næstu viku. SAN SALVADOR - Vinstri sinnaðir skæruliðar hvöttu til allsherjarverkfalls í vöruflutningum í El Salvadortil að mótmæla því að nýr forseti hægrimanna tekur við völdum 1. junf. Fundur Arababandalagsins dregst á langinn vegna hugmynda Husseins Jórdaníu- konungs um friðargæslulið Arababandalagsins í Líbanon og brotthvarf Syrlendinga: Sýrlendingar neita að yfirgefa Líbanon Sýrlendingar vilja ekki sjá friðar- gæslulið Arababandalagsins til Líba- nons og taka afar illa í þær hugmynd- ir sem fram hafa komið á leiðtoga- fundi Arababandalagsins um að Sýrlendingar dragi herlið sitt frá Líbanon til að koma á friði í borgara- styrjöldinni þar. Það var Hussein Jórdaníukonung- ur sem lagði fram tillögu um að 40 þúsund manna herliði Sýrlendinga í Líbanon yrði snúið heim, en í stað þess yrði öflugt friðargæslulið Ar- ababandalagsins sent til Líbanons til að tryggja framkvæmd friðarsam- komulags kristinna og múslíma. Er talið að mikill meirihluti aðildarríkja Arababandalagsins styðji hugmynd- ir Husseins. Utanríkisráðherra Sýrlands Far- ouq al-Shara hélt rúmlega klukku- stunda ræðu á fundi Arababanda- lagsins til að réttlæta veru sýrlenska herliðsins í Líbanon, en Sýrlending- ar hafa átt í nær látlausum stórskot- aliðsbardögum við hersveitir krist- inna manna f Beirút undanfarnar sex vikur. Þar ríkir nú hlé á bardögum á meðan Arababandalagið fundar, en íbúar borgarinnar safna nú vistum fyrir áframhaldandi dvöl í sprengju- byrgjum ef svo skyldi fara að Araba- bandalagið nái ekki saman um frið- aráætlun í Líbanon og bardagar brjótist út að nýju. Vegna ágreinings um málefni Lí- banons hefur fundur Arababanda- lagsins dregist á langinn og einum degi verið bætt við til að freista þess að ná samkomulagi. Sýrlenskir hermenn í Beirút. Sýrlendingar vilja ekki fyrir nokkra muni kalla þá heim. Kína: Harðlínumenn að ná undirtökunum Harðlínumennimir í forystuliði kínverska kommúnistaflokksins virðast hafa náð öllum undirtökum í stjóm Kína eftir þá harðvítugu valdabaráttu sem þar hefur verið háð undanfama daga. Harðlínu- maðurinn Li Peng forsætisráðherra Kína kom fram í sjónvarpi í gær í fyrsta sinn frá því hann undirritaði herlög á laugardaginn og hin harð- vftuga valdabarátta hófst fyrir al- vöm. Mótmæli stúdenta f gær virtust fyrst og fremst beinast gegn Li Peng, en mótmælendur kröfðust afsagnar hans. Það virtist ekki hafa nokkur áhrif á Li Peng sem brosti og virtist afslappaður er hann tók á móti og ávarpaði nokkra erlenda sendiherra í gær og fullvissaði þá um að stjóm landsins væri styrk. Li Peng skýrði sendiherrunum frá því að efnahagsumbæturnar í Kína myndu halda áfram og hrósaði Deng Xiaoping í hástert. Þykir það benda til þess að Deng hafi veitt Li Peng stuðning sinn og sett sig upp á móti Zhao Ziyang æðsta leiðtoga komm- únistaflokksins. Talsmaður utanrfkisráðuneytisins kínverska fullyrti að Zhao Ziyang væri enn flokksleiðtogi, en umbóta- sinnar óttast að honum verði bolað frá innan skamms. Wan Li forseti þingsins sem hélt heim úr opinberri heimsókn í Bandaríkjunum í fyrra- dag vegna ástandsins, komst ekki lengra en til Sjanghæ, þar sem hann er nú f meðferð vegna krankleika ef marka má fréttir fréttastofunnar Nýja Kína. Vestrænir sendimenn í Peking draga það mjög í efa að Wan Li sé sjúkur. „Það virðist vera einn af þessum kínversku stjómmálasjúk- dómum“, sagði enn þeirra, en Wan Li er einn helsti stuðningsmaður Zhaos. Umbótasinnar í Kína óttast að miklar hreinsanir muni koma í kjöl- far þess að harðlfnumennimir nái yfirhöndinni. Er talið að Deng Xiaoping og Li Peng hafi nú þegar sett saman lista með nöfnum hundr- að umbótasinna sem skuli handtekn- ir eða reknir úr stöðum sínum. Ofarlega á listanum mun vamar- málaráðherra landsins, Qin Liwei, en hann setti sig upp á móti her- lögunum. Námsmenn em smeykir um að ef Zhao verði hrakinn frá völdum muni Qiao Shi yfirmaður kínversku örygg- islögreglunnar taka við. Kínverskir blaðamenn og mennta- menn sem hingað til hafa verið upprifnir ef vestrænir hafa haft sam- band við þá, hafa nú dregið sig í hlé í hryllingi þegar allt virðist benda til þess að Li Peng og harðlínumennim- ir verði ofan á. Eftirmálar byltingartilraunarinnar í Eþíópíu: Herstjórn Mengistu Mengistu Haile Mariam forseti Eþíópíu hefur skipað nýja herfor- ingja í allar æðstu stöður innan landhers, flughers. flota og lögreglu og þannig hert tökin eftir hina mis- heppnuðu byltingartilraun sem gerð var í landinu á dögunum. Tveir yfirmenn voru drepnir af uppreisnarmönnum í byltingunni, en aðrir voru handteknir eftir bylt- ingartilraunina, óháð því hvort þeir 'áfti'd'díf- býrtffigSffiTr'áíiniif á‘eðá“élckf ? Mennimir sem Mengistu skipaði í staðinn börðust flestir við hlið hans í uppreisninni árið 1974 þegar Haile Selasse keisara var steypt af stóli. Enginn þeirra hefur verið við her- stjóm undanfarin fimmtán ár heldur verið háttsettir í annarri stjómun ríkisins. Kostur þeirra er að Meng- istu getur treyst þeim fullkomlega. Eþíópskir öryggislögreglumenn dyggilega studdir af austurþýskum hernaðarráðgjöfum hafa farið util landið og handtekið embættismenn og almenning í hundraðatali þar sem fólkið var talið stuðningsmenn bylt- ingartilraunarinnar. Þrátt fyrir að byltingartilraunin hafi verið brotin á bak aftur virðast enn vera á kreiki í norðurhluta landsins nokkrar hersveitir sem studdu uppreisnina. Skotbardagar milli þeirra og hersveita hollra Mengistu hafa brotist út í Erítreu { undarifárná ‘dágá.1 -«••••«- Fjörugur fundur þegar hið nýja þing Sovétríkjanna kom saman í fyrsta sinn í gær: Gorbatsjov viðurkennir mistök í um- bótastefnu Mikhaíl Gorbatsjov var í eldlín- unni á fyrsta fundi hins nýja fulltrúa- þings Sovétríkjanna í gær þegar þingmenn beindu til hans áleitnum spumingum. Gorbatsjov viður- kenndi að framkvæmd hefðu verið ýmis alvarleg mistök í tengslum við umbótastefnu sína og hann þurfti einnig að svara fyrir einkamál sín þegar hann var spurður hvort flokk- urinn hafi byggt fyrir hann hús á Krímskaga. - Það hafa verið gerð mistök, það hafa orðið harmleikir sem mátt hefði koma í veg fyrir, sagði Gorbatjsov á þingfundinum, en hann sátu 2155 þingmenn sem kjömir vom í tiltölu- lega frjálsum kosningum í maímán- uði. Þingheimur skiptist fljótlega upp í tvær meginfylkingar á fyrsta fundin- um sem er sögulegur svo ekki sé meira sagt. Annars vegar er það róttækur minnihluti sem vill hraða breytingum og auka enn á lýðræði og frelsi í Sovétríkjunum. Meirihlut- inn er hins vegar hægfara og vill starfa eftir hefðbundnum sovéskum leiðum, þó greinlegt sé að umbóta- sinnar og gallharðir stuðningsmenn Gorbarsjovs séu í miklum meiri- hluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.