Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.05.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 26. maí 1989 Elías Davíösson: Hefur gyðingaríki í Palestínu tilverurétt? Þann 29. nóvember 1947 lagði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til, að landssvæði Palestínu skyidi sundurlimað og skipt miiii evrópskra landnema af gyðingatrú og heimamannanna, kristinna og múslímskra Palestínuaraba. í Palestínu, sem er á stærð við tvær íslenskar sýslur, bjuggu þá 1,8 milljónir manns, þar af um 600 þús. aðkomumenn af gyðingatrú. Reyndar stangaðist tillagan á við sjálfan stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er skýrt um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en heimamenn, arabískir íbúar Palestínu, voru ekki spurðir hvort þeir vildu gefa óboðnum gestum rúman helming af landi sínu. Þar sem yfirstandandi atlaga ísraelsstjórnar gegn Palestínu- mönnum er að verða æ villimanna- legri með degi hverjum, eru menn loksins farnir að skyggnast að rót- um Paiestínudeilunnar. Málið snertir íslendinga, því ísland hefur beitt Palestínuþjóðinni ranglæti með stuðningi sínum við sundur- limun Palestínu, þegar málið kom til kasta Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn hafa háð langa og hetjulega baráttu fyrir réttind- um sírum, og hún er farin að skila árangri: Æfleiri þjóðir viðurkenna nú sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna. Þó eigaþjóðir Vesturlanda enn erfitt með að skilja eðli deil- unnar. Jafnvel menn, sem viður- kenna nú að Palestínumenn séu þjóð og hafi einhvern rétt, telja enn tilveru gyðingaríkis í Palestínu allt að því heilaga. Fáum er þó ljóst að tilvera þessa sértrúarríkis er byggð á hróplegu ranglæti gagnvart Palestínumönnum. Með framferði sínum gagnvart íbúum landsins hafa gyðingar svikið lögmál sitt og hundsað varnaðarorð spámanna sinna. Því er rétt að skoða með opnum hug þær forsendur, sem liggja að baki stofnunar gyðinga - ríkisins ísrael. Eftirfarandi forsendur eru yfir- leitt settar fram til að réttlæta tilveru gyðingaríkis í Palestínu: 1. Fullyrt er að gyðingar nútímans séu afkomendur fornhebrea, sem reknir voru frá ættlandi sínu í Palestínu á tímum Róm- verja. 2. Fullyrt er að gyðingar hafi alla tíð síðan haldið tryggð við forn- ar heimaslóðir. 3. Haldið er fram að gyðingar séu þjóð. 4. Talið er að gyðingar eigi rétt til eigin ríkis vegna ofsóknanna sem þeir sættu í Evrópu. 5. Vísað er til þess að Guð forn- hebrea hafi lofað þeim og af- komendum þeirra landssvæði í Austurlöndum nær. Lítum nánar á þessar forsendur. Eru gyðingar nútímans af komendur f ornhebrea? Engar sannanir liggja fyrir um að þeir, sem kalla sig gyðinga í dag, séu afkomendur fomhebrea. Þetta er kenning, sem sagnfræðing- ar deila um. Frá þeim tíma, er fornhebrear yfirgáfu land sitt í Palestínu, hafa gyðingar blandast þjóðum, sem þeir bjuggu með. Lengi eftir tvístmn þeirra stund- uðu gyðingar enn trúboð og urðu þvi margir til að taka gyðingatrú. Heill þjóðflokkur, Khazarar í Rússlandi, tók gyðingatrú fyrir um 1000 árum. Það sem helst mætti segja er að gyðingar nútímans séu „andlegir arftakar11 ísraelsmanna hinna fornu, en jafnvel þessi skil- greining er vafasöm vegna þeirra breytinga sem trúarsiðir gyðinga hafa tekið á þessum tíma. Eru gyðingar sérstökþjóð? Gyðingar eru þeir sem aðhyllast gyðingatrú. Samkvæmt skilgrein- ingu strangtrúaðra gyðinga eru þeir einnig gyðingar, sem eiga móður af gyðingatrú, þótt þeir iðki ekki sjálfir trúna. Þessi skilgreining er þó umdeild og hefur enga lagalega stoð í lýðræðisríkjum. Aðeins nas- istar notuðu hana til að greina gyðinga frá öðmm (og nú á tímum aðeins Israelsríki og hugsanlega Sovétríkin). Gyðinga má finna í öllum heimsálfum, í flestum löndum. Þeir hafa ekki sameigin- legt tungumál. Finna má gyðinga í öllum „litbrigðum, stærðum og gerðum", ef svo má að orði komast. Hugtakið „gyðingaþjóð" á sér hvorki vísindalega né lagalega stoð í veruleikanum. Ísraelsríki hefur reynt að fá sig viðurkennt opinberlega sem málsvara „gyð- ingaþjóðarinnar" en engin ríkis- stjórn hefur orðið við því. Önnur algeng og reyndar enn fáránlegri kenning er sú, að gyðing- ar séu sérstakur kynstofn. Mann- fræðingar hafa fyrir löngu afsannað þessa fásinnu, en nasistar héldu henni á loft, eins og kunnugt er. Enn heyrist þessi vitleysa í ýmsum kynjamyndum, nú síðast af vörum íslensks ráðherra. Tryggð við fornar heimaslóðir Á þeim langa tíma, sem liðinn er frá því hið forna gyðingaríki var lagt í rúst, hafa gyðingar ekki reynt að endurheimta það. Á bænastund vísa trúaðir gyðingar til Síons, til fyrirheitna lands. Þetta gera einnig kristnir menn. Þessar tilvísanir hafa ekki verið gæddar pólitísku inntaki á liðnum öldum. Gyðingar gerðu engar tilraunir til að vinna aftur sitt gamla land. Hugmyndin um endurreisn gyð- ingaríkis í Palestínu skaut þó við og við upp kollinum á síðustu öldum. En það voru engir gyðing- ar, sem mæltu með henni, heldur kristnir sérvitringar, annaðhvort í tengslum við einhverjar kynja- kenningar um guðlegt hlutverk gyðinga eða sem lið í nýlendu- stefnu Evrópuríkja. Sem dæmi má nefna að Napóleon Bonaparte kom fram með þessa hugmynd í tengsl- um við hugmyndir sínar um ný- lendustefnu Frakka í Austurlönd- um nær. Gyðingar í Evrópu höfðu engan áhuga á slíkum ævintýnun og leituðust fyrst og fremst við að fá full mannréttindi þar sem þeir bjuggu. Þeir litu á sig fyrst og fremst sem trúflokk. í lok síðustu aldar, safnaðist hópur gyðinga í kringum austurríska lög- fræðinginn Theódor Herzl og stofnaði samtök sem hafði það að markmiði að endurreisa einhvers staðar í heiminum gyðingaríki. Til greina komu Argentína, Úganda og fleiri staðir. En það varð þó ofan á að reyna að stofna þetta ríki í Palestínu, því þannig var talið auðveldara að höfða til strangtrú- aðra gyðinga. Markmið þessara manna, sem kölluðu sig síonista, var þó ekki trúarlegs eðlis heldur í anda þjóðernishyggju og nýlendu- stefnu, í fuliu samræmi við tíðar- andann. Fram að síðari heimsstyrj- öld voru flestir gyðingar mótfallnir stefnu síonista. Meðal helstu stuðningsmanna síonista utan raða gyðingasamfélagsins voru gyðinga- hatarar; þeir sáu í síonismanum samherja á hugmyndafræðilega sviðinu, þ.e. hvað varðar aðskiln- aðarstefnu trúarhópa og þjóðar- brota. Það var fyrst og fremst helför nasista gegn gyðingum sem jók fylgi síonista í heiminum og varð þeim að hjálparhellu í alþjóð- legum áróðri fyrir stofnun gyðinga- ríkis í Palestínu. Þær þjóðir, m.a. íslendingar, sem neituðu flótta- mönnum af gyðingatrú um hæli fyrir stríð, studdu af miklu kappi stofnun aðskilnaðarríkis gyðinga á landi Palestínumanna eftir stríðið. Hefur ísrael pláss fyrir alla gyðinga? Þótt gyðingar stundi ekki trúboð nú, getur hver sem er tekið gyð- ingatrú. Til þess þarf hann aðeins að undirgangast strangt námskeið hjá trúarklerki gyðinga (rabbía). Það gefur auga leið, að trúflokkur sem allir geta gengið í, getur ekki verið bundinn af mörk- uðu landssvæði. ísraelskur grínisti spurði einu sinni hvað yrði ef öllum Kínverjum dytti allt í einu í hug að taka gyðingatrú. í dag búa flestir gyðingar utan Ísraelsríkis. Þótt gyðingar séu ekki ýkja fjölmennir í heiminum í dag ( um 16 milljónir manna), eru þeir þegar of fjöl- mennir til að rúmast í Palestínu allir saman. Síonistar réttlæta m.a. tilveru gyðingaríkisins á loforði Guðs, Jahve, sem hafi að sögn gamla testamentisins úthlutað gyðingum til foma öllu landssvæðinu frá Níl- arfljóti í Egyptalandi til Efratár- innar í írak. Þetta skýrir m.a. hvers vegna Ísraelsríki hefur neitað að skilgreina landamæri sín og notað hvert tækifæri af öðm til að leggja arabísk landssvæði undir sig. Árið 1947 „úthlutuðu" Sam- einuðu þjóðimar síonistum um 55% af landssvæði Palestínu. Eftir stríðið sem geisaði þar árið 1948 höfðu síonistar þegar náð yfirráð- um yfir um 70% allrar Palestínu. f sex-daga stríðinu árið 1967 og á árinu 1982 bættu síonistar við sig því sem eftir varð af Palestínu (Vesturbakkinn og Ghazasvæðið) svo og vænum Iandssvæðum af Sýrlandi, Líbanon, Jórdaníu og Egyptalandi. Meðan fsraelsríki neitar að greina hvar alþjóðleg landamæri sín séu, framleiðir kjarnorkuvopn og ræðst jafnvel á fjarlæg lönd svo sem Túnis og írak er ekki nema von að nágrannaríki þess tortryggi það. Ísraelsríki er ekki eign íbúa sinna Vesturlandabúar trúa í einfeldni sinni að Ísraelsríki sé lýðræðisríki að vestrænni vísu. En þótt margt þar minni á vestrænt lýðræði, t.d. fjölflokkakerfi, leynilegar kosning- ar og tiltölulega frjáls fjölmiðlun, erþetta ekki alls kostar rétt. ísrael er ekki ríki íbúa sinna. Þetta hljómar undarlega en er engu að síður satt. Samkvæmt stofnskrá sinni er ísrael í ævarandi eign „gyðingaþjóðarinnar" sem býr um allan heim, í öðmm orðum eign þeirra einstaklinga sem trúar- klerkar strangtrúaðra gyðinga viðurkenna. Hér er um hornstein gyðingaríkisins að ræða, sem hæsti- réttur Ísraelsríkis hefur áréttað með úrskurðum sínum. Þegar ísra- elsríki var stofnað, var hart deilt um það hvort nýja ríkið skyldi verða fullveldi eða ríki „gyðinga- þjóðarinnar“. Fyrri tillaga varð undir og ísrael varð eina ríkið í heiminum sem tilheyrir ekki íbúum sínum. Ríkisborgarar í ísrael, sem ekki lúta gyðingatrú, em um 17% allra íbúa. Þeir em þriðja flokks borgar- ar samkvæmt lögum: Réttur þeirra til búsetu, atvinnu og félagslegra réttinda er takmarkaður. ísraelskt þjóðerni er ekki til. Á ísraelsku nafnskírteini, sem menn verða að vísa fram nær daglega, er tilgreind- ur trúflokkur sem þjóðerni. Þessi flokkun minnir á flokkun íbúa eftir litarhætti, sem viðgengst í Suður- Afríku. Hún gerir atvinnurekend- um og opinberum stofnunum kleift að framfylgja lögunum um mis- munum þegna. Auk þess hefur gyðingaríkið rekið um eina milljón einstaklinga frá heimkynnum sínum, svipt þá eignum og borgara- réttindum. Eina ástæðan fyrir brottrekstri þeirra var sú, að þeir lutu ekki gyðingatrú. Þessu fólki er meinað að snúa aftur heim, nema það taki upp gyðingatrú. Af þessum sökum fordæmdi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna stefnu gyðingaríkisins, síonismann, sem kynþáttastefnu, í frægri ályktun sinni árið 1975. Gyðingaofsóknir nasista og réttur gyðinga til eigin ríkis Því er oft haldið fram, að gyðing- ar eigi rétt til síns eigin þjóðríkis vegna helfararinnar, sem þeir sættu í Evrópu. Þetta er rökleysa. Harm- saga evrópskra gyðinga sem kristn- ar þjóðir bera ábyrgð á, er kunn. Hún er ólýsanlegur glæpur. En það er rökleysa að álykta að þjáningar gyðinga réttláti aðskilnað þeirra frá öðrum þjóðum. Með því er óaðvitandi gefið í skyn, að gyðing- ar geti ekki lifað eðlilega innan um aðra og að ofsóknir nasista gegn gyðingum hafi að vissu marki verið skiljanlegar, t.d. brottrekstur gyð- inga frá Þýskalandi, sem kalla mætti aðskilnað þeirra frá kristnum þjóðum. Réttur eða réttleysi gyð- inga til eigin þjóðríkis byggist ekki á þjáningum þeirra, heldur á því hvort gyðingar geti talist sérstök þjóð, hvort krafa þeirra til ákveð- ins landssvæðis sé réttmæt og hvort réttur þeirra til þessa svæðis brjóti ekki í bága við rétt annarra, eink- um þeirra sem hafa búið á viðkom- andi svæði öldum saman. En gyð- ingar geta ekki talist þjóð sam- kvæmt viðurkenndum skilningi; þeir geta ekki sannað að þeir séu afkomendur fomgyðinga; og jafn- vel þótt þeir væru talin þjóð, sem væri upprunnin í Palestínu fyrir 2000 árum, hafa gyðingar fýrir löngu fyrirgert rétti sínum til fomra heimkynna forfeðra sinna; að lok- um brýtur krafa þeirra um yfirráð yfir Palestínu í bága við sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra, sem hafa búið þar öldum saman. Af þeim sökum eru siðferðilegar og lagaleg- ar forsendur fyrir tilverurétti gyð- ingaríkis í Palestínu vægast sagt hæpnar. Israelsríki var ekki stofnað með lögum og rétti heldur með valdbeit- ingu. Um það mun annar þáttur greinarinnar fjalla. Gyðingaríkið stofnað á rústum Palestínu Eftir síðari heimsstyrjöldina fengu Evrópubúar samviskubit vegna þess að hafa þagað yfir gyðingaofsóknunum. Þeir ákváðu því að létta af sér vondri samvisku sinni með því að úthluta samtökum síonista landi Palestínumanna í Austurlöndum nær. Breska ný- lenduveldið auðveldaði þessi áform með pólitískum og hernað- arlegum stuðningi sínum við land- nám síonista í Palestínu. Palestínu- menn voru í miklum meirihluta þar áður en Ísraelsríki var stofnað. Þei mótmæltu landnámi síonista í Palestínu, einkum fyrirætiunum síonista að reisa sérríki gyðinga þar. En þeim tókst ekki að hindra yfirgang andstæðings, sem hafði breska heimsveldið að baki sér. Síonistar voru þó í minnihluta í Palestínu fram að stofnun ísraels- ríkis. Þeir gátu því ekki stofnað gyðingaríki sitt nema með því að bola fyrst burt sem flestum Palest- ínumönnum úr landinu. í skjóli skæruhernaðar og með hrottaleg- um ódæðisverkum, tókst herflokk- um undir forystu Davíðs Ben- Gúrion og Menachems Begin að reka flesta arabíska heimamenn frá þeim landssvæðum, sem Sam- einuðu þjóðirnar ætluðu „gyðinga- ríkinu“. Þeir lögðu hundruð byggðarlaga í rúst, eignuðu sér jarðir, hús og fyrirtæki heima- manna og úthlutuðu innflytjendum af gyðingatrú þýfinu. Samyrkju- búin, fánaberar j afnaðar og bræða- lags, fengu dágóðan hluta af þýf- inu. Heimurinn þagði þunnu hljóði. En í ísrael heyrðust raddir einstakra heiðursmanna, sem vör- uðu við þessum glæpum og spáðu því að ísraelsmenn myndu greiða þessi glæpi háu verði um ókomin ár. Arabar töldu þá að ef Vesturl- andabúum væri í raun svo annt um gyðinga og um rétt þeirra til að stofna eigið ríki, ættu þeir sjálfir að bjóða gyðingum hæli eða úthluta þeim landssvæði heima hjá sér. Þeir töldu að stofnun gyðingaríkis í Palestínu myndi draga dilk á eftir sér. Palestínumenn höfðu ekki tek- ið þátt í gyðingaofsóknum og þeim bæri engin sérstök skylda til að leysa vanda þeirra gyðinga, sem landflótta urðu í Evrópu. Palest- ínumenn buðust þó til að taka við sínum hluta af flóttamönnum, gyð- ingum sem öðrum. Friðurinn mun eyða sérríki gyðinga Þótt menn telji forsendurnarfyr- ir tilveru Gyðingaríkis hæpnar, er ljóst að fsraelsríki er til staðar, búið kjamorkuvopnum og einum öflugasta her í heiminum. Auk þess nýtur það afdráttarlauss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.