Tíminn - 27.05.1989, Page 3

Tíminn - 27.05.1989, Page 3
Laugardagur 27. maí 1989 Tíminn 3 Eydís skal hún heita Önnur flugvélin af tegundinni Boeing 737-400, sem Flugleiðir hafa keypt, kom til landsins í gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir kom með flugvél- inni frá Montreal og gaf lienni nafn við komuna til landsins í gær. Hún fékk nafnið Eydís en ákveðið hefur verið að nöfn allra nýju vélanna endi á -dís. Þrjár vélar í viðbót koma á næsta ári, ein af sömu tegund og Aldís og Eydís og tvær Boeing 757-200. Aldís og Eydís fljúga báðar á Evrópuleiðum. - gs Vigdís Finnbogadóttir eys vatni yfir Eydísi. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða horfir á. (Timamyndir Pétur) Áburðarfrædreifing hefst af fullum krafti 5. júní næstkomandi. Reynt verður m.a. að hefta sandfok á Mýrdalssandi og uppblástur við Mývatn: Minnst 1100 tonnum dreift yfir ísland „Það er ekki endanlega afgert hversu miklu verður dreift af áburði og fræi í ár á vegum Landgræðslunnar en í gær var lokið við að dreifa sextíu tonnum yfír Reykjanesið í samvinnu við sveitarfélögin en við þetta bættust fjögur tonn sem Samband ungra sjálfstæðismanna gaf í tilefni afmælis flokks síns,“ sagði Stefán Sigfússon fulltrúi landgræðslustjóra í gær. 1 gær flaug Páll Sveinsson; Dak- otavél Landgræðslunnarsína síðustu ferð yfir Reykjanesið að sinni og hefur .þar verið dreift alls sextíu og fjórum tonnum á þessu vori. í fyrra var að sögn Stefáns dreift urn ellefu hundruðum tonna af áburði og fræi yfir ýmsa staði á landinu þar sem við landauðn og uppblæstri liggur og í ár er gert ráð fyrir að svipuðu magni verði dreift, eða 12-13 hundruð tonnum. Nú er þó að fara í gang átak í landgræðslu og happdrætti og vonast er til að árangur þess geti orðið sá að hægt verði að dreifa meiru en þess- um ellefu hundruð tonnum enda er þörfin afar brýn. Því er þess vænst áð landsmenn sameinist og leggi fram sinn skerf til að hlúa að landi sínu. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra hófst áburðar- dreifing úr lofti í fyrradag yfir Reykjanesi en vegna þess hve vorið er seint á ferðinni hcfst dreifingin af fullum krafti mánudaginn fimmtá júní n.k. Þá verður landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni flogið frá Gunnars- holti en auk hennar verður litla flugvélin, TF Tún, notuð til ýmissa smærri verkefna víðsvegar um Suðurland. Sveinn sagði að Reykjanesið væri afar illa farið og þar þyrfti að gera miklu meira átak í að græða land upp en hægt hefur verið til þessa. 'Þá þyrfti að leggja þunga áherslu á að stöðva sandfok á Mýrdalssandi. Þar yrði unnið eftir bestu getu en fyrir- sjáanlega yrði ekki komist yfir nema brot af því sem gera þyrfti. „Allra mest áríðandi tel ég þó vera að stöðva uppblástur í Þingeyj- arsýslum, einkum á Mývatnssvæðinu og á Hólsfjöllum," sagði Sveinn. Hann sagði jafnframt að ef vel ætti að vera þyrfti að dreifa mirínst þrjú þúsund tonnum af áburðarfræi og væri vel ef árangur landgræðslu- átaksins gerði það kleift. - sá Miskilningur hjá mörgum um hvert ágóði af plastpokasölu í matvöruverslunum rennur. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri: Ekki króna til Landgræðslunnar „Við verðum stöðugt varir þess að fólk heldur að við stórgræðum á sölu plastpoka í verslunum og þurfum því ekkert á meíra fé að halda. Það er stöðugt vcrið að scgja við okkur: Til hvers ætti ég að vera að kaupa happdrættismiða í Landgræðslu- átakinu? Sannleikurinn cr nefnilega sá að við fáum ekki krónu af plastpokasöl- unni,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í gær. Sala plastpoka í matvöruverslun- um hófst með brauki og bramli fyrr á árinu og rennur ágóði af sölunni að mestu til félagssamtakanna Land- verndar og hefur formaður samtak- anna lýst því yfir að Landgræðsla ríkisins muni ekkert fá af plastpoka- ágóðanum, ekki Átak í landgræðslu og ekki heldur Skógrækt ríkisins né Skógræktarfélag íslands. - En hvað ætlar Landvernd að nota plastpokaféð í? „Við skrifuðum flestum þeirh op- inberu aðilum sem að náttúruvernd vinna og báðum þá að benda á verkefni sem þeir teldu brýnt að sinna og við gætum unnið í samein- ingu og svör hafa borist frá flestum þessara aðila,“ sagði Svanhildur Skaftadóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Svanhildur sagði að Landverndar- fólk teldi mjög brýnt aö byggja á ný upp áhugastarf í umhverfisverndar- málum. Mikið sjálfboðastarf hefði verið unnið á vcgum Landverndar fyrir nokkrum árum. Ætlunin væri að byggja það upp á ný þar sem félagsmenn teldu að það hefði veru- legt gildi. Nú eru að innheimtast fyrstu greiðslurnar vegna plastpokanna og sagði Svanhildur að enn væri ekki Ijóst um hversu miklar upphæðir yröi aö ræða. Mikill fjöldi umsókna um framlög hefðu borist Landvernd frá einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum um framlög og ynni nú nefnd að því að kanna umsóknirnar. -sá Af gefnu tilefni Af gefnu tilefni vill Tíminn taka fram að frétt blaðsins í fyrradag um skógrækt er á engan hátt dómur um störf ákveðinna frum- kvöðla og forystumanna í skóg- rækt á íslandi. Rannsóknum og vitneskju um skógrækt hefur fleygt fram á undanförnum ára- tugum og því er e.t.v. ekki skrýtið að sú gagnrýni sem tíunduð er í frétt blaðsins í fyrradag hafi ekki komið fram miklu fyrr. Þó svo að í dag sé unnt að gagnrýna ýmis atriði út frá reynslu undangeng- inna áratuga er Ijóst að gildi starfa þeirra frumkvöðla sem af fádæma dugnaði rifu upp og lögðu grunninn að skipulagðri skógrækt í landinu er eftir sem áður ómetanlegt. EINKAÞJÓNNINN STJANAR VIÐ ÞIG í AUSTURSTRÆTI11 0G I MULAK0TI, SUÐURLANDSBRAUT 24 Einkaþjónn er tæki sem flýtir íyrir afgreiðslu. Með aðstoð hans og bankakortsins færðu eftirtalda þjónustu á einfaldan og fljótlegan hátt: • Yfirlit yfir Einka- reikninga og tékkareikninga. * Yfirlit yfir sparisjóðsreikninga. • Yfirlit yfir innlenda gjaldeyrisreikninga. * Gengisskráningu dagsins. Ekkert leyninúmer þarf til að nota Einkaþjóninn, aðeins bankakortið. Láttu Einkaþjón- inn stjana við þig - til þess er hann. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.