Tíminn - 27.05.1989, Síða 10

Tíminn - 27.05.1989, Síða 10
10 Tíminn Laugardagur 27. maí 1989 Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar; franska, íslenska og saga (1/2 staða), sálar- og uppeldisfræði og náttúrufræði. Þá vantar námsráð- gjafa í hálfa stöðu og stundakennara í ýmsar greinar. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vantar enskukennara í hálfa stöðu. Að Menntaskólanum á Egilsstöðum vantar ensku- kennara f hálfa stöðu. Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða í íslensku. Þá er laus til umsóknar staða í myndíð við Fósturskóla (slands og stundakennarastöður í heilbrigðisfræði, félags- fræði og (slensku. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja vik fyrir 20. júni n.k. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara viðkom- andi skóla. Þá er umsóknarfrestur um eftirtaldar kennarastöður fram- lengdurtil 6. júní. Að Fjölbrautaskóla Vesturlands vantar kennara í stærð- fræði og rafeindavirkjun. Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar stöður í frönsku, dönsku, stærðfræði, tölvufræði og viðskiptafræði. Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku, stærðfræði og myndmennt. Þá vantar kennara að Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dönsku og íslensku. Menntamálaráðuneytið 5 22 3 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar m Fjölskyldudeild Yfirfélagsráðgjafi Laus er staða yfirfélagsráðgjafa við eina af hverfa- skrifstofum Fjölskyldudeildar (hverfi III). Yfirfélagsráðgjafi sér m.a. um faglega stjórnun hverfaskrifstofu, sem einkum annast barnavernd og framfærslumál. Umsóknarfrestur er til 11. júní n.k. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, ásérstökum eyðublöðum sem þar fást. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. ÍÞRÓTTIR lllllllllllllBlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Knattspyrna: Otrúleg úrslit! Arsenal gerði það ómögulega og sigraði Liverpool 2-0 og varð enskur meistari Nokkrum andartökum fyrir leiks- lok í Ieik Liverpool og Arsenal á Anfield Road í gærkvöld, tókst Michael Thomas að skora annað mark Arsenal og tryggja liði sínu þar með enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu í þriðja sinn. Liverpool stillti nú þeim John Aldridge og Ian Rush báðum upp í byrjunarliðið, en Peter Beardsley var á varamannabekknum. Rush fór af leikvelli í fyrri hálfleik og Beard- sley kom í staðinn. Liverpool-liðið lék ekki nálægt því eins vel í gærkvöld og liðið gerði á laugardaginn er liðið vann Everton í úrslitaleik bikarkeppninnar. Ar- senal-menn urðu að sigra með tveggja marka mun og þeir léku því sóknarknattspymu í gær. Liverpool- Iiðið varðist vel og ekkert mark var gert í fyrri hálfleik. Arsenal komst yfir á 52. mín. er markakóngurinn Alan Smith skor- aði eftir aukaspyrnu. Leikmenn Liverpool mótmæltu og töldu mark- ið ólöglegt, þar sem einn leikmanna Arsenal hafi gerst brotlegur. Eftir markið færðist mikið fjör í leikinn, en leikmönnum Liverpool tókst ekki að finna leið að marki Arsenal. Það var komið fram yfir venjuleg- an leiktíma þegar Michael Thomas skoraði hið mikilvæga mark. Bæði lið luku keppni með 76 stig og 37 mörk í plús í markatölu, en Arsenal gerði fleiri mörk, 73 gegn 65 mörk- um Liverpool. Arsenal varð enskur meistari 1953 og 1971, en það ár varð liðið einnig bikarmeistari. í bæði skiptin sem Arsenal varð meistari voru það úrslit í síðasta deildarleik sem gerðu út- slagið, svo var einnig nú. Sigurmark- ið kom á elleftu stundu svo ekki sé meira sagt. BL 20. Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ 1990: Frjálsíþró tta að staðan verður mj ii og gi æsileg - Mosfellingar byggja frjálsíþróttavöll með hlaupabrautum úr gerviefnum í Mosfellsbæ er nú unnið að þvi að fullgera glæsilegan frjálsíþróttavöll, þar sem gerviefni verður á hlaupa- brautum og verður þessi aðstaða sú besta hér á landi. Þessi völlur verður tilbúinn fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Mosfellsbæ næsta sumar 1990. Fyrir er ágætt íþróttahús í bænum og góð sundlaug. Með hinum glæsi- lega frjálsíþróttavelli verður íþrótta- aðstaða í bænum einhver sú besta sem finnst hér á landi. Það má þvf reikna með að höfuðvígi frjálsra íþrótta verði í framtíðinni í Mosfells- bæ vegna aðstöðunnar, en frjáls- íþróttavöllurinn í Laugardal í Reykjavík er ónýtur. Landsmótið í Mosfellsbæ mun standa frá 12.-15. júlí 1990. Keppt verður í 73 greinum íþrótta og starfsíþrótta og það fleiri greinar en áður hefur verið keppt í. Á Lands- mótinu á Húsavík 1987 var keppt í 66 greinum, sem þá var met. Þær greinar sem keppt verður í fyrsta sinn á Landsmótinu í Mosfells- bæ verða 200 m hlaup karla og kvenna, 3000 m hlaup kvenna, bridds, fimleikar kvenna, knatt- spyma kvenna og pönnukökubakst- ur. íþróttamennimir sem keppa munu á Landsmótinu í Mosfellsbæ þurfa því ekki að kvíða aðstöðunni í bænum. BL Frjálsíþróttavöllurinn ■ Mosfellsbæ eins og hann lítur út í dag. Á landmótinu á næsta ári verður aðstaða á vellinum sú besta á landinu. Landsmót UMFÍ: DAGV18T BAHNA Forstöðumaður óskast Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns á dagheimilinu Laugaborg lausa til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Uppýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsi við Tryggvagötu. Laugarvatn móts- staðurinn 1993 Um síðustu helgi var ákveðið á stjórnafundu UMFÍ á Laugarvatni að fela HSK að halda Landsmót Ungmennafélaganna á Laugarvatni 1993. HSK sótti um að fá að halda Landsmótið 1993 og þá á Laugar- vatni. Stjórn UMFÍ var fylgjandi þeirri hugmynd að Laugarvatn yrði mótsstaður og telur að með því yrði nauðsynlegri uppbyggingu á staðn- um flýtt í þágu fþróttakennaraskóla íslands og íþróttamiðstöðvar íslands. Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur ákveðið að á Laug- arvatni verði íþróttamiðstöð alls ís- lands og skipuð verður nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins til þess að vinna að uppbyggingu stað- arins. Landsmót UMFÍ var haldið á Laugarvatni 1965 og þá mættu um 25 þúsund áhorfendur til þess að fylgj- ast með keppninni sem fram fór í sannkallaðri hitabylgju. íþróttasvæðið á Laugarvatni þarf mjög endurbóta við, sérstaklega frjálsíþróttavöllurinn, sem lítið hef- ur verið notaður síðan á Landsmót- inu 1965. Þá er sundlaugin á staðnum komin að hruni og löngu er tímabært að byggja nýja sundlaug á staðnum. Á fundinum um síðustu helgi var einnig rætt um mótsstað 1996 en ákvörðun um mótsstað verður ekki tekin fyrr en í síðasta lagi í janúar 1990. Mjög líklegt er að Landsmótið 1996 verði haldið í Borgarnesi. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.