Tíminn - 27.05.1989, Síða 14

Tíminn - 27.05.1989, Síða 14
26 Tíminn Laugardagur 27. maí 1989 Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli býð- ur, út gerð langtímabílastæða og lóðarfrágang við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða bílastæði fyrir 340 bíla og tilheyrandi lóðarfrágang. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistof- unni, Fellsmúla 26. Reykjavík, eftir kl. 13.00 þriðju- daginn 30. maí 1989. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 5. júní 1989. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14, mánudaginn 12. júní 1989. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli Menntamálaráðuneytið Innritun nemenda í fram- haldsskóla í Reykiavík fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík aagana 1. og 2. júní n.k. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Þeim nemendum 9. bekkjar sem þess óska er gefinn kostur á persónulegri námsráðgjöf fyrir og samhliöa innrituninni. Námsráðgjöfin fer fram í Miðbæjarskólanum og hefst mánu- daginn 29. maí kl. 9.00 og stendur til kl. 16.00 föstudaginn 2. júní. Þeir sem óska eftir að tala við námsráðgjafa þurfa að skrá sig í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtöl fer fram á sama tíma og sama stað, sími 16491. Menntamálaráðuneytið. PSORIASISSJÚKLINGAR Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 20. ágúst nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og símatil Tryggingastofnunarríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. UMSÓKNIR VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR 23. JÚNÍ. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Atvinnumiðlun skólafólks í Kópavogi Fyrirtækjum í Kópavogi er bent á atvinnumiðlun skólafólks í bænum, vanti þau starfsmenn, annað- hvort tímabundið eða í allt sumar. Atvinnumiðlunin er til húsa að Fannborg 2 (Félags- heimilinu). Sími 41444. ----------------------------------------------------------. Sölutjöld 17. júní 1989 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1989 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Frikirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi mánudaginn 5. júní kl. 12.00. V_________________________________ llllllllilll VETTVANGUR Ásgeir Hannes Eiríksson: Vísitöluna eða lífið! Mývatnssveitin er engri lík og rómuð fyrir fallega natturu og merkilegt fuglalíf. Á engan er þó hallað þegar vinur okkar Starri í Garði er nefndur til sögunnar í fremstu röð á meðal jafningja í sveitinni. Á engan hallað. í Þjóðviljanum þann 23. maí er snörp ádrepa frá Starra í Garði um okurvexti. Þar sem ég óttast að hún hafí farið fyrir norðan Garð og neðan á mörgum betri bæjum samvinnum- anna um landið vil ég leyfa mér að taka undir með karlinum. Vaggan og gröfin Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi Kaupfélags Þingey- inga fyrir sitt byggðarlag og reyndar landsmenn alla um leið. Að ó- gleymdu sögulegu gildi kaupfélags- ins fyrir samvinnuhreyfinguna á Is- landi á leið hennar frá vefurunum í Rochdale í Bretlandi og út í hinar dreifðu byggðir landsins. Kaupfélag- ið er vagga samvinnumanna hér á landi og nöfn á borð við Tryggva Gunnarsson og Benedikt á Auðnum og Jónas frá Hriflu verða áfram helgidómur í minningu samvinnu- manna í Þingeyjarsýslu og um allt land. En nú er verið að taka þessu fyrsta kaupfélagi Islendinga ótímabæra gröf með vöxtum og vísitölu. Það er verið að urða minningu Benedikts á Auðnum með okurvöxtum í sjóða- kerfi landsins. Nú kunna gildir Framsóknar- bændur vel að spyrja hvem fjandann litlir og feitir fasistar úr miðborg Reykjavíkur vilji upp á dekk innan um félög samvinnumanna í Þingeyj- arsýslu og minningu Benedikts frá Auðnum. Svona frjálshyggjuhvolp- ar hafi nú hingað til lagst á sveif með óhamingju samvinnumanna við hvert tækifæri. Þetta em sjálfsagt orð að sönnu en málið er bara ekki svona einfalt: Bókin og bréfin Starri í Garði segir okkur frá tölum úr bókhaldi Kaupfélags Þing- eyinga í sinni beittu hugvekju. Þar má lesa að kaupfélagið borgi meiri peninga í vexti og vísitölu á síðasta ári en það greiddi í laun til allra starfsmanna. Þetta er kjarni málsins og kemur okkur öllum við því Kaup- félag Þingeyinga er því miður ekki eitt á báti. Stundum sleppa í gegn um Alþingi íslendinga lög sem valda þjóðinni meiri usla en þau gera gagn. f þeim hópi eru þau lög sem búið hafa til mælistikur á verðlag sem heita vísi- tölur og hafa losnað úr öllum bönd- um eins og Femisúlfur í ragnarökum í Snorra Eddu. 1 stað þess að vera óháður mælikvarði á stöðu mála í þjóðfélaginu þá er lánskjaravísitalan orðin að tröllaukinni vindmyllu sem skrúfar skuldir landsmanna upp úr öllu valdi. Það gengur ekki til lengdar að verðtryggja skuldir manna á meðan tekjum er haldið niðri. Það gengur ekki upp. í heilbrigðu þjóðfélagi þekkist aðeins ein tegund vaxta: Sú tegund sem atvinnulífið stendur undir og ræður við að borga á hverjum tíma. Svo einfalt er það nú. Þjóðfélagið verður að tryggja sparn- að landsmanna á annan hátt en að mylja undir sig atvinnureksturinn í landinu. Eða hvers virði er bústin bankabók yfir moldum Kaupfélags Þingeyinga? Hvers virði er hnefafylli af hávaxtabréfum á dys minninganna frá Auðnum? Ég gæti trúað að sönnum samvinnumanni þættu það légleg býti. Kalk í gluggum En örlög Kaupfélags Þingeyinga eiga sér því miður marga nafna um allt landið og ekki síst í miðborg Reykjavíkur. Þar er daglegt brauð að menn loki dyrum búða sinna í hinsta sinn og máli hvítt kalk á glugga. Vegfarendur eru fyrir löngu hættir að kippa sér upp við þau verksummerki. Daglegt brauð. Það er eins og örlög manna í smárekstri nái aldrei eyrum manna í stjómar- ráðinu. Til þess erum við líklega of smáir í sniðum. Okkar gjaldþrot og brostnar vonir skipta ekki máli þegar dregin eru súlurit um stöðu þjóðfé- lagsins. Þar gilda önnur lögmál: Þeim var nær. En þegar Kaupfélag Þingeyinga er komið fram á heljarþröm og vagga samvinnumanna er að breyt- ast í gröf þeirra þá er lag fyrir smærri bændur að hrópa úlfur, úlfur! Þótt betri bændum þyki við vera heldur ómerkilegir samferðamenn þá bíður okkar nú sama banameinið að leiðarlokum. Þess vegna hljóta nú allir góðir menn að taka undir með Starra í Garði af öllu afli. Vísitalan verður að víkja áður en það verður um seinan. Ég treysti þvf að boðskapur Starra í Garði fari ekki fyrir daufum eyrum um landsbyggðina í dag. Slíkir áhrifamenn eru í hópi lesenda Tímans að dagar vísitölunnar eru taldir um leið og þeir beita sér. Það er á hreinu. Steingrímur á völina Við heitum því á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar: Kaup- félag Þingeyinga er í kjördæmi Guð- mundar Bjamasonar og Halldór Ásgrímsson er kominn af frægum samvinnumönnum að langfeðgatali Bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson töluðu fyr- ir smárekstri og samvinnurekstri f síðustu kosningahríð. Það sama má segja um fleiri ráðherra og flesta þingmenn stjórnarinnar. Þó Sjálfstæðisflokkurinn hljómi fallega á stórafmælum þá er hann áfram sextugur varðhundur okur- vaxtanna í landinu. Hann hefur ekkert lært með árunum. En það gerir heldur ekkert til því hans gerist ekki lengur þörf. Þingmenn Borg- araflokks em til dæmis ekkert annað en fulltrúar smáreksturs og verka- fólks fyrst og fremst. Vísitalan lendir því brátt í minnihluta á Alþingi ef dagar hennar eru ekki þegar taldir. Steingrímur minn Hermannsson: f dag átt þú kvölina sem fylgir völinni. Vilt þú standa yfir moldum atvinnulífsins í landinu eða yfir moldum lánskjaravísitölunnar? Þú ræður, kæri frændi! Með samvinnukveðju, Ásgeir Hannes Eiríksson Prestskosningar í Fríkirkjunni Ferill stjórnar Fríkirkjusafnaðar- ins er óslitin röð af lögbrotum og gerræðisfullum uppátækjum. Fyrst víkur stjórnin presti, sem naut hylli safnaðarbarna og hafði góða kirkjusókn. Rógsherferðin á hendur sr. Gunn- ari Björnssyni er dæmi um aðför í stíl galdra-ofsókna, svo er heiftin blind og hatrið botnlaust. Eftir að sr. Gunnari var vikið úr starfi komu fram háværar kröfur um safnaðar- fund til þess að ræða málið og afgreiða það. Þessar beiðnir bárust frá fjölmennum hópi stuðnings- manna sr. Gunnars. En stjórnin lét þrjá mánuði líða og efndi þá loks til safnaðarfundar í Gamla Bíói. Sá fundur ályktaði, að uppsögn prests- ins skyldi ógild og afturkölluð, auk þess sem safnaðarmenn lýstu van- trausti á stjórn Fríkirkjunnar og skoruðu á hana að fara frá tafarlaust. En stjórnin lét sem ekkert væri og skellti skolleyrum við ályktunum fundarins. Þess í stað efndi hún til allsherjar-atkvæðagreiðslu í Álfta- mýrarskóla og stóð ein og sjálf að framkvæmdinni. Það getur hver maður sagt sér sjálfur, hve mikið er að marka niðurstöðumar. Enn biðja stuðningsmenn sr. Gunnars um safnaðarfund, en stjórnin lætur sem hún heyri það ekki, þótt lög Fríkirkjunnar skyldi stjórn til þess að verða við óskum um safnaðarfundi. Aðalfundurinn í Háskólabíói 15. apríl er raunar ólögmætur, af því að húsinu var lokað áður en fundur var formlega settur. Af þessu leiddi, að fjöldi fólks komst ekki inn á fundinn, auk þess sem sumum var neitað um kjörgögn og kosningaseðla, stund- um á þeirri forsendu, að „þeir kysu vitlaust". Nýjasta uppákoma hjá stjórninni er prestskosningar, sem fara skulu fram dagana 3. og 4. júní næst komandi. En þá bregður svo við, að starf fríkirkjuprests er ekki auglýst laust, eins og lög safnaðarins gera ráð fyrir. Þess í stað er tilkynnt, að einn maður sé í kjöri, sr. Cecil Haraldsson, sem stjórnin réð á sín- um tíma til bráðabirgða. Hvað skyldi Prestafélagi íslands finnast um þetta? Hvað þykir prest- um landsins um þessi vinnubrögð? Hvers vegna er þeim öllum nema einum meinað að sækja um starf þetta? Er það einvörðungu til þess að koma í veg fyrir að sr. Gunnar sæki um brauðið? Ég held, að við fríkirkjufólk ætt- um að fjölmenna á kjörstað í Bet- aníu við Laufásveg og láta í ljós vandlætingu okkar á athæfi stjórnar- innar með því að skila auðu. Auður atkvæðaseðill táknar andmæli við hinum ólýðræðislegu aðferðum nú- verandi stjórnar Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík. Það er mál að linni. Reykvíkingur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.