Tíminn - 01.06.1989, Page 2

Tíminn - 01.06.1989, Page 2
Fknmtudagur.1..jún.í 1989 2 'Tíminn Þó svo búið hafi verið lýst gjaldþrota munu hvolpar að öllum líkindum vaxa úr grasi, þar sem allt bendir til að Landsbankinn muni reka búið áfram. Tímamynd'.Pjetur Stærsta loðdýrabú landsins gjaldþrota Stæðsta loðdýrabú landsins, Pólarpels að Böggvisstöðum á Dalvík hefur verið lýst gjaldþrota. Þorsteinn Már Aðal- steinsson eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að ekki væri Ijóst hversu gjaldþrotið væri stórt þar sem allar kröfur í búið hefðu ekki borist. Þorsteinn sagði í samtali við Tím- ann helstu ástæður gjaldþrotsins væru fjármagnskostnaður, fastgengi og verðfall á skinnum. „Það sem aðskilur þetta fyrirtæki frá öðrum er að svo virðist sem það hafi alltaf verið sett til hliðar út af stærð eða öðru. Ég hef verið með svo margfalt dýrara fjármagn í þessu en aðrir, ef maður miðar við aðra í þessari grein. Ég hef ekki fengið aðgang í lán og keyrt þetta undanfarin ár á rándýru fjármagni, dráttarvöxtum og þar fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að honum sýndist að aðrir í þessari grein ættu nógu erfitt með að halda rekstrinum gangandi, þrátt fyrir að hafa notið björgunaraðgerða. Aðalsteinn sagði að skuldir sam- kvæmt ársuppgjöri við síðustu ára- mót hefðu verið um 150 milljónir króna. Hér er um að ræða allan kostnað síðasta árs, en þá er ekki reiknað með því sem kemur til frádráttar af sölu skinna. Að öðru Ieyti koma eignir Aðalsteins á móti kröfum í búið. „Ég vildi standa eða falla með þessu sjálfur og hef aldrei farið í vini eða vandamenn til að biðja þá um að skrifa upp á eitt eða neitt, þannig að það er bara ég sjálfur," sagði Aðalsteinn. Hann sagði að helstu kröfuhafarnir væru bankar og sjóðir. Þegar hann óskaði eftir gjaldþroti lagði hann fram til- lögu að nauðarsamningum, en það yrði að koma í ljós hvort vilji væri- hjá mönnum að halda áfram. Nær fullvíst er talið að stærsti kröfuhaf- inn, Landsbankinn, muni reka búið eitthvað áfram. Búið telur um 5000 minkalæður og um 20 þúsund hvolpa, en sl. haust voru allar refalæðurnar 840 að tölu skornar niður. Búinu var komið á stofn 1971. Aðspurður hvort hann ætti von á að fleiri ioðdýrabú kæmu til með að fylgja í kjölfarið, sagðist hann ekkert vilja um það segja og best að hver svari fyrir sig. -ABÓ Plastskip til sýnis Tundurduflaslæðarinn HMS Led- bury í breska flotanum kemur í 6 daga heimsókn tii Reykjavíkur 2. júní nk. Skipið er óvenjulegt fyrir þær sakir að skrokkur þess er úr plasti styrktu trefjagleri til þess að minnka seguláhrifin, en þetta skip ásamt systurskipum sínum eru þau stærstu sem smíðuð hafa verið úr plasti til þessa. Það er 60m á lengd og 675t að eigin þyngd en það var smíðað í Southampton fyrir 10 árum. Áhöfnin telur 6 foringja, níu yfir- menn og 29 aðra. Skipið er búið margvíslegum tækjum þar á meðai mannlausum dvergkafbát til þess að leita uppi og granda tundurduflum á floti sem og sjávarbotni. HMS Ledbury verður til sýnis fyrir almenning í gömlu höfninni kl. 14-16 á laugardag, 3.júní. -gs Veiðimenn í árnar í dag f dag er fyrsti laxveiðidagurinn í nokkrum ám landsins. Þverá og Norðurá voru opnaðar í morgun og köstuðu veiðimenn fyrsta kastinu kl 7:00. Veiðitímabilið leggst ágætlega í veiðimenn í Norðurá og er ástandið á ánni mjög gott. Mikið og hreint vatn er f henni og verður eflaust langt fram á sumar þar sem mikill snjór er enn í fjöllum. Ekki hefur verið mikil umferð um veiðisvæðið og hefur þar af leiðandi enginn komið auga á lax. En fiski- fræðingar hafa spáð miklum göngum stórlaxa í Norðurá og raunar í allar ár í Borgarfirði. Þverá mórauð f Þverá er ástandið ekki eins gott. Áin er enn mórauð og ekki eins vatnsmikil og margar aðrar, en yfir- leitt hreinsar hún sig á nokkrum dögum svo veiðimenn þurfa ekki að andvarpa. Mikill snjór er í fjöllum og vatn ætti þvf að aukast með hlýnandi veðurfari. Uppselt er í öll fyrstu hollin í Þverá en fyrsta hollið stendur í þrjá daga og eru sjö stangir í ánni. í Norðurá er hins vegar enn hægt að fá nokkrar stangir dagana 6.-9. júní. Á næstu dögum opna árnar hver á eftir annarri, margar í kringum lO.júní. LÖGÐ FRAM KÆRA VEGNA SPRENGJUHÓTUNARINNAR 157 stúdenta Brautskráning stúdenta frá Menntaskólanum við Sund fór fram laugardaginn 27.maí s.l. í Háskólabíói. Alls voru braut- skráðir 157 stúdentar og er þetta sautjándi hópurinn sem útskrifast frá skólanum, en MS á 20 ára afmæli á þessu ári. Flestir stúdentar brautskráðust úr náttúrufræðiskor eða 54. Einnig komu 34 úr eðlisfræði- skor, 22 úr félagsfræðiskor, 19 úr hagfræðiskor og jafnmargir úr málaskor II. Þá voru 9 braut- skráðir úr málaskor I. Hæstu einkunn nýstúdenta hlaut Dagbjört Sigvaldadóttir úr náttúrufræðiskor með fullnaðar- einkunnina 9,4. Tveir stúdentar útskrifuðust af tveimur námsbrautum, þær Gyða Stephensen og Anna Rún Atla- dóttir. -gs ítalinn sem FBI handtók í Miami þar sem hann sagðist vera með sprengju í farangrinum kom fyrir rétt þann 26. þessa mánaðar. Pan Am flugfélagið hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir hótanir um sprengju sem ekki áttu við rök að styðjast og fyrir að trufla áhöfn vélarinnar við starf sitt. Honum var gert að greiða fimm þúsund dollara tryggingu og kæran verður tekin fyrir fljótlega. Ekki er vitað hvort hann greiddi tryggingarféð eða hvort hann situr inni þar til málið verður tekið fyrir. Eins og greint var frá í Tímanum var íslensk stúlka, Anna María Bjarnadóttir, aðalvitni FBI í málinu þar sem hún sat við hlið mannsins í flugvél á leið frá Kennedy flugvelli í New York til alþjóðlega flugvallar- ins í Miami, fyrir viku. I flugvélinni voru um 270 manns, farþegar og áhöfn. „ Atburðarásin var á þá leið að um fimmtán mínútum eftir flugtak ætl- aði ítalskur skartgripasali sem vinn- ur á vegum ítalsks fyrirtækis í New York, á snyrtingu í aftari enda vélarinnar. Flann hafði stress-tösku meðferðis og ein flugfreyjanna spurði hvers vegna hann ætlaði að taka töskuna með sér inn á snyrting- una. Að sögn flugfreyjunnar sagðist maðurinn þá vera með sprengju í töskunni. Áhöfnin leitaði í tösku mannsins og á snyrtingunni en fann enga sprengju. Því næst létu þau bandarísku alríkislögregluna vita af þessum atburði. FBI fór ásamt lög- reglunni um borð í flugvélina við lendingu, þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í eitt að staðartíma, og tók manninn fastan. Nokkrir farþeganna voru síðan yfirheyrðir í flugstöðinni," sagði Paul Miller starfsmaður FBI á Miami í samtali við Tímann. ítalinn var settur í fangelsi og kom, eins og áður sagði, fyrir rétt þann 26. „Honum var gert að greiða um fimm þúsund dollara tryggingu sem ég geri ráð fyrir að hann hafi gert en get þó ekki fullyrt það. Hann mun mæta fyrir rétti aftur þar sem flugfélagið hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir sprengjuhótun sem ekki átti við rök að styðjast og fyrir að trufla áhöfnina við starf sitt,“ sagði Paul. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.